Helgarpósturinn - 05.10.1979, Side 12

Helgarpósturinn - 05.10.1979, Side 12
12 Fostudagur 5. oktéber i^jTelgamósturjnn. Jkssí elskavarsva blH Dunganon og Einar Ben. voru báðir stórskáld, en þó held ég jafnvel 'að greifinn hafi verið öllu gáfaðri! Frá upphafi Islandsbyggðar hafa ungir fullhugar leit- að á vit framandi þjóða, sér til forfrömunar, fullir eldmóðs og ævintýraþrár. Sumir snúa aftur lífsreyndir menn og miðla þjóðinni af þeim þekkingarmolum sem þeir hafa hirt upp í útlandinu. Aðrir Nendast hjá hinni útlendu þjóð, misjafnlega í stakk búnir, en þeir eru alltaf Islendingar í út- landinu og alltaf á heimleið. Isleif ur Sigurjónsson hefur verið á heirrv leið frá Kaupmannahöfn fjörutíuog sex ár! Á leiðinni hef ur hann sofið hjá sjölanda konum.svallað með greifum og stórskáldum og misst af Gullfossi þrisvar sinnum. Flugmaskínum hefur hann enga trú á og Gullfoss er hættur aðganga, svo það er óvíst hvort nokkuð verður af heimferð að sinni. Isleifur er fæddur og skírður á ekki ómerkari stað en Skálhoiti fyrir 83 árum.Hann ereinnaf þessum gömlu Hafnarfslendingum, þjóðsagnapersóna í lifanda lífi, ekki sist sem söguhetja í minningaskáldsögum Haildórs Laxness dreymt konur hin slðari ár. En þó varð mér töluvert um hér I haust, þegar ég hitti eina drottninguna á Löngulinu. Ég hefði getað svarið að þar færi Indira Ghandi, svo ég yrti svolítið huggulega á hana á gömlu skólaenskunni minni. Hún reyndist vist vera frá Indlandi en ekki var það nú Indira — Kannski maður hefði lent á austurlensku kvennafari, ef það hefði ekki ver- ið fyrir bölvaða löppina. ísleifui Spáð fyrir Nóbelsverðlaununum Laxness skrifaði islenskar hjarðmannasögur í bók sinni „Ungur eg var”, segir Halldór Laxness frá vini sinum Isleifi Sigurjónssyni sem var svo sterkur að honum varð ekki skotaskuld úr þvi að bera þung koffortin fyrir ósterkt skáld- mennið um borð i skip I Helsingjaborg en förinni var heit- ið til Danmerkur. Sjölandakonur A sinum yngri árum hafði lsleifur orð fyrir að vera konum þóknanlegur og hefur þvi heyrst fleygt, aö viða hafi verið komið við i þeim efnum. — Ég var nú ósköp temmilegur I þessum efnum blessaður vertu og nú er ég orðinn svo lélegur að ég hef ekki komiö nálægt kvenmanni i þrjú ár. Maður neyðist vist til að hægja ferðina á þessum aldri. — Ég segist hafa sofið hjá sjölanda konum, þvl ég vildi aldrei telja mig kunnugan nokkru landi, sem ég hafði komið i, án bess að hafa sofið hiá alla vegaeinniaf dætrum þess. — Þú hefur þá komið til sjö landa? — Rétt til getið lagsi. — Hverrar þjóöar þótti þér bestar? — Þær Itölsku maður lifandi, þessi elska var svo blið og lág- nættismjúk! Skandinaviskar eru svo sem ágætar, en þær ensku og amerisku eru hundleiðinlegar. Þýskar eru nú bestu búkonurnar, en erfiðar. Það er svoddan hrein- gerningarbrjálæöi I þeim. Franskar eru nú algjört hunang, en þó voru þær islensku eftir- sóknarveröastar, en þær voru bara svo saklausar greyin, —. vildu bara giftingu blessaöar dalapiurnar. — Attu þá engin sjölandabörn? — Nehei , ekki sjölanda, en ég held þó að ég hafi átt einn króga I Noregi. Hann er náttúrulega orð- inri hálffullorðinn. — Þú hefur aldrei þekkt hann? — Nei, en ég þekkti mömmu hans vel! Hún fékk vist minning- una um mig blessuð stelpan. Maöurinn hennar var i hernum og hún klæddi mig i varaúniform kappans og sagði: Nu er du min elskling! Svo þaö fór sem fór. — Nú oröið hugsa ég lltiö um konur. Þaö er varla að mig hafi — Jú, þaö er rétt, að ég bar fyrir hann töskurnar þarna um árið, svosem litið afrek ef út i það er farið. Ég skal segja þér, að Halldór skrifaði mér, og bað mig að koma I heimsókn, sem ég gerði við fyrstu hentugleika. Þegar ég kom til Helgingjaborgar gekk mér eitthvað illa að finna hann, svo ég fór til lögreglunnar til aö spyrja til vegar. Þeir vissu strax við hvern ég átti þvi þeir höföu alla undir eftir- liti. Þeir voru hræddir viö spijóna sjáðu, þvi þetta var nefnilega rétt eftir fyrra strið. Þeir voru eitthvað tortryggnir gagnvart Laxnesi og fóru þvi að spyrja mig spjörunum úr, sögðu að hann gerði ekkert annað en aö skrifa allan daginn. Þeim þótti það stórundarlegt framferði. Ég fullvissaði þá um aö stráklingurinn frá íslandi væri al- veg hættulaus,að hann hefði grip- iö sú grilla að skrifa hjarðmanna- sögur frá íslandi, svo þeir þyrftu ekkert aö óttast. Þá rann af þeim mesti móðurinn og var borða- gylltur lögregluþjóniv með sverð 1 belti, látinn fylgja mér heim til Halldórs. Hann bjó hjá sænskri ekkju, sem ég man ekki hvað hét en hún átti tvo stráka sem hún átti I striði með að uppala. — Ég var þarna I smátima, en svo varð það úr að Laxness kæmi með mér til Kaupmannahafnar og á leiöinni i skipiö sagði hann við mig: „Heyrðu ísleifur viltu ekki bera fyrir mig töskurnar, þú ert svo sterkur?” — „Það er alveg sjálfsagt — sagði ég, -,,en þá verður þú aö launa mér burðinn með bókinni þinni áritaðri þegar þú færð Nóbelsverðlaunin! ” Hann hafði alltaf ósköpin öll af bókum og finum fötum meðferðis og dugði ekkert minna en tvö koffort undir það. Sjálfur hafði ég eitt, svo honum hefur þótt þetta góöur samningur og kvaö mig vist seint fá launaðan burðinn. Svo kom það bara i ljós nokkr- um áratugum seinna, að ég hafði verið sahnspár þarna I Helsingjaborg. — Fékkstu þá bókina? — Nei, reyndar ekki. Hann hef- ur vlst gleymt þessu blessaður. Ég fór nú aö heilsa upp á hann hjá Gyldendal, þegar hann var aö árita bækur I löngum bunum I til- efni verðlaunanna. En hann var svo upptekinn að við rétt náðum að heilsast. En siðan hefur hann gefiö mér marg- ar bækur blessaður vertu. Og þegar ég varö áttræöur sendi hann mér ávisun á fimmtán hundruð krónur I afmælisgjöf (danskar krónur). Hann er vist alveg hættur að koma til Kaup- mannahafnar, er það ekki? Það er eðlilegt. Giillfoss er hættur að ganga. Annars frétti ég af honum á Strikinu að borða is, hann hefur náttúrulega verið aö kæla sig blessaður. Ég hef nú svo sem hitt hann annaö slagið, frá þvl i gamla daga. Hann bauð mér tvisvar út að borða hér um áriö. Frjáls maður — Laxness var með afbrigöum skemmtilegur þegar hann var ungur.Ekki fyrir það, aö ég gruni

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.