Helgarpósturinn - 15.06.1979, Blaðsíða 20
Föstudagur 15. júní 1979'—hQlcjSrpOStUrinn._
„Land og synir”:
Að mestu tekin í Eyjafirði
„Þetta er allt I góöu gengi. Viö
vorum aö leita aö staö fyrir
þetta og teljum okkur hafa fund-
iö hann fremst I Eyjafiröi”,
sagöi Indriöi G. Þorsteinsson
um undirbúning fyrir kvik-
myndina „Land og synir”, sem
hann stendur aö, ásamt þeim
Jóni Hermannssyni og Agústi
Guömundssyni.
Helgarpósturinn haföi lika
samband viö Ágúst og sagöi
hann, aö myndin yröi aöallega
tekin I Eyjafiröi, en aö ein-
hverju leyti lika i Skagafiröi. 1
bókinni koma fyrir göngur á
Eyvindarstaöaheiöi og helst þaö
I myndinni.
Indriöi, Agúst og Jón ÞÓris-
son, sem sér um leikmyndir og
búninga, voru i siöustu viku
noröur T landi og samhliöa leit
aö heppilegum stööum fyrir
kvikmyndatöku, litu þeir einnig
eftir leikmunum fyrir myndina,
m.a. bilum, en sagan gerist áriö
1937.
„1 Eyjafiröi er talsvert til af
gömlum bilum,” sagöi Agúst
,,og ég er nokkuö sáttur viö þaö
sem viö fundum.
I feröinni heimsótti ég nokkur
leikfélög og spjallaöi viö for-
ráöamenn og meölimi. Einnig
prófaði ég aöeins. Viö erum
búnir aö velja I nokkur hlutverk,
en þar sem viö erum ekki búnir
aö hafa samband viö viökom-
andi, vil ég ekki skýra frá þvi.”
— Hver kvikmyndar?
„Okkur tókst ekki aö fá Har-
ald Friöriksson frá Sjónvarp-
inu, þar sem hann er I föstu
starfi þar og erfitt að fá mann i
hans staö. Viö höfum þvi boðiö
Siguröi Sverri Pálssyni og er já-
kvætt hljóö I honum, en ekkert
hefur veriö samiö. Eitt af
vandamálum okkar er aö finna
hljóömann, við erum ekki enn
búnir aö finna hann.” -GB
Magnús
Tómasson
í Torfunni
„Ég er á kafi aö ganga frá
þessu, innramma og skera
karton”, sagöi Magnús Tómasson
myndlistarmaöur, en hann opnar
málverkasýningu I Bernhöfts-
torfu þann 16. júni.
Myndirnar, sem Magnús sýnir,
voruunnar á árunum 1962 og 1963,
en þá var hann meö vinnustofu i
Torfunni. Þær eru flestar unnar i
ollukrit, eöa milli 20 og 30, einnig
verða 6-7 oliumálverk.
„Oliukritarmálverkin eru
stúdiur fyrir oliumálverk. Þetta
eru allt myndir af Torfunni, frá
ýmsum hliðum, en frjálslega
farið með staðreyndirnar og
skáldað. Þetta eruafbragösmynd-
ir og sýna þær hvernig Torfan er
náma af mótivum. Um leið
benda þær á varðveislugildi
hennar.
Ég fann myndirnar af til-
viljun og datt i hug að sýna
þær, en þessi sýning er haidin i
samráöi við Torfusam-
tökin. Timinn fyrir sýninguna er
vel valinn, þvi það var veriö að
hreyfa þvi i rikisstjórninni að rifa
þann hluta Torfunnar sem er
hálfbrunninn, en viö viljum
byggja þetta upp. Þessi tima-
setning er þó tilviljun, þar sem
hugmyndin að þessu var komin
löngu fyrr.
Mér finnst húsiö vel til þessfall-
iö að halda þar litlar sýningar,
þarna er sæmilegasta birta”.
Myndirnar verða allar til sölu
og rennur hluti af andvirði þeirra
til Torfusamtakanna.
„FLUGLEIKUR99
1SUPER BREIÐÞOTU
Þjóðleikhúsið frumsýnir i kvöld I Cardiff I Englandi leikritiö
Flugleikur h/v (h/v fyrir hópvinna), eftir þau Brynju Benedikts-
dóttur, Þórunni Siguröardóttur og Erling Glslason. önnur sýning
veröur í London þann 17. júnf.
Tildrögin aö þvi aö leikritiö er frumsýnt I Englandi eru þau, aö
tslendingafélagið I London á stórafmæli um þessar mundir og baö
Þjóöleikhúsiö um aö senda þangað sýningu af þvi tilefni. Sýningin i
Cardiff veröur á leiklistarhátiö, sem þar fer fram. Forráöamenn
hátíöarinnar höföu veöur af þessari fe'rö til London og báöu hópinn
aö koma tii Cardiff og sýna þar.
Helgarpósturinn hitti þau Brynju Benediktsdóttur og Erling
Gislason og bað þau aö segja ofurlitið frá leikritinu.
„Þaö gerist I flugvél á leiöinni Keflavik-New York-Keflavik”,
sagði Brynja.
„1 Super breiðþotu”, skaut Ertingur inn i.
„Við högum okkur eins og við séum á leið til New York,” hélt
Brynja áfram, „en brjótum verkiðupp. Flugfólkið bregður á leik og
gefur söng- og dansnúmer. Þetta er eins konar kabarett, sambland
af samtölum, tónlist, hreyfingum og skyggnimyndasýningu”.
„Leikritiö er um klukkutimi að lengd”, sagði Erlingur, „Viö för-
um inn i veröld flugsins og flugfólksins og sjáum þetta frekar meö
augum flugfreyjunnar.
Flugleiðamálið hefur inspireraö okkur og höfum við fylgst vel með
þvi I fréttum, en við éfum lengra á undan timanum, svona um árið
2000 og farkostirnir eru DC 12, 14 o.s.frv.
Leikhópurinn kom saman fyrir 2-3 mánuöum, en undirbúningur-
inn hefur tekið lengri tima, verkið var samið á fyrra ári. Þaö er
fyrst núna aö þetta er aö smella saman.
Leiksviöiö er litið, en jafnframt er leikið á tveímur göngum i saln
um, sem settur er upp sem farþegarými I flugvél.
Þetta fólk verður að hafa það, að við horfum á það með okkar
augum, en það þarf enginn að vera spéhræddur út af því”, sagði
Erlingur.
Leikstjóri verksins er Brynja Benediktsdóttir og leikendur eru
Erlingur Gislason, Þórunn Sigurðardóttir, Guöbjörg Lilja Þóris-
dóttir, Guörún Þóröardóttir og Guölaug Maria Bjarnadóttir. -GB
UPPL ÝSINGASK YLDA
Saga þeirrar tilraunar, sem
gerð hefur verið hérlendis til aö
koma á lögum um upplýsinga-
skyldu stjórnvalda er i þann
mund að verða grátbrosleg.
Fyrst var lögö fram af góöum
hug þingsályktunartillaga um
þetta efni. Þaö var árið 1969.
Hún dagaði uppi á mörgum
þingum. Siöan var loksins búiö
til frumvarp. Þaö þótti ótækt
enda var almenna reglan um
aögang aö upplýsingum hjá
stjórnvöldum að engu gerö i
undantekningarákvæöum ann-
arrar greinar.
Fyrir þremur árum var siöan
sett saman nefnd manna til að
búa til gott frumvarp. Nefndin
bjó til frumvarp. Það dró mjög
dám af hliðstæöri norskri, en þó
alveg sérstaklega danskri lög-
gjöf i þessu efni.
Hingaö var fenginn maður úr .
danska dómsmálaráöuneytinu
til ráðgjafar. Niels Eilschou
Holm heitir hann, sérfræðingur
I lögum um upplýsingaskyldu.
Hann hefurefalitið oröið nefnd-
inni að liði. Aö minnsta kosti er
frumvarpið mjög danskt og á
köflum bein þýðing úr dönsku.
Frumvarpið var lagt fyrir Al-
þingi 1. marz 1978 og aftur I vet-
ur. Það er ekki útrætt. Og
kannski eins gott.
Samanboriö við þróunina er-
lendis gekk þetta frumvarp
mjög skammt, og ekkert mið
tekið af sams konar löggjöf i
þeim löndum, sem frjálslyndust
þykja, þegar um er aö ræöa
opna stjórnsýslu. Þessi lönd eru
grannar okkar I Sviþjóð og
Bandarikjamenn. Elzta hefðin
er frá Svfþjóð, frá 1766, og aö
auki bundin 1 stjórnarskrá þess
tima.
Hérlendis var haft á orði, aö
eölilegast væri, að tslendingar
tækju mest mið af Dönum vegna
likrar stjórnskipunar. Þetta
þóttu ekki merk rök.
Enda hefur komið á daginn,
aö dönsk stjórnskipan þolir
mætavel frjálslynd upplýsinga-
skyldulög. A.m.k. þótti stórri
danskri nefnd það. Hún skilaði
snemma á þessu ári áliti og til-
lögum aö nýjum dönskum lög-
um um upplýsingaskyldu. For-
maður nefndarinnar, sem sett
var á legg i febrúar 1973, er
fyrrnefndur N. Eilschou Holm.
Tillagan aö nýju lögunum ber
mjög keim af þeim bandarisku,
en þó alveg sérstaklega þeim
sænsku. Þannig viröist ljóst, aö
danski deildarstjórinn Holm,
sem var hér á ferð i febrúar
1977, hefur ekki getað sannfært
islenzku nefndina um ágæti
sænskra upplýsingaskyldulaga
enda aðallega spurður um skip-
an þessara mála i Danmörku.
En staðan 1 þessu máli uppi á
tslandi er sem sé sú, að um leiö
og viö eigum aö fá dönsk upp-
lýsingaskyldulög ihaldssöm og
i mörgu ótæk, hafa Danir sjálfir
haft vit á þvi aö leita sér fyrir-
myndar hjá þeim, sem lengst
hafa gengið og leggja til að
gömlu lögin veröi afnumin. Hér
á hins vegar aö fara aö innleiða
það, sem fer að veröa dönsk
forneskja.
Þaö er kominn timi til, aö Is-
lenzkir fréttamenn láti þetta
mál til sina taka. Þetta er óum-
deilanlegt réttlætis- og réttinda-
mál Islenzkrar blaöamanna-
stéttar og alltof lengi hafa þeir
setið hljóðir um þetta mál.
Þetta er jafnframt mikilvægt
réttlætismál fyrir borgara
þessa lands. Full þörf virðist þó
á þvi að benda á, að frumvarp af
þessu tæi er fyrst og fremst
fyrir blaðamenn, notaö af
blaöamönnum. Þeir eru fulltrú-
ar almennings i lýöræðisþjóðfé-
lagi. Þeir eru upplýsingamiðl-
arar.
Ölafur Jóhannesson, þáver-
andi dómsmáiaráðherra, sagði i
viðtali við Þjóðviljann fyrir
nokkrum árum:
„Annars hefur meiningin
aldrei verið, að upplýsinga-
skylda væri neitt sérstaklega
fyrir blaðamenn heldur fyrst og
fremst fyrir hinn almenna
mann.”
Þarna sýnist votta fyrir
ákveðnu skilningsleysi. Hafi
ölafur litið svo á, að blaðamenn
væru ekki fulltrúar hins al-
menna manns, þá er rétt aö •
benda á að, þessi almenni mað-
ur hans átti ekki fulltrúa i fyrr-
nefndri nefnd. Auk fulltrúa
blaöamanna áttu þar sæti emb-
ættismaður úr dómsmálaráðu-
neytinu og embættismaður úr
Háskólanum (sem auk þess hef-
ur verið virkur embættismaður
ihjáverkum fyrir hið opinbera).
Virkan þátt I störfum nefndar-
innar tók jafnframt aðstoöar-
maöur dómsmálaráöherra, enn
einn embættismaðurinn.
Hér gefst ekki tóm til að fara I
saumana á islenzk-danska
frumvarpinu. Þrennt skal þó
nefnt.
Betænkning
om
offentlighedslovens revision
Afpvet *i (tet sí
'pMMmmbim* V. lebruat it>'1
1. Nú er ekki lengur talaö um
upplýsingaskyldu. Skylduhug-
takiö var lagt niður vegna þess
aö þaö þótti heppilegra, eins og
segir I greinargerð. Nú heitir
þetta „Frumvarp til laga um
aðgang aö upplýsingum hjá al-
mannastofnunum.” Niöurlagn-
ing skylduhugtaksins er ekkert
útsláttaratriði, en það gefur til
kynna tilhneigingu, sem er að
finna I frumvarpinu.
2. Þegar hefur verið minnzt á
itarlegar undanþágur gamla
frumvarpsins. I nýja frumvarp-
inu viröist svo sem reynt sé aö
koma til móts við gagnrýnendur
þessa atriðis. Viö nánari athug-
un kemur I ljós, að þetta er
blekking, klókindi frumvarps-
smiða. Undanþágurnar eru nær
þvi jafnmargar. Þær virðast
hins vegar færri viö fyrstu sýn,
þar sem þeim er dreift á við og
dreif um frumvarpið i stað þess
að vera hreinlega taldar upp frá
einum og upp úr, eins og gert
var i eldra frumvarpinu. Auk
þess eru þær fáránlega viðtæk-
ar.
3. Þriðja atriðiö, sem mætti
nefna er þaö, sem kallaö var
„Nixon-ákvæöiö” I gamla frum-
varpinu. Samkvæmt þvi er þaö i
hendi viðkomandi ráðherra
hvort tilteknu, óþægilegu plaggi
skuli haldið leyndu, ef honum
býður svo við aö horfa. Að visu
er gert ráð fyrir nefnd. sem
skeri úr um ágreiningsmál. En
jafnframt er gert ráö fyrir eftir-
farandi: „Alit nefndarinnar er
aðeins til leiöbeiningar, en ekki
bindandi fyrir ráðherra.” Þann-
ig fær geöþóttinn að ráða eftir
sem áður.
Við skulum taka eitt dæmi um
undanþágu i nýja frumvarpinu,
sem lýsir vel göllum þess. Það
reyndi svolitiö skemmtilega á
þetta i útvarpsþætti Siguröar
Magnússonar, „Spurt og spjall-
aö” I febrúar 1977. Þar var rætt
um upplýsingaskyldu.
Sigurður bað nafna sinn
Lindal, lagaprófessor, sem átti
sæti i upplýsingaskyldunefnd-
inni, um að segja eitthvaö stutt
frá frumvarpinu. Sigurður Lin-
dal vék sér undan aö svara með
þessum orðum:
„Já, ég er nákvæmlega I þess-
um vanda, sem embættismenn
eiga að vera i, þ.e.a.s. um þaö...
á ég aö fara aö skýra frá undir-
búningi að þessu frumvarpi eða
ekki, og úr þvi að lögin eru ekki
komin, þá ætla ég aö nota mér
það að skýra ekki frá þvi hvern-
ig undirbúningi er háttaö.”
Jónas Kristjánsson, Dag-
blaðsritstjóri, spurði þá að
bragði:
„En veröur þaö þá þannig, að
þegar þú kemur næst i þátt,
mundir þú veröa aö gera þaö?”
Sigurður Lindal:
„Ja, þá veit ég að minnsta
kosti hvaöa reglum ég á aö fara
eftir, en ég vil aöeins minna á,
aö það eru aöallega tvö sjónar-
miö, sem veröur aö hafa i huga,
þ.e.a.s. almenn upplýsinga-
miölun og svo vissir hagsmunir,
bæöi rikis og einstaklinga, sem
krefjast leyndar og þaö er þessi
leið, sem þarf að sigla.”
Væri frumvarpið orðið að lög-
um nú, gæti hann og ætti að
svara:
„Þvi miður, frumvarpið er á
undirbúningsstigi og samkvæmt
8. grein, 4. tölulið er mér óheim-
ilt að skýra frá þvi.”
Þátttaka almennings I stjórn
landsins skiptir sem sé engu
máli.
Vond og gölluö lög eru verri
en engin. Við skulum vona aö
nýja upplýsingafrumvarpið nái
ekki fram aö ganga óbreytt.