Helgarpósturinn - 11.01.1980, Side 8

Helgarpósturinn - 11.01.1980, Side 8
8 —helgar pásturinrL_ utgefandi: Blaðaútgáfan Vltaðsgjafi sem er dótturfyrirtæki Alþýðublaðs- ins, en með sjálfstæða stjórn. Framkvæmdastjóri: Jóhannes Guð- mundsson. Ritstjórar: Arni Þórarinsson, Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórnarfulltrúi: Jón Oskar Haf- steinsson. Blaöamenn: Guðjón Arngrfmsson, Guðlaugur Bergmundsson, Guðmund ur Arni Stefánsson og Þorgrímur Gestsson. Ljósmyndir: Friðþjófur Helgason. Auglýsingar: Elin Harðardóttir. Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir Dreifingastjóri: Sigurður Steinarsson Ritstjórn og auglýsingar eru að Siðu- múla 11, Reykjavík. Simi 81866. Af- greiðsla að Hverfisgötu 8-10. Símar: 81866, 81741, 14900 og 14906. Prentun: Blaðaprent h.f. Askrift (með Alþýðublaðinu) er kr. 4.500,- á mánuði. Verð í lausasölu er kr. 300,- eintakið. Sjónarröndin Ég held að þaö sé frekar gæfu- legt og gáfulegt aö viö lá tum okk- ur þaö vel lynda aö viö vitum ekki allt. Samt hef ég á tilfinningunni aö viö séum sí og æ aö reyna aö sanna hiö gagnstæða. Svo viö tök- um dæmi: Eitt af þvi sem við vit- um ekki mikið um er framtiöin. Hins vegar, i tilefni af þvl aö ekki er meö góðu móti unnt aö segja meira I tilefni af barnaárinu, er allt morandi I jónum og gunnum sem þykjast hafa umboö til þess aösegja fyrir um nýbyrjaö ár eöa jafnvel áratug. Upp er komiö nýtt lykilorö aö samtimanum: Spá. Og það segir auðvitaö meira um samtimann en framtimann. Varla er hægt aö tylla niöur tám fyrir spám. Oll svokölluö tjáskipti (þaö orö nær vel stirö- leikanum I þeim skiptum um þessar mundir) viröast meira og minna orðin spáskipti. Annars vegar eru það allra handa fræðingar og forkölfar sem af vlsindalegri hógværö nefna slnar spár áramótahugvekjur. Þeirra spár ganga útfrá því aö svona muni fara ef ekki veröi gert þetta eða hitt til aö koma I veg fyrir þaö. Þetta má flokka undir tölvu- spár. Hins vegar eru þaö svo vöivuspárnar. Þær ganga útfrá þvi aö svona muni fara hvort sem þetta eöa hitt er gert til aö koma I veg fyrir þaö eöa ekki. Svo geysi- legt framboð er nú af berdreymn- um völvum sem rýna I alheims- lófann og annað hvort spá nýjum messiasi eða nýjum dómsdegi eöa nýjum eiginmanni handa Bi- öncu Jagger.aö fátt er meira rætt og reifaö af læröum og leikum en öll þessi tiöindi sem eftir eiga aö gerast. Nú hef ég alltaf veriö frekar veikur fyrir þvl sem ekki er hægt aö skoöa I smásjá, skýra út I hörgul, skilgreina og flokka, þ.e. þvi sem nýjasta tækni og vlsindi ná ekki tangarhaldi á. Mér hefur til dæmis lengi þótt gaman aö hugmyndinni gömlu um drauga. Vona bara I lengstu lög aö hvorki takist aösanna né afsanna tilveru þeirra. Sama er aö segja um fyrrbæri eins og til dæmis Loch Nessskrimsliö, háþróuöu vits- munamaurana grænu I öörum sólkerfum, skoffln og skugga- baldraaf ýmsu tagi. AHt er þetta I minum huga einkar elskulegt liö, einmitt vegna þess aö þaö þarf hvergi aö vera til nema I fantasiu hvers og eins. Barnslegt, upp- runalegt hugmyndaflug þarf á öllu þvls vigrúmi og athafnas væði og halda sem finnanlegt er, eins og nú er aö þvi þrengt úr öllum áttum með sérfræöilegu eöa hug- myndafræöilegu malbiki. Sú til- vera er dauöhreinsuö, lifvana þar sem allt er á hreinu. DálitU my- stik er llfinu jafn nauösynleg og plokkfiskur er óætur án pipars, aö sögn sælkera. Hvaö boöar nýárs blessuð sól? Hvað er bakviö ystu sjónarrönd? Þannig spuröu skáldin. Og þaö er allt I þessu flna frá Klna aö spyrja. En þegar völvurnar og tölvurnar þykjast finna svör og fjöldi fólks gripur dauöahaldi I þau s vör, þá er piparinn farinn aö halda aö hann sé plokkfiskur. Sem er misskilningur. Látum framtlðina I friöi. Hún skilar sér. Eöa eins og draugur- inn sagöi: Skemmtilegt er myrkriö. —AÞ. Föstudagurinn 11. janúar 1980. he/garpásfurinrL_ Málamynda stjórnarmynd- unarviðræöur Geirs Hallgrims- sonar formanns Sjálfstæðis- flokksins eru almennt taldar endanlega renna út i sandinn nú um helgina. I raun hafa þetta ekki verið neinar alvarlegar stjórnarmyndunarviöræöur, heidur óákveðnar þreifingar Geirs við forystumenn i öðrum flokkum. NU hefur komið berlegar I ljós en áður hve staða Geirs i flokknum er i raun og veru veik, og sagt er að Geirs-klikan svokallaöa hafi enn minnkað nU sfðustu daga, en öör- um I flokknum vaxið ásmegin. Ef það er satt að Matthias A. Mathiesen fyrrverandi fjár- málaráðherra sé genginn Ur skaftinu i liði Geirs, er það ljós- ari vottur en margt annaö hve þessar stjórnarmyndunaráþreif- ingarkönnunarviöræöur GEIRS hafa spillt fyrir innbyrðis i Sjálf- stæðisflokknum. NU eru menn ekki eins heitir og áöur Ut i Gunn- ar Thoroddsen, eftir að hann gaf eftir formennskuna i þingflokkn- um. Ólafur G. Einarsson nýkjör- inn formaður þingflokksins, hef- ur að visu ekki myndað neina nýja fylkingu þar á bæ, en minnkandi völd Gunnars Thoroddsen hafa haft i för með sér aö hann á sér nU færri óvini en áður. Einn á báti Úr fjarlægð viröist sem Geir Hallgrimsson sé einn á báti i þessum þreifingumsínum. Hann talar einn viö leiðtoga annarra flokka, ekki aðeins formennina heldur og aöra, eins og vikið var að hér um siðustu helgi. Þrátt fyrir aðGeir hafi leitað niður eft- ir röðum leiðtoganna hefur hann litlar undirtektirfengiö, eöa alla- vega ekki þær undirtektir að hann hafi treyst sér til að boða viöræðunefndir einstakra flokka til raunverulegra viðræðna um myndun meirihlutastjórnar, eins og hann hefur umboð til. Eftir að hafa hugsað ráð sitt umsiðustu helgi mun Geir ásamt nánustu samstarfsmönnum slnum (hverjir sem þeir eru) hafa hugsað að eina leiöin út úr þeim ógöngum sem hann er kominn I með þreifingar sinar, væri að boöa alla formennina til fundar undir yfirskini myndunar þjóð- stjórnar. A fyrsta fundinum var ekkert lagt fram sem hægt var að festa hönd á, en daginn eftir kom að visufurðulegt plagg með úttekt á tillögum annarraflokka. Enn bólaði ekkert á tillögum Sjálfstæðisflokksins sem við- ræðugrundvelli. Jónas Haralz Landsbankastjóri og áhrifa- maður i Sjálfstæðisflokknum mun að visu hafa dundað sér við það yfiráramótin, að láta á blað nokkrar óútreiknaðar tillögur um efnahagsmál. Jónas var sem kunnugt er forstööumaður efna- hagsstofnunarinnar, sem var einskonar forveri Þjóðhagsstofn- unar og hluta Framkvæmda- stofnunar. I þann tið var Jónas aðalefnahagsráðunautur rikis- stjórna, hverju nafni sem þær nefndust, svona rétt eins og Jón Þjóðhagi er núna. Hlutverk þessara manna er að reikna út tillögur stjórnmálamanna á stjórnarmyndunartimum, en þegar mynduð hefur verið stjórn leggja þessir áhrifamiklu embættísmenn f ram efnahagstil- lögur sem byggðar eru á kaffi- bollasnakki ráðamanna i það og það sinn. Út á þjónustulund sina fékk Jónas Haralz bankastjóra- embættið I Landsbankanum, eða hvort hann var byrjaður að láta að sér kveöa I Sjálfstæðisflokkn- um áöur? Út á þetta tómstundagaman sitt um áramótin komst Jónas Haralz svo i undirnefnd þreif- ingaviöræönanna til að athuga tillögur sjálfs sin og annarra flokka. Ekki mun ánægja þingmanna Sjáifstæöisflokksins hafa aukist þegar þeir fréttu um þetta spil Geirs og Jónasar. Moggadraumurinn búinn Ekki er annaö sýnna en nýsköpunarstjórnarhugmyndir Morgunblaðsins séu búnar að vera, með þessum þjóðstjórnar- fundum formanns Sjálfstæðis- flokksins. A timabili viröst að minnsta kosti vera viðræðu- grundvöllur i málinu, en mat Geirs virðist vera að svo hafi ekki verið. Þegar sá draumur er búinn, er ekki margra kosta völ þingflokki þess. Því er heldur ekki að heilsa aö varaformaður- inn sé i þingliði flokksins, þvi Kjartan Ólafsson náði ekki kjöri á lista flokksins i Vestfjarðakjör- dæmi við desemberkosningarn- ar. Daglegur leiðtogi flokksins nú undanfarnar vikur er Ragnar Arnalds, sem llka er formaður þingflokks Alþýðubandalagsins. Lætur Lúðvík af störfum? Lúðvik hefur undanfarna daga látið liklega um þátttöku Alþýðu- bandalagsins I stjórn með Sjálf- stæðisflokknum, og það er greinilegt að hann langar enn. En þaðerulika menn innan þing- flokksins og viðar innan raða Alþýðubandalagsinssem vilja að haldinn verði landsfundur sem allra fyrst þarsem kosinn verði nýr formaður. Þegar Lúðvfk var kosinn sem „komprómi” á ;siöasta fundi flokksins bjóst eng- inn við svo skjótum umskiptum i stjórnmálum og þá gerðu bæði hann sjálfur og aðrir ráð fyrir þvi að vera á þingi þar til kjör- timabil hans sem formanns væri útrunnið. Þá var lika gert ráð fyrir á f r a m h a 1 d a n d i þingmennsku Kjartans ólafs- sonar varaformanns flokksins. Ef Lúðvik sér það nú um helg- ina á miðstjórnarfundinum að kjöri nýs formanns verður flýtt, telja margir aö hann muni af al- efli beita sér fyrir kjör Hjörleifs GuttM'mssonar, sem af mörgum hefurverið nefndur „bezt klæddi maöur þingsins”. Hjörleifur er ekki umdeildur, hann vinnur ákaflega skipulega og kemur miklu í verk. Hann er kannski ekki slíkur pólitiskur refur sem Lúðvik og vantar bæði að kunna á öll klækjabrögð and- stæöinganna og finna sjálfur upp leikfléttur hins pólitiska tafls. Það er vitað að stuðningsmenn Ragnars munu knýja á með að hann verði formaður, en and- stæðingarnir benda lika á að hann hafi þegar gegnt þvi starfi og rétt sé að hleypa fleirum að. Kvennaarmurinn mun lika ýta á meðsina kandidata, en Hjörleif- ur er barasagðurbrosa og bræða þær. ...hákarl. um myndun meirihlutastjórnar með aöild Sjálfstæðisfkikksins, og bendir þvi allt til þess að þreifingum Geirs ljúki um helg- ina. Það gæti að visu dregist eitthvaö fram yfir helgi, en ekki mikið lengur, því þá er hann búinn að hafa umboðið frá forseta Islands I þrjár vikur. F orystuvandamál komma og ihalds Það er víðar en i Sjálfstæðis- flokknum sem viö forystuvanda- mál er aö glima. Nú um helgina hákarl verður haldinn miðstjórnarfund- ur i Alþýðubandalaginu, og það er sjálfur Lúövik Jósepsson sem boöar til hans. A þessum fundi verður að sjálfsögðu rætt um viðhorfin i stjórnmálum og þá einkum stjórnarmyndunarvið- ræðum, auk þess sem þaðan verður gefin einhver lina um kjaramálin til kjaramálaráð- stefnu ASÍ, veröi henni ekki k> kið áður. Aðalmáli miðstjórnar- fundarins hefur hinsvegar ekki veriö mikiö hampað á siðum Þjóðviljans, en það er að flýtt verði kjöri nýs formanns i Alþýðu bandalaginu Eftir aö Lúðvfk Jósepsson hvarf af þingi, en er áfram formaður flokksins, hafa komið I ljós margskonar stjórnunar- erfiðleikar varðandi ákvarðana- töku i Alþýðubandalaginu og STJÓRNARMYNDUNARÁÞREIFINGAR- KÖNNUNARVIÐRÆÐUR GEIRS

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.