Helgarpósturinn - 30.11.1979, Blaðsíða 8
8
he/gar
pásturinn-
utgefandi: Blaðaútgáfan Vitaðsgjafi
sem er dótturfyrirtæki Alþýðublaðs-
ins. en með sjálfstæða stjórn.
Framkvæmdastjóri: Jóhannes Guð-
mundsson.
Ritstjórar: Arni Þórarinsson, Björn
Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Jón Oskar Haf-
steinsson.
Blaðamenn: Guðjón Arngrímsson,
Guðlaugur Bergmundsson, Guðmund-
ur Arni Stefánsson og Þorgrimur
Gestsson.
Ljósmyndir: Friðþjófur Helgason.
Auglýsingar: Elín Harðardóttir.
Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir
Dreifingastjóri: Sigurður Steinarsson
Ritstjórn og auglýsingar eru að Siðu-
múla 11, Reykjavík. Simi 81866. Af-
greiðsla að Hverfisgötu 8-10. Símar:
81866, 81741, 14900 og 14906.
Prentun: Blaðaprent h.f.
Askrift (með Alþýðublaðinu) er kr.
4.000.- á mánuði. Verð i lausasölu er
kr. 200. eintakið.
Fleiri
kosningar
Nú, þegar skafrenning yfir-
standandi kosningabaráttu fer
senn aö lægja, fer ekki hjá þvi aö
allir hugsandi menn taki að Ihuga
alvarlegá þá stööu sem upp er
kotnin i islenskum kosningamál-
urn. Nefnilega: Er ekki tímabært
að hefja endurmat á fyrirkomu-
lagi kosninga og kosningabaráttu
meö hliösjón af reynsiu siöustu
vikna?
Krafa okkar (þ.e. hugsandi
manna) hlýtur að verða: Fleiri
kosningar, fastákveöinn
kosningadagur á hverju ári og
styttri kosningabarátta.
Fyrstu kröfuna verður aö setja
á oddinn. Kosningar árlega er
lágmark, og mætti til aö byrja
meö taka upp þrettán mánaöa
regluna. Hún hefur þannkost, aö
kjördagur færist til á hverju ári á
meöan verið er aö finna heppi-
legan og varanlegan kosninga-
dag. Að sjálfsögöu skal stefnt aö
þvi, að kosningadagurinn verði i
lok þess timabils, sem allir lands-
menn geta verið sammála um, aö
sé snjóþyngsta tímabil vetrarins.
Eölilegt er, að þetta mál veröi
faliö nefnd, sem skipuð yröi
fulltrúum Vegagcröarinnar,
Veðurstofunnar, Flugbjörgunar-
sveitarinnar og fulltrúum frá
frambjóðendum. Þegar nefndin
hefur skilaö áliti skal taka upp
fast tólf mánaða kjörtimabil og
kosningadagurinn settur i
almanök landsmanna.
Árlegar kosningar hafa þann
kost, að frambjóðendur fá meiri
þjálfun i kosningabaráttu, og
ennfremur er minni hætta á aö
þeir gleymi loforöum sinum á
kjörtim abilinu og hvaða
frrmvörp þeir sömdu á siöasta
kjörtímabili.
Þetta ætti lika aö veröa til þess
að fleiri fengju kost á aö reyna sig
á þingi,og sem flestir aö komast I
ráöherrastólana. Þó verður að
foröast allar leifturáætlanir i
þessum efnum. Skynsamlegast er
aö stefna að þvi, aö allir þeir sem
náö hafa kosningaaldri 1.
desember n.k. komist á þing inn-
an 30 ára. Þannig ætti smám
saman að aukast skilningur á
milli Alþingismanna og
almennings.
Kosningabaráttan ætti ekki aö
vera lengri en ein vika hverju
sinni. Þaö hlýtur aö leiöa til þess,
aö frambjóöendur segja einungis
þaö sem þeir meina, en sleppa
hinu. Haráttan um vinnustaöina
ætti að veröa skýrari. Það mætti
einfaldlega úthluta flokkunum
sinum vinnustöðum þangaö til
svo verður kom ið, að hver flokkur
á sína tryggu vinnustaði. Eftir
þaö ætti vinnustaðapólitikin aö
ganga af sjálfu sér.
Reglubundnar árlegar kosn-
ingar er réttlætismál allra
unnenda lýðræöis. Kosningar
eiga aö vera stærsta hátiö ársins I
hverju lýðræöisríki — I staö
jólanna.
Gleöilegar kosningar.
— ÞG
VIKUR
Senn fer að siga á seinnihluta
þessarar kosningabaráttu, einnar
hinnar stystu: sem Islandssagan
kann frá aö greina. Undanfarnar
vikur hefur þjóöin verið á valdi
vimugjafa þess sem sennilega er
hvað mest um hönd hafður á landi
hér, það er að segja stjórnmálum.
Ekki bar þó vimugjafa þennan
mikiö á góma i viku þeirri sem
efnt var til undir nafninu ,,Vika
gegn vimugjöfum”, og lands-
menn enduðu á verðugan hátt
fyrsta vetrardag. Kosningabar-
áttan fór hægt af stað hér norðan-
lands en hefur talsvert harðnað
hina siðustu daga. Hér á Akureyri
hefur hún sifellt meir tekið á sig
mynd einvigis þeirra flokks-
bræðra Jóns G. Sólnes og Hall-
dórs Blöndal. A götunum er mað-
ur yfirleitt ekki spurður hvort
maður hyggist kjósa ihald, krata,
framsókn eða komma. Miklu
frekar: ,,Kýstu Sólnes eða Blön-
dal?”.
Báðir sækja fram af hinu mesta
kappi og fylgismenn beggja
liggja ekki á liði sinu. Stuðnings-
menn hinna flokkanna standa svo
álengdar og fylgjast spenntir með
hinum harðvitugu bræðravigum
þeirra Sjálfstæðismanna. A þessu
stigi málsins er ómögulegt um
þaö aö segja hvor uppi stendur að
orrustu lokinni og hugsanlega
falla báðir i valinn, en það verður
í VÍMU
að telja i hæsta máta ósennilegt
að báðir verði uppistandandi að
leikslokum. En ef annarhvor ber
gæfu til að bera sigur úr býtum
myndi ég þó persónulega miklu
frekar veðja á Sólnes og ber þar
margt til. Jón G. Sólnes hefur get-
ið sér mjög gott orð sem skelegg-
ur þingmaður sinnar heima
byggðar, og hann hefur sýnt það
að hann hefur verið reiðubúinn að
fórna hagsmunum flokks sins
fyrir hagsmuni heimabæjar sins
og kjördæmis og má sem dæmi
um það nefna Landsvirkjunar-
málið. Hann naut einnig mikilla
vinsælda meðan hann var banka-
stjóri Landsbankans á Akureyri.
Með honum eru á lista margir
valinkunnir menn og má þar
nefna Sturlu Kristjánsson
fræðslustjóra og Friðrik Þor-
valdsson sem mikils álits naut
meðal nemenda sinna i Mennta-
skólanum er hann kenndi þar, og
nýtur nú trausts og álits sem for-
stjóri Norðlenskrar Tryggingar.
Ekki svo að skilja að neinir auk-
visarsitji á hinum opinbera lista
Sjálfstæðisflokksins. Þar er
fremstur i flokki Lárus Jónsson
sem vakið hefur á sér athygli
fyrir hagfræðikenningar sfnar
t.d. um byggðakjarna og mikil-
vægi þeirra.
Það sem einkum vinnur gegn
Jóni Sólnes i kosningabaráttunni
Föstudagur 30. nóvember 1979hal/jarpncztl irínn
fleiri áttum. Framboð hans er
litið hornauga af hinum flokkun-
um þrem. Astæðan er sú að i þeim
öllum er rikjandi meiri eða minni
ánægja með skipun framboöslist-
anna. Vitað er að þó nokkrir kjós-
endur þessara flokka munu kjósa
Sólnes „i' mótmælaskyni”. S-list-
inn verður þvf eins konar ,,,rusla-
kista” fyrir allskonar óánægjuat-
kvæði, en vera kann að þau verði
svo mörg að þau komi Sólnes á
inu. Sólnesframboðið mun að
sjálfsögðu koma Sjálfstæðis-
flokknum langverst, en eins og
áður segir kemur það einnig illa
við hina flokkana. Sennilega
verður það Framsókn sem kemur
einna best út. Telja má liklegt að
hún vinni nú aftur mann þann
sem hún tapaði i siðustu kosning-
um, ekki sist ef þeir Sólnes og
Blöndal fella hvor annan. Telja
má vist að Alþýðuflokkurinn tapi
er að sjálfsögðu hið fræga sima-
reikningamál, sem eins og alþjóð
er kunnugt varð orsök að sér-
framboði hans. Stuðningsmenn
hins „opinbera” lista Sjálfstæðis-
manna hampa þvi lika óspart.
Segja má að kjörorð Sjálfstæðis-
manna hér á Akureyri sé
„Leiftursókn gegn Sólnes”. Um
hina leiftursóknina heyrist frem-
ur litið talað i þeim herbúðum,
enda er hún búin til af mönnum
„fyrir sunnan”.
En að S-listanum er sótt úr
þing og er það i hæsta máta kald-
hæðnislegt ef þessi „sjálfstæðasti
allra sjálfstæðismanna” kemst á
þing á allt ööru en hefðbundnum
atkvæðum Sjálfstæðisflokksins.
Það er einnig ijóst aö ýmsir munu
kjósa S-listann af byggðaástæð-
um. Á hinum framboðslistunum
er ekki mikið um Akureyringa og
kann það að vega þungt á metun-
um hjá mörgum er þeir ákveöa
atkvæði sitt.
Þaðerannarserfitt að spá fylgi
einstakra flokka hér i kjördæm-
Akureyrar-
póstur
frá
Reyni Antonssyni
NAFN: Þú? STAÐA: Háttvirtur kjósandi. FÆDDUR: Fyrir amk. 20 árum. HEIMILI: Island.
FJÖLSKYLDUHAGIR: Litasjónvarp, frystikista, vísitölumaki og tvö visitölubörn. BIFREIÐ: Fólksbíll.
ÁHUGAMÁL: Lífsgæðakapphlaupiö.
„Er ekki sami rassinn undir þeim öllum”
Er þaö ekki fagnaöarefni fyrir
þig og þina fjölskyldu aö fá nú
aftur tækifæri aö kveöa upp dóm
yfir landsstjórninni?
„Ja, ég veit það nú eiginlega
ekki.”
Af hverju?
„Það var nú ekki ég sem bað
um þessar kosningar. Það voru
kratarnir. Satt að segja kemur
þetta sér ekkert alltof vel fyrir
mig.”
Hvernig þá?
„Þú veist hvernig þetta er.
Jólin koma. Ég átti til dæmis að
vera i laufabrauðsskurði núna
um helgina hjá tengdamömmu.
Nú raskast það allt saman.
Tengdamanna þarf vist að vera
að vinná i einhverri kjördeild-
inni og svo heimtar tangdapabbi
af mér bilinn i smölunina. Ég
veit ekki hvernig fer yfirleitt
með laufabrauðsskurðinn. Um
næstu helgi get ég það ekki —
þarf að fara til rjúpna og helg-
ina þar á eftir förum við til
Kanarieyja, ég og fjölskyldan.
Ætli við verðum ekki bara af
laufabrauðinu. Svo er annað
sem mér finnst hálfgert
hneyksli. Ég er nýbúinn að fá
litasjónvarp og svo er ekkert
nema pólitik i sjónvarpinu. Þeir
eru nú best geymdir i svarthvitu
þessir pólitikusar.”
Hvað meö sjálfan þig. Leggur
þú ekkert af mörkum til kosn-
inganna?
„Nei-ei. Ætli maður kjósi einu
sinni”.
Kýstu ekki? Finnst þér þaö
ekki algjört ábyrgöarleysi?
„Kannski má segja það. En
ég ber ekki ábyrgð á þvi hvernig
þessir herrar stjórna landinu.
Það er þeirra verk en ekki
mitt.”
En ekki er þér sama hvernig
landinu er stjórnaö og hverjir
stjórna þvi?
„Nei auðvitað er manni ekki
Atkvæbakeppninni er að ljúka og frambjóöendurnir eru nú
komnir á beinu brautina. Þeir eru flestir aö. niðurlotum
komnir eftir átökin sibustu daga, þar sem þeir hafa keppst viö
aö kynna sjálfa sig og stefnu flokka sinna. A vinnustöö
unt, i kaffisamsætum, á diskótekum, i heimahúsum og á
framboösfundum hafa þeir leitt saman hesta sina og verið
spuröirspjörunumúr um stefnur og stefnuleysi, um glappa-
skot og svikin loforð. Hákarli þykir sem þjóöin ætti aö vera
oröin sæmilega upplýst um stefnur og sjónarmið flokkanna
og baráttumál einstakra frambjóöenda. En þaö er hlutverk
hins háttvirta kjósanda aö fella hinn endanlega stóradóm yfir
frammistööu flokka og frambjóöenda, en i allri umræöunni
undanfariö hefur alveg glcymst aö spyrja hann hvaö hann
raunverulega vill. Or þessu verður nú bætt — frambjóöend-
um til upplýsingar. Hákarl tekur háttvirtan kjósanda til yfir-
heyrslu:
sama. En hvað getur maður
gert? Þetta virðast eintómir
vesalingar og aulabárðar sem
veljast i pólitikina núna. Og
veldur hver á heldur.”
Nú eru pólitikusarnir bara
venjulegt fólk eins og þú og ég.
Er hægt að gera meiri kröfur
til þeirra en þú gerir til dæmis til
þin?
„Já, þeir þykjast vera eitt-
hvað þessir karlar. Annars
væru þeir nú varla að gefa sig i
þetta. En þeir eru svo uppteknir
af að niða hver annan að þeir
mega ekki vera að neinu ööru.”
Væri þá landinu betur stjórn-
að, ef þú réöir sjálfur?
„Varla gæti það versnað”
Hvað er til marks um það?
„Nú, ég veit bara að mér hef-
ur tekist bærilega að framfleyta
mér og minum. Reisti sjálfur
húsið sem ég á i svita mins and-
lits, keypti bilinn sem ég á án
þess að þurfa að fara á rikisjöt-
una til þess. Ég hef aö minnsta
kosti ekki þurft að taka erlend
lán hingað til til að reka heimil-
ið.”
En hvað á þá aö gera? Hver
eru þin úrræði?
„Min úrræði? Ég myndi t.d.
byrja á þvi sem allir eru að tala
um að þurfi að gera. Kveða nið-
hákarl
ur verðbólguna — mestu mein-
semd islensku þjóðarinnar i eitt
skipti fyrir öll. Ég mundi svo
lækka skattana en hækka kaup
hinna lægst launuðu. Fella niður
allar niöurgreiðslur og lækka
vöruverðið, sérstaklega á bú-
vörunni, sem er orðið alveg
hrikalega hátt. Nú, gefa verð-
myndunina frjálsa og taka visi-
töluna úr sambandi. Taka fyrir
alla erlenda skuldasöfnun og
borga upp allar þessar erlendu
skuldir. Þetta eru orðnar næst-
um tvær milljónir á hvert
mannsbarn i landinu. Lækka
vextina af lánum en hækka
vextina af sparifé. Og herinn á
brott — nema þá að kaninn vildi
borga vel fyrir að vera hérna.
Annars væci auðvitaðhætta á að
Rússinn kæmi.”
Stendur enginn af pólitíkusun-
um núna upp úr aö þinu mati?
„Æ, ég veit það svei mér ekki.
Það væri þá helst Óli Jó. Hann
er svona einna skemmtilegast-
ur.”
En eru það nú ekki fremur
gerðir manna en skemmtileg-
heit sem skipta máli?
„Ég veit það ekki. Ég hef nú
ekki oröið var við neinar gerðir
hjá einum eða neinum hingað
til. En hitt veit ég að skemmti-
legir menn eru skemmtilegri en
leiðinlegir menn.”
Nú hafa allir flokkar lagt
fram sínar stefnuskrár — íhald-
ið meö leiftursóknina, kratar
meö jafnvægisstefnuna, komm-
ar meö kaupránsvörnina og
framsókn meö framsókn til
framfara. Ætlarðu ekki að taka
neina afstööu til þessara mis-
munandi stefna?
„Er þetta ekki allt sami
grautur i sömu skál — sami
rassinn undir þeim öllum. Það
hefur mér nú helst sýnst.
Annars hef ég ekki kynnt mér
þessar stefnur sérstaklega. Hef
annað og betra við timann að
gera.”
Og sem sagt — ætlar ekki aö
kjósa um helgina?
„Helst ekki, ef maður á annað
borð fær frið fyrir þessum kosn-
ingasmölum öllum saman.
Annars... það má svo sem vel
vera að maður renni við á kjör-
stað um leið og maður skutlar
bilnum til tengdapabba. En það
er bara til að hafa friðl’Hákarl