Helgarpósturinn - 15.06.1979, Blaðsíða 4
Föstudagur 15. júní 1979 he/garpósturinrL
NAFN: Steingrímur Hermannsson STAÐA: Dóms- og landbúnaðarráðherra FÆDDUR: 22. júni 1928 HEIMILI: Mávanes 19,
Garðabæ FJÖLSKYLDUHAGIR: Eiginkona Edda Guðmundsdóttir og eiga þau þrjú börn. Steingrimur á einnig þrjú börn frá
fyrra hjónabandi BIFREIÐ: Ford Fiesta árg. 1978 áHUGAMÁL: (ítivist og iþróttir almenn, auk smíða
ATVIKIN RÁDA ÞVf NVORT
ÉG VERÐ FORSÆTISRADHERRA
Ennþá mæna augu allra landsmanna á rfkisstjórnina. Til hvaöa ráða gripur
stjórnin og þá hvenær? Einn ráðherra vill láta til skarar skríða og skella á
bráðabirgðalögum, annar ekki.
Steingrfmur Hermannsson dóms- og landbúnaðarráðherra vill að ríkis-
stjórnin fari að hugsa sér til hreyfings. Hann vill láta verkin tala. Það er og
haft á orði að ólafur Jóhannesson sé þreyttur á stjórnmálavafstrinu og
hyggist draga sig í hlé fyrr en seinna. Kemur þá að líkindum til kasta Stein-
gríms þegar rætt er um eftirmann ólafs í embætti forsætisráðherra. Ýmsar
tungur segja einnig aðekki séof hlýlegt sambandið milli Steingríms og ólafs.
Steingrímur Hermannsson er yfirheyrður í dag. Hann er m.a. spurður um
rikisstjórnarmálefni, eigin stjórnmálaframa og andrúmsloftið innan Fram-
sóknarflokksins. Steingrímur svarar spurningum Helgarpóstsins.
Er þaö rétt aö ráöherranefnd-
in svokallaöa hafi komist aö niö-
urstööu um aö rikisstjörnin
skuli gripa I taumana?
„Nei, ráöherranefndin ekki
frekar en rikisstjórnin. Ráö-
herranefndin hefur hins vegar
fariö vandlega yfir þessi mál öll
og komist aö þeirri niöurstööu
aö ekki veröi mikiö lengur beöiö
og gripa veröi til hverra þeirra
ráöa sem rfkisstjórnin á tiltæk
til þess aö leysa þessi mál. Ann-
ars er best aö láta verkin tala
eins og ég hef sagt.”
Nú hafa ákveönir ráöherrar,
þará meöal þú talaö um þaö, aö
rikisstjórnin veröi aö fara aö
gripa i taumana. Þessar yfirlýs-
ingar hafa hljómaö lengi, en
ekkert gerist.
,,Ég tel aö þaö sé minnsta
kosti komiö á ystu nöf og alveg
ljóst aö ef einhver mikil grunn-
kaupshækkun veröur hjá far-
mönnum þá er þaö markmiö
rikisstjórnarinnar, aö halda
grunnkaupshækkunum i lág-
marki, brostin. Ég fæ ekki séð
hvernig unnt á að vera að hækka
grunnkaup á sama tima og
þjóðartekjur dragast saman.”
Nú hefur ráöherranefndin
fundaö oft og mikiö og fulltrúar
hennar veriö meö alls kyns yfir-
Iýsingar, en einhvern veginn
oröiö minna úr framkvæmdum
þeim sem hún hefur lagt til. Er
ráöherranefndin valdalaus?
„Ráöherranefndin ákveöur aö
sjálfsögöu ekki neitt. Hún er aö-
eins höfö til þess aö vinna þessi
mál og leggja þau fyrir rlkis-
stjórnina. En þaö er ekkert
launungarmál aö þaö hefur ver-
iö ákaflega mikiö hik, bæöi inn-
an Alþýöuflokksins, þótt
Magnús H. Magnússon hafi ekki
verið þess sinnis og sömuleiöis
innan Alþýöubandalagsins.
Ég sé aö Alþýöublaöið birtir
nokkurn veginn daglega viötöl
viö þingmenn um það hvaö gera
eigi og þaö kemur f ljós aö þar
eru ákaflega skiptar skoöanir.”
Þú talar um átök i Alþýöu-
flokki og Alþýðubandaiagi, eru
ekki sams konar átök innan
Framsóknarfiokksins?
„Nei.”
Nú lýsir Ólafur Jóhannesson
þvi yfir aö hann telur aö biöa
eigi. Rikisstjórnin eigi ekki aö
grfpa inn f núna.
„Nei, ölafur sagöi ekki aö
bíöa eigi, heldur aö ekki heföi
verið beöiö of lengi.”
Eru átök milli þin og Ólafs
Jóhannessonar?
„Nei.”
Ekki varöandi þessi mál?
„Nei, Ölafur hefur staðið
alveg heils hugar meö öðrum i
Framsóknarflokknum aö þeim
tillögum sem flokkurinn hefur
lagt fram t.d. 15. mai. Ef hægt
er að tala um einhvern skoöana-
mun, þá er þaö á milli Ólafs og
ráöherra annarra flokka, sem
hafa viljað draga út úr þeim
tillögum einstaka þætti og lög-
binda, eins og t.d. visitöluþakið
eitt. Olafur hefur sagt aö þá
væri betra aö gera ekki neitt, og
ég er honum alveg sammála.”
Þaö er sem sagt ekki tog-
streita af neinu tagi milli þin og
Óiafs?
„Nei, nei, þetta er bara viö-
leitni blaöa til aö gera hasar út
af einhverju.”
Ertu haliur undir kosningar
fljótlega?
„Ég tel nú að þjóöin hafi ekki
efni á þvi aö ganga til kosninga.
Ástandiö er ekki þannig aö
þjóöin þoli tveggja mánaöa
kosningabaráttu og siöan óvissu
meöan aö stjórnarmyndun fer
fram. En hitt er svo annaö mál
aö viö framsóknarmenn erum
alltaf reiöubúnir aö ganga til
kosninga, ef um annaö er ekki
aö ræöa.”
Nú er um þaö talað aö þú takir
viö af Ólafi sem forsætisráö-
herra áöur en langt um liöur.
Hefur þú metnaö til aö veröa
forsætisráöherra fslands?
„Nei, ég læt atvikin aiveg
ráöa hvaö min biöur. Ég hef
ekki sett mér neitt slfkt mark.”
En ertu metoröagjarn að
eölisfari?
„Þaö verða eflaust aörir aö
meta. Ég legg aöaláhersluna á
þaö aö reyna að standa mig i þvi
sem ég tek að mér. Ef mér tekst
vel þá er þaö ánægjulegt.”
Ertu ánægöur meö störf rikis-
stjórnarinnar þaö sem af er?
„Ég er ánægöur meö sumt og
óánægður meö annað. Ég tel aö
rtkisstjórninni hafi tekist vel á.
vissum sviðum. Ég tel t.d. aö
lög um stjórn efnahagsmála séu
mjög mikilvæg nýbreytni. Það
má hins vegar segja aö launa-
málastefnan sem rikisstjórnin
boðaöi i samstarfsyfirlýsing-
unni hafi brugðist og aö sjálf-
sögðu hefur þaö leitt til meiri
veröbólgu, en að var stefnt. En
þaö er meö þessa rikisstjórn
eins og aðrar, sumt hefur henni
tekist vel og annað ekki.,
Ef viö notum hægri-vinstri
viömiöunina i stjórnmálum,
hvar setur þú Framsóknar-
flokkinn á þann viðmiðunarás?
„Ég er mjög ófús til aö nota
hægri og vinstri. Þessi hugtök
eru upprunnin viö allt aörar aö-
stæöur heldur en nú eru og allir
flokkarnir hafa færst inn aö
miölinu. Nú ef hins vegar menn
kalla hægri, óheft einkafram-
tak, og vinstri, að atvinnurekst-
ur sé I höndum rikisins, þá erum
viö þarna á milli. Þá vil ég held-
ur segja að við séum svona and-
staöa viö öfgaöflin.”
Telurðu að þú hafir notiö góös
af ætt þinni og uppruna i póli-
tisku starfi?
„Já, tvimælalaust. Ég er al-
inn upp viö skráargatiö. Faöir
minn var nú forsætisráöherra
lengur en nokkur annar. Eins
lengi og ég man eftir mér hef ég
kynnst stjórnmálastarfi. Nú ég
tel aö ég hafi haft mjög gott af
þvi aö kynnast hans viöhorfum
og hans starfsháttum, en hitt er
svo annaö mál aö ég var harö-
ákveöinn i þvi aö fara aldrei i
pólitik af þeim kynnum, þvi mér
var ljóst aö stjórnmálaumsvif
eru mjög tímafrek og bindandi
og náttúrlega mjög erfið fyrir
fjölskylduna, maður getur
aldrei um frjálst höfuö strokiö.
Þess vegna kannski fór ég i
verkfræöi.”
Var þaö strax ákveöiö i þinni
fjölskyldu aö þú yröir erföa-
prins, tækir viö Framsóknar-
flokknum eftir fööur þinn?
„Nei, faöir minn beitti aldrei
áhrifum sinum til neins slfks.
Þaö var ekki hans háttur. Viö
ræddum mikið um stjórnmál og
aðra starfsemi, og hann lagði
höfuöáherslu á það aö ég færi i
þaö, sem mér likaöi best. Ég
ætlaöi einu sinni aö veröa tré-
smiður. Afar minir voru báðir
trésmiöir. Ég man þegar ég
ræddi um þaö viö pabba, þá
sagði hann: „þaö er mjög gott
og viröingarvert starf og sann-
arlega hverjum manni samboö-
iö.” En mæltist þó til þess, aö ég
færi i menntaskóla, hvaö ég
geröi og varö liklega til þess aö
ég varö verkfræöingur.”
En það eitt aö þú ert sonur
Hermanns Jónassonar, hefur
þaö hjálpaö þér til áhrifa i
stjórnmálum?
„Ég skal ekki meta það. Ég
er sannfæröur um að á meöan
hann var i pólitikinni, þá heföi
þaö dregið úr frama, ef ég hefði
viljað fara i pólitik. Ég fór ekki I
stjórnmál fyrr en 1961, þá gerö-
ist ég formaöur FUF i Reykja-
vik og þá var hann nú meira og
minna að byrja að draga sig I
hlé. Þannig að eftir að hann
hætti og féll frá, þá skal ég ekki
segja. Þaö eru vitanlega ýmsir
eldri menn, sem þekktu vel föö-
ur minn og mátu hann, en ég
vona aö ég sé metinn aö verö-
leikum, en ekki ættum.”
Nú segir Vilmundur Gylfason
i blaöagrein fyrir fáum dögum,
aö þegar stjórnarmyndunarviö-
ræður stóðu yfir þá hafi veriö
sett fram sú krafa af hálfu
framsóknar og Alþýðubanda-
lags, að löglærður maður yröi
ráöherra dómsmála. Nú ert þú
rafmagnsverkfræöingur. Hvaö
viltu segja um þetta?
„Ja, ég get aöeins sagt það, að
það er engin launung aö Alþýöu-
flokknum stóö til boöa dóms-
málaráöherraembættið i þess-
um viöræðum. Hitt er svo annaö
mál og ég held að menn hljóti að
skilja það, aö Ólafur Jóhannes-
son gat ekki sætt sig viö aö Vil-
mundur Gylfason kæmi inn i
þaö embætti. Ég verð nú aö
segja þaö, eftir að hafa lesið
þessa grein Vilmundar, veröur
manni hugsað til þess hvernig
okkar þjóöfélag væri, ef svo
hefði oröiö. Ætli við gætum ekki
sagt að Haukur hefði orðið aö-
stoöardómsmálaráöherra. Þeir
virðast vilja vinna saman. En
ég heyröi aldrei nefnt, að þaö
væri skilyröi aö löglæröur maö-
ur færi i þetta embætti. Það er
þá hlutur sem hefur komið fram
innan Alþýöuflokksins.
Nú vikur Vilmundur I nefndri
grein aö grænum baunum.
„Þaö er nú svo ódýr brandari,
aö ég nenni varla að nefna það.
Það var einu sinni upp á mig
boriö, að ég hefði sett grænar
baunir á bilinn minn. Það er nú
svo hlægilegt. Þetta var þannig
til komið aö Surtseyjarfélagiö
keypti grænar baunir og fyrir
einhver mistök i bókhaldi, bæöi i
bókhaldi Surtseyjarfélagsins
og Rannsóknarráös, þá varð
þeim ágæta manni á, sem þar
var, (mjög mætur maður sem
er látinn núna), aö færa grænu
baunirnar sem kostnað viö
rekstur bils rannsóknarráðs.
Þannig varö þetta aö árásarefni
fyrir einn einstakling hér I borg
nokkrum dögum fyrir kosning-
ar.”
Nú „dúkkar” þetta mál alltaf
upp viö og viö. Heldur þú aö
þetta „grænu-bauna-mál” hafi
skaöaö pólitiskan frama þinn?
„Það er enginn vafi á þvi að
tilgangi var náð, ef ég má orða
það svo, fyrir þæi kosningar,
sem þá fóru i hönd. Þvi þessi
árás var mjög vandlega tima-
sett og skellt upp i blööum,
þannig aö ég átti mjög erfitt
með aö verja mig. Þaö eina sem
ég gat gert, og þaö gerði ég, var
að óska eftir opinberri rann-
sókn. En vitanlega var henni
ekki lokiö fyrir umræddar kosn-
ingar. Sú opinbera rannsókn fór
á þann veg sem ég vissi. Þaö
voru engar grænar baunir sem
fóru á bilinn.”
Kitlar þaö hégómagirndina aö
vera ráöherra?
„Nei, ekki finnst mér þaö hjá
mér. Það er kannski vegna þess
aö ég er svo vanur þvi aö um-
gangast ráöherra. Ég get ekki
séö að þetta breyti neinu i ein-
staklingnum. Ef ég ætti að velja
mér svona óskastarf, þá væri
þaö verkfræöistarfið.
eftir Guðmund Árna Stefánsson