Helgarpósturinn - 11.01.1980, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 11.01.1980, Blaðsíða 20
20 Föstudagurinn 11. janúar 1980. _Jielgarpósturinn_ Nýlist heima og heiman Mér var að berast i hendur sýningarskrá frá sýningu 25 is- lenskra myndlistarmanna i Fló- rens. Nánar tiltekið er þessi sýning i Zona, via San Nicoló 119r, Firenze, Italiu ef vera kynni að einhverjir sem lesa þessa grein kæmu til Flórens fyrir lok janúar. Sýning þessi er til komin fyrir samvinnu Zona og Galleriis Suöurgötu 7, sem reyndar eiga það sameiginlegt að sækjast ekki eftir hagnaði (non-profit organization) og þykir fátitt i listaheimi nútim- ans. Meöan milliiiðakerfið er viðast hvar aö kaffæra alit list- rænt framtak með þvi að gera listamenn að massaframleið- endum eigin uppfýndinga, reyna ungir listamenn að stofna eigin galleri til höfuös markaðs- braskinu. Þótt slik galleri séu ekki auð- fundin I Vallastrætum heims- ar framúrstefnulistar eftir Að- alstein Ingólfsson. Þess má geta að samvinna Galleris Suðurgötu og Zona stóð nær eingöngu straum af fyrir- tækinu, utan 250.000 króna, sem bárust frá þvi opinbera. Má þvi segja að hver listamaður hafi getað ornað sér við ylinn frá nokkrum cappuccinobollum fyrir þennan rausnarlega styrk, meðan vetrarvindar næða um Italiu. Eitt er vist að forystu- menn islenskra menningarmála veröa ekki sakaðir um að hafa otað islenskri myndlist að út- lendingum. Nú þegar liöur að tveggja ára afmæli Suðurgötu 7 sem gall- eris, er vert að þakka aðstand- endum þess hið mikla framlag i kynningu á islenskri nútimalist á erlendum vettvangi. Einn þeirra 25 sem sýna á íta- liu, heldur nú sýningu i Suðurg. Myndlist eftir Halldór Björn Runólfsson listarinnar, risa þau i hverju landinu á fætur öðru, litil en af- ar virk. Það sem mikilvægast er i starfseminni, eru þau sambönd og það upplýsinga- streymi sem komist hefur á milli þessara sýningasala. Það er einmitt slikt samband sem gerir nú þessum 25 listamönn- um kleift að sýna verk sin á Italiu undir sýningarheitinu „Iceland”. Af sýningarskránni má ætla að sýning þessi sé hin athyglis- verðasta. Skráin er mjög vönd- uð meö myndum af verkum hvers myndlistarmanns fyrir sig og ágripi af þróun islenskr- 7. Er þaö Eggert Pétursson og sýnir hann seriu af þrykkmynd- um, geröum siöastliðið sumar. Eggert nam við Myndlista- og handiðaskólann en stundar nú framhaldsnám við Jan van Eyck akademiuna i Maastricht, Hollandi. Þrykkmyndir Eggerts eru gerðar meö pressun jurta milli tveggja vatnsiitapappirs- arka. Með þvi að þvinga saman arkirnar utan um plönturnar, springur safinn og litar pappir- inn kringum jurtirnar. Þannig verða til þrykkimyndir af jurt- um, sem vökvi þeirra sjálfra hefur framkallað. Auk þeirra mynda sem hanga á veggjum, hefur Eggert bundið inn i bækur nokkrar seriur af mikilli vand- virkni. Sýning Eggerts er mjög lát- laus og hreinleg. Gæti ýmsum dottið i hug aö hér væri á ferö- inni einhverslags fiff. En vegna þess hve uppsetningin er seriu- kennd og laus við alla væmni, er hún miklu frekar i ætt við könn- un. Innri gerö plantna er ólik yrta útliti þeirra. Safinn sém leynist i vefjum þeirra lita þvi pappirinn kringum þrykkmynd- ina á ólikan hátt. Aðskiljanleg- asta litasamspil einkennir þvi hverja mynd I seríunni út af fyrir sig. Heildaíáhrif sýningarinnar eru ekki ólik næmum kallígrafi- um (leturgerð) i austurlenskum stil, japönskum eða kinversk- um. Eru þaö hin margbreyti- legu form jurtanna og hið daufa samspil litanna sem verkaá.á- horfandann meö taóiskum hætti. Þannig þarf fólk aö skoða sýninguna i rólegheitum, svo intim (nálægt) eðli hennar skili sér. Annars er hætta á að hún láti sýningargestinn ósnortinn. Sýningu Eggerts lýkur sunnu- daginn 13. janúar. ICELAND fc y Su<3t"Sw,‘1 7- ***A**. (wfcort. Fjalaköttur í erfiðleikum Starfsemi Fjalakattarins, kvikmyndaklúbbs fram- haldsskólanna, hefur gengið brösuglega í vetur, og veld- ur því talsverð fækkun meðlima frá i fyrra. Að sögn Óskars Þórissonar, framkvæmdastjóra Kattarins eru uppi áform um aö ná aftur upp dampinum núna eftir áramótin, enda margar góöar myndir á boð- stólnum. „Það er erfitt að segja um hvað olli þvi að félögum fækkaöi svona”, sagöi óskar. „Ég gæti helst látið mér detta i hug að dag- skráin i fyrra hafi verið einum of þung. Það viröist hafa dregið úr áhuganum. Við reyndum t.d. að fara af stað meö það að láta með- limina sjálfa hafa áhrif á mynda- valið með fundum og öörum leið- um, en enginn mætti á þá fundi”. Nú eru um 800 manns I Kettin- um, en þurfa aö vera fleiri, ef tak- ast á að fá áfram myndir af sama gæðaflokki og verið hefur. 1 ár hafa japanskar myndir, franskar gamanmyndir og þýskur ex- pressionismi verið áberandi á myndalistanum. Hægt er að kaupa kort i Fjala- kettinum sem gildir á allar sýn- ingar það sem eftir er vetri. Kort ið kostar fimm þúsund krónur. öllum er frjálst að gerast félagar i Fjalakettinum. — GA Óskar: Þurfum fleira fólk. Anna: Bækur fyrir yngstu lesend- urna. ,,Að skilja vandamál jafnaldra sinna þjáðra” Bókin „Júlía og Snorri", eftir önnu K. Brynjúlfs- dóttur er ein af fáum frumsömdum barnabók- um, sem gefnar voru út á siðastliðnu ári. Bókin segir frá ungri telpu sem fædd er í Afríku en flyst hingað til lands með íslenskri f jölskyldu. „Ég skrifaði söguna að mestu leyti i sumar”, sagði Anna i sam- tali viö Helgarpóstinn, þegar ég dvaldist á Kirkjubóli i Hvitársiðu i húsi Guömundar Böövarsson- ar.” „Hugmyndin aö sögunni var úr smásögu, sem ég skrifaði til upp- lestrar i barnaþætti, sem ég sá um i útvarpinu árið 1974. Einn þátturinn fjallaði sérstaklega um hungurvandamálið i heiminum og ba varð smásagan um Júliu til. Ég studdist við byrjun þeirrar sögu, er ég skrifaði söguna um Júliu og Snorra. Ég held að börn skilji betur vandamál jafnaldra sinna þjáðra, ef þau kynnast sögupersónu, sem hefur upplifað þjáningar, hvort sem um er að ræða hungur eða eitthvað annað. Þær bækur sem ég hef hingaö til skrifað, eru allar fyrir yngstu lesendurna. Bókin um Júliu og Snorra er fyrir þá, og einnig börn á leikskólaaldri. Fyrir þau börn hefur vantað islenskar bækur og verða fóstrur mikið að nota bæk- ur á erlendum tungumálum.” „Julia og Snorri” er sjötta bók höfundar. — GA. Rokk og reggae-rokk Little Feat-.Down On The Farm. Eftir aö formlega hafði verið tilkynnt að Little Feat væru hættir, og eftir að aðalmaður hljómsveitarinnar Lowell George dó slðastliðið sumar, hefur nú verið gefin út plata með siðustu verkum þeirra félaga. Frá upphafi hefur saga hljómsveitarinnar verið nokkuð samfelld sorgarsaga. Með út- komu fyrstu plötunnar árið 1970 vöktu þeir mikla athylgi gagn- rýnenda sem kepptust við að hrósa hljómsveitinni og hafa gert það nær undantekninga- laust alla tíð siöan. Viðbrögð al- mennings voru hins vegar ekki eins góö, þlöturnar seldust illa og hljómsveitin virðist aldrei hafa náð þeim vinsældum sem hún átti fylliiega skilið. Meðlimir hljómsveitarinnar voru auðvitað vonsviknir meö þær viötökur sem þeir fengu og alltaf kom upp annað slagið orð- rómur um aö þeir væru að hætta. Einhvern veginn héldu þeir þó alltaf saman, þrátt fyrir stöðugan mótbyr og hafa nú samtals gefið út sjö plötur sem skipa þeim sess sem einni bestu rokkshljómsveit allra tima. Eftir dauða Georges komst sá orðrómur fljótt á kreik að til stæði að gefa út siðustu hljóðrit- anir hljómsveitarinnar. Þessum fréttum var tekið misjafnlega, þvi margir héldu aö hér væri um að ræða misheppnaðar upptök- ur, sem áöur hefði veriö hafnað. Sú hefur þó ekki oröið raunin. Á þessari plötu eru niu lög, og þar af tekur George þátt i flutn- ingi sjö þeirra. Þau auknu jazz- rokk (funk) áhrif sem einkenndu hljómsveitina undir lokin, er ekki að finna i þessum lögum, en sú stefnubreyting mun hafa átt mestan þátt i að hljómsveitin hætti, vegna inn- byrðis óánægju. Þessi sjö lög eru öll mjög góð og má af þeim m.a. nefna lögin Perfect Im- perfection og Be One Now, sem jafnast á við það besta sem Little Feat hafa áður gert. Tvö siðustu lög plötunnar viröast helst hafa verið notuð til upp- fyllingar og eru i besta falli ágæt sem slik. I stuttu máli sagt, er þetta hin ágætasta plata sem enginn Little Feat aðdáandi núverandi eða tilvonandi getur látið fram hjá sér fara. The Police:Regatta De Blanc. Draumur tónlistarmanna um skjóta frægö og frama hefur ræst eftirminnilega i Hljóm- sveitinni The Police. Þeir sem fyrir aðeins ári siðan voru alveg óþekktir og áttu varla i sig eða á, eru nú ein vinsælasta hljóm- sveit Bretlands. Upphaf vel- gengni þeirra hófst með útkomu þeirra fyrstu plötu fyrir u,þ.b. ári siðan. Ekki var henni strax tekið vel, en hefur allt árið verið að klifra upp vinsældarlistana, svipað og gerðist með aðrar hljómsveitir nýbylgjunnar s.s. Dire Straits og Blondie. Tónlist þeirra mætti helst kalla hráa rokktónlist með dálitlum reggae-a'hrifum og á þessari fyrstu plötu eru nokkur lög t,d. Roxanne og Can’t Stand Losing You, sem tvimælalaust eru með bestu lögum sem vinsæl uröu á siöásta ári. Gall- inn við plötuna er hins vegar sá, að á henni eru lika svo leiöinleg lög sem hugsast getur. A nýju plötunni Reggatta De Blanc hafa þegar tvö lög náð , hátt á vinsældarlistum, lögin Message In A Bottle og Walking On The Moon. Söngvarinn, bassaleikarinn og aðalmaöur hljómsveitarinnar Sting, er ekki lengur einráöur um lagasmið- ina og er platan i heiid jafnari og að þvi leyti betri en sú fyrri. Hljóðfæraleikur er og mikið betri. Það versta er bara að á þess- ari plötu eru engin lög jafngóð þeim bestu á fyrri plötunni, og sá neisti sem virtist vera i text- um hennar er nú algerlega horf- inn. Vegna þessa tóku gagnrýnendur plötunni yfirleitt illa, en hún seldist strax mjög vel. í vinsældakosningum blaðs- ins Melody Maker fékk hljóm- sveitin samtals tólf útnefningar af lesendum og urðu m.a. i öðru sæti bæði sem besta hljómsveit og sem bjartasta von ársins. Þarna er hljómsveitin i félags- skap gamalla jaxla, Led Zeppelin, Yes o.s.frv. sem er einstakt fyrir hljómsveit á fyrsta ári frægðarinnar. Með báðar plöturnar ennþá inn á topp 30 er óhætt að spá hljómsveitinni áframhaldandi vinsældum og eru þeir örugg- lega betur að þeim komnir en flestir aðrir sem tróna á toppn- um. -Pöpp eftir Guðmund Rúnar Guðmundsson

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.