Helgarpósturinn - 30.11.1979, Blaðsíða 15
15
helgarpásturínn Föstuda9ur 3o nóvember 1979
Eftir stúdentspróf þvældist ég i
útlöndum i' nokkur ár, bæöi
Frakklandi og Bretlandi. Kom
svo heim og kenndi um tima viö
Ballettskóla Þjóöleikhússins. Fór
i leikskóla viö sömu stofnun, lék
og dansaði, sat á kaffihúsum, las
fagurbókmenntir og gekk i svört-
um nælonsokkum. Mjög ánægju-
legur timi. Svo fór ég aö hlaöa
niöur börnum, eins og gengur og
gerist. Þá innritaöist ég i
háskólann til þess aö hafa
eitthvaö fyrir stafni, á meöan ég
gætti barna og tók nokkur stig i
ensku og frönsku. Svo þegar viö
fluttum vestur ákvaö ég aö ljúka
BA prófinu til þessaö Jón Baldvin
þyrftiekki að ráöa réttindalausan
kennara. Ég hafnaði gersamlega
húsmóöurhlutverkinu.
— Já, hvernig likaöi þér,
borgarbarninu, á ísafirði?
A ísiandi búa tvær þjðOir
— Dvöl min þar var eitt
samfellt ævintýri. Mjög spenn-
andi timabil. Skólinn hafði
meöbyr, og þaö var mikil
stemmning 1 kringum starfiö.
Þetta var stórkostlegt tækifæri.
Þessi ár eru mér meira viröi en
nokkur háskóli. Mér fannst ég
læra svo margt. Ég lærði þaö
meira aö segja, aö á fslandi búa
tvær þjóöir. Mannlifiö vestur á
fjöröum er svo gerólikt því, sem
ég átti aö venjast. í fyrsta lagi
hlýtur þetta magnaða landslág aö
hafa áhrif á fdlk. Þessi snarbröttu
fjöll, sem hanga yfir manni og
byrgja sólarsýn i heila þrjá
mánuöi ársins. Fólk, sem býr við
sllkar aöstæöur, hlýtur að hugsa
öðruvisi en hinir á flatlendinu.
Þaö liggur í augum uppi. Og svo
er þaö fiskurinn. Vestur á fjörð-
um er fiskurinn upphaf og endir
alls. Honum er mokað á land
alveg án tillits til þess, hvort
nægur mannskapur er I landi til
að vinna úr honum. Þess vegna
veröa allir að taka til hendi, bæði
ungir og gamlir. Þeir, sem sitja
heima eru að svikjast um. Menn
fara að vinna um leiö og þeir geta
staöiö I fæturna og hætta ekki fyrr
en fingurnir eru orönir krepptir
og bakiö bogiö. Þannig er lifið
fyrir vestan, tómur þrældómur.
Enda skaffa þeir bezt.
— Var ekki sárt að segja skilið
við leikhúsið?
— Jú auövitað var þaö sárt, en
margt fer ööru visi en ætlaö er.
Enginn ræöur sinum næturstað.
En satt aö segja, þá var lif iö fyrir
vestan svo spennandi, aö ég
gleymdi fljótlega fyrri draumum.
Auk þess var þarft verk a ð kynda
undir leiklistaráhuga nemenda
menntaskólans. Mér gáfust tæki-
færi til aö færa á sviö verk
absurdistanna, sem ég hef
sérstakan áhuga á, leika mér sem
sagt viö ýmislegt, sem ég heföi
aldrei haft tækifæri til hér syðra.
Kennsla er þar aö auki ekki svo
ýkja fjarri leikhúsinu. Hvaö er
kennari annaö en leikari, sem
verður aö halda athygli nemenda
vakandi I fjörutlu og fimm
minútur I senn? Ég man það
núna, að égstóö alltaf viö kennsl-
una, ég vandaöi klæöaburö minn
og gætti þess að vera vel upplögö
og skipulögð. t kennslu, alveg
eins og á leiksviöi, gefur maöur
hlut af sjálfum sér, opnar gáttir,
sem eru lokaðar ella.
— Þú varst skólameistari á
Isafirði einn vetur. Hvernig gekk
það?
— Alveg eins og I sögu. Mjög
dýrmæt reynsla. A þessu eina ári
fékk ég loks uppreisn æru gagn-
vart sjálfri mér. Ég varö loksins
fullorðin. Ég sannaöi fyrir sjálfri
mér, aö ég gæti eitthvað. Ég var
alein með heilan skóla, heimavist
og min eigin börn. Enginn til að
halla sér aö, þegar eitthvaö
bjátaöiá. Ogþað tókst —held ég.
Ég hefði gjarnan viljaö halda
áfram á svipaðri braut. En —
skólameistari sneri aftur.
• — Brottför ykkar frá Isafiröi
bar nokkuð brátt að.
— Já, þvl miður kannski, En
hins vegar má segja, að okkar
timi hafi verið liöinn. Uppbygg-
ingunni var lokiö, skólinn búinn
aö festa rætur. Ég lofaöi Jóni I
upphafi aö vera i fimm ár. Þau
uröu átta. Mér fannst hlutirnir
vera farnir aö endurtaka sig.
Kannski var ég búin að fá mig
fullsadda af Isafiröi, og isa-
fjöröur oröinn fullsaddur af mér.
Mér finnst núna, aö þetta hafi
verið réttur timi til aö kveöja.
— En hvernig var að koma
aftur suður?
Homum Deínl al
ríkisjölunni
— Það var nú hálfskritið, satt
að segja. Þetta hús var allt I
niðurniðslu, gluggalaust hér og
þar, göt á veggjum og lofti, viö at-
vinnulaus og peningalaus (höfum
aldrei verið fyrirhyggjufólk).
Fram aö þessu höföum viö veriö á
rikisjötunni, launin lögö inn á
banka með föstu millibili og til-
tölulega áhyggjulaus. Við stóðum
uppi eins og viö byrjuöum fyrir
fimmtán árum, eða svo til. Og
þetta hristi óneitanlega upp i
manni. Þetta er I rauninni mjög
hollt. Maður tekur allt til endur-
skoðunar, breytir um lifsstil. I
þessuhúsi var ég aftur komin inn
i ni'tjándu öldina, og Vesturgatan
hefur á sér alþjóðlegan blæ. Ég
gleymi þvi stundum, að ég er
bara I Reyk javik, Og s vo fór ég að
svipastum eftir vinnu. Þvi að það
kostarsittað gera við gömul hús,
skal ég segja þér.
— Leitaðirðu viða?
Ellert sagöi aö tvær plágur heföu riöiö yfir þetta land: minkurinn og kommúnisminn
Hef á tilfinningunni aö gagnrýnin
sé kannski sprottin af persónu-
legri andúö á mér.
— Að sjálfsögöu reyndi ég að
komast inn i leikhúsin, enda vildi
ég þaö helzt. En þar eru margir
kallaðir en fáir útvaldir. Og ég
veit það núna, að lifið er ekki
glatað, þó aö maður fái ekki aö
leika.
-Þú fékkst samt hlutverk i
Prinsessunni á bauninni, sem
kolféll. Var þaö ekki áfall fyrir
þig?
— Ekki fyrir mig persónulega.
Mér fannst mjög gaman aö fá
tækifæri til að vinna þarna innan
dyra einu sinni enn. Hins vegar
rann það mjög fljótlega upp fyrir
mér, að verkið sjálft væri heldur
rýrt, að það mundi aldrei ganga
lengi. Þetta er náttúrlega oft hlut-
skipti leikara margra mánaða
vinna, sem er svo endanlega
einskis virði út á við. Samnings-
bundinn leikari hefur ekki rétt á
aö velja og hafna, og þeir sem
standa utan stofnunar verða að
taka áhættuna. En biðin getur
stundum orðiö býsna löng, og þvi
miöur get ég ekki veitt mér þann
munaö að blða eftir hlutverki. Ég
er að byggja.
— Þú sóttir um hitt og þetta,
var þaö ekki?
Sjónvarpið heillar llkl og
leikhúsio
— Jú, jú, ég gerði þaö I þeirri
vissu, aö endanlega mundi ég fá
eitthvaö. Sjónvarpiö hefur alltaf
heillað mig á sama hátt og
leikhúsiö, þ.e.a.s. innan dyra.
Það hefur marga sömu eiginleika
og leikhúsiö, spenna, kvlði, ljósa-
dýrð. Ég sótti um barnatimann
eiginlega af rælni,ánþess að hafa
mótaö mér nokkrar skoðanir um
þáttinn, og án þess að vita, hvort
ég hefði nokkuö til að bera I starf-
iö. Þaö kom mér þvi hálfpartinn á
óvart, þegar ég var ráöin. Ég
varö satt að segja hálfskelkuö.
Ráöin fimmtánda sept. og átti aö
byrja tveimur dögum seinna.
— Nú er bróöir þinn, Ellert
Schram í útvarpsráöi. Kippti
hann í spottann til þess aö þú
kæmist aö hjá sjónvarpinu?
— Þaö hef ég ekki hugmynd
um, en finnst þaö aldeilis frá-
leitt. Og hugsaðu þér, hvaö hann
hefði tekið mikla áhættu meöþvi.
Hannbæri óbeint ábyrgð á léleg-
um barnatimum, núna þegar
skammirnar dynja á mér. Enda
þekki ég hann of vel til þess að
ætla, að hann reyni að misnota
aðstöðu sina á þann hátt.
— Já, nú hefur þú orðið fyrir
mikilli og oft óvæginni gagnrýni
fyrir barnatimann. Hvaða áhrif
hefur það á þig.
— Ég tek auðvitað nærri mér alla
gagnrýni. Og það er alveg eins og
með leikhúsið. Það skiptir ekki
máli, þó að þú leggir þig alla
fram. Verkið kolfellur, ef það fell-
ur ekki áhorfendum I geð. Auðvit-
að verður skiptum stjórnanda, ef
gagnrýnin verður mjög hávær.
Ég er aðeins ráðin til þriggja
mánaða I senn,svo að ef fólk vill
ekki hafa mig, þá verð ég látin
fara. Það traust ber ég til
yfirmanna minna.
Það er auðvitað mjög erfitt að
falla öllum I geð. En fólk verður
lika að athuga, að við erum
Dvölin á Isafiröi var samfellt
ævintýri.
aðeins tvö með þennan þátt,
Andrés Indriðason og ég. Okkur
skortir ekki hugmyndir, heldur
tima og mannafla. Það er verið
aö biöja um teiknimyndir handa
yngsta aldurshópnum, en þó að
við pöntuöum myndir I dag,
mundum viö ekki fá þær
afgreiddar fyrr en einhverntlma
á næsta ári. Við höfum aðeins
einn morgun i stúdiói til þess að
taka upp efni og tengja saman I
þátt. Tilhneigingin verður auðvit-
aö sú, að taka efni, sem er fljót-
unnið. Manneskja, sem tekur aö
sér að sjá um barnatíma, ætti
auðvitaö að hafa ákveðinn aölög-
unartima, safna hugmyndum,
virkja fólk, skoöa erlend
prógröm.
Hins vegar hef ég á tilfinning-
unni, aö gagnrýni á þáttinn sé
kannski sprottin af persónulegri
andúð á mér. Ég finn það af bréf-
um og simhringingum. Ég hef
ekki hugmynd um, hvernig ég hef
eignast svona marga óvildar-
menn.
— Hvernigliðurþérframan við
sjónvarpsvélarnar?
Reyni ao vera irjálsley
lyrir Iraman
sjónvarpsvélarnar
— Mjög vel. Ég er ekki hrædd,
ég slappa alveg af og notast ekki
við handrit. Ég reyni að vera
frjálsleg og eðlileg, eins og ég á
aö mér að vera. Kannski það fari I
taugarnar á fólki.
— Hvernig finnst þér, aö
barnatimar eigi að vera i grund-
vallaratriðum?
— Ég vil gjarnan tengja þætt-
ina þvl samfélagi, sem við búum
i, vekja börn til meðvitundar.
Ekki tala niöur til þeirra, heldur
sem jafningja. Taka þau með I
fullorðinsheiminn.
— Nú starfarþú sem leiklistar-
gagnrýnandi við dagblaö.
Hvernig samræmist þaö bak-
grunni þínum sem leikara. Kem-
ur ekki til árekstra viö fyrr-
verandi starfsfélaga?
— Jú, auðvitað, verö ég aö taka
þá áhættu. En ég teJ, að ef gagn-
rýni er vel rökstudd, þá hefur
enginn um neitt aö sakast. Hins
vegar tekur þaö mig stundum
sárt að þurfa aö vera alveg ærleg,
og ég óska einskis frekar en aö
geta alltaf talaö vel um alla.
Auövitaö er þaö góður
bakgrunnur fyrir gagnrýnanda
aö verakunnugur i leikhúsinu og
þekkja starfiö. Maöur hlýtur aö
hafa meiriskilning á viðfangsefn-
inu. A annaö ár hef ég nú sótt all-
ar leiksýningar höfuðborgarinn-
ar, og ég verð aö segja það, að
það er sjaldan, sem maður sér
lélegan leik, en hins vegar virðist
mér verkefnaval leikhúsanna oft
heldur bágboriö og á skjön við
tilveruna. Gagnrýnin beinist þvi
oftar að verkefninu sjálfufremur
en leiknum.
— Nú hefur þú lýst þvi yfir
opinberlega, að þú sért orðin
fertug. Hvernig hefuröu fariö aö
þvl að halda þér svona unglegri?
— Það er erfitt að svara svona
spurningu. Enda bendir það til
þess, að ég sé orðin gömul. Er ég
ekki bara eins og fertugri konu
ber að lita út, hvorki ung né
gömul? Kona um fertugtá ekkert
að ganga um eins og fertug kona,
heldur eins og hugurinn býður
henni, kaupa ódýr táningaföt,
spara málninguna, hlaupa þegar
aðrir hlaupa, borða efhr beztu
lyst, o.s.frv. o.s.frv. Spuröu
pabba.hann er að verða sjötugur,
en gæti slegið hverjum sem er við
i flestum íþróttagreinum.
Ef maður ætlar að vera ungur
fram i andlátið, þá er um aö gera
að vera alltaf ástfangin, það er
min skoöun, og ég hvika ekki fá
henni.
— Einu sinni varstu kjörin...
feguröarópollnlng —
æ, minnsfu ekki ð pao
— Æ, minnstu nú ekki á þau
barnabrek. Ég var eins og hver
annar bjáni og sá ekkert út fyrir
naflann á mér á þeim árum. Mér
þótt þetta auðvitaö mjög sniðugt
— i nokkra daga, að minnsta
kosti. Enseinna fékkégskömm á
sjálfri mér fyrir tiltækið, fannst,
og finnst enn fáránlegt að láta
bera sig saman við aörar konur,
rétt eins og á gripasýningu. Það
ætti engin kona með snefil af
sjálfsvirðingu að láta hafa sig i.
En börnum fyrirgefst kannski
allt.
— Hvaö hefur þú um jafnréttis-
baráttuna að segja?
— Éger ein sjö systkina, og við
stelpurnar vorum aldar upp á
nákvæmlega sama hátt og
strákarnir. Við áttum öll að
menntast og vera fær um að sjá
fyrir okkur sjálf. Og ég held mig
enn við það. Ég gæti ekki hugsað
mér að vera fjárhagslega háö
einhverri annarri persónu.
Kvenfólk hefur öll sömu tæki-
færin og karlar, ef þaö þorir og
nennir.
Hins vegar hef ég ekki staðið
migsem skyldii verkaskiptingu á
heimilinu. Ég verö að viður-
kenna, að ég vinn öll verkin — eða
næstum öll. Ég nenni ekki að
rifast um þaö, hver eigi aö þvo
upp eftir matinn, hvaö þá aö ég
mundi gera þaö aö skilnaðarsök,
enda er ég miklu fljótari að gera
það sjálf. Ég hef hvort eð er
aldrei tekið hússtörfin hátíðlega.
Ekki mátt vera að þvi. Og ef jafn-
réttisbaráttan er spurning um
það hver á að þvo upp hef ég stað-
iö mig mjög illa i henni.”
— Til að slá botninn i þetta.
Ertu ánægö meö tilveruna?
— Já,égermjög hamingjusöm
manneskja, og þvi fremur sem ég
verö eldri. En getur maöur veriö
hamingjusamur, ef maöur hefur
aldrei kynnzt óhamingjunni? Ég
er i meira jafnvægi núna en fyrir
tiu árum, ég kann betur aö meta
llðandi stund, lifa i núinu. Alla
vega tel ég sjálfri mér trú um
það. Mér finnst gaman að búa i
Reykjavík. Og sérstaklega viö
Vesturgötuna. Hér er andrúms-
loftið afslappaðra en viðast hvar
annars staðar i bænum. Hér á ég
marga vini, kaupmanninn á horn-
inu, konurnar i mjólkurbúðinni,
fisksalann, gömlu hjónin i næsta
húsi og þjónana á Naustinu. Og á
sólrikum sumardögum set ég
bekkinn minn út á gangstéttina,
og ég imynda mér, að ég sé ein-
hvers staðar órafjarri, þar sem
sólin er alltaf hátt á loffi og fólk
hefur tima til að talast viö. Það er
lifskúnstin.