Helgarpósturinn - 30.11.1979, Blaðsíða 24
24
Föstudagur 30. nóvember 1979 —helgarpósturinrL.
Meðfylgjandi kafli er úr bókinni Þeir
vita þaö fyrir vestan eftir Guömund G.
Hagaiin,sem kemur út hjá Aimenna
bokafélaginu innan skamms. Meö þessari
bók lykur Hagalin ritun sjálfsævisögu
sinnar, sem er þá oröin 9 bindi og eru nú
ö'! fáanleg nema Filabeinshöilin, sem er
siöasta bindiö í sagnabálkinum þó aö þaö
sé fvrir löngu skrifaö og Ulgefiö.
Kjarninn i þessu nýja bindi ævisögunn-
ar er frásögn af tsaf jaröarárum Hagalins
1929-46. Þar tók hann mjög mikinn þatt f
félagslifinu og stjórnmálunum og var einn
af áhrifamestu mönnum Aiþyöuflokksins.
Kafiinn hér á eftir fjallar um Alþingis-
kosningarnar á tsafiröi 1931.
Vilmundur og Finnur, sem koma við
sögu eru vitaskuld Vilmundur Jónsson
slöar landiæknir og Finnur Jónsson siöar
raöherra.
Alþingiskosningar á ísafirði
1931
Snemma vors 1930 geröist hér á landi
atburöur sem vakti óskipta athygli og olli
miklum æsingum. Dr. Helgi Tómasson,
yfirlæknir á Kleppi, tilkynnti sjálfum
heilbrigöismálaráöherranum, Jónasi
Jónssyni aö hann væri geöveikur. Ráö-
herrann brá hart viö. Hann settist niöur
og skrifaöi bréf, sendi siöan hraöboöa
meö þaö til dr. Helga. Efni bréfsins var
þaö, aö frá og meö 30. april væri honum
vikiö frá embætti. Ráöherrann setti siöan
f embætti hans Lárus ladcni Jónsson, sem
haföi i" ein þrjú ár kynnt sér geölækningar
á dönskum sjúkrahúsum.
Ekki tók læknastéttin islenzka þessum
aögeröum þegjandi og mun Lárus ekki
hafa veriö ofsæll i hinu veigamikla em-
bætti, sem hann varö aö vikja úr
fyrir dr. Helga i desembermánuöi 1932.
Og miklar væringar voru meö Jónasi og
læknastéttinni allt tii þess.aö ráöherra-
dómi hans lauk.
Ekki minntist Jónas á þetta mál viö
mig i Patreksfjaröarferöinni, en vissu-
lega var þaö út af þvl, sem hann taldi sig i
landskjörinu geta. miölaö Haraldi Guö-
mundssyni af atkvæöum sinum. En ekki
mun Haraldur hafa fengiö mörg fram-
sóknaratkvæöi þvi aö geöveikismáliö
haföi haft þau áhrif, aö nú var Jónas ekki
aöeins dýrlingur i augum fylgismanna
sinna, heldur lika pislarvottur! Meíra aö
segja mun pislarvættiö hafa aflaö honum
atkvæöa úr öörum flokkum, og þess naut
hann og Framsókn allt tii þess, aö fram
hjá honum var gengiö viö val forsætisráö-
herra 1934.
Geöveikismáliö haföi vestra ótrúlega
mikil áhrif á allan þorra manna. Þótti
ákvöröun dr. Helga hin furöulegusta
firra, en hins vegar voru menn ekki sam-
mála um viöbrögö ráöherrans. Sá vitri
maöur, séra Guömundur Guömundsson,
lét svo um mælt viö mig, aö eölilegt væri,
aö Jónas heföi gert sér mat úr geröveikis-
sálgreiningu dr. Helga en hins vegar heföi
veriö skynsamlegast af honum aö láta
doktorinnhalda embættislnu, þar eö hann
mundi vera bezt menntaöi og fróöasti
maöur landsins á sinu sviöi. Ég sagöi
þeim frá þessu Vilmundi og Finni, og
heyröi ég, aö þeir mundu vera gamla
manninum sammála.
Suöur i Reykjavik voru menn sem töldu
aö þetta mikla hitamálgæti oröiö Alþýöu-
flokknum gagnlegt. Sjálfstæöisflokkurinn
haföi allmikiö fylgi I sveitum landsins, og
þess vegna haföi hann ekki sýnt veru-
legan áhuga á aö gera þá breytingu á
stjórnskipunarlögum landsins, aö tala
þingmanna yröi i meira samræmi viö
fylgi flokkanna en hún haföi veriö. Nú
haföi geöveikismáliöoröiö til þess að gera
GUDMUNDUR G. HAGALÍN
afstööu sjálístæöisflokksins til
Framsóknar mun fjandsamlegri en hún
haföi veriö, enda varö sú raunin, að á
Alþingi 1931 náöist samstarf milli Sjálf-
stæöisflokks og Alþýöuflokks um þá skip-
an á vali þingmanna, sem hélzt óbreytt til
1959. Auövitað var þetta samkomulag eit-
ur í beinum framsóknarmanna, — þeir
töldu þaö jafnvel þjóöhættulegt. Svo flutti
þá Sjálfstæöisflokkurinn vantraust á
stjórn Tryggva Þórhallssonar, og Alþýöu-
flokkurinn tjáöisig mundu greiöa atkvæöi
meö þvf. Þá kom þaö eins og þruma úr
heiöskíru lofti, aö 14. aprll, þegar ræöa
skyldi vantrauststillöguna las forsætis-
ráöherra upp konungsbréf um þingrof,
enda færu fram þingkosningar 12. júll.
Fjárlög höföu ekki veriö samþykkt þegar
þetta gerðist, og töldu stjórnarand-
stæöingar þetta brot á stjórnarskránni.
Sklrskotuöu þeir til umsagnar Einars
Arnórssonar, en framsóknarmenn aftur á
móti til álits dr. Björns Þóröarsonar, sem
sagöi, aö hér væri ekki um aO ræöa þing-
slit, heldur þingrof. Olli þetta mál
feiknarmiklum æsingum í Reykjavlk og
mátti helzt búast viö uppreisn aö sumra
mati, en forsætisráöherra ogflokkur hans
létu sér ekki seg jast og h jaönaöi svo ólgan
smátt og smátt, þótt mikill hiti yröi raun-
ar I kosningunum.
A ísafiröi áttu framsóknarmenn svo lít-
iö fylgi, aö þeir höföu þar engan mann I
kjöri en I Noröur-ísafjarðarsýslu bauö sig
fram af hálfu stjórnarflokksins Björn H.
Jónsson skólastjóri sem var maöur mjög
svo réttsýnn ogfrjálslyndur og samþykk-
ur bæjarmálastefnu Alþýöuflokksins, en
taldi menningarlega hættulegt aö draga
úr valdi sveitanna á þingi. Af hálfu Sjálf-
stæöisflokksins bauö sig fram Jón Auöunn
Jónsson, sem haföi veriö þingmaöur kjör-
dæmisins I sýslunni frá 1919, en fyrir
Alþýöuflokkinn var i kjöriFinnur Jóns-
son.
A tsafiröi voru i framboði Vilmundur
Jónsson frá Alþýðuflokknum, og frá sjálf-
stæöismönnum Siguröur Kristjánsson
sem nú var oröinn búsettur I Reykjavík.
Lék enginn vafi á þvl aö á Isafiröi væru I
kiöriþeirtveii menn.sem væruöörum Is-
firöingum harðvitugri I málflutningi.
Ég haföi unniö heima fyrir talsvert aö
landskjörinu 1930 og ennfremur bæjar-
stjórnarkosningum.. Ég haföi þvi kynnzt
þeim vinnubrögöum, sem þar þóttu gefa
beztan árangur. Þá haföi ég af störfum
mlnum i bókasafninu og þeirri áráttu
minn' aö fylgjast meö aflabrögöum og
sjósókn haft ef til vill nánari kynr.i af al-
mennmgi á tsafiröi en flestir aörir. Mátti
treysta minni minu á nöfn manna,
andlitsfall og svip sem og hvaö hver og
einn sa^i við mig. Nú báöu þeir mig, Vil-
mundur og Finnur, að stjórna kosninga-
skrifstofusem kynnti sér hug almennings
og sæi um þaö, aö sem flestir úr bænum
eöa noröursýslunni sem yröu fjarverandi
heimili sínu á kjördegi, neyttu atkvæöis-
réttar sins I skrifstofu bæjarfógeta, svo
framarlega sem þeir væru öruggir
alþýöufloldcskjósendur
Ég tók þetta aö mér, en var þar siöur en
svo einn um hituna.
Maöur er nefndur Stefán Stefánsson.
Hann var sonur Stefáns hreppsstjóra á
Brandagili I Hrútafiröi, Ólafssonar, dóm-
kirkjuprests Pálssonar, en séra ólafur
var kvæntur Guörúnu, dóttur Ólafs dóms-
málaritara Stephensen I Viöey. Frá séra
ólafi Pálssyni er kominn mikill ættbogi,
og einn af sonum hans var séra Páll I
Vatnsfiröi, sem átti fjölda barna. Stefán
Stefásson var skósmiöur og vann lengi hjá
ólafi, bróöur slnum, sem var skósmiöur
og skókaupmaöur á Islafiröi. Ólafur var
skammllfur, og að honum látnum geröist
Stefán forsjá fjölskyldu hans unz börn
hans voru uppkomin og aö fullu sjálf-
bjarga. Flest náiö skyldfólk Stefáns
Stefánssonar fylgdi Sjálfstæöisflokknum
aö málum, en hann geröist ötull og
áhrifarikur stuöningsmaöur A’þýöuflokks-
ins. Stefán haföi átt viö aö búa „hvita
dauðann” á yngri árum sinum en sigrast
á honum, enda var hann stakur reglu-
maöur oe átti jafnan hest, sem hann brá
sér á sér til hressinear á öllum timum árs
nema frá veturnóttum til þorraþrads.
Stefán var maöur mjög vel greindur,
minnisgóöur meö afbrigöum og mann-
þekkjari, drengskaparmaöur mikill og
geröi þær kröfur til þeirra, sem hann
studdi i stjórnmálum, aö þeir færu sem
bezt meö fé bæjarfélags og rlkis og mætu
meira þjóöarhag en sinn eigin. Varö þaö
reynslan min, aö hann kostaði kapps um
aö vera samvizka Alþýöuflokksins á Isa-
firöi. Ogþaö voruþaueinulaun, sem hann
kraföist sér tilhanda. Hann gat þvi djarft
úr flokki talaö. Ekki var Stefán áheyrileg-
ur ræöumaöur en oft talaöi hann á flolcks
fundum og á þingum Alþýöuflokksins.
Hann stamaöi yfirleitt lítiö i stuttu viö-
tali, en til mikilla lýta, þegar hann flutti
ræöur. En hann var vanalega stuttoröur
og gagnoröur, oft beroröur og beinskeytt-
ur, hver sem i hlut átti, og svipurinn
þannig aö auöstætt var. aö þar fór sér-
stæöur maöur, sem hugsaöi málin. Ræöur
hans höföu þvl æriö oft áhrif og mikils var
hann metinn I flokknum jafnt syðra sem I
heimahögum.
I viöræöum var hann oft skemmtilegur
enda haföi hann til aö bera kimnigáfu,
sem margur heföi mátt öfunda hann af.
Viö spiluöum oft saman bridge, og var
hann mjög leikinn spilamaður, enda kom
þar minniö honum oft aö góöum notum.
Hann las annaöhvort verulega góöar
skáldsögur eöa vel geröar glæpasögur og
skipti allmikiö viö bókasafniö.
Hann haföi lengstum þrjá skósmiöi á
vinnustofu sinni, og þaö voru yfirleitt vel
greindir menn, sem hlustuöu vandlega á
viötöl hans viö viöskiptamennina, hvort
sem þeir voru á kjörskrá I Noröur-lsa-
fjaröarsýslu eöa á Isafiröi. Oft gat
hann óbeint fengiö hjá þeim upplýsingar
sem voru nokkurs viröi sem heimild um
afstööu þeirra eöa annarra, og hann tók
talsverk mark á svip þeirra og framkomu
ef stórnál eöa bæjarmál bárust I tal. Og þó
aö langt væri til kosninga drap hann
gjarnan á sllk mál, og þaö brást ekki, að
honum vreri það allt tiltækt, þá er kosn-
ingar stóöu fyrir dyrum. Hann var og sér-
lega fljótur aö frétta, ef menn úr öörum
héruöum settust aö i bænum, og komst
einhvern veginn aö ætt þeirra og uppruna
og jafnvel hvar þeir höföu skipaö sér I
flokk. Datt mér oft I hug aö hann hlyti aö
hafa „sagnaranda.”
Um þaö bil mánuði fyrir kosningar 1931
opnuöum viö kosningaskrifstofu. Höföum
viö þá fengiö kjörskrárafrit ekki einungis
yfir kjósendur á Isafiröi, heldur líka úr
norðursýslunni, eins og jafnan þegar
alþingiskosningar fóru I hönd, og ég fékk
þegar fram I sótti einnig kjörskrár úr
vestursýslunni. Viö Stefán byrjuöum á því
aö fara tveir einir yfir kjörskár Isa-
fjaröar, og setti Stefán X meö rauöum
blýanti framan viö nöfn þeirra kjósenda
sem viö vorum vissir um aö kjósa mundu
Alþýöuflokkinn, en blátt framan viö nöfn
hinna, sem viö töldum víst aö kysu íhald-
ið. Fám dögum siöar boöuðum viö svo á
okkar fund um þaö bil tuttugu manns úr
ýmsum hlutum bæjarins og frá
sem flestum vinnustöðum. Vorukonur þar
I meirihluta. Slðan var fariö yfir kjör-
skrána og bætt við krossum I samræmi
viö þær upplýsingar sem viö töldum
áreiöanlegar en svo voru hver jum þeim
sem fundinn sátu, fengin blöö, er á voru
rituö nöfnkarla og kvenna, sem hann eöa
hún skyldi forvitnast um. Ég var síöan
löngum I kosningaskrifstofunni frá
átta aö morgni til tlu aö kvöldi en fór þó
nokkuö um bæinn, niöur á bryggjur, I
beitingarskúra og I stöku hús, þar sem ég
ræddi um daginn og veginn unz ég var
oröinn nokkru fróöari en þegar ég kom.
Stefán kom vanalega til mín tvisvar
þrisvar á dag, og bárum við þá saman
bækurnar um þá vitneskju sem viö höfð-
um oröiö okkur úti um, og ennfremur
spurði Stefán mig, hvort þessi eöa hinn,
sem haföi notiö litilar fræöslu I bersku eöa
veriö tregur til náms, heföi þegar fengiö
tilsögn hjá mér I aö skrifa nafn þing-
mannsefnisins I bænum eöa sýslunni, ef
hann varþará kjörskrá.Eftirviku eöa tíu
daga boöuöum viö til hópfundar á ný, og
skiluöu þá bæöi karlar og konur þeim
upplýsingum, sem þau höfðu fengið.
Þannigvarhaldiöáfram, unzmjög leiö að
kjördegi. Þá var tryggu fólki faliö aö sjá
um, aö þessieöa hinn kjósandi skilaöi sér
ákjörstaö. Ekki fenguþingmannsefnin aö
vera afskiptalaus af þvi, hvern vafa-
gemlingar kysu, heldur var þeim falin
forsjá fleiri eöa færri. V ar erfitt aö fá Vil-
mund til sllkra afskipta,enhins vegar var
Finnur fús til að gera þaö gagn, sem viö
ætluöumst til af honum.
Vanalega var haldin kjósendaskemmt-
un fyrir kjördag, og bjó ég þá til skrá
handa Finniyfir þaö kvenfólk, sem hann
skyldi dansa viö, en Vilmundur dansaöi
ekki og var meira aö segja ófáanlegur til
aö koma á skemmtunina. A kjördegi
höföum viö náö i þann bilakost sem unnt
var aö fá, en alltaf hafði Sjálfstæöis-
flokkurinn fleiri bila. Samt var smalað
eftir beztu getu.
Þeir Vilmundur og Sigurður Kristjáns-,
son boöuöu til fundar og var þar auðvitað
troöfullthús. Var viöureign þeirra hörö og
löng. Haföi Vilmundur þaö fram yfir
Sigurö aö hann gat beitt af sérlegri lagni
bæöi háöi og skopi, en Siguröur flutti ræö-
ur af hörku og var oft mjög kjarnyrtur og
óhllfinn. Þaö varö þó auösætt, aö Vil-
mundur haföi meira fylgi á fundinum, og
þaö man ég aö eftir lokaræöu hans stóö
upp roskinn maöur, sem setiö haföi á
innsta bekk, og mælti af mikilli hrifni:
„Hvíllk snilld og unun!”
Þessi maöur var vitavöröurinn viö
Straumnesvita.
Kosningin á Isafiröi fór þannig, aö Vil-
mundur hlaut 525 atkvæði, en Siguröur
339.1 sýslunni var Jón Auöunn kosinn svo
sem viö hafði veriö búizt. Nasst honum
komst Finnur, en fæst atkvæöi haföi
frambjóöandi Framsóknarflokksins.
I upphafi þessarar kosningahriöar þótti
ég fljótlega vera furöu slyngur áróöurs-
maöur, enda vel kunnugur og óhætt aö
segja vinsæll hjá almenningi, og þá litlu
slöur hjá konum en körlum, og vildi þvl
Sigurbur Kristjánsson slæva vopn min.
Birti hann svo eitthvað af þeim um-
mælum sem ég haföi sem ritstjóri á
Seyðisfirði haft um jafnaðarmenn. Ég
skrifaöi þá greinarkorn, sem virtist hafa
þjónaö tilgangisinum. Kallaöi ég greinina
Frá myrkri til ljóss. Notaöi ég þar sem
kjarna þessi orö Páls postula:
„Þegar ég var barn, hugsaöi ég eins og
barn og ályktaöi eins og barn. Þegar ég
var orðinn fulltlöa maöur, lagöi ég niöur
barnaskapinn.”
Þeir vita það fyrir vestan
eftir Guðmund G. Hagalín
„Næsta skáldsaga er
mjög sérkennileg”
segir Guðmundur G. Hagalin
i ..Þeir vita þaft fvrir vestan”
| er slftasta bindi sjálfsævisögu
| Guftmundar Hagaiín, og nær
i yfir timabilift frá 1924 til 1946.
I Þetta er raunar ekki siftasta
timabilift i ævi sinni sem Guft-
raundur ritar um, þvl áftur kom
ut bók um timabil, sem hefst
fjórum árum eftir aft timabili
þessarar nýju bókar lýkur. Htin
er væntanleg I nýrri útgáfu
næsta haust, meft skrá yfir
mannanefn og staftarheiti i
öllum bokunum.
— Þessi bók hefst þegar ég fer
til Noregs, og lýkur áriö 1946,
þegar ég fer frá Isafiröi. Þang-
að kom ég þrítugur aö aldri og
íór þaöan 47 ára, segir Guð-
mundur I spjalli viö Helgarpóst-
ínn.
— Þetta er stærsta bindið, í
æfisögu minni, og stærstur er
tsafjaröarkaflinn. Þessi ár voru
Guftmundur G. Hagaltn
lika mikill annatimi — málin
réöust þannig, aö ég var við
ótal störfáöurenég vissi af. Ég
var bókavörður, kennari, for-
maöur tveggja skólanefnda,
formaöur vélbátafélagsins og
margt fleira.
— A þessum árum skrifaði ég
bækur inn á milli annarra
starfa. Þá urðu til Kristrún I
Hamravik, Virkir dagar, Saga
Eldeyjar-Hjalta, Sturla I Vog-
um og fjöldi smásagna.
— Er ekki hálf undarlegt aö
lifa svo aö segja sina eigin ævi
tvisvar meö þvi aö skrifa þetta
itarlega sjálfsævisögu?
— Mér fannst þaö eiginlega
ekki undarlegt Ég liföi mig inn i
þessa vinnu. Yfirleitt fór ég
snemma á fætur, oft klukkan
fimm, labbaöi um gólf og hugs-
aði. Ég endurlifði og kallaöi
fram þá menn sem haföi sam-
band viö og áttu þátt I aö hafa
áhrif á mig og lif mitt, segir
Guðmundur.
Um þessar mundir vinnur
hann fyrst og fremst af því aö
skrifa um bækur fyrir eitt af
dagblööunum, en i fórum sinum
á hann eina skáldsöguna enn.
— Hún kemur út næsta haust
— og kannski verður þetta þaö
síðasta sem kemur frá mér,
enda orðinn áttræður. Um þá
söguhef ég ekki leyfitil aö segja
annað en, að hún er mjög sér-
kennileg, segir Guðmundur
Gislason Hagalin aö lokum.
— ÞG