Helgarpósturinn - 11.01.1980, Page 2

Helgarpósturinn - 11.01.1980, Page 2
2 Föstudagurinn 11. janúar 1980. heharpósturinn Helgarpósturinn jbirtir brot úr fundargerðum jútvarpsráðs og kannar hugmyndir um breytta stöðu og starfsaðferðir Ljósmynd: Bjarnleifur Bjarnleifsson Útvarpsráð: Pólitískur saumaklúbbur eða dagskrárritstjórn? ■ , ,Jón Múli Árnason kvaðst telja þaö ósmekklegt aö yfir- menn i stofnuninni tækju aö sér lestur á framhaldssög- um. ÞorsteinnHannesson sagöi þaö ekki siöur ósmekklegt af þulum útvarpsins aö koma fram i sjónvarpsauglýsing- um sem slikir”. Þannig hljóöar útdráttur frá 2443. fundi útvarpsráös, föstudaginn 23. nóv. 1979. Jón Múii Árnason er fuiitrúi I út- varpsráöi, auk þess sem hann gegnir starfi þuls hjá hljóövarpi. Þorsteinn Hannesson er tónlistarstjóri hljóövarps. Hljóövarp og sjónvarp eru sýknt og heilagt á milli tanna al- mennings. Einum finnst þetta vonlaust dagskrárefni, sem öðr- um finnst taka öllu fram um gæöi. Seint verðursá gullni meðalvegur fundinn, að öllum útvarpshlust- endum verði gert jafn hátt undir höfði og þar meðað þeir yröuallir ánægðir. írtvarpsráð, sem skipað er sjö aðiium kosnum af Alþingi er af- gerandi um mótun dagskrár út- varps og sjónvarps í samráði viö dagskrárstjóra. Þá er iltvarpsráð einnig ráögefandi um manna- ráðningar i þessum stofnunum, enútvarpsstjóri skipar Istööurn- ar. Raunin hefur þó yfirleitt verið sú, aö útvarpsstjóri hefur farið eftit tillögum útvarpsrdðs með fáum undantekningum þó. Út- varpsráð hefur ekkert með fjár- mál stofnunarinnar að gera. Þau eru I höndum útvarpsstjóra og hans manna. íeftirfarandi samantekt verður litið á fundargerðir útvarpsráðs frá þvl I nóvember slðastliðnum sem Helgarpósturinn hefur undir höndum og einnig rætt við Ut- varpsráðsmenn, yfirmenn deilda innan sjónvarps og hljóðvaips og aö auki nokkra þáttagerðarmenn I þessum fjölmiðlum. En hvað skyldi fara fram á út- varpsráðsfundum ? Um hvaö ræða hinir Alþingiskjörnu fulltrú- ar og yfirmenn rlkisútvarpsins? Yfirleitt virðast fundirnir byggðir upp á þann hátt, að litiö er yfir dagskrá síðustu daga og hún gagnrýnd ef mönnum þykir ástæða til. Siðan er fjallaö um dagskrána i næstu framtfð, erindi afgreidd og önnur tilfallandi mál rasdd. Þingkjörið útvarpsráð Aður en lengra er haldið, er rétt að telja upp þá sem sitja útvarps- ráðsfundi. Þeir sjö sem sitja í Ut- varpsráöi eru: Ólafur Einarsson menntaskólakennari, formaður (G), Jón Múli Arnason Utvarps- þulur (G), Erna Ragnarsdóttir innanhússarkitekt (D), Ellert Schram (fyrrv. alþingismaðurj, (D), Þórarinn Þórarinsson ritstjóri (B),og alþingismennirn- ir Eiður Guönason (A) og Arni Gunnarsson (A). Aö auki sitja fundina öllu jöfnu, Guðmundur Jönsson og Pétur Guðfinnsson framkvæmdastjórar hljóövarps og sjónvarps, Hjörtur Pálsson dagskrárstjóri hljóövarps, Emil Björnsson fréttastjóri sjónvarps, Hinrik Bjarnason, yfirmaður lista- og skemmtideildar sjón- varps og Andrés BjörnsSon út- varpsstjóri. t forföllum aðalfull- trúa stjórnmálaflokkanna sitja varamenn fundi útvarpsráös. Venjuleg greiðsla til aðalfulltrúa fyrir fundasetu eru 70.000 kr. á mánuði, en greiðsla til formanns er eitthvað hærri. En við skulum lita I fundargerð frá 2439. fundi, frá 9. nóvember siðastliðnum. Þarer fyrst fjallað um framkvæmd dagskrár. „t framhaidi af umræðum, sem urðu á 2438. fundi um „tslenskt mál”, sem var á dagskrá 4. nóvember, lýsti Ellert Schram þvi yfir, að sér hefði blöskrað guðlastið, sem fiutt var i iok þáttar- ins”. FærriKR leiki „Guðni Guðmundsson (rektor i MR, v arafulltrúi A) óskaði eftir að reynt yrði að fá „highlights” dr Dan- merkurför landsliðs hand- boltamanna, þeirra sem yngri eru en 21 árs. Þótti þetta mikil frægðarför. Mætti þá skera niður sýning- ar á körfuboltaleikjum KR sem þvi næmi”. En það hefur oftar en þarna verið minnst á Iþróttir I sjónvarpi og hljóðvarpi á fundum Utvarps- ráðs. Hafa þær raddir verið há- værar innan ráðsins, að of mikið ségert úr keppnisiþróttum, en lít- ið minnst á trimm og aðrar al- menningsiþróttir. Helgarpósturinn hafði sam- band við Bjarna Felixson Iþrótta- fréttamann sjónvarps og spuröi hvernig honum likaði að vera undir gagnrýnishamri Utvarps- ráðsmanna. „Éger ekkertá móti réttmætri gagnrýni”, sagði Bjarni, „en hins vegar finnst mér það ekki rétt, að fólk, sem litið eða ekki hefur komið nálægt iþróttum, sé að setja sig I dómarasæti varðandi uppbyggingu íþróttaþáttar I sjón- varpi. Það er ekki eðlilegur hlut- ur. Það er ljóst, að ýmsir Utvarps- ráösmenn og yfirmenn minir hér I sjónvarpi h'ta ekki sömu augum á keppnislþróttir og þá viöburði sem hæst bera og ég og aðrir á- hugamenn um iþróttir. Ef litið er á nágrannalönd okkar þá byggj- ast iþróttaþættir þar að lang- mestu leyti upp á keppnísiþrótt- um en trimm og almennings- iþróttir margskonar — sem raun- ar má á stundum flokka undir tómstundaiðju — eru hafðar ann- ars staðar á dagskrá”. Smáatriðin mikið rædd En áfram með fundargeröir út- varpsráðs. Orlitið meira af fund- inum frá 9. nóvember. ■ Ernu Ragnarsdóttur þótti fréttastofa sjónvarps eigi hafa sýnt sýningu Einars Hákonarsonar nægan sóma, sem væri merkur menning- arviðburöur. Einungis hafi komiö á vettvang Ijósmyndari, en ekki kvikmyndari, sem betur heföi hæft tilefninu. Emil Björnsson upplýsti, að fyrir- hugaö hafi veriö aö fjalla um þessa sýningu sérstaklega, en hvatvisleg viöbrögö Ein- ars hafi spillt málinu, m.a. þaö, að hann heföi rekiö ljósmyndarann öfugan til baka og fyrirboöiö honum aö taka myndir. Jón Múli Árnason taldi að banna ætti aö taka kvik- myndir af „stili leben”, svo sem málverkum”. Eins og ljóster nú þegar á þess- um stuttu tilvitnunum I fundar- gerðir Utvarpsráðs, þá er á fund- um ráðsins allnokkuð fjallaö um þaðsem flestir myndu kalla smá- mál og smáatriði. Guðmundur Jónsson framkvæmdastjóri út- varps var að þvi spurður hvort þetta væri raunin á fundum ráðs- ins. „Þvi er ekki að neita, að ráðið eyðir oft miklum tima í umræður um smámál ýmiss konar, en minni tími fer ef til vill i þaö sem meira máli skiptir. Það er nú þannig, aö þegar verið er að fjalla um einstaka dagskrárliði, þá verða menn sjaldnast sammála. Það sem einum finnst gott efni, finnst öðrum vont. Til dæmis má nefna fund um daginn, þar sem leitað var eftir skoðunum manna á áramótaskaupunum. Égheld að þaðhafikomið fram jafn margar skoðanir og fulltrúar voru margir — og kannski rúmlega það. Annars er Utvarpsráð eins kon- ar spegill meö öllum rikisstjórn- um. Yfirleitt sitja þar samvisku- samir og góðir menn, en stundum mætti þó vanda betur til vals á einstaka fulltrUum. En það er nú einsog gengur alls staðar I þjóð- félaginu”, sagði Guðmundur Jónsson. Morgunþulur í fýlu Hvað skyldu útvarpsráðsmenn sjálfir segja um vinnuaðferðir út- varpsráös. Jón Múli Arnason var fyrstur til svara. „Þú spyrö hvort mikiö sé pexað um smáatriði. Mér finnst rekstur og dagskrárgerö I hljóðvarpi og sjónvarpi ekkert smáatriði. Það sitja sjö manneskjur i útvarps- ráði og þær reyna allar að gera sitt besta. Þetta eru sjö einstak- lingar og allt þetta tal um flokks- pólitlska hagsmunu I ráðinu er þvættingur úr blaðamönnum”. Jón bætti þvl við, að það væri sin persónulega skoðun, að I framtiðinni þyrfti I raun ekkert útvarpsráð sambærilegt við þaö sem situr núna, heldur aö rikisút- varpinu stjórnuöu hámenntaðir húmanistar sem hefðu alla þræði I sínum höndum. „En þetta er útópia, sem ég held að sé ekki langt undan”, sagði Jón Múli Arnason. „Auðvitað hefur útvarpsráð gert sln mistök einhvern tlma og hagað sér óskynsamlega”, hélt Jón Múli áfram.^Einu sinni fór t.d. 15ára gamall starfsmaður út- varpsráðs I fýlu vegna þess að út- varpsráð kippti honum út úr morgunútvarpinu, án þess einu sinni að tala við hann. Þessi starfsmaður hefur ekki heyrst i morgunútvarpi siðan”. Eflaust má ýmsu breyta varö- andi starísaðferðir útvarpsráðs og það ætti ekki aö þurfa 3 fundi i viku til að yfirfara dagskrá sem þegar hefur verið útvarpað. Mótun dagskrárinnar á að vera það markviss, að ekki þurfi að gera við hana miklar athuga- semdir þegar efnið hefur verið á dagskrá. En ég vil ftreka það, að ég mótmæli þvi, að i ráðinu sitji pólitískir agentar — það er mjög sjaldgæft”. Meiri glimu i sjónvarp Nokkuö er um það, að útvarps- ráði berist bréf frá hlustendum úti i bæ, þar sem kvartað er yfir ákveðnum atriðum I dagskrá þessara tveggja fjölmiðla eða á- kveðnar óskir fram lagðar. Skulu tekin nokkur dæmi af þessu tagi frá nóvembermánuði. Okkur ber niður á fundi i nóvember: ■ .... Frá öryrkjabandalagi tslands, meö ósk um aö texti verði settur við fréttir og barnatima Sjónvarpsins. Vísað tii framkvæmdastjóra Sjónvarpsins”. „Lagt fram bréf frá Geir Gunnlaugssyni, en í þvl var gagnrýndur fréttaauki, sem Gunnar Eyþórsson flutti 23. september sl. um hægri sveiflu i stjórnmálum. óskað var eftir, aö afritum af fréttaauka og bréfi Geirs yröi dreift til allra dtvarps- ráösmanna”. Þá ieggja ráösmenn sitt af mörkum, eins og þetta dæmi sýnir: „Jón Múli Árnason óskaöi eftir, aö morgunleikf im i yrðu gerð skil i Iþróttaþátt- um sjónvarpsins einu sinni i viku”. „Þórarinn Þórarinsson óskaöi eftir, aö kynnt yröi i sjónvarpi Heilsuræktin, sem Jóhanna Tryggvadóttir rek- ur, Þá taldi Þórarinn, aö stórlega skorti á, aö islensku glímunni væri sýndur verö- ugur sómi I iþróttaþáttum sjónvarpsins”. Ýmsir muna eflaust eftir þeim umræðum sem urðu um Morgun- póst hljóðvarps i blöðum og á út- varpsráðsfundi skömmu fyrir áramót, Þetta er ekki I fyrsta skipti sem Morgunpósturinn sem sllkur kemur til umræðu og gagn- rýni áfundum útvarpsráðs. Helg- arpósturinn hafði samband við Sigmar B. Hauksson annan um- sjónarmanna Morgunpóstsins og innti hann álits á hlutverki út- varpsráðs. „Útvarpsráð óþarft” „Útvarpsráðeraðminu matió- þarft”, sagði Sigmar, „og hefur neikvæð áhrif á starfsemi út- varpsins. Þarna koma saman fulltrúar hinna pólitisku afla og uppfullir af hagsmunum flokka sinna. Það verður þvi oft þannig, að þessir ólíku skoöanahópar I út- varpsráði verða að móta ein- hverja málamiðlunarstefnu í dagskrárgerð — en sú stefna verður oftast ekkert annað en meðalmennska. Það eru eflaust prýðismenn sem skipað hafa út- varpsráð i gegnum árin, en þvi miður skiptir það meira máli fyrir þessa fulltrúa flokkanna, að hagsmunir viðkomandi flokks verði ekki fyrir borð bornir, heldur en að hagsmunum út- varpsins sjálfs sé borgið”. Sigmar B. Hauksson sagði að útvarpsráðiheföioftverið likt við ritstjórn dagblaðs og væri það ekki fjarri lagi. „Hvernig stenst þaðað ritstjórnin sé alfariö skip- uð af Alþingi, þegar það er m.a. hlutverk fjölmiðla eins og hljóð- varps og sjónvarps að rannsaka og gagnrýna Alþingi og stjórn- kerfiö i heild”. SigmarB. Hauksson varspurö- ur um gagnrýni útvarpsráðs á einstaka atriði i Morgunpósti. „Viö höfum verið gagnrýndir stundum af útvarpsráði fyrir hitt eða annaö. Eflaust gerum við okkar mistök eins og allir, enda sendum við út einu sinni á dag I beinni útsendingu og eflaust missum við eitthvað út úr okkur sem mætti kyrrt liggja. En þetta er ekki aðalatriöi málsins. Mér finnst I sjálfu sér tilgangslaust aö veraað tina til smáatriði og gera við þau athugasemdir, þegar

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.