Helgarpósturinn - 22.06.1979, Page 4

Helgarpósturinn - 22.06.1979, Page 4
4 Föstudagur 22. júní 1979 helgarpásturinrL NAFN: Jón Sigurðsson STARF: Forstjóri bjóðhagsstofnunar FÆDDUR: 17. april 1941 HEIMILI: Tjarnarból 4, Seltjarnamesi FJÖLSKYLDUHAGIR: Eiginkona, Laufey Þorbjarnardóttir og eiga þau fjögur börn BIFREIÐ: Fiat 128, árg. 1975 ÁHUGAMÁL: íþróttir og útivera. Áhugamál utan starfs þó meiri i orði. É6 ER UPPALÖPPUNARMAÐUR „Taka skal efnahagsvandann fastari tökum en fyrr og stefna að markvissri stjórn efnahags- mála", segja allir stjórnmálafiokkar landsins. Það hefiir verið höfuðmarkmið allra rikisstjórna siðustu áratugi að koma efnahagsmálunum i rétt horf, eins og það hefur verið nefnt. Vandinn virðist þó fylgja hverri rikisstjórninni af annarri. Virðist vera ævarandi og aldrei fulllevstur. Jón Sigurösson forstjóri Þjóðhagsstofnunar er sá embættismaöur, sem hefur hvaö mest aðstoðað sfðustu rlkisstjórnir við mótun efnahagsstefnu. Margir viija halda þvf fram, að stjórn- málamenn viti lftið um hin einstöku atriði efnahagsmála og það séu f raun embættismenn eins og Jón Sigurðsson sem móti stefnuna. Ef það er satt mætti kalla nefndan Jón Sigur'ðsson æðstráð- anda i islensku stjórnkerfi allan þennan áratug. Jón er tekinn til yfirheyrslu hjá Helgarpóstinum. Nú virðast tslendingar eiga I sifelldum erfiðleikum með sir efnahagsmál. Þau virðast ekki ganga upp. Hvers vegna þessir eilifu erfiðleikar? ,,Ég er ekki viss um aö ég geti tekiö undir þaö, aö þau hafi ekki gengiö. Ég held þvert á irróti aö þaö sé merkilegt viö okkar efna- hagsmál, aö þau hafa gengiö, þrátt fyrir okkar siendurteknu efnahagsvandræöi. Allt frá striöslokum hefur okkur vegnaö vel i efnahagsmálum og ekki siöur en löndunum í kringum okkur. En hins vegar hefur okkur ekki tekist aö leysa okkar efnahagsmál án stööugrar verö- bólguþembu. Þetta hefur auö- vitaö sett sitt mark á allt þjóö- lifiö I alltof mörg ár og kannski hvaö verst nú siöustu árin. Þar fléttast margt saman. Þaö eru bæöi innri og ytri aöstæöur, sem ég held aö of langt mál væri aö fara i gegnum i svona yfir- heyrslu.” Efnahagsmálin og lausn þeirra hafa veriö höfuðverkefni siðustu rikisstjórna. Verða þessi mál aldrei leyst? Veröa þau eilifur höfuðverkur? „Ég held aö stjórn efnahags- mála sé á ýmsan hátt eins og húsverk, eöa uppvaskiö, þeim lýkuí aldrei. Þetta er verk, sem þarf aö vinna og vinna vel. Ef þau eru vel af hendi leyst, þá tekur enginn eftir því, en ef þau ganga niiöur þá vita allir af þvi. En auövitaö mega menn ekki vera svo önnum kafnir viö upp- þvottinn, aö þeir megi ekki vera aö þvi aö boröa eöa skipuleggja húshaldiö. Þetta á viö þjóöarbú- iö eins og þaö á viö á hverju heimili. Þaö þarf helst aö vera timi til aö leggja grundvöll aö betri framtiö og haga búskapar- laginu þannig aö þar séu ekki stööugar „krisur”.” Þú heldur sem sé að efna- hagsvandinn sé f rauninni ekkert meiri nú, en oft áður? „Hann er samur viö sig og vikur ekki frá okkur. Hann veröur ævarandi viöfangsefni Islenskra stjórnvalda. Hvort hann er verri þessa stundina eöa auöveldari viöfangs, en ein- hvern tfma áöur, vil ég nú ekki leggja dóm á. Þaö eru afskap- lega dökkar blikur á lofti i okkar þjóöarbúskap eins og er vegna oliuveröshækkana, en ég er viss um aö viö ráöum viö þann vanda. A þessu dökka máli er reyndar lika björt hliö. Nefni- lega sú aö ef oliuverö og orku- verö í heiminum veröur varan- lega mikiö hærra en þaö hefur veriö, þá ér þar meö veriö aö skrifa upp veröiö á okkar riku- legu orkulindum, sem viö mun- um þá hafa hag af siöar.” Er tsland eitthvaö frábrugöiö öðrum löndum til möguleika á heilbrigöu efnahagsiifi? „Aðstæöur hér á landi eru vitaskuld aörar heldur en I flest- um hátekjulöndum. Viö byggj- um okkar góöu lifskjör ef til vill á ótraustari grunni heldur en þjóðirnar, sem viö höfum mest- an samanburö viö. Hvort aö þetta eru erfiöari skilyröi eöa auöveldari held ég aö ekki sé hægt aö leggja á algildan dóm. Þetta felst fyrst og fremst I því aö sveiflurnar I þjóöarbú- skapnum hérna veröa sneggri og álagiö á hagkerfiö af þeim sökum meira. Hitt er annaö mál aö okkur hafa nýtst þessar að- stæöur allvel, hygg ég, og á þvl er góöur möguleiki aö þær ættu aö geta nýtst okkur enn betur I framtiöinni. Island er gott land, eins og oft hefur veriö sagt, en þaö er misgjöfult.” Er þaö rétt að þú hafir verið heilinn á bak við siöustu fjórar rikisstjórnir? Stjórnað algjör- lega efnahagsstefnu þeirra. „Auðvitaö ekki. Mér finnst nú satt að segja aö svona löguö spurníng sé ekki efni I heíiá- brot.” En hefur þú ekki að miklu ieyti mótað efnahagsstefnu undanfarinna rikisstjórna? „Ég vil nú ekki halda bvl fram eöa gangast viö þvl, hvemig sem þú vilt oröa þaö. Þaö rétta er, aö ég hef starfað fyrir allar þessar rikisstjórnir nokkurn veginn á þeim staö sem ég er núna staddur. Þaö er þaö eina sem ég get um þetta sagt.” Hefur þú samt sem áður ekki haft á einhvern hátt mótandi áhrif á efnahagsstefnuna? „Sambandið milli efnahags- sérfræöinga eöa ráögefenda I efnahagsmálum og þeirra sem taka ákvarðanir er ekki svo auöveldlega uppskoriö, aö hægt sé aö svara spurningum af þessu tagi. Þaö er sagt aö sælla sé aö gefa en þiggja. Og sumir segja aö þaö sé meiri vandi aö þiggja góö ráö en gefa þau. Ég held aö þaö sé llka vandi I þessu efni aö sjá fyrir hvernig góö ráö veröa þegin, vegna þess aö stjórnvöld I okkar stjórnarfari hafa sennilega tilhneigingu til aö velja úr hverjum þeim vendi sem aö þeim er réttur, þaö sem þægilegt viröist og llklegt til aö ná fram aö ganga, en sleppa kannski einhverju ööru sem viröist óþægilegra. Otkoman vill þá veröa önnur en aö var stefnt.” Finnur þú mun á þvi að starfa fyrir og meö vinstri stjórn og aftur hægri stjórn, t.d. núver- andi stjórn og þeirri sem siðast sat? „Flokkamun finn ég ekki skarpan. Þaö sem setur svip á okkar stjórnarhætti, er fyrst og fremst samsteypustjórnar- munstriö, sem gerir allar stjórnarráöstafanir býsna svifaseinar. Þeim mun fleiri flokkar, sem sitja I stjórn, þeim mun erfiöar veröur náttúrulega aö komast aö niöurstööu. Þar held ég aö sé mesti munurinn á þeirri stjórn sem nú sítur og þeirrisiöustu. Nú eru þrlr flokk- ar I stjórn þá voru þeir tveir. Sumir segja einnig aö sam- komulagiö innan sumra flokk- anna sé brestasamt og þaö þýöir aö allar ákvaröanir á stjórn- málasviöinu hafa veriö hæg- gengar.” Núverandi stjórn hefur verið nefnd vinstri stjórn og sú siöasta hægri stjórn. Það er ljóst að vinstri flokkar hafa aðrar hagstjórnarhugmyndir en hægri fiokkar. Verður þú ekki var við þennan mun i þinu starfi? „Þessi stjórn hefur ekki setiö svo lengi aö um þetta veröi dæmt. Auk þess býst ég viö þvl aö svo hægt sé aö meta þetta sanngjarnlega þurfi meiri fjar- lægö en viö náum nú.” Vita stjórnmálamenn almennt nokkuö um efnahags- mál? „Jú, ég held aö þeir viti yfírleitt nokkuö mikiö um efna- hagsmál. Hvort þeir treysta sér ævinlega til aö breyta sam- kvæmt þvl sem þeir best vita um samhengi efnahagsmála er annaö mál, auk þess held ég aö flestir I landinu, stjórnmála- menn sem aörir, fylgist mikiö meö efnahagsmálum. Helsta vandamál stjórnmálanna er aftur á móti aö mynda samstööu og pólitiska samheldni um aö- geröir. Þaö hefur gengiö mis- jafnlega.” Þú viit sem sagt ekki sam- þykkja þá gagnrýni að efna- hagsmálaumræöa sé svo flókin aö það sé ekki fyrir venjulegan mann að fylgja henni eftir? „Þaö held ég ekki. Sérfræöi er góö, en hún er alls ekki alfa og omega allra hluta. Hún er nauðsynleg til þess eins aö gera gagnlega hluti fyrir almenning. — Auðvitaö er skylda á þeim sem viö þessi mál fást, bæöi á stjórnmálamönnum og efna- hagssérfræöingum, aö reyna aö tala um efnahagsmál þannig aö þaö sé skiljanlegt. Hvort þeim tekst þaö miöur eöa betur, fer eftir ýmsu, mönnum er þetta misvel gefið.” Nú ertu óneitanlega vaida- mikiil sem sérlegur efnahags- málasérfræðingur rikis- stjórnarinnar. Þrátt fyrir það ertu mikið að tjaldabaki og kemur litið fyrir almennings- sjónir f fjölmiðlum? Hvers vegna? „1 fyrsta lagi er ég alls ekki valdamikill. 1 ööru lagi finnst mér aö ég komi meira en nóg viö sögu I þessum svokölluöu fjölmiölum.” Ertu Alþýðuflokksmaður? „Ég er ekki flokksbundinn Alþýöuflokksmaöur.Ég varii fé- lagi ungra jafnaöarmanna á minum menntaskólaárum á Akureyri og kynntist stúdenta- félögum jafnaöarmanna á námsárum I Stokkhólmi og London.” Er þaö rétt aö þér hafi verið boðið sæti á lista Alþýðu- flokksins við þingkosningarnar 1974? „Ja, viö mig ræddu þá kunn- ingjar mlnir og vinir I Alþýöu- flokknum. Þaö er rétt. Þeir spuröu hvort ég vildi gerast frambjóöandi flokksins. Þaö var áöur en prófkjörin komu til. Þaö varö ekki úr þvl.” Hefuröu einhvern pólitiskan metnaö? „Ekki held ég þaö.” Hver er þfn pólitiska lifs- skoðun? „Ég vil kalla mig jafnaöar- mann.” Heldur þú aö þfnar stjórn- máiaskoöanir komi I gegn þegar þú mótar þln efnahagspiön? „Nei, ekki held ég þaö, en all- ir menn hafa stjórnmálaskoö- anir. Ljóst og leynt. Maöur sem gegnir starfi efnahagssérfræö- ings — eöa ráögjafa fyrir ríkis- stjórn veröur auövitaö aö gera sér þetta ljóst og halda aöskildu eftir þvl sem hægt er, þ.e. slnum persónulegu stjórnmálaskoðun- um og þeim viöfangsefnum, sem hann fæst við hverju sinni fyrir stjórnvöld. Þetta er auð- vitaö ekki alltaf sérstaklega auövelt, en sjaldnast held ég aö þaö sé mjög erfitt. Þaö má kannski oröa þetta þannig aö efnahagssérfræöingur litur á þaö sem sitt mottó aö ekki sé ráö nema i tima sé tekið, en hins vegar eru stjórnmálamennirnir e.t.v. eölilegir talsmenn þess sjónarmiös, aö þaö eitt sé ráö sem uppi tollir, þ.e.a.s. þaö sem hægt sé aö koma fram meö og fólk uni.” Má ekki með einhverjum hætti einfalda alla gerð efna- hagskerfisins? „Þegar stórt er spurt, veröur oft lltiö svar. Flest sem viö köll- um framfarir i þjóöfélagsmál- um hefur oröiö til aö gera llfiö flóknara. Um leiö og menn hafa leitast viö aö gera kjör manna öruggari og jafnari. Þvl vill gjarnan fylgja einhvers konar flækja. Auövitaö má þetta aldrei vera flókiö flækjunnar vegna, en hins vegar mega menn ekki skirrast viö aö setja upp „kerfi” til aö koma þvi fram sem þeir telja ákjósanlegt fyrir almannaheill. Til þess er leikurinn geröur.” Séröu einhverjar „fram- búöar-patentiausnir” á efna- hagsvanda tslendinga? „Ég er vondur I „patent- lausnum”. Gæti það verið lausnin að umbylta öllu okkar efnahags- kerfi og byggja nýtt og hald- betra á rústum þess gamla? Ertu byltingarmaður i þessum efnum? „Ég er ekki byltingamaöur. Ég er uppálöppunarmaður. Ég held aö uppálöppun sé góö aö- ferö.” Heldurðu að við komumst nokkurn tima út úr þessum margnefnda efnahagsvanda? „Eins og ég sagöi áöan held ég aö efnahagsvandinn sé ævar- andi einfaldlega vegna þess aö lifsins gæöi eru af skornum skammti. Og deilt veröur um skiptingu þeirra svo lengi sem menn tóra. Vandi þessara llfs- gæöaskiptingar veröur aldrei leystur I eitt skipti fyrir öll. Þarfir manna eiga sér varla nokkur takmörk. Hins vegar held ég aö þaö sé afskaplega mikilvægt aö draga úr þvi sund- urlyndi, og þeim veilum I okkar hagkerfi sem valda þeim óstöö- ugleika og verðbólgu sem sett hefur svip sinn á slðustu ár.” eftir Guðmund Arna Stefánsson

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.