Helgarpósturinn - 05.10.1979, Blaðsíða 1

Helgarpósturinn - 05.10.1979, Blaðsíða 1
Föstudagur 5. október 1979 Ríkisstjórnir frá stríðs- lokum í sögulegu Ijósi Fimm kunnir sagnfræðingar bregða á leik i Helgarpóstinum i dag. Þeim var fengið það verkefni að leggja sögulegt mat á ailar rikisstjórnir sem setið hafa hér á landi frá stríðslokum og helst áttu þeir að gefa þeim einkunn á skalanum 1 til 10. Utkoman er fróðleg og eins og vænta má dregur hún nokkurn dám af póiitfskri hug- myndafræði viðkomandi manna og sögulegum áhugamálum. Sumir viku sér undan þvi að einkunnagjöf sinni mjög mið af gefa nokkra einkunn. Egill Star- dal segir t.d.: „Við höfum haft s.n. þingræðisstjórnir siðan 1944 og kallað þær I gamansemi ýmsum nöfnum, en I raun og sannleik hefur þetta verið sama rikisstjórnin alla tið...” Ingólfur Þorkelsson leitast fremur við að skilgreina hverja stjórn fyrir sig og gefur þeim gjarnan nöfn — kallar Geirsstjórnina t.d. „Vonina sem brást” og stjórn- ina sem nú situr „Kærleiks- heimilið”. Vilmundur Gylfason og Hann- es Hólmsteinn Gissurarson eru báðir hrifnastir af Viðreisn- inni og gefa henni hæstu einkun- ina en vinstri stjórnirnar eiga hins vegar ekki upp á pallborðið hjá Hannesi. Báðir taka i þvi hvernig rikisstjórnunum hefur tekist i glimu sinni við efnahagsmálin. Allt annað viðhorf kemur fram hjá Birni Þorsteinssyn. Hann leggur áherslu á haf- réttarmálin og segir um lyktir þeirra*. „Þetta voru stærstu sigrar okkar frá upphafi vega og raun mikilvægustu sigrar, sem nokkur smáþjóð hefur unnið á margfrægu og her- væddu heimsveldi. Sjálfsstæöis- baráttan var algjör barnaleikur hjá þvi örlagatafli sem islenskir stjórnmálamenn þreyttu þá við heimsdrottnana og skákuöu þeim út af Islandsmiðum.” Það er þvi kannski ekki að undra að bæði ■ - A Ólafia og Geirsstjórn fá 1 10 hæstu einkunn hjá Birni.” „Ég held bara að bílarnir hafi gert landann vitlausan” Isleifur Sigurjónsson heitir maður og heldur til f Kaupmannahöfn. í fjörutiu og sex ár hefur hann veriö á heimleið en misst af Gullfossi þrisvar sinnum. Og þar sem Gullfoss er nú hættur að ganga, kemur hann varla heim úr þessu. Flestir hafa sennilega verið búnir að gleyma Isleifi, þegar Halldór Laxness endurreisti hann i bók sinni tJngur eg var. „Ég hef sjaldan kynnst öðrum eins öðlingi og þessi maður hefur áreiðanlega verið fyrir guði og er enn,” segir Laxness þar. Hann segir lika frá þvi hvernig isleifur hafi liklega orðið fyrstur hérlendra manna til að færa sér danska sósialinn i nyt til lifsviðurværis. Magnús Guðmundsson, blaöa- maður i Kaupmannahöfn, leitaði ísleif nýlega uppi fyrir Helgar póstinr^á elliheimili og tók gamla manninn tali. 1 þessu viötali segir Isleifur frá kynnum sinum af sjö- landakonum, hvernig hann drabbaði með sénium, greifum og stórskáldum og vináttu sinni við Halldór Laxness, sem hann spáði nóbelsverðlaununum löngu áður en Laxness varð spámaöur I eigin föðurlandi. Meðfylgjandi mynd prýðir her- bergi Isleifs á elliheimilinu og er eina myndin sem til er af þeim vinunum — Halldóri Laxness (t.h.) Jóni Pálssyni frá Hlið, sem er I miðiö I 1 9 1 og tsleifi Sigurjónssyni. 81866 Helgarpósturinn islenskum fangelsum: 6M0«/. fSNGA A UHA- HRMINI A IVFIAGIÖF? Fyrrum fangi á Litla-Hrauni fullyröir að 90% fanganna séu alkóhól- istar og annar heimildarmaður Helgarpóstsins telur að 80% fanganna fái svcfnlyf sköffuð af fangelsislækni inni á vinnuhælinu. Að auki séu 60% fanga á róandi lyfjum. Fangelsislækmrmn a Litla-Hrauni segir lyfjagjafir til fanga ekki mjög almennar, enda þótt þorri fanga sæki það fast að fá einhvers konar lyf. Þó segir læknirinn, Brynleifur H. Steingrimsson að 1 vissum tilvikum séu lyfjagjafir nauðsynlegar. Hann „reyni aö lina þjáningar manna — en refsi þeim ekki.” Þeir fangar sem fá lyf, séu þeir sem eiga erfitt með svefn, eru þunglyndir og fullir angistar og loks þeir sem eru bókstaflegá sjúkir á geði. Inni á Litla-Hrauni eru nefnilega vistaðir menn sem ekki eru sakhæfir og ættu heima á geðsiúkrahúsi. Enginn samastaöur er fyrir hendi á Islandi fyrir sjúka saka- menn. Kleppspitali neitar að taka við mönnunum og heilbrigðis- ráðuneytið og dómsmálaráðu- neytið geta ekki komið sér saman um það hvor beri ábyrgð á vistun þeirra. A meðan yfirvöld kasta boltanum sin á milli, er Litla- Hraun samastaður geðsjúklinga, stórglæpamanna og smáhnupl- ara. Allir þessir undir sama þaki þótt i raun eigi þeir fátt saméigin- legt. Fangar þefa af Jötungripi til aö komast i vimu, dópi er smyglað inn I fangelsið og fangar reyna eftir megni að misnota lyfjagjafir læknis. Þetta, meðal annars, hefur Helgarpósturinn eftir öruggum heimildum i ¥ n A umfjöllun á lyf janotkun I ‘ I i íslenskum fangelsum. RÍKISSAKSÓKNARI. RANNSAKAR NÍGERIU- MÚTURNAR Þórður Björnsson rlkis- saksóknari hefur tekið þá ákvörðun að rannsaka meintar mútur skreiðarselj- enda I Nigeriu, en það var Helgarpósturinn sem vakti athygli á þeim viðskiptum. Eftir að hafa fengið i hendur núna i vikunni þau tölublöð 'Helgarpóstsins, þar sem um málið var fjallað, lét rikis- saksóknari bóka upplýsingar HP, sem innkomiö mál og ihugar hann nú næstu skref 1 málinu.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.