Helgarpósturinn - 11.01.1980, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 11.01.1980, Blaðsíða 4
Föstudagurinn 11. janúar 1980.1-hslgSrpOStuhnrL_ GÆTIÞURFT AÐ SVARA SVARTHÖFÐA NAFN: Indriði G. Þorsteinsson STARF: Rithöfundur FÆDDUR: 18. april 1926 HEIMILI: Heiöargeröi la HEIMILISHAGIR: Eiginkona Þórunn Friðriksdóttir og eiga þau 4 syni BIFREIÐ: Dodge '76 TRÚMÁL: Utan trúarsafnaða ÁHUGAMÁL: Hefur áhuga á öllum sköpuðum hlutum Hver er Svarthöföi? spyrja menn þessa dagana. Fátt annaö efni dagblaöanna hefur valdiö eins hatrömmum deiium og stóryrt skrif dálkahöfundarins (eöa höfundanna) Svarthöföa. Frétta- menn rikisf jölmiöla hafa kærtskrif þessi til siöareglunefndar Blaöamannafélags lslands. Vmsar tilgátur hafa veriö uppi um manninn aö baki Svarthöföa. Oft kemur upp nafn Indriöa G. Þor- steinssonar rithöfundar. Indriöi hefur veriö umdeildur maöur, enda. hefur hann sjaldnast skafiö af skoöunum sfnum um menn og málefni. Þaöer Indriöi G. Þorsteinsson sem er iyfirheyrslu. — Nú ert þú í siöareglunefnd. Hafa fréttamenn rikisfjölmiöla sent nefndinni kærur sinar vegna Svarthöföagreina VIsis? ,,Já, þær hafa komiö til nefnd- arinnar og þaö hefur nú svolitiö brugöiö þar út af. Fréttamenn- irnir viröast hafa sent fréttatil- kynningar á blööin, þar sem málsefnin og kæruatriöi eru rakin. Þaö er ekki venjan aö mál sem þessi séu rekin i gegn- um fjölmiðla. 1 ööru lagi, þá búa þeir málið þannig út, aö þaö liggur einhver þriggja manna i .nefndinni undir grun um þaö aö vera sjálfur málsaöili. Siöa- reglunefndin, sem i eru auk min, Þorbjörn Guðmundsson og séra Bjarni Sigurösson, sá sér ekki annað fært, en aö óska eftir þvi að þessi maöur yröi til- nefndur af fréttamönnum rlkis- fjölmiðlanna til þess aö hann gæti hreinlega vikið úr dómn- um. Það eru allir þrir jafnir undir þessum grun þangaö til hann er tilnefndur, þessi maö- ur”. — Nú er þetta ekki annaö en grunur byggöur á þrálátum orö- rómi, sem fréttamenn hafa fyrir sér varöandi Svarthöföann i siðareglunefndinni. Ef þaö er ekki fullljóst hver þessi grunaöi er I nefndinni veröur þá nefndin ekki aö vikja frá i heild sinni? „Við förum ekki fram á þaö, að þeir tilnefni Svarthöfða, heldur hvern þeir hafi grunaöan i siðareglunefndinni um aö rita Svarthöfðagreinar. Þeir verða að upplýsa þessar grunsemdir sinar, svo að maðurinn sem liggur undir grun sitji ekki i nefndinni i þessu tiltekna máli. Það hefði veriö ósköp einfalt mál, að nefna einn okkar þriggja sem þann er væri undir grun og hann myndi þá vikja samstundis úr nefndinni. Þeir tveir er eftir sætu tækju þá til starfa.” — En hvernig litur þú á þessar greinar? ,,Ég get nú varla sagt um þaö, þvi að þaö eru margar vikur stundum sem liöa án þess aö ég lesi Svarthöföa. Ég er honum þó oft mjög sammála. Ég var t.d. mikið úti á landi i sumar og sá nú ekki mikiö af honum þá, en i haust hef ég lesiö hann og ekki fundið neitt athugavert við þaö sem hann hefur skrifaö.” — Nú hefur einmitt verið minnst á þann möguleika aö þessi Svarthöföi hafi mörg höf- uö. Finnst þér sem þrautreynd- ur rithöfundur, aö þú sjáir þaö á 1 stilnum aö þessir dálkar séu skrifaöir af fleirum en einum ' manni? ,,Ég get ekki sagt þaö, aö ég hafi gert neina rannsókn á stil Svarthöfða. Þetta hlýtur að vera það mikið eljustarf, aö þaö þurfi allt upp í 3-4 menn til að annast þetta áriö um kring. Ég veit ekkert hvernig þvi mun | vera skipt á milli.” — Helduröu aö þú sért sá i maöur I siðareglunefnd sem erl grunaöur um aðild aö Svart- höfða? ,,Ég reikna meö þvi. Ég hef oft verið nefndur viö þennan þátt og það kannski stafar af þvi þessi þáttur var skrifaöur i Timanum undir sama dulnefni þegar ég var þar ritstjóri og fluttist svo yfir á Visi eftir nokk- urt árahlé. Þaö get ég vel viöur- kennt, að ég hef oft verið bendl- aður við þennan þátt. Ég sé ekk- ert athugavert viö þaö. En þetta er mál ritstjóra Visis og þeir verða að segja til um þaö, ef þaö er einhver knýjandi nauðsyn að skera úr um það hver þessi höf- undur er hverju sinni. Hins veg- ar get ég nefnt þaö, aö ef frétta- menn rikisfjölmiölanna hefðu skrifað kurteislegt bréf til siöa- reglunefndar, þar sem þeir segðust hafa óstaðfestan grun um það, að ég væri Svarthöföi, þá myndi ég hafa vikið úr nefndinni meöan þetta mál stæði yfir. Ekkert væri einfald- ara.” — Þú neitar þvi ekki aö hafa skrifaö Svarthöföa? „Nei, ég skrifaöi hann meðan ég var á Tlmanum. Það vissu allir. — Og á Visi? „Ja, eins og ég segi þá visa ég aftur til ritstjóra Visis með það. Ég held að þetta sé svona of flókið mál til aö ég fari aö lýsa einhverju yfir meö þaö." — Nú hafa menn mikiö séö tii þinna ferö viö ritstjórnarskrif- stofur Visis. Hvernig vikur þvi viö? „Ég skrifa grein i Visi undir nafni i.hverri viku.” — En nú ert þú þar oft dag lega. „Það er alveg rétt. Ég hef sést þar daglega og þaö mætti jafn- vel taka myndir af mér þar, sem sanna að ég er þar daglega oft á tiðum, en ég er náttúrlega þar ekki daglega þegar ég er t.d. úti á landi langtimum sam- an. Ég er þar ekki daglega þeg- ar ég er á sjúkrahúsum. Ég get ekki imyndað mér, aö þaö að ég komi á Visi oft og einatt sanni neitt um það hvort ég skrifi Svarthöfða eöa ekki, ef menn vilja fara út i einhverja rann-- sóknarblaðamennsku i þessu sambandi. Ég kem t.d. dag- lega á Hótel Borg. En þaö er sjálfsagt aö leita til ritstjóranna meö þetta.” — Hvaö finnst þér almennt um fréttamenn rikisfjölmiöl- anna? „Mér finnast þeir ágætir. Mér finnast þeir alveg ljómandi góö- ir og allt gott um þá aö segja. Hitt er annað mál, aö mér finnst stundum að þeir geti vel þolað meira af tali um þá og störf þeirra, jafn opinberir aðilar og þeir eru. I grein eftir einhvern i blaði um daginn, las ég þá skoð- un, að það væri hlutverk rikis- fjölmiðla að annast skoðana- myndun. Ég vara mjög viö svo- leiðis sjónarmiöum. Bæöi hjá rikisfjölmiölum og blöðum. Þaö er ekki eðlilegt aö fréttamenn standi að skoðanamyndun. Þeirra er aö segja fréttirnar eins og þær koma fyrir.” — Verður þú sjálfur var viö vinstri tilhneigingar i frétta- flutningi hjá ögmundi Jónas- syni fréttamanni sjónvarps, en um hans störf snýst þetta mál m.a.? „Ja, ég skal nú ekkert segja um það. Ég hef ekkert hlustað á hann sérstaklega. Miðað viö það að menn haldi aö þeir þurfi aö vera á rikisf jölmiöli og þurfi þar að standa að skoöanamyndun, þá kemur óhjákvæmilega að þvi að einhver skoðanamyndun verður. Ekki það að ég sé að segja ögmund hafa þessar skoðanir á hlutverki sinu. Ég skal hins vegar ekkert segja um það hvort þessi tiltekni frétta- maður hafi einhverjar vinstri tilhneigingar. Ég er ekki maður til að dæma um það og set mig ekki i slikt dómarasæti.” — Þú hefur veriö sagöur mik- i.ll andstæöingur hinnar sænsk menntuðu kúltúrmafiu, sem þú hefur nefnt svo. Hver er þessi mafía? „Hef ég nefnt þetta svo? Ég veit nú ekki hvar ég hef sagt þetta beint. Ég vil nú visa þvi frá mér að ég hafi sagt þetta, en ég get aftur á móti sagt að sænsk kúltúrmafia er kannski annað orð yfir þá skoðun mina, að Sviar hafi óeðlilega mikil á- hrif á tslandi. Ég hef haldið þvi fram, að Sviar væru innan Norðurlandaþjóðanna meö til- burði til að vera stórveldi innan þessa litla hrings. Ég held þvi lika fram að það sé óþarfi fyrir okkur tslendinga að búa við slikt. Við höfum nóg af stórveld- um i kringum okkur þó að eitfe- hvert smáriki i Skandinaviu taki sér ekki eitthvert aöalhlutverk I svona litlum „kreds”. — Ef þaö er til einhver sænsk kúltúrmafia er þá til einhver hægri mafia meöal t.d. rithöf- unda? „Nei, hún er nú ekki til. Það mætti segja aö hún hafi aöeins verið til i Félagi islenskra rit- höfunda en þaö félag er nú bara orðið klúbbur, þar sem lesið er úr ritum manna úr öllum flokk- um. Sá hægri flokkur vinnur ekki saman lengur.” — Þú varst i þessum hægri hópi? „Já, ég var i þeim hópi. Ég vil bæta þvi við, að það er engin sérstök samstaða neins staðar meðal hægri manna innan menningarmála, sem ég hef hugmynd um. SÍIk samstaða er mér þá ókunn.” — Skiptast gagnrýnendur i hægri-vinstri hópa? „Já, ég held að það verði nú að segjast að það beri alltaf svo- litið á þvi. Þar ber lika nokkuð á þessu tilskipaða hatri. Sumir menn eru dæmdir óalandi og ó- ferjandi menn. Þeir skrifa greinar i blöð undir dulnefni fullar af svivirðingum, þeir eru alltaf á móti öllum góðum mál- um og það á hreinlega að „dressera” þessa menn til. Þetta er staðreynd. Ég veit ekki af hve miklu leyti þetta er póli- tik. Þetta er bara gangur lifs- ins.” — Heldurðu t.d. að þitt nýj- asta verk — Unglingsvetur — hafi verið dæmt hjá gagnrýn- endum á þessum grundvelli? „Ég skal nú ekki segja það. Málið er mér alltof skylt. Ég hef alltaf reynt að láta slika hluti ekki á mig ganga. Hitt er annað mál, að það eru dæmi um það að Unglingsvetur hafi fengið dóm undir öllu skynsamlegu al- mennu mati. Einn sLikan. En vinstri menn skrifa stundum vel um mig. Að minnsta kosti hefur Arni Bergmann yfirleitt skrifað heldur þokkalega um mig. það ber þó vott um ákveðinn dreng- skap i þessari „glimu.” — Áttu við að þú sért si og æ að glima viö vinstrimenn? „Ég veit það ekki hvort ég er að glima svo mikið við þá, en ég hef orðið var við það að þeir hafa mikið við mig að tala. Það má vel vera að það sé út af ein- hverjum meinungum um það að ég standi fyrir einhverjun djöf- ulskap á hendur þeim. Látum svo vera.” — Hvernig ferðu að þvi að lifa? Hithöfundar segja það ekki auövelt aö draga fram lifið. „Ég sæki bara á öll þau mið i kringum ritstörf sem einhverjar tekjur er að hafa og kippi mér ekki upp við það þó vinnuveit- endurnir séu nokkuð margir yfir árið. Það er eini möguleikinn. Svo borgar maöur sina skatta og ég held að ég hafi verið með hátt i 4 milljónir i þau gjöld með öllu og öllu siðastliðiö ár. Maður bókstaflega berst um eins og maður getur. Það er ekkert um annað að gera.” — Þaö hafa ýmsir sag t að þú þurfir ekki að kvarta og sért vel stæður rithöfundur. Þú værir kominn á rikisjötuna og jafn- vel kallað þig rikisrekið skáld. Hvaö viltu segja um þetta? „Rikisrekið skáld, já. Hvern- ig ætli þeir hugsi það.” — Aö þú sért á launum viö aö skrifa sögu Þjóðhátiöarinnar, á launum viö að skrifa Kjarvals- bókina, en dundir þér siöan viö allt annað eins og þaö aö skrifa skáldsögur, gera kvikmynd, skrifafblöö og fleira og fleira.” „Þjóðhátiðarsagan er tvö stór bindi. Ég fékk laun i eitt ár fyrir að skrifa þessi tvö stóru bindi. Fékk laun frá 1. rriars ’75 til 1. mars ’76. Það voru ósköp venju- leg laun. Ég hef aldrei verið nær þvi að fara á hausinn heldur en þá. Þessi bók iiggur nú i hand- riti hjá örlygi Hálfdánarsyni og tiefur verið tilbúin til útgáfu nokkuð lengi. Varðandi Kjarvalsbókina þá hef ég farið mjög viða til að tala við fólk og kynna mér aðstæður. Ég er bú- inn að vera að þessu siðan sam- ið var, fyrir nokkrum árum. Ég neld að ég hafi fengið borgað fyrir þetta verk hingað til um 1.8 milljónir króna og þá er allur tilkostnaður innifalínn i þvi. Ég get þvi ekki séð hvers konar rikisjötukenningar þetta eru, þvi ég hef oröið að vinna alls staðar annars staðar til að hafa i mig og á. Þvi er nú ver og mið- ur.” — Ertu búinn að gefast upp á Framsóknarflokknum? „Nei, ég er framsóknarmað- ur. Hef verið það siðan ég byrj- ; aði á Timanum 1951 og þó að ég ' sé ekki alltaf ánægður með Framsóknarflokkinn — siður en svo — þá sé ég enga ástæðu til að skipta um flokk. Þó hef ég aldrei verið myrkur i máli, ef flokkurinn er að gera hluti sem ég er ekki . sammála. En það breytir þvi ekkí að ég verð áfram i lílokknum, þangað til ég verð rekinn.” — Að lokum. Hefur þú nokkuð oröiö I var við það, aö sumar Svarthöföagreinarnar líkist æöi mikið þinum ritstil? „Ónei, ekki segi ég það nú. Þegar ég les hann þá likar mér hann ágætlega. Hann er skrifað- ur i „debatstil’l Það kallar sjálf- sagt á andsvör. En ég get ekki séð að það þurfi að reisa stórt hatur á svona skrifum.” -—En finnur þú til samkennd- ar meö skrifum hans? „Ég er alveg sammála sumu sem Svarthöfði segir. Það er ekkert launungarmál.” — Hcfur þér aldrei dottið í hug að svara Svarthöföa þegar eða ef þér lika ekki skrif hans? „Það gæti vel verið að ég þyrfti að gera það einhvern tima. Ef hann réðist á mig, þá myndi ég svara honum.” eftir Guömund Árna Stefánsson

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.