Helgarpósturinn - 11.01.1980, Blaðsíða 15
Föstudagurinn 11. janúar 1980.
15
Maraþondanskeppni veröur
haldin i Klúbbnum um næstu
mánaðamót, ef ekkert óvænt
kemur uppá. Að sögn Vilhjálms
Astráðssonar, piötusnúðs, er
ætlunin að byrja um hádegi á
sunnudegi og halda áfram þartil
yfir lýkur.
í fyrra var haldin maraþon-
keppni i Klúbbnum og þá dönsuðu
sigurvegararnir i 13 klukkustund-
ir, en þá varð að loka staðnum þvi
klukkan var orðin eitt eftir mið-
nætti!
Nú á ekki aö láta fara svo illa,
og hefur verið sótt um nauðsynleg
leyfi. Erlendis hafa álika keppnir
verið haldnar, og heimsmetið
mun eitthvað um 70 timar. 1 slikri
keppni, er gefin fimm minútna
hvild á hverjum klukkutima og
þátttakendum gefinn kostur á aö
pústa og þvo sér.
I keppninni i Klúbbnum verður
ekkert slíkt á döfinni — þar
verður haldið stanslaust áfram
þar til aðeins einn stendur uppi.
Þetta veröur einstaklingskeppni,
ekki parakeppni eins og i fyrra,
en þá var það oft annar aðilinn
sem örmagnaöist meðan hinn var
i fullu fjöri.
Til að sjá um aö enginn tapi
heilsunni endanlega verður
hjúkrunarkona á staðnum og hún
mun athuga púlsinn á fólkinu og
úrskuröa hvort keppendur séu
færir um að halda áfram eða
ekki.
I siðustu danskeppni af þessu
tagi, sem haldin var i Klúbbnum i
fyrra, varð þátttakan mjög góð,
og áhorfendur fjölmargir. Sagði
Vilhjálmur að minnsta kosti 10
þúsund manns hafa komið i
Klúbbinn á þessum 13 timum sem
keppnin stóð yfir. Hann vonaðist
að sjálfsögðu eftir enn fleirum i
ár.
-GA
„Get verið leiðinleg ef fólk
vill borga fyrir það”
— Guðrún Á. Simonar hugsar sér til hreyfings
Guðrún A Simonar, söngkona
er að fara á kreik tólfta árið i röð.
og hyggst skemmta fólki á árs-
háti'ðum og þorrablótum, og
hverskonar skemmtunum öðrum.
,,Jú, það er rétt, ég var að
auglýsa”, sagði hún. „Það var nú
bara til þess að fólk héldi ekki aö
ég væri að kveðja. Ég varð var
við að margir héldu að þessir tón-
leikar minir i Háskólabiói væru
einhverjir kveðjutónleikar, en
svo er alls ekki. Ég var bara að
minna fólk á að ég er ennþá
lifandi.
Ég á von á að þetta verði i svip-
uðum dúr og moll og i Háskóla-
biói”, sagði hún þegar hún var
spurð um prógrammið. ,,Ef fólk
vill eitthvað annað, þá getur það
fengið það lika. Ég get verið
leiðinleg fyrir fólk ef það vill það
heldur og er reiðubúið að borga
fyrir það. En ég á von á að þetta
verði alltsaman frekar létt. Ef
fólk vill að ég verði sérlega
skemmtileg og segi brandara,
kemur það lika til greina ef það
vill borga. Maður veit aldrei”.
Arni Elvar verður undirleikari
Guðrúnar, en ekki Guðrún
Kristinsdóttir, einsog undanfarin
ár. „Við vorum fyrst saman á
þessum tónleikum i Háskóla-
biói”, sagði Guðrun, „Hann er
svona léttari pianóleikari en
Guðrun og hentar þvi vel þegar
prógrammið verður léttara. En
verði ég pöntuð til að syngja
klassik, fæ ég Guðrúnu með mér.
En Arni er fljótur að impróvisera
og við náðum góðu sambandi
þarna á tónleikunum”, sagði
Guðrún að lokum. -GA
Páll: „Algengt fyrirbrigði erlendis, en nýjung hér heima.”
2 hjörtu — 3 nýru
Bridgeskóli settur í Reykjavík
„Þetta er algengt fyrirbrigði erlendis, en nýjung hérna heima”,
sagði Páll Bergsson I samtali við Helgarpóstinn en hann er að fara
af stað með Bridgeskóla.
Skólinn gengst fyrir skipuleg-
um námskeiöum fyrir byrj-
endur og þá sem aðeins lengra
eru komnir. „Fyrsta námskeið-
ið var núna i þessari viku”,
sagði Páll, „og á þvi voru 50
manns”.
Hvert námskeið tekur 10 vik-
ur, en ein kennslustund er á
viku. Þegar fyrsta námskeiðinu
er lokið er hægt að fara beint á
annað, þar sem haldið verður
áfram, með kennsluna, nánast i
beinu framhaldi af fyrsta
hlutanum.
Að sögn Páls eru svona skólar
alþekkt fyrirbæri erlendis, og
hann styðst við fyrirmyndir
þaðan i skóla sinum. Skólinn er
algjörlega á hans vegum, en
Páll var þekktur bridgespilari
héráður fyrr, og hefur uppá sið-
kastið skrifað talsvert um
bridge.
Skólinn er öllum opinn.
-GA
W
UTSALAN
urdur
TIZKUVERZLUNIN
HAMRABORG1 - KOPAVOGt - SIMI 43711
Jielgarpásturinn
Dansað upp að hnjám
-r—------ ™ “sig
I Blómasal er heitur
matur f ramreiddur
til kl. 22.30 en
1 smurt brauð til kl. 23. ,
v—--------■> , —J
Leikid á orgel og píanój
zz_„.izr;'
----------
Barinn er opinn til
kl. 01 alla helgina
______________________■’
HÓTEL
LOFTLEEDIR
Sími22322