Helgarpósturinn - 30.11.1979, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 30.11.1979, Blaðsíða 14
Föstudagur 3ö. nóvember 1979 holnr^mn^tl irinn „VEIT Ehhl IVERINIG Ét HEF EKNAST $V« MARGA ÓVILIARMENV’ Hiisið númer 38 við Vesturgötu er 103 ára gamalt. Þar bjó eitt sinn Páll Einarsson fyrsti bæjarstjörinn i Reykjavlk, og seinna Rögnvaidur Sigurjónsson pianóleikari ásamt konu sinni Helgu Egilson. Arið 1965 keyptu ung hjón ibúðina á neðri hæðinni og bjuggu þar næstu fimm ár- in. Það voru þau Bryndfs Schram og Jón Baldvin Hannibalsson. Hún ballettdansari, leikari og háskólanemi, hann kennari, blaðamaður og pólitikus. Fyrir einu ári, þegar þau sneru aftur til Reykjavfkur eftir átta ára veru vestur á tsafirði, keyptu þau efri hæðina tii viðbótar. Þarna búa þau nú ásamt fjórum börnum sinum, hún umsjónarmaður barnatima sjónvarpsins, hann ritstjóri Alþýðublaðsins — og i eldlin- unni í kosningum helgarinnar. Það hefur fleira merkisfóik búiö I húsinu, sem stendur þarna enn með sama yfirbragðinu og þegar það var byggt seint á 19. öldinni. Þarna bjó eitt sinn Aðalsteinn Pálsson, útgerðarmaður úr Ilnifsdal, um árabil eins konar ræðismaður og hjálparhella ungra vestfirskra sjómanna, sem dreymdi um að afla sér skipstjórnarréttinda I höfuðborginni. Við skruppum I morgunsopa til Bryndfsar hér um daginn til aö rekja úr henni garnirnar. Frá nógu hefur hún aö segja, og oft hefur hún veriö umrædd persóna. — Þið voruð heppin að ná i þetta gamla hús, varð okkur samt fyrst að orði, þegar við höfðum gengið til stofu. -Já það var mikil guðsblessun að eiga þó þetta, þegar viö snerum aftur til höfuðborgarinnar. Þegar við keyptum þessa ibúð á sfnum tima var þetta liklega ódýrasta húsnæöið i bænum. Viö staurblankirstúdentar, nýkomnir frá námi, sem gátu ekki leyft sér þann munað að borga okurleigu ár eftir ár. Viö vorum þvi neydd til þess eins og hver ánnar að kaupa. Ég man, hvaö mér fannst þaðfáránlegt þá að þurfa að eiga eitthvað, það var ekki i minum anda. Mér fannst lifiö allt of dýrmætt til þess að fara að leggjaá sig áhyggjur vegna pen- inga. Auk þess stangaðist það gersamlega á við grundvallar- kenningar sósialismans. Ödýrt leiguhúsnæöi var framtiöin. En nú er sú framtiö orðin nútið, og ekkert hefur þetta breyzt, þvi miður. Ef við höldum okkur við liðinn tima Bryndis, þú ert af mikilli sjálfstæðisætt, en varðst snemma róttæk og hernámsandstæðingur, og nú ert þú gift krata. Hvernig hefur þetta farið saman? Var shoiin I komma — giftisl kraia — Nota bene, i móðurætt minni voru þekktir kratar, jafnvel bols- ar á sinum tima, svo að það var ekkert sjálfsagt mál, aö ég héldi mig við stóra ftakkinn. Auk þess vil ég benda þér á, að ég var i upphafi skotin I komma, en giftist krata. Og hvar enda svoleiöis menn? Ég man nú reyndar, að afi Ellert hafði geysilegar áhyggjur af mér á þessum árum. Hann sagði alltaf, aö tvær plágur heföu riöið yfir þetta land: minkurinn og kommúnisminn. Hann tók af mömmu loforð um að sjá til þess, að ekkert yrði af þessum ráðahag milli mínog þessa kommastráks. En þvi varð ekki forðað. En þó að Jón Baldvin sé ekki lengur kommi, þá er hann róttæk- ari en nokkur maður, sem ég þekki, og miklu róttækari en ég, og... (Hér verðum við að gripa fram i fyrir Bryndisi. Vegna yfir- vofandi kosninga hættum við okk- ur ekki lengra út á þessa braut. Það gæti litiö út sem siðbúið framlag I kosningabaráttuna.) — A hvaða árum gerðist þú rót- tæk? — 1 menntaskóla. Minn ár- gangur var óöapólitiskur, og það er sama, hvert litið er I dag, þeir eru enn óðapólitiskir og alls staö- ar fyrir manni. Alla dreymdi þá um að ná völdum. Þetta hefur nú ekki lukkast hjá þeim öllum, blessúðum drengjunum. Aðeins einn hefur komizt yfir öruggt þingsæti. Hinir hafa þó ekki gefiö upp alla von, enda aðeins fertug- ir! Þetta var mjög skemmtiiegur hópur, en eins og ég sagði, þá var aldrei talað um neitt nema pólitik og ekki kom til mála annaö en að vera róttækur oni botn. Stymmi (Styrmir Gunnarsson) var vist eini yfirlýsti íhaldsmaðurinn. Ég skil ekki enn, hvernig hann gat umborið alla þessa komma. En hann er nú aö vi'su alveg sérstakt ljúfmenni. Halldór Blöndal var reyndar sömu skoðunar, en hann flúði fljótlega norður. Ég veit ekki eiginlega, hvernig stóð á þvi, að ég laöaöist aö róttækari arminum, ég ihaldsstelpan. Þetta voru aö visu og eru enn miklir sjarmörar, Bryndís Schram í Helgarpósls- viðtaii Atli Heimir, Ragnar Arnalds, Magnús Jóns, að ég nú ekki tali um minn ektamaka, JBH. Getur það verið skýringin?! Kannski er róttæknin sprottin af samúð, samúð með þeim, sem minna mega sín. Ég átt sjálf yndislegt heimili, harduglega foreldra, sem létu okkur börnin ekkert skorta. En það voru ekki allir jafnhólpnir og ég. Það fór ég að skilja á þess- um árum. Og ég vildi réttlæti i heiminum. Þetta var mjög erfitt: Ég var i andstöðu við foreldra mina, umhverfi mitt, sjálfa mig. Á þessum árum hangir maður algerlega ilausu lofti, hefur slitið sig frá uppruna sinum, án þess aö hafa fundið fast land undir fótum á ný. Og ekki bætti það úr skák, að ég eignaðist barn svona upp úr þurru. — Ertu róttæk ennþá? Ennpá róllœkari nú — Já, og jafnvel enn róttækari en þá. En á annan hátt. Ég er ekki sami hugsjónaglópurinn. Nú hef ég fast land undir fótum.Mig vantar bara flokk. Ég verð að visu að viðurkenna, aö ég er undir sterkum áhrifum frá manni min- um... Enn beitum við dálitilli rit- skoðun, enda gæti Helgarpóstur- inn hugsanlega legið einhvers staðar á kjörstaö um helgina, og þá er betraað gæta sin. Við bein- um þvi' samtalinu inn á listabraut Bryndisar, og fyrst var það ball- ettinn. - Ég var að dansa öll æskuárin og alveg fram undir þritugt. A menntaskólaárunum var ég hálf- gerður atvinnudansari. A þeim árum var mikið um óperettur og söngleiki I Þjóðleikhúsinu, og þar var dansinn ómissandi. Þá var æft á kvöldin og oft langt fram eftir nóttu siðustu dagana fyrir frumsýningar. Auðvitað bitnaði það stundum á náminu. Ég var einn af þessum samvizkusömu nemendum, sem alltaf glósa heima og telja það fyrir neðan sina viröingu að gata á prófi. i vorprófi I islenzku i fimmta bekk man ég, að ég strandaöi eftir fyrstu linuna í Hafisnum hans Einars Ben. og skilaði auðu. Bara af spennu og svefnleysi. En Jón Guðmundsson miskunnaöi sig yfir mig. Aþessum árumvarenn nýjabrum yfir Þjóðleikhúsinu og oft mikil stemmning að tjalda- baki. Ég heillaðist af töfraveröld leikhússins og dreymdi um aö gera þaö að minum framtiöar- i vinnustað.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.