Helgarpósturinn - 18.05.1979, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 18.05.1979, Blaðsíða 15
15 —he/garpásturinn. Föstudag ur 18 Bakarium fjölgar en bökurum fækkar Vitiö þiö hvaöa bakari var fyrst stofnaöhérá iandi? Nei, datt mér ekki I hug! — Þaö var Bernhöfts- bakarHö sem nú er hvorki meira né minna en 140 ára gamalt og jafnframt elsta iönfyrirtækiö á Islandi. — Annars vissi ég þetta nú ekki heldur. Hann sagöi mér þetta bakarameistarinn Siguröur Bergsson, eigandi Bernhöfts- bakarisins: „Já, já, þetta bakari var stofn- aö árið 1834 og þá var það i Bankastræti”, segir Sigurður Brauöaúrvaliö hefur fariö stórbatnandi aö undanförnu. Hér sjáum viö bakarfsstúlkur meö nokkur sýnishorn. mér. „Ég keypti þetta af siðasta Bernhöftinum, Daniel hét sá, 1. mars 1942, svo ég er búinn að reka þetta I hvað .. 37 ár. Diskóvitfirringarnir leika listir slnar I óöali. Hláturdiskó í Óðali „Allir sem viö höfum haft samskipti viö hér, hafa veriö mjög vingjarnlegir viö okkur, og fariö meö okkur eins og stjörnur eöa lorda. Viö komum áreiöanlega aftur hingaö og þá i fri, þvl okkur list mjög vel á landiö, sérstaklega er þó matur- inn góöur og stúlkurnar falleg- ar”, sögöu þeir Tommy Mack og Philip Tan, þegar Helgar- pósturinn hitti þá i Óöali á dög- unum. beir félagar kalla sig „The Disco Maniacs” eða „diskó vitfirringarnir” og eru hingað komnir til að skemmta dans- húsagestum höfuðborgarinnar. Tommy er kallaöur „sá fyndni” og Philip er kallaður „redd- arinn”. Þeir hittust i London, þar sem þeir dönsuðu saman I dansflokki Grant Santiono, en I þeim flokki eru margir af bestu dönsurunum i Englandi. Sjálfur er Tommy Englandsmeistari i diskódansi frá 1977 og Philip Singaporemeistari frá 1978. „Við dönsum þaö sem við köllum „hláturdiskó” (disco comic). Það er i þvi fólgið, aö um leið og við dönsum, erum við með átbragðsleik, leikfimi og leik. Allir geta dansaö diskó, en við reynum að skemmta fólkinu um leið, fá það til að hlægja. 1 lokaatriðinu fáum við svo fólkiö til að dansa með okkur. Viðtökurnar hafa verið mjög góðar. Venjulega taka sýninga- atriðin um 20 min, en ef áhorfendur eru með á nótunum, dönsum við lengur”. Héðan fara þeir Tommy og Philip til Englands aftur. „Við verðum i New Castle, þar sem ætlunin er að dansa fyrir Margréti prinsessu”, segir „reddarinn”. „Eftir það förum við til Evrópu og jafnvel Ameriku” bætir „sá fyndni” við. —GB. Og hvernig hefur gengið? „Gengið þetta”, svarar bakar- meistarinn, „bakariið hefur lifað þennan tima.” Hverju er að þakka fjölgun bakaria nú siðustu árin? „Ja, það er náttúrlega allt ööru vlsi lifað á Islandi I dag, heldur en hér áöur”, segir Sigurður, „Bæði veitir fólk sér nú meira, svo hefur þjóðinni fjölgað.” „Hins vegar er núna skortur á bökurum frekar en hitt. Það gera röng nemendalög. Ef við tökum nemanda þá verður hann var vera 8-6 mánuði hjá okkur og 5 mánuði I Iðnskólanum á árinu, svo þú sérð að hann hefur aðeins eins mánaðar sumar fri. A þess- ari forsendu finnst mér ekki ger- andi að taka við nemendum. Að - afa þá aðeins hálft árið og missa þá svo, það er alveg af og frá. „Þessu verður að breyta”, heldur Sigurður áfram. „Ef við fengjum nema beint úr Iðnskól- anum, þá er þeir kunna hand- brögðin, þá væri hægt að veita nemendum nýsveinakaup. Þeir verða að geta unnið allt áriö. Það væri i beggja hag. Svo sagði Sigurður það vera annað sem valdi bakarafæöinni, en það er vinnutiminn, sem er langt frá því að vera seinrisulum Islendingum hagstæður. „Bakari má ekki mæta seinna til vinnu en 5 um morguninn og hann kemur ekki heim fyrr en um hálf þrjú. Þetta er hörð vinna”, sagir Sig- urður, „enda gefst margur byrjandinn upp.” Hvað gerir þú að loknum vinnudegi? „Ég”, spyrSigurður. „Ja, ég er nú orðinn svo gamall, að ég þarf á hvild að halda er ég kem heim. Það er eiginlega ekki hægt að starfa iþessulengi”,segir hann. „Þetta er hörð vinna. Það eru tækin sem reka á eftir manni, og það er beðið eftir brauðinu. Nú til dags, er meirhluti framleiðslunn- ar brauðframleiðsla, já. Við erum með margar tegundir af brauðum.” Fáið þið laun sem erfiði? „Já, það held ég að ég megi nú segja”, segir Sigurður. „Tækin verða æ fullkomnari, svo það ætti að vera velgjörningur að fá mannskap i þetta. En eins og er, þá er hann ekki nægur.” „Nei, ég veit nú ekki gjörla hve margir eru nú að læra til bakara. Ég gæti trúað að þaö væru um 8—10 manns. Ég myndi segja að það vantaði um a.m.k. 30—40 manns i viðbót, ef vel ætti að vera. Eins og ég segi, er nemenda löggjöfin i dag, eða hvað sem hún heitir, ekki hagstæð. Samkvæmt henni verða nemendur að vinna I bakarlum jafnhliða námi sinu. Þessu verður að breyta.” Og viö látum þetta vera lokaorð bakarameistarans. AB. „KANNTU BRAUÐ AÐ BAKA?” „Eilíf boð og bönn helsta hindrun vínmenningar" segir Halldór Juliusson, veitingamaður í Glæsibæ „Ja, ég hef nú lengi fengist við veitingahúsarekstur, bæði var ég einn af stofnendum Skiphóls i Hafnarfirði, svo var ég með Fer- stiklu i Hvalfirði. Þetta lá nú svona beint fyrir: Þegar okkur bauðst þetta húsnæði árið 1970, og þá var ekkert þvi til fyrirstöðu að setja Glæsibæ á laggirnar”, sagði Halldór Júliusson er eigandinn var spurður um tildrög Glæsibæj- ar. „Það var nú svo mikil vöntun á skemmtistööum þá”, bætti hann við. Hefur upphafleg hugmynd ykk- ar um Glæsibæ orðið að raun- mynd, var eigandinn spurður. „Já, að nokkru leyti”, sagði hann. „Það standa nú geysilegar breytingar til. Það er eins með klæðnaðinn og veitingah&sarekst- urinn að maður þarf að fylgja tiskunni eftir, þar sem þetta er nú nokkurs konar tiskufyrirbrigði.1' Ekki taldi Halldór vera mun á drykkjuvenjum yngra og eldra fólksins, en gestir hússins eru aðallega á aldrinum 25-40 ára og þar yfir. „Annars er vinmenningin ekki til fyrirmyndar hér á landi”, sagði Halldór. „Ég hef kynnst þessu erlendis og þar er mikill munur á.” Hver heldur þú að sé orsaka- valdurinn? „Ætli það séu ekki þessi eilifu boð og bönn”, sagöi Halldór. Sagði hann veitingamenn eiga jafnvel erfitt með að vera liðlegir viðgesti sina: „Ég held það hljóti að virka neikvætt á gesti, þegar allri þjónustu er hætt klukkutíma fyrir lokun”, sagði Halldór. „Þá er fólk farið að.hamstra glös og uppkoma ýmiss vandkvæði. Bar- þjóni er t.d. ekki heimilt að geyma glös fyrir gesti sina eftir lokun. Við þvi liggur stór sekt”. Hvað er til bóta? „Það þarf að endurskoða vin- menninguna alla”, svaraði Hall- dór, „allavega varðandi veitinga- og gistihús”. Hvernig þá? „T.d. með meira frjálsræöi. Það ætti að setja eigendum skemmtistaða það i sjálfsvald, Haildór I Glæsibæ. hve lengi á að hafa opið. Það er gert I Danmörku og viðar og hefur géfist mjög vel." Ekki taldi Halldór þetta auka drykkju tslendinga. „Kannski gæti orðið einhver aukning, en þó er erfitt að átta sig á þvi hve hér er drukkið mikiö”, sagði Halldór. „Þvi þaö' er nú þaö mikið bruggað hér á landi. Þá kemur fólk úr einkapartium i heimahús- um á ball, og snýr þangað aftur að þvi loknu. Þannig að ekki er auðvelt að segja um drykkju fólks með vissu! Hljómsveitin Glæsir. Er hún sérstaklega tilkomin fyrir Glæsi- bæ? „Já, það má segja það. Gissur Geirsson og tveir félagar hans stofnuðu hana fyrir mánuði sið- an”, sagði Halldór. „Já, þeir eru fastráðnir svo framarlega sem þeir standa sig og gestirnir eru sáttir við þá”, sagði Halldór að- spuröur. „Sem og ég held að Glæsir geri. Hún spilar bæði gömlu og nýju lögin, svo þau ættu að vera við allra hæfi” sagði eig- ándi Glæsibæjar. AB Lúdó og Steffán Gömlu og nýju dansarnir. Fjölbreyttur matseðill. Borðapantanir í sfma 23333. Áskiljum okkur rétt til að ráðstafa borðum eftir kl. 8.30. Neðri hæð: Diskótek. Spariklæðnaður eingöngu leyfður Opið frá kl. 7—1, föstudag. 7—2 laugardag.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.