Helgarpósturinn - 18.05.1979, Blaðsíða 18

Helgarpósturinn - 18.05.1979, Blaðsíða 18
 V i 18 Mammkom og önnur poppkorn Café Jacques — International Upprennándi nafn i bresku tónlistarlifi um þessar mundir er trióiö Café Jacques, skipað Cristopher Thomson — söngur, gitar, Michael Ogletree — söngur, trommur, gitar o.fl. og Peter Veitch — hljómborð. Þaö var söngvari og trommuleikari Genesis, Phil Collins, sem kom þeim félögum á framværi við hljómplötufyrirtækið Columbia oghefur hann alla tið verið þeim mjög innan handar. Fyrsta plata Café Jacques, Round The Back, kom Ut 1977 og vakti mikla hrifningu meðal tónlist- arspekúlanta, og sögðu flestir að nú hefðu bretar eignast aðra Genesis, — sem er ekki litið lof, þvi einsog þeir vita, sem eitt- hvaö þekkja til breska tónlistar- heimsins, er Genesis ein virt- asta hljómsveitin i þvisa landi. Og ekki alls fyrir iöngu kom út önnur plata Café Jacques og heitir Intemational. Þótt tónlist Café Jacques minni óneitanlega á Genesis og höfði örugglega tii sama hlustendahóps, býr hún eigiaö siöur yfir sjálfstæðum og töfrandi eigindum. Framsækið rokk er sennilega besta skil- greiningin áhenni (reyndar lika á tónlist Genesis). Þetta er góð plata. Roxy Music — Manifesto Þá er búiö að endurvekja hljómsveitina Poxy Music. Og eru þar samankomnir flestir þeir sem komu við sögu á blómaskeiði hennar á árunum ’72-’76, að Brian Eno undan- skildum, — eða Bryan Ferry, Phil Manzanera, AndyMackey, Paul Thompson, Gary Tibbs, Alan Spennar og Paul Garrack. Manifesto, platan sem boöar endurkomu Roxy Music, skipt- ist í tvennt, austur- og vestur- hlið, og má segja að austurhliö- in sé upprif jun á byrjunarskeiði Roxy, þ.e. þegar hún var framáæknari og uppfinninga- samari. Vestur-hliðin speglar Popp eftir Pál Pálsson * hlið hljómsveitarinnar, lög sem öll eiga fullt erindi á vinsæld- alista heimsbyggðarinnar. En ekki er fariö inná nýjar brautir, og að þvi leyti veldur platan nokkrum vonbrigðum. Maöur hafði búist viö öðru af Bryan Ferry og félögum. Gcorge Harrison „Mikið var, að beljan bar” sagði kerlingin. Og það var lika þaðfyrsta sem ég hugsaöi, eftir að hafa hlýtt á nýjustu plötu George Harrison. Mikiö var, aí George Harrison skyldi loksins hrista af sér slenið og sýna heiminum ogsanna að hann er enn tónlistarsmiður og -flytj- andi par excellence. A þessari nýju plötu hans má finna hvert topplagiö á fætur öðru, sem jafnast á við það besta sem hann gerði með Bitlunum (Something og Here Comes The Sun ), lög eins og Love Comes To Everyone, Not Guilty, Here Comes The Moon, Faster o.fl. Og þessa dagana er lagiö Blow Away, að brjótast inná vinsæld- arlistana. Ég er strax farinn að biða spenntur eftir næstu plötu George Harrison, og segi ekki meira. George Benson — Living Inside Your Love George Benson er sennilega stærsti d j as s-po pp ar i Amerikunnar i dag. Þá stöðu nældi hann sér i árið 1976 meö plötunni Breezin’oghefur siðan frekar styrkt hana en hitt. OG fyrir skömmu lét hann frá sér tveggja-platna albúm sem hann kallar Living Inside Your Love. Tónlist George Benson er einsog fram hefur komiö, djass- að popp, átakalitið og leikandi létt. Hljóðfæraleikur, söngur, upptaka — allt fyrsta flokks. Benson hefur lengi haft þann sið, aö taka fyrir einhva-ja gamla ballöðu á plötum sinum og hér er Unchained Melody, sem orðið hefur fyrir valinu. Þetta er plata sem höföar til allra kynslóða og er tilvalin á fóninn þegar fólk vill hafa það rólegt og notalegt. Og ef þaö er einhver söngvari sem getur stælt meistarann Stevie Wond- er, þá er það George Benson. Og það segir sitt. Mannakorn — Brottför kl. 8 Mannakorn, meö lagasmiðinn og altmulig-tónlistarmanninn Magnús Eiriksson i broddi fylk- ingar, hafa nú gefiö út á merki Fálkans h.f. sína þriðju breið- skifu og kalla hana Brottför kl. 8. Þessiplata er nokkuð ólik hin- um fyrri og að minum dómi og betri. Þar kemur margt til, t.d. þáttur efnilegustu söngkonu okkar i dag, Ellenar Kristjáns- dóttur sem gefur tónlistinni meiri breidd. Einnig virðist meira lagt i vinnslu þessarar- plötu en hinna. Það var ekki vist i upphafi hvort Pálmi Gunnars- son yrði með á plötunni, þarsem hann er nú samningsbundinn við Hljómplötuútgáfuna h.f. og þvi er þáttur hans I hljóöfæra- leiknum minni en áöur. Og þótt Mannakorn hefðu fengið ágætan bassamann i hans stað, Jón Kristinn Cortes, þá hefði aldrei verið hægt að fá betri söngvara. En sem betur fer þurfti þess ekki. Brottför kl. 8 fær bestu með- mæli Helgarpóstsins. Verk Þorkels flutt í NY t bandariska störblaðinu New York Times rakst Helgarpóst- urinn á auglýsingu fyrir tón- leika gitarleikarans Leo Brouwer og flautuleikarans Ro- bert Aitkins þar i borg. Þar er innan um tónskáld eins og H'ándel, De Falla og Vilia- Lobos, sem verk eiga á efnis- skránni, nafn Þorkels Sigur- björnssonar. Óneitaniega er það fengur fyrir Isienska menningu þegar hún fer að skjóta upp kolli með þessum hætti i stórborg- inni, en tónleikar þessir eru haldnir m.a. af Center forlnter- American Relations, kanadisku aðalræðisskrifstofúnni og sam- tökum um klassiskan gitarleik. Þess má geta að Robert Aitkin er mörgum isiendingum að góðu kunnur, en hann hefur oft- sinnis leikið hérlendis, m.a. með Þorkeli f Icelandic-Canadian Ensemble. Jonas vinnur að trlandsþáttunum. LEIKFÉIV\G REYKJAVlKUR STELDU BARA MILLJARÐI laugardag kl. 20.30 fáar sýningar eftir ER ÞETTA EKKI MITT LtF? frumsýn. sunnudag uppselt 2. sýn. miðvikudag uppselt Grá kort gilda 3. sýn. fimmtudag kl. 20.30 Rauö kort gilda. Miðasala i Iðnó kl. 14-19. Simi 16620. BLESSAÐ BARNALAN Miðnætursýning i Austurbæjarbiói Laugardag kl. 23.30 örfáar sýningar eftir Miðasala i Austurbæjarbiói kl. 16—21. Simi 11384. ,, Við óeðlilegt stríðsástand kemur oft fram það besta í manneskjunni” — segir Jónas Jónasson sém er v nýkominn heim úr útvarps- leiðangri til N-Irlands Þau Jónas Jónasson og Gunn- vör Braga komu um siðustu helgi heim frá N-triandi, þar sem þau dviildust um rúmlega hálfsmán- aðar skeiðvið upptöku á útvarps- efni. Barnadeildir útvarpsstöðva Norðurlanda hafa með sér nokkra samvinnu, og á fundi þeirra i fyrra var ákveðið aö senda dagskrárgerðarmenn frá hverri stöð fyrir sig, eitthvað út i heim tíl að gera I tiiefni barnaárs- ins dagskrár um börn, sem búa við óeðlilegar aðstæður. Það féll siðan i hlut rikisútvarpsfns að fara til Noröur-irlands. „Þetta er byggt á viðtölum við fólk”, sagði Jónas Jónasson, þeg- ar Helgarpósturinn spuröist fyrir um efnisöflunina. ,,Ég komst aö þeirri niöurstööu eftir að hafa hljóöritaö þarna efni i dagskrá, að þetta yröu ekki þættir um börn fyrir börn, heldur um fólk fyrir fólk. Börneru fólk lika, eins og þú veist”. „Það var athyglisvert”, sagöi Jónas, „að börn fædd eftir 1969, þegarólætin byr ja — sem eru alin upp við þessar hrikalegu sprengingar og morð — lfta á slíkt sem sjálfsagöan hlut. Fyrir þau er þaö partur af lifinu. Unglingar sem við ræddum við, muna hinsvegar timana tvenna og þeir hafa átt töluvert erfitt með aö komast i gegnum þetta”. „Þegar komið er til Belfast viröist ástandið við fyrstu sýn ósköp eðlilegt”, sagði Jónas. „Þegar betur er aðgáð sér maður þó hversuóeðlilegtþaðeri' raun. Þarna aka brynvarðir bilar um göturnar, vopnaöir hermenn eru viða, og verslunarhverfi eru girt af. Allar verslanir eru lika lokað- ar. Þú verður að banka uppá, og siðan er leitað á þér þegar þú labbar inn i búðina. Þarna gengur fólk ekki frjálst um”. „Segja má aö við höfum verið að búa til efni um það sem gerist eftir að búið er aö sprengja. Þá hættir fólk yfirleitt að lesa, en einmitt þá er lifssaga rétt að byrja hjá flestu þvi fólki sem verður fyrir einhverju sliku.” „Það er ekki hægt að gera þáttasyrpu um ástand”, sagði Jónas, ,,án þess að tala við þá sem sköpuðu ástandið og þaö er fulloröna fólkið. Ég ræddi einnig við sálfræðinga og fagfólk sem hefur meö þjóöfélagsmál að gera, og svo auðvitað við börn. En írarnir vita ekki af hverju þetta ástand er, né hvað sé til úrbóta, og ég er ekki meö neitt svar viö þvi. Ég er aö reyna að koma til skila andrúmsloftinu I Belfast, sem er afskaplega sérstætt, þvi þóþarna sé margt ógnvænlegt, er þarna lika fallegt. Við óeðlilegt striðsástand kemur nefnilega oft fram það besta i manneskjunni”, sagöi Jónas. Jónas sagðistrétt vera að byrja aö vinna úr efninu, og gat ekki sagt til um hvenær fyrstu þættirn- ir yrðu fluttir. Siðar meir vinnur hann svo 3 hálfti'ma langa þætti til flutnings á hinum Norðurlöndun- um —GA Lestur fornrita Lestur fornrita er gamalkunnur dagskrárliöur I útvarpinu okk- ar. Nú er hann kominn i danska útvarpið lika. Um þessar mund- ir er einn vinsælasti ieikari Dana, Preben Lerdorff Rye ein- mitt að lesa Egils sögu i danska útvarpið og verða lestrarnir tíu, — á hverjum fimmtudegi.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.