Helgarpósturinn - 11.01.1980, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 11.01.1980, Blaðsíða 9
__helgarpásturínn Föstudagurinn 11. janúar 1980. / ÁR FÓLKSINS Þaö var hérna um daginn aö vinafólk mitt gifti sig og ég álpaöist til aö vera viöstödd. Álpaöist og álpaöist — ég átti meira að segja að kvitta fyrir verknaöinum og geröi það samviskusamlega. En þarna varðégfyrir nýrri og spennandi reynslu isambandiviö borgara- legar vfgslur — ég var ekki lengur leikari i slfkri athöfn heldur áhorfandi, og tók þess vegna glöggt eftir dialógnum. Harla gott hlutverk, dómara- rullan, og það stakk náthirulega anarkistann i mér i hvert skipti semhann alvöruþrunginn nefndi „YFIRVALDIД — og gat bó ekkert aö gertEn þaö var annaö sem stakk mig ekki siöur þarna áundan, þegardómarinnræðir i mestu friösemd viö hjónaleysin — þetta þegar hann spyr um starf föður. Móöirin auðvitað vinnur ekki, eða hennar vinna kemur aö minnsta kosti ekki málinu við. Þaö er bara hvað pabbi gerir, sem býttar einhverju. Ogafhverju þá þaö? — Ég gæti tilgreint fjölmörg dæmi um fólk á öllum aldri sem hefur ekki minnstu grunsemd um starf fóður, en fylgist á hinn bóginn þeim mun betur með hversdagsstrlöi móöur sinnar— sumir m.a. vegna þess aö þeir þekkja ekki framliöna, frá- skilda eöa á annan hátt fjarver- andi föðurlega aöstandendur sina. Sjálfsagt eru dæmi llka til um hitt en varla jafn mörg — það er einhvernveginn svo að börn fylgja móðurmyndinni eftir fram eftir öllum aldri. Og þá finnst manni ekki nema sjálfsögö kurteisi aö ýja eftir hvaö sá helmingur barns- getnaðarins hafi sér til lifs- viðurværis. Andskotinn hafi það — þarf alltaf aö lita á kvenmenn sem einhverja þurfalinga eöa snikjudýr á karlpeningnum? Annars er þaö fjarri mér aö rifast um þetta, og heföi sjálf- sagt ekki nefnt þaö á nafn, ef ekki heföi veriö kunningi minn einn sem rakst hér inn siðla kvölds og heimtaöi aö fá að Uthella hjarta sinu um misrétti kynjanna, kvenréttindi (kvindesag held ég áreiðanlega hannhafi kallaöþaö) og yfirleitt allan þann ójöfnuö sem tiðkast I þjóöfélaginu. Ég held aö ég hafi minnkað um fjórtán metra eöa svo i hans augum (heföi auövitaö heldur kosiö aö skreppa saman á þverveginn, ai maður ræöur nil ekki öllu) þegar ég geröist svo óforskömmuö aö lýsa þvi yfir aö vera ekki rauösokki eða neins konar feministi. Þaö er nefni- lega nokkuö sem allar nútima- konur eiga aö vera, ekki sist einstæöar mæöur, — Ég fylgist raunar ekki glöggt meö kvenna- baráttunni hérna heima (eöa erlendis ef úti þaö er fariö), en verð þó aö játa, aö mér finnst fáránlega aö fariö. Mikil lifandis ósköp — auðvitaö eiga kvenmenn aö hafa sömu mögu- leika og karlmenn til náms og starfa og lifsskilyröa allra. Heyr, heyr, og húrra fyrir þvi. En er ekki bara verið að taka upp nýtt rulluspil i staðinn fyrir þaðgamla? Erekki áherslan öll lögö á nýja kvenimynd i staö þeirrar gömlu—oghanaraunar ekki minna staölaða? Þá voru konur fingerðar og viökvæmar, tilfinningabUnt og til þess eins nýtar að ala af sér börn og dekra viö þau og ástkæran eigin- mann, sem þær að sjálfsögöu fylgdu af hundslegri tryggö i gegnum himnariki og helviti aö jöfnu (þetta bliöa og strfða, sæta og sUra — þiö vitiö). Nú eru konur á hinn bóginn ákveönar, sjálfstæöar, framtakssamar og vel uppfræddar, og sér svo vel meðvitaöar um misrétti og kUgun, aö ef eiginmannshræiö vogar sér að nefna varlega viö þær aö það sé nú i lagi þær skoluðuaf diskunum svona einu sinni I viku ( eftir sunnudags- steikina til dæmis), hrópar nútimakonan þegar i staö „Pungrotta! ” meö þungri áherslu. Siöan gefur hún honúm einn laufléttan undir hökuna, rétt til aö minna hann á þjóðfélagsstööu kvenna og karla, og hringir i lögfræðinginn án frekari formála til aö drifa skilnaðinn i gegn. Og hún fær börnin, bilinn, húsiö... Nei, svona ialvöru. Höfum við ekki bara i allri þessari kvenna- baráttu skiptum Imynd? Höfum viö ekki hreinlega gleymt þvi, aö manneskja er manneskja, hvort svo heldur hún er kven- kyns eöa karlkyns einstak- lingur? Er nútima ruiluspilið nokkuö skárra en hitt? Þaö er nefnilega bara rulluspil lika. — Vissulega má segja margt gott um það semgerthefur verið til aö auka á jafnrétti kynjanna. Viöhorfin hafa breyst talsvert á siðustu árum, og máttu þaö vel. En er ekki kominn timi til aö við hættum aö einblina á kynfærin af þessari stöku athygli og förum aö veita einhverju ööru eftirtekt? Eöa er manneskjan kannski ekki annaö en tólin sem hún eðlar sig með? Einsog mig langaöi til að segja við hann kunningja minn þarna um daginnjén komst ekki að með fýrir allri hans hneykslan a‘ afturhaldssemi minni) þá er ekkert til i heim- inum sem heitir svart og hvitt. (Ekki einu sinni litir, þvi svart og hvitt eru vist ekki litir.) Þannig er ekki hægt að halda þvi fram, aö þaö sem gott er fyrir einn sé lika gott fyrir annan. Þess vegna er heldur ekki hægt aö setja fram alhæfingareinsog: „Allarkonur eiga að vera Uti á vinnumarkaðinum, i snertingu við lffið utan hinna fjögurra veggja heimilisins” — fremur en hægt er aö segja þaö um karla, sömu fullyrðingu eða aðra gagnstæða. Fólk hlýtur að hafa rétt til að velja sér sinn vinnustaö, sin áhugamál, sitt lif. Hvers vegna þá setja þaö i pressu, aö svona eigi það að vera, gera, hugsa og barmafylla af sektarkennd þegar það er, gerir, hugsar einhvern veginn öðruvisi? Af hverju á t.d. fertuga konan með fallega heimiliö, stálpuöu börnin og manninn i vellaunuöu stöðunni endilega að drifa sig út i vinnu ef hún ekki kærir sig um það? Bara til að þóknast einhverri Imynd, sem sett er fyrir framan hana og bent á : „Svona áttu aö vera — ef þú ert ekki svona, þá er eitthvað meira en litiö bogið viö J»g”. Kannski slærhúntil og nælir sér i vinnu hálfan daginn eöa svo (sem er annars ekkert létt verk nú á dögum) og er hundóánægð, af þvi innst inni langar hana að vera heima. Er það skárra enað halda þeirri konu á heimilinu, sem vill losna út? Og svo er þaö sú, sem fær sér ekki vinnu samt, heldur gengur um heima barmafull af sektarkennd og finnst hún þurfa aö afsaka sig fyrir öllu og öllum: „Skattarnir... Börnin ... Guömundur segir... Þaö er svo erfitt aö fá vinnu... Ég hef enga menntun...” og gubmávita hvað annað. Eða allir karlmennirnir, sem vildu gjarna vera heima hjá sér að hugsa um börn og bú? Af hverju þurfa þeir endilega aö vara eitthvaö óeðlilegir? Mega karlmenn kannski ekki eiga heimili lika? — óteljandi spurn- ingar koma I hugann, svona ef maður fer að „pæla i þvi”. Svörin eru hinsvegar ekki alveg jafnt á hreinu. En þaö er kannski timi til kominn aö taka upp mannabaráttu (konur eru lika menn, segja mér frómir). Nú erum viö búin að hafa kvennaár og barnaár (minni- hlutahópar? — nei, andskotinn. Ekki MINNIhluta!). Er ég eina menneskjan i heiminum, sem finnst það hálfgerður „bömmer” að allt i einu er komið ár trésins? Hvernig væri ár fólksins??? Helgl Sæmundsson— Hrafn Gunnlaugsson — Jónas Jónasson Magnea J. Matthlasdóttir — Páll Heiðar Jónsson — Steinunn Sigurðardóttir — Þráinn Bertelsson Hringborðið I dag skrifar Magnea J. AAatthlasdóttlr syrgði ekki Andrésson. Siöan var spurt um Gallgrimsson og hvort honum vegnaði ekki vel i stjórnsýslunni. Þegar hann þá fór að minnast á efnahagsvanda og kaupmáttar- skerðingu og óánægju launa- manna með Geir, þá sögöu þeir, að þjóöin yrði bara að leggja hart aðsértilaö hjálpa stjórninni. Það heföu þeir alltaf gert i Sovétrikj- unum. Þegar hann sagði, að þetta væri ekki svo einfalt, þvi að kosningar væru á næsta leiti og óvist, hvort Geir héldi velli, urðu þeir i fyrstu hvumsa við. Kosningar? Skiptu ljón á veginum. I fyrsta lagi voru það ýmis kjaravandamál alþýðu manna. Við þvi gátu Rússar litið gert, nema helst með þvi að lækka oliuna. En þaðheföi verið of mikil fórn. I annan stað var bert orðiö, að drjúgur slatti af liðsmönnum Allaballa vildi ekki i annaö sinn sætta sig við aögerðarleysi i her- stöðyamálinu. Þessi óþægð islenskra sósíalista viö erlenda hersetu bæði heima og annars- staðar t.d. i Tékkóslóvakíu, hafði löngum verið valdhöfum Sovét- rikjanna angur og mein i kapp- Rússar og Gai/grímsson Nú er loksins ljóst orðið, af hverju Rússar réðust inn i Afganistan. Það var til að hjálpa vini sinum Geir Gallgrimssyni, viö stjórnarmyndun. Geir þótti bjóða af sér góðan þokka, þegar hann fyrstur islenskra forsætisráðherra fór i opinbera heimsökn til Sovét fyrir fáum árum, og fór einkar vel á með þeim Kosigyn, enda ágætis kerfismenn báöir tveir. Þegar islenskur menningar- fursti var á kynnisferð i Sovétinu vorið 1978, þá spurðu Islandsvinir hann venjulega fyrst hvort þjóðin þær einhverjum sköpum um það, hvort Gallgrimsson færi eða væri? Og það væri þá lika ljótan ef þeir misstu Gallgrimsson sinn vegna einhverra kosninga uppá íslandi. Þá þyrfti að vinna öll þessi indælu tengsl upp á nýtt. En Gallgrimsson þeirra féll einmitt þá um vorið. Það var svo rétt fyrir jólin, að Geir fékk aftur umboð til stjórnarmyndunar og fór sér hægt. Og Rússar urðu vonglaðir. En það varð jafnframt ljóst, aö hugur margra Geirsmanna stóö til Allaballa. En þar voru nokkur hlaupi þeirra við Kinverja um hylli heimsauðvaldsins. Eitt helsta svar hernámsand- stæðinga við Rússagrýlunni hafði einmitt verið, aö Sovétrikin hefðu aldrei ráðist út fyrir þau mörk, sem þeim voru úthlutuö i lok siðari heimsstyrjaldar og hlut- laus riki hefðu verið, væru og mundu verða óhult fyrir þeim. Nú voru góö ráö dýr. Og varla var Geir fyrr búinn að fá umboð sitt til stjórnarmyndunar en Rússar ákváðu að gera nú sitt til að slá a.m.k. þennan skjöld úr hendi óþekktaranganna, svo að vald- hafar Allaballa þyrftu siður að setja þetta atriði fyrir sig i samn- ingum viðfélaga Gallgrimsson , Þeir réðust inn i Afganistan, sem stóð utan hernaðarbandalaga. Þetta getur maður kallað að rétta bróðurhönd yfir hafið.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.