Helgarpósturinn - 30.11.1979, Blaðsíða 3

Helgarpósturinn - 30.11.1979, Blaðsíða 3
3 he/garpásturinn- ^östudagur 30. nóvember 1979 frá HafnarbUðum í Tryggvagöt- unni. BíHinn var mitt heimili þennan tima. Ég keypti hann nú mest að gamni mfnu og einnig til að geta hvilt mig i, en seldi hann slðan. Hvort ég hafi tapað á viö- skiptunum? Nei.nei. Ég seldi vini minum bilinn á 40 þúsundkrónur og taldi mig komast vel Ut úr þessum bisness.” Ekki vildi Ingvar kannast við að hafa orðið meint af útiverunni og nætursvefni í kulda og vosbúð úti á viðavangi. „Ég hef alltaf verið heilsuhraustur. Þó hef ég fengið lungnabólgu nokkrum sinnum, eftir að ég hef verið á röltinu úti við lengi. En það kalla ég ekki sjúkdóma. Einu sinni þó, varð ég alvarlega veikur. Mér leið eitthvað illa og lét lita á mig, Þá var ég kominn með yfir 40 stiga hita ogbullandi lungnabólgu áalvarlegasta stigi. Það var búið aðvera eitthvað kalt,svo þaðsló svona að mér. Ég komst þó I gegnum þennan lasleika og náði mér.” Það kemur alltaf upp aftur og aftur hjá Ingvari, að vinnan sé fyrir honum númer eitt, en brennivinið númer tvö. „Þó ég sé óreglusamur, þá vinn ég alltaf á milli. Ég er heilsuhraustur og er ekki lengi að ná mér eftir fylliris- túrana. T.d. kom ég hingað upp á Hlaðgerðarkot nú rétt fyrir helgi og fór að vinna strax á mánu- deginum I byggingarvinnu.” Ranglar um göturnar allan daginn Við snúum nU við blaðinu og spyrjum Ingvar hvort hann geti á nokkurn hátt skýrt það, hvernig vinið hafi náð völdum á sálu hans. „Ég á erfitt með að skýra það. Eflaust kæruleysi. Það er engin einskýring áminnihegðun. En ég kenni engum um mina drykkju. En hún hefur skaðað fremur en hitt, það gefur augaleið. En þetta er alfarið mitt mál. Það er engin sérstök ástæða fyrir þvi að ég leiddist út í drykkjuskap. Ég kenni engum um minar syndir og það var enginn ákveðinn atburður sem kveikti i mér. Það er auðvit- að fullt af drykkjumönnum sem hafa skýringar á hverju strái og segja að þeirra drykkja sé hinu og þessu um að kenna. Yfirleitt er þetta hreint bull og kjaftæði. Ég ætla ekki að kenna ykkur um það, að ég drekki. Það er minn Akkilesarhæll og mitt mál að öllu leyti.” Hvernig liða dagarnir þegar þú ert á löngum fylleristúrum? „Þeireruallir eins”segir Ingv- ar. „Égdrekk migmátulega full- an og rangla svo um göturnar framog tilbaka. Labba um bæinn og reyni að eyða timanum með þvi. Stefni ekkert og hef ekki ákveðið markmið. En ég hef sterka fætur og sálin haggast ekki svo ekki verður mér beinlfnis meint af þessum stefnulausu göngutúrum.” t framhaldi af þessu var Ingvar Georgsson spurður að þvi hvort það komi ekki oft fyrir að hann fyllist þunglyndi og vonleysi þeg- ar hann ráfar um bæinn í öl- vfmu. Hvers væntir hann af lif- inu? „Lffið ereinskis virði — það hef ég vitað lengi. En ég lifi þvi nú samt. Ég er ekki einn af þeim sem hoppa fyrir björg þótt illa gangi. Ég þoli þetta allt, vegna þess að ég er hreinræktaður ts- lendingur.” Ekki mat i heila viku NU færist talið af félagsandan- um i hópi þessara óheppnu manna sem hafa orðið Bakkusi að bráð. Ingvar segist eiga marga trygga vini innan þessa hóps og það séu þannig vinir að hann komi aldrei til með að verða hjálparlaus. „Við hjálpum hver öðrum. Það er alltaf einhver af- lögufær þannig, að þegar maður liggur f þvf, þá þarf engan mat. Ég hef stundum ekki bragðað matarbita i heila viku, þegar ég er á túr —eraldreisvangur þegar ég hef vinið.” Eins og menn vita, þá eru þess- i- olnbogabörn þjóðfélagsins — útigangandi vindrykkju- mennirnir — oft nefndir rónar f daglegu tali. Við spuröum Ingvar að því hvort hann hefði aldrei áhyggjur af áliti fólks. „Nei, ég hræðist ekki fólk eða hugsanir þess. Það kemur ekki nálægt mér og ég ekki nálægt þvf. Ég abbast ekki upp á fólk úti á götu þegar ég er undir áhrifum. Almenni borgarinn fær frið fyrir mér þótt ég sé að drekka. Ég er jafnlyndur maður jafnt drukkinn sem ódrukkinn, þótt ég geti að sjálfsögðu reiðst eins og hver annar, ef að mér er vegið. En ég drekk ailtaf með gætni og verð sjaldan útúrfullur. Og aldrei drekk ég af stút fyrirf raman fólk. Ég fer þá heldur í húsasund og að húsabaki og snapsa mig þar.” Og Ingvarheldur áfram á sömu brautog er greinilega orðiðheitt i hamsi. „Ef fólk vill ekki hafa okkursem drekkum fyrir augun- um, þá er jú einfaldasta ráðið að hafa húsaskjól fyrir okkur þar sem við getum drukkið okkar vin i friði og almenningur þarf þá ekki að sjokkerast yfir okkur á götum úti. Þar aö auki þyrfti þá ekki heilar herdeildir lögreglu til að elta okkur uppi. Ég fullyrði það, að tsland er versta land i heimi að drekka I — það hef ég sannprófað á ferðum erlendis.” Er hlýtt til lögreglunnar Og áfram er spjallað. Ingvari er greinilega hlýtt til lögreglu- manna okkar og segir: „Það er ljúft á milli min og lögreglunnar. Löggurnar hafa undantekningar- laust reynst mér vel. Þær þekkja mig og vita að ég geri engum nema sjálfum mér neitt mein.” En freistast áfengissjúklingar aldrei til að ná I fé með ólöglegum hætti þegar öll ráð þrýtur og brennivín vantar. Er aldrei hnuplað eða stolið þegar afla skal fjár fyrir vini? Ekki vill Ingvar kannast við slikt — að minnsta kosti er það ekki gert i stórum stil. „En það er auðvitað misjafn sauður f mörgu fé meðal drykkju- mannasem annarra. En ég sjálf- ur hef aldrei lært að hnupla og stela og ég held varla að égfari að byrja á sliku á sextugsaldrinum.” Næst er vikið að konunum i hópi drykkjumanna götunnar. ..Þaöer engu betra ástandið hjá konun- um” segir Ingvar. „Það eru kon- ur á öllum aldri sem hafa látið fallerast fyrir Bakkusi. Þær eru hins vegar í verri aðstöðu en við karlmennirnir. Karlmaður getur gengiðum allan bæinn ölvaðurán þess að fólk hneykslist stórkost- lega. Konur undir áhrifum eru litnar öðrum augum. Þær geta ekki flækst um bæinn hist og her án þess að þaö sé verið að hneykslast og hnýta i þær. „Þýðirekkiað predika bindindi” Að lokum spyrjum við Ingvar Georgsson hvorthann búist nokk- urn tima við því að geta losnað undan ofurvaldi alkahólsins. „Ég veit það ekki. Þeir sem þekkja mig vita, að það þýðir ekkert að predika bindindi i min eyru. Eins og ástandið er i dag hvarflar það ekki að mér að lofa þvi aö hætta drykkju. Ég þekki mig og hef margreynt að hætta, en þær tilraunir hafa alltaf farið þversum. Það er eins og með sjó- mennina. Þótt þeir fari á sjó, þá koma þeir i land aftur. Það er það sama með mig og brennivinið. Þótt ég hætti að drekka, þá byrja ég alltaf aftur.” "Það er orðið sterkt i mér brennivinið — ég geri mér alveg grein fyrir þvi. Það þýðir ekkert fyrir fólk að reyna að hjálpa mér. Ég kann ekki gott að meta. Ég er þó ákveðinn i að fara á sjóinn i nokkra mánuði þegar ég losna héðan eins og ég sagði áðan. En þótt ég hangi þá þurr i nokkra mánuði þá dettur mér ekki I hug að ég sé laus við brennivinið. En ég á eftir að lifa lengi enn og sá dagur getur runnið upp, aö ég kasti vininu frá mér. En þá bar- áttu verð ég að heyja sjálfur og vinna hana upp á eigin spýtur. í slikum bardaga verður þií að treysta á sjálfan þig og engan annan. Og það er ekki vonlaus möguleiki að fyrr en seinna segi Ingvar Georgsson Bakkusi strið á hendur — og vinni.” Og það er talsverður þungi I rödd Ignvars Georgssonar þegar hann mælir þessi siðustu orð. Hann virðist þrátt fyrir allt huga örlitið að framtiðinni og eygja þar mögu- leika á bjartari dögum. Svo geng- ur hann inn í matsalinn og sest að snæðingi með þjáningarbræðrum sinum — fórnarlömbum vfnguðs- ins. eftir Guðmund Árna Stefánsson myndir Friðþjófur + RAUÐI KROSS ÍSLANDS HJÁLPARSJÓÐUR Kosningagetraun Rauðakrossinsereinföld. Leikurinner í þvífólginn aðspá um fimm tölur, hvernig sætum verði skipt í komandi Alþingiskosningum. Móttaka seðla í getraunageyma er hjá Rauða kross aðilum og um sjálfa kosningahelgina frá laugardeginum á bensínstöðvum og við kjörstaðina. í fyrra seldum við 20.000 seðla án skipulegrar dreifingar. Þá gat enginn giskað rétt, en þeirsem næst komust, skiptu pottinum milli sín. Nú er búið að dreifa seðlum til flestra heimila á landinu. Ef við þreföldum þátttökuna, verður 12 milljón króna pottur til skiptanna. Kynnist og styðjið starf Rauða krossins innanlands og utan. Lítið við hjá okkur. Valiðerauðvelt.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.