Helgarpósturinn - 11.01.1980, Page 11

Helgarpósturinn - 11.01.1980, Page 11
halrjarpn^tl iririn Föstudagurinn 11. janúar 1980. dæmum, að enginn sem á ann- arra kosta völ, flýgur oftar en einu sinni með flugvélum Flug- leiða h.f. En þeir, sem búa á Is- landi eða hafa hug á að heim- sækja það, eiga engra annarra kosta völ. Oáreiðanleg flugáætlun kann að svara kostnaöi farþega ef þeir fá að ferðast ódýrt, en hjá fiugfélagi, sem tekur sjálft sig al- varlega, — eins og Flugleiðir verða nú að gera eftir hækkun fargjaldanna— er hún ófyrirgef- anleg. Farþegar taka undir orö for- manns Loftleiðaflugmanna, þeg- ar hann segist ekki gera neinar kröfur um það hvernig Flugleiðir eru reknir, það er ekki þeirra mál að stjórna fyrirtækinu. Farþeg- um er sama hvort flugmaðurinn kailar sig Loftleiðamann eða Flugfélagsmann, hvort flugfreyj- an, starfaði áður með hinu eða þessu félaginu. Farþegum er lika sama til hvaða ráða stjórn Flug- leiða gripur til að rétta fjárhaginn úr kútnum. En farþegum hættir að standa á sama þegar þeir gleymast eða verða aukaatriði i flugleikjum. Farþegar fara að- eins fram á kurteisi og áreiðan- leik. Spurningin er, hvort léleg þjónusta sé afleiðing erfiðleik- anna i rekstri flugfélagsins eða ein af orsökunum? — Ms Höfum ekki vald yfir veðri eða bilunum i tækjum Athugasemd Sveins Sæmundssonar blaðafulltrúa Flugleiða Það var rétt i þann mund er undirritaður lauk lestri skáldsögu Jóns Birgis Péturssonar áður fréttaritstjóra Visis og Dagblaðs- ins, að Magdalena Schram hringdi og kvaðst vera búin að rita grein fyrir Helgarpóstinn. 1 hinni nýju og ágætu skáldsögu „Vitnið sem hvarf” lýsir Jón Birgir rannsóknarblaðamennsk- unni nokkuð: Þarna er reynt að ná i æsifréttir málin einfölduð, aldrei reynt að kryfja til mergjar hvernig standi á hinu eða þessu heldur er „sökudólgurinn” hengdur upp og á sér eftir það sjaldnast viðreisnar von. Allt stil- að uþp á æsifréttir, sem kilta les- andann en sýna um leið aðeins verstu hlið á þeim sem skrifað er um. Hvað koma þessar hugleiðingar annars grein Magdalenu Schram við? Varla er rannsóknarblaða- mennskan farin aö smita út frá sér. Af og frá að blaðamenn við önnur blöð sem komu út fyrr á dægri séu farnir að tileinka sér vinnubrögðin. En þegar Magda- lena tjáði mér að greinin væri hörð árás á Flugleiði og mér gæf- ist kostur á að verja félagið datt mér aftur samliking Jóns Birgis i hug. En þakklátur er ég henni fyrir að gef kost á svari í sama eintaki blaðs. 1 grein Magdalenu Schram hér að framan rekur hún óþægindi og seinkanir nokkurra farþega i des- ember s.l. Allir eru þessir farþeg- ar i N-Atlantshafslfugi Flugleiða. | Seinkanir sem þeir verða fyrir I eru frá þrem klukkustundum upp i sólarhring. Eftir að hafa athugað stöðvar- skýrslur og flugskjöl kemur i ljós að tveir farþeganna lenda i sömu seinkun enda þótt sitt frá hvorum stað sé. í annan tima veldur þoka i Luxemburg þvi að Flugleiöa- þota á leið frá New York með við- komu á tslandi veröur að lenda i Frankfurt. Þokan á flugvellinum i Luxemburg er dimm og ákveðið er að senda farþegana með lang- ferðabil til Frankfurt. Nokkru eftir að langferðabilarnir eru lagðir af stað léttir þokunni i Lux- emborg. Akveðið er að flugvélin komi frá Frankfurt til Luxem- borgar og nú er haft samband við bilana og þeim snúið við. En hér er það ,, hvar mannlegt makt má eigi yfir regera”. 1 þann mund er Flugleiða-þotan kemur yfir Find- elflugvöll i Luxemborg skellur þokan yfir á ný. Flugvélin sveim- ar alllanga stund yfir flugvellin- um en verður siðan að hverfa frá og lendir aftur i Frankfurt. Ekki þykir fært að senda farþegana enn á ný i langferðabil til Þýska- lands og þeim er komið fyrir á gistihúsum i Luxemborg, veittur kvöldverður og allur sá beini sem félagið má bestan i té láta. Að visu er enginn fararstjóri með i langferðabilunum og upplýsingar þess vegna þvi miöur ekki gefnar. Það ber að harma. I annaö skipti verður bilun á flugvél og viðgerð tekur lengri tima en álitið er i fyrstu. Flug- leiðir er félag sem tekur starf sitt alvarlega og öryggisreglur og ör- yggi situr i fyrirrúmi. Oryggi farþega, áhafna og flugvéla fyrst og fremst enda þótt af þvi hljótist töf. Sumir farþegar virðast hins vegar ekki skilja þetta og hvað eftir annað verður afgreiðslufólk á flugvöllum fyrir ónotum vegna þessa. Þrátt fyrir það gæti maður látið sér detta i hug að farþegar ekki siður en félagið og áhafnir setji öryggi ofar t.d. þvi að þurfa að biða i þrjár til fjórar klukku- stundir eftir brottför. Markmiðið góð þjóðusta Tafir eru alltaf hvimleiðar og oft skaðlegar. Allir sem við flugiö starfa, jafnt afgreiðslufólk, flug- menn, vélamenn og hlaðmenn gera sitt besta til þess að áætlun haldist i horfi og að brottfarir og komutimar séu samkvæmt upp- settri áætlun. En við mennirnir höfum ekki enn vald yfir veðrinu og bilanir i tækjum gera oftast ekki boð á undan sér. Þvi fer sem fer að tafir verða. Það er farþeg- um litil huggun en þó staðreynd aö Flugleiðir er ekki eina félagið sem lent hefur i erfiðleikum að undanförnu. Flugleiðir harma þær tafir sem farþegar þess verða fyrir. Mark- mið félagsins er aö flytja farþega og vörur milli staða bæði innan- lands og utan. Það hlýtur þvi einnig að vera markmið félagsins að veita þessa þjónustu eins vel og kostur er á. Ég fullyrði að allt starfsfólk félagsins hvar i flokki sem það stendur er sama sinnis. Það vill hins vegar þvi miöur brenna við þegar illa gengur, aö erfitt reynist að fá upplýsingar eða að misbrestur verður á þvi að upplýsingar séu gefnar. Þetta er slæmt og ber aö harma. Siðastliðið ár varö Flugleiðum erfitt i flestan máta. Tafir vegna veöurs og kyrrsetningar og bil- arnir á flugvélum komu harka- lega við Atlantshafsflugið og reyndar Evrópuflugið einnig. Þannig lagðist allt á eitt með flugreksturinn. Jafnhliða þessu hækkaði oliuverð jafnt og þétt og þegar komið var fram yfir mitt ár var sýnilegt að i fullkomið óefni stefndi. Árásir niðurrifsmanna Fleiri flugfélög en Flugleiðir hafa orðið fyrir erfiðleikum vegna of lágra fargjalda miöað við tilkostnaö og sifellt hækkandi eldsneytisverðs. Þó býst ég við að fá félög hafi orðið fyrir jafn hat- römmum árásum og rógsherferö og þetta félag okkar. Svo rammt hefur kveöið að, að starfsfólki fé- lagsins sem sótti skemmtanir var ekki vært fyrir ásökunum og að- dróttunum og svivirðingum um félagið, starfsemi þess og for- ráðamenn. Enda þótt flestir viöurkenni að Flugleiðir séu Islandi og Islend- ingum mikilvægt fyrirtæki virðist þó ; stór hópur tslendinga bæði hérlendis og erlendis þess mjög fýsandi að fyrirtækinu sé komið á kné og gleðst yfir hverju skakka- falli sem það verður fyrir. Ég er ekki i vafa um að sá hat- ursáróður sem rekinn hefur verið af vissum aðilum á alþingi og ut- an þess hafa þarna haft sitt að segja. Greinarhöfundur vitnar til ummæla Baldurs Oddssonar þar sem hann segir að stofnun Flug- leiða sé misheppnaðasta tiltæki islenskrar flugsögu. Þetta er ó- rökstudd staðhæfing. Með jafn- miklum rökum má segja að ef Flugleiða hefði ekki notið við væru gömlu félögin annað eða bæöi, liðiö undir lok fyrir nokkr- um árum. Þar sem Magdalena Schram talar frá eigin brjósti kemur m.a. fram að allt virðist loga i ósamkomulagi meðal starfsfólks sem enn kallar sig Loftleiða-fólk eða Flugfélags- fólk. Þetta er rangt að einum hópi starfsmanna undanskildum en það eru flugmenn. Annað starfs- fólk hefur unnið saman svo sem best verður á kosið, unnið að við- gangi islenskra flugmála og til heilla félaginu af fullri trú- mennsku og stefnufestu. Það er hinn þögli meirihluti innan fé- lagsins, sem hló að Ólafi Ragnari Grimssyni þegar hann mætti þar á kosningafundi eins og hann hef- ur sjálfur sagt frá i viðtali við Þjóðviljann, hló að honum vegna þess að hann átti fá sem engin svör við einföldustu spurningum um flug og flugmál. Þá segir Magdalena Schram að ljóst séiað enginn sem á annarra kosta völ fljúgi oftar en einu sinni með flugvélum Flugleiða. Þetta er þungur dómur og stór orð. Sem betur fer er meirihluti farþega okkar ánægðir farþegar og um það höfum við vitneskju. Sem betur fer fyrir Flugleiðir og fyrir Island eru flugferðir félagsins oftast á áætlun þótt út af bregði örðu hvoru vegna veðurs eða bil- ana sem að framan greinir. Um þessar mundir kreppir svo að flugfélögum vegna oliu- veröhækkana og lágra fargjalda á N-Atlantshafi og reyndar fleiri leiðum, að þvi hefur verið lýst að engin félög verði með tekjuaf- gang á þessu ári og flest með tap. Það er þvi ófögur mynd sem við blasir. I Bandarikjunum þar sem breyttar reglur um flugmál og eldsneytishækkanir hafa valdið öngþveiti segja ýmis stórflugfé- lög upp hundruðum flugmanna og leggja tugum flugvéla en aðrar eru settar á söluskrá. Það kann þvi enn að kreppa að flugmálum okkar Islendinga svo smáir og fá- irsem við erum, og flugfélag okk- ar smátt i samanburði við risana. Að endingu þetta: Ef Magdalena Schram eða aðrir sem nú sjá sér leik á borði með áróður gegn Flugleiðum halda að flugfélag geri það upp á sett að halda ekki áætlun þá er hún haldin miklum misskilningi. — Sveinn Sæmundsson. blaöafulltrúi. Magdalena Schram skrifar Frá Lffeyrissjódum opinberra starfsmanna HINN 1. APRtL 1980 munu taka gildi nýjar reglur um útreikningsaðferð á greiðslum fyrir kaup á lifeyrisréttindum og á flutningi réttinda úr öðrum sjóðum til Lifeyrissjóðs starfsmanna rikisins, Lif- eyrissjóðs barnakennara og Lifeyrissjóðs hjúkrunark venna. NÝJU REGLURNAR VERÐA ÞANNIG: A. Fyrir kaup á lifeyrisréttindum aftur i timann, er félagar i nefndum sjóðum kynnu að eiga rétt á að greiða vegna eldri starfstima, sem iðgjöld hafa ekki verið greidd fyrir áður, verður sjóðsfélagi að greiða iðgjöld miðað við þau laun sem hann hefur þegar réttindakaupin eru greidd. B. Flutningar úr öðrum sjóðum verða ekki heimilaðir nema náðst hafi samkomulag við aðra lifeyrissjóði um framkvæmd þeirra. Kaup á réttindum aftur i timann verða þvi aðeins leyfð, að um þau sé sótt innnan árs frá þvi umsækjandi gerist sjóðsfélagi. (sbr. þó sérákvæði laga um Lifeyrissjóð hjúkrunarkvenna.) Lifeyrissjóður starfsmanna ríkisins. Lifeyrissjóður barnakennara. Lífeyrissjóður hjúkrunarkvenna. TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS. Framboðsfrestur Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjar atkvæðagreiðslu um kjör stjórnar, trún- aðarmannaráðs og endurskoðenda i Verslunarmannafélagi Reykjavikur fyrir árið 1980. Framboðslistum skal skila i skrifstofu félagsins, Hagamel 4, eigi siðar en kl. 12 á hádegi, mánudaginn 14. janúar 1980. Kjörstjórnin 1 D4IVER Dalbraut allt í matinn kjöt - nýlenduvörur - mjólk Heimsendum Sfmi: 33722

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.