Helgarpósturinn - 18.05.1979, Blaðsíða 13

Helgarpósturinn - 18.05.1979, Blaðsíða 13
—he/garpósturinrL. Föstudag ur 18. maí 1979 reglunni svo eitthvaö sé taliö. Þá var ég i Farfuglahreyfingunni og þar alltaf kallaður alifuglinn. Og svo er ég formaöur i félagi kvikmyndahúseigenda. „Af hverju ég sé i öllum þessum félögum. Ég veit varla. Ætli þaö sé ekki vegna þess . aö ég er pósitívur maöur almennt. Þaö byrjar kannski þannig aö ég er beðinn um aö rétta hjálparhönd einhvers staöar. Þaö geri ég og er svo kominn inn i hringiöuna áöur en ég veit af. Eg hef þörf fyrir aö hjálpa til, hjálpa fólki. Ég held aö þetta sé ekki af neinni framagirni.; ég ei; ekki aö pota mér. En er nógu vitlaus til aö láta þvælast i þetta. Þetta meö félagsstarfiö er eins konar árátta hjá mér. Ætli þetta sé bara J ekki meöfætt, alveg | eins og menn fæöast 1 rauöhæröir og geta ekkert gert viö þvi.” 1 ViAtal: Guðmundur Arni Síefánsson Myndir: Friðþjófur Friðfinnur Ólafsson í Háskólabíói í Helgarpóstsviðtali „Enginn svallari” „Hvort ég sé gleöimaö- ur? Þaö væri blekking ef ég segði annað. Ég vil njóta gleðinnar og finn hana i mörgu. Mér finnst skemmtilegir menn dýrmætir, en þvi miöur fágætir. Sumir menn eru svo leiöinlegir, aö þaö er al- gjörlega ólöglegt að þeir skuli fá aö vera til. Þaö er á margvislegan hátt sem ég höndla gleöina. Ég nýt góös félagsskapar, feröaiaga um fjöll og öræfi, hef gaman aö sitja aö drykkju, jafnvel þó mjööurinn sé bara svart kaffi. Mjög skemmtilegt finnst mér aö fara á sjó og draga fisk, en helsta sport- iö er aö draga lax á sumrin. Ég er aftur á móti enginn svallari, enda veit ég ekki almennilega hvaö svallari er. Hér i gamla daga þótti mér gott aö fá mér neðan i þvi og þykir þaö enn i dag. En ég er oröinn latari viö þaö. Ég nenni varla oröið aö setjast aö drykkju lengur, hins vegar er þaö ágætis afþreying. Nauösynlegt aö fá aö blása út i brennivini, það lengir lifiö — þú getur sagt Halldóri á Kirkjubóli það? góöur drengur Halldór.1 „Setti tvö heimsmet” „Ætli megi ekki segja aö ég sé fæddur krati. Hef eiginlega veriö krati alla tiö. Þeir voru fáir krat- ar minir skólabræöur á námsár- unum^nei, ekki margir gimstein- ar þar. Ég fór fyrst i framboö fyr- ir Alþýðuflokkinn i Húnavatns- sýslu, þá gegn Jónifrá Akri. Það gekk ágætlega hjá méf og ég sló tvö heimsmet. Þarna var um aö ræöa tvennar kosningar, bæöi vor og haust. Um voriö fékk ég 19 atkvæöi, en um haustiö snerust þessar tölur viö. Aö auki var ég yngsti frambjóöandinn og hafði aukiö hlutfallslega meiru viö mig en nokkur annar i öllum flokkum. Það heföi aldeilis fariö þokkalega fyrir Húnvetningum heföi ég haldiö áfram.” „Næstu kosningar sem ég tók þátt i voru 1956, þá i framboöi fyr- ir hræöslubandalag Framsóknar og krata. Þaö var i minni heima- byggð, Norður-lsafjarðarsýslu. Þaö munaöi engu aö ég næöi kosn- ingu i þaö skiptiö. Þar slapp Alþingi naumlega. . „Ég var ekki að þessu fram- boösbrölti vegna metnaðar heldur haföi ég gaman af þessu. Framboösfundirnir voru oft eins og hanaat. Ég man eftir þvi á ein- um framboösfundinum sem hald- inn var i ögri, minni heimasveit. Mótframbjóöandi minn var einn- ig úr sveitinni, en þaö var Sigurð- ur Bjarnason. Þannig var formið á þessum fundum, aö fyrst töluðu frambjóöendur, en siöan heimafólk um innri málefni sveitarinnar. Ég haföi lokiö minni ræöu og Sigurður sinni. Þá strax á eftir talar faðir Sigurðar og þar næst einn bróöir hans og loks ann- ar bróöir. Gat ég þá ekki stillt mig og sagði stundarhátt. „Jæja Siguröur minn, er hún mamma þin ekki næst? Þessi fundur leystist upp — i gleöskap.” „Alþingi götunnar” „Svo hætti ég aö standa i þess- ari pólitik og ég held aö Alþingi megi vel viö una. En talandi um Alþingi. Viö búum ekki viö neina stjórn hér á Islandi. Landiö er stjórnlaust. Alþingi er eins konar ,,happening”% — er alþingi götunnar. Þetta er eintómt pot smákónga og lénsherra i eigin persónulegu framapoti. Þetta endar meö skelfingu. Þaö eru örfáir góöir þingmenn á Alþingi — kannski 5 eöa 6 sem kalla mætti j alvöru stjórnmálamenn. Hinir j allir eru undirmálsfiskar. „Ég tek enn þátt i störfum á vegum Alþýöuflokksins og þaö er spursmál hvaö ég geri, þegar ég er kominn á eftirlaun og hef meiri tima. Ég lofa engu um það hvort ég sný mér aö stjórnmálum aftur, en margt gæti óliklegra skeð. — Þetta er þó engin hótun.” „Hef bóndann i mér” „Ég dró mig i hlé núna frá biórekstri vegna þess að ég er á móti þvi aö menn séu of lengi viö sama skrifborð. En Guð og lukk- an hafa verið mér hliðholl i þessu starfi en nú mega aörir taka viö. Það er öruggt aö ég verö ekki verkefna laus þó ég hætti hér. Þaö þarf viöa aö taka til hendi. Ég hugsa jafnvel aö ég fari aö hugsa — hvaö sem þaö leiöir af sér. Nei, þaö er margt sem mig langar tií að gera. Þaö væri gaman að gerast bóndi, en ég er kannski of gamall til þess. Ég átti einu sinni 2 kindur og þær urðu báðar þrílembdar, svo þú sérö aö ég hef bóndann I mér. Eöa aö ég kasti mér i yndislegt letikast.” „Ég trúaður maöur? Ja, ég veit þaö eitt aö ég trúi ekki á stjórnmálamenn. En ég geri ráð fyrir aö ég sé almennt trúaöur — þá meö sjálfum mér. Fer eigin leiöir i trúnni og tala viö Guö beint — þarf enga milliliði.” „Guð lofaði að ég dæi standandi” „Nei, ég hræöist ekki dauðann, en er illa viö hann. Raunar bölvanlega. Guö er búinn aö lofa mér þvi að ég deyi standandi og ég vona aö hann standi við þaö. Kvalir þoli ég illa og óþægindi hata ég. En ég vona að ég lifi þaö aö Gufuneskirkjugaröurinn veröi tekinn i notkun. Það væri gott aö fá aö hvila þar. Stutt i Korpu og þar gæti ég séö yfir Sundin og fylgst meö laxagengdinni.” „Þú spyrö um þátttöku mina i spurningakeppni útvarpsins sem gekk eins og logi yfir akur hér á j sinum tima 1960—1970. Þaö var I skemmtilegt ævintýri og gott lið. Þarna var Helgi Sæm. Haraldur A. Sig., Siguröur Magnússon blaöafulltrúi, Siguröur Ólason lögfræöingur, Steinn Steinarr og Indriöi G. Þorsteinsson svo ég telji nokkra.” „Bílhlass af súkkulaði fyrir visuna” „Einu sinni i þessum keppnis- ferðalögum geröist það að við veröum veöurtepptir á Akureyri. Þegar viö erum aö vandræðast þarna þá kemur til min forstjóri súkkulaöigeröarinnar Lindu og biöur rtiig að koma saman visu fyrirsig um tiltekið efni. Ég sagöi honum aö viö yröum aö fá súkku- laöiö fyrir vikiö. Játaöi hann þvi. Við Helgi Sæm hnoöuðum saman visunni, þaö var heilt kvæöi og forstjórinn stóö við sitt. Þaö kom heilt bilhlass af súkku- laði til okkar. Og þá varö súkku- laöi át.” „Þessar keppnisferðir voru stórkostlegt ævintýri. Talsvert var sukksamt og menn komust i mannraunir — og kvenraunir.” „Yfirleitt má segja aö ævi min hafi verið afskaplega skemmti- leg. Ég hef steitt á nokkrum steinum og meitt mig stundum nokkuð illa en - yfirleitt hefur ferðin veriö undan brekku i góðri meiningu,-góö skiöaferö. Ég vona að lifiö renni svona ljúflega áfram, þá get ég rennt i gröfina glaöur og ánægöur.”

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.