Helgarpósturinn - 11.01.1980, Blaðsíða 22
22
Föstudagurinn 11. janúar 1980 h^lgarDÓsturÍnrU
Áttundi áratugurinn II. hluti Áttundi áratugurinn II. hluti Áttundi áratugurinn II. hluti
Þratt fyrir allt hefur nýbylgjan gefiö okkur bestu plötur áratugsins, t.d.
Blondie
loks vera aö vekja verðskuldaða
athygli i heimalandinu. Blondie
er þó sennilega sú hljómsveit
sem náð hefur mestum vinsæld-
um úr þessum hópiT átti á
siðasta ári mest seldu plötu
Bretlands, Parallel Lines. t
heimalandinu hefur þeim
ekki vegnað eins vel, og segir
Clein Burke trommuleikari
hljómsveitarinnar svo frá, til að
lýsa áliti sinu á ameriska
markaðinum:
— Það er svo einkennilegt
með Amerikanann. Yfirhöfuð
hlustar hann ekki á annað en
Ted Nugent, Zeppelin eða diskó,
en þegar hann heyrir um eitt-
hvaö sem kallað er nýbylgja
hleypur hann til og kaupir The
Knack og heldur aö það sé allt
og sumt.
Þetta er að visu heldur ósann-
gjarn dómur um þessa fjöl-
mennu þjóð en hefur þó að
geyma þá staðreynd að það sem
vinsældalistar sýna að sé mest
selda tónlist landsins. er nánast
aldrei sú tónlist sem mest er
skapandi hverju sinni. Af þess-
um sökum er erfitt að gera sér
grein fyrir hve vinsæl nýbylgjan
raunverulega er i skugga
iðnaðarframleiðslu stórfyrir-
tækjanna. A þvi sviði er litið
gagn að hafa af vinsældalistum,
sem sýna aðeins timabundna
massasölu.
Tónlistin
Þó tónlistin sé aðeins einn
hluti þessarar hreyfingar, er
hún það sem mestu skiptir, sá
hluti sem flytur almenningi
fagnaðarerindið.
Tóniist pönkaranna er hrá og
jafnvel gamaldags rokk, flutt af
ungum og oft óreyndum
tónlistarmönnum, enda er
áherslan lögð á að tilfinning lag-
anna komist til skila og gott
a) Clash, b) Television, c)
samband skapist við áheyrend-
ur. Annar hluti nýbylgjunnar
sem hefur frá siðasta áratug
blómstrað í litlum klúbbum,
svokallað pub-rokk byggir einn-
ig áeinföldu enyfirleitt vönduöu
rokki.
Allar skilgreiningar og alhæf-
ingar i þessu sambandi eru þó
mjög varasamar, þvi þrátt
fyrir miklár andstæður bæði
tónlistar- og hugmyndafræði-
legar, er tilfinning nýs tima og
nýs fólks alltaf fyrir hendi. 1
þessari áherslu á tilfinningu
felst styrkur nýbylgjunnar, og
hefur aftur gert tónlistina að
baráttutæki ungs fólks fyrir
bættu þjóðfélagi. 1 fyrstu bundu
margir vonir við þá baráttu og
þó hreyfingin hafi ýmislegt gott
leitt af sér, hefur hún þvi miður
að mestu brugðist á þessu sviði.
allrar nýbylgjunnar, reyndu þá
leið að starfa fyrir C.B.S. eitt
stærsta fyrirtæki á sviði fjöl-
miðlunar i heiminum. Þar fengu
þeir allan fjárhagslegan stuðn-
ing og fyrirgreiðslu, sem þeim
var nauðsynleg til að geta
stundað gagnrýni sina af krafti.
t fyrstu voru þeir fordæmdir
fyrir að selja sig stærsta óvini
frjálsrar tónlistarsköpunar, en
komu á óvart þegar hörð
gagnrýni þeirra virðist ekkert
ætla að minnka. Sú staðreynd að
þeir skuli með baráttu sinni
mála andstæðingunum gull, er
mótsögn þessarar hreyfingar i
hnotskurn sem engin lausn virð-
ist vera til á.
Eins og áður er helsti vaxtar-
broddur tónlistarinnar samt
sem áður á litlum útgáfufyrir-
tækjum en vegna andstöðu
þeirra sem markaðinum ráða
og eigin magnleysis, nær sú tón-
list aldrei nema til litils hluta
fólks. Þó nýbylgjan hafi leitt til
mikillar endurnýjunar tón-
listarmanna eru öll vandamálin
enn óleyst. Að þvi leyti hefur
hún brugðist. Grátbroslegasta
staðreynd þessa er sú, að eftir
alla þá umræðu og auglýsingu
sem þessi mikla hreyfing hefur
fengið auk þeirra miklu áhrifa
sem hún hefur haft skuli það enn
vera Led Zeppelin. Yes og
Genesis sem skipa efstu sætin i
vinsældarkosningum breskra
tónlistarblaða.
eftir Guömund Rúnar Guðmundsson
Elvis Costello. Hann er ekki
pönkari heldur poppari dagsins
i dag.
Parker og Nick Lowe svo og
Reggae tónlistarmenn öðluðust
sifellt meiri vinsældir.
A þessum tima varð einnig
mjög mikilvæg breyting á tón-
listarmarkaðinum þ.e. litil út-
gáfufyrirtæki fara að láta meira
að sér kveða og sala litilla
platna verður mikilvægari.
Fyrirtæki eins og Stiff Records
setja sérstakan svip á bransann
með látlausum áróðri, þar sem
erfitt er að greina mun á gamni
og alvöru. Virgin verður stór-
fyrirtæki nýju bylgjunnar* taka
m.a. við Sex Pistols.
Vandamálið var að þó einok-
un stórfyrirtækjanna á
markaðinum væri þyrnir i aug-
um flestrá tónlistarmanna ný-
bylgjunnar, vissu þeir að, að-
eins i gegnum þessi fyrir-
tæki gátu þeir náð til
stærsta hluta hlustenda.
Sú fyrirlitning sem Sex Pistols
sýndu þessari staðreynd
varð ekki sú stefnumörkun
sem margir höfðu vonað,
aðrar hljómsveitir gerðu samn-
inga við risa markaðarins, og
peningarnir fóru að streyma
inn. Meö þeim hvarf i mörgum
tilvikum hugsjónin eins og oft
vill verða og ný tegund
vinsældatónlistar varð til t.d.
Joe Jackson.
Hljómsveitin Clash, boðberar
helstu þjóðfélagsgagnrýni
Ian Dury er dæmigerður pönk-
ari, getur ekki einu sinni sungið
en gerir það samt.
Nýbylgjan
kærkomin endurnýjun
Nýja bylgjan var og er fyrst
og fremst endurnýjun lista-
manna. Beggja vegna Atlants-
hafsins voru helstu stjörnurnar
búnar að vera i bransanum ár-
um saman, s.s. Stones,
Zeppelin, Dylan, Bowie, Elton
John o.fl. og var tfmi til kominn
að ný nöfn sem eitthvað kvæði
að kæmu fram á sjónarsviðið.
Eins og fram kom i siðustu
grein þá gátu þessar stóru og
fjarlægu stjörnur alls ekki talist
málsvarar unglinganna á göt-
um stórborganna, sem alla tið
hafa verið burðarás rokksins.
Raunverulega var þvi aðeins
spurning hvenær upp risi ný
hreyfing þessa þjóðfélagshóps,
sem i textum og tónlist túlkaði
ný viöhorf eöa a.m.k. viðhorf
ungs fólks til lifsins.
Þetta reyndist rétt og má
segja að sú hreyfing liafi hafist
heggja vegna Atlantshafsins
svo að segja á sama tima, i
kringum 1976. Akveðin forsaga
var að þessari bylgju og þróun
hennar varð bæði margþætt og
eins og vegir guðs órannsakan-
leg. Erfitt er þvi að benda á eitt
ákveðið atriði og segja, hér er
hún komin. A sinum tima voru
lika fáir sem gerðu sér grein
fyrir hvað úr þessu vrði, algeng-
asta viðhorfið varlég veit ekki
hvað þetta er, en það er nýtt og
þvi gott. Ymsir voru þó til að
mótmæla og hneykslast sem
leiddi ti! afskipta fréttamauna
og þar með má segja að skriöan
hafi farið af stað.
London 1976
t april 1976 spilaði hljómsveit-
tn Sex Pistols fyrst opinberlega !
London. Þeir voru helstu tals-
menn hinna svokölluöu pönk-
ara, sem meðal annars gerðu
sér það til dægrastyttingar og i
mótmælaskyni við hvað sem
verða vildi, að hrækja á fólk á
götum úti. Flestir létu sér fátt
um finnast i fvrstu, en þegar
ekkert lát virtist ætla að verða á
vinsældum þessarar tisku kom
peningurinn i spilið. Sex Pistols
komust á forsiður blaðanna og
gerðu plötusamning við stór-
fyrirtækið E.M.I. Hljómsveitin
var þó ekki i þessu eingöngu
pentnganna vegna eins og út-
gáfufyrirtækið og lagði meira
uppúr aö vera á siöumdagblaöa
i útvarpi og sjónvarpi, en að
sýna gömlu mönnunum á E.M.I.
samstarfsvilja. Þeir héldu at-
hygli fjölmiðla með þvi að sýna
alls staðar sitt eðlilega viðmót.
en var fyrir vikið meinað að
koma fram i flestum hljóm-
leikahöllum borgarinnar, að
ekki sé minnst á landsbyggðina.
t nóvember gáfu þeir út sina
fyrstu litlu plötu með laginu
Anarchy In The U.K. tStjórn-
leysi á Bretlandi) og komu fram
i sjónvarpi þar sem h.egðun
þeirra var sltk að jafnvel
islenska útvarpiö skýrði ýtar-
lega frá. Nú þótti E.M.I. nóg
komið og rak hljómsveitina.
Þetta mun vera einsdæmi i sögu
alþjóölegra auðhringa, að
gróðavonin skuli látin vikja fyrir
hið góöa orð sem hringurinn
hefur skapað sér. En virðingar-
verð tilraun gömlu mannanna
varð til einskis, sprengjan var
sprungin.
Með sanni má segja að árið
1977 hafi verið ár nýju bylgjunn-
ar i öllum þeim formum sem
hún birtist. Fram komu pönk-
hljómsveitir eins og Clash,
Buzzcocks, Stranglers og XTC.
Aðrir tónlistarmenn sem engan
veginn geta kallast pönkarar
s.s. Elvis Costello, Graham
New York
Eins og áður segir kom upp
hreyfing nýbylgju svo til á sama
tima í Bandaríkjunum;og höfuð-
borg hennar var New York. Htln
var aö mörgu leyti ólik þvi sem
gerðist i Bretlandi. t þessari
höfuðborg menningarinnar eru
fjölmargir litlir klúbbar þar
sem þrifist hefur mjög sérstök
neðanjarðar- (underground)
menning. Þessu fyrirbæri er
alls ekki hægt að likja við pönkið
i Bretlandi þvi þarna skiptir
tónlistin mikið meira máli en
lifsstillinn. 1 Bandarikjunum er
tónlistarmarkaðurinn ltka mjög
frábrugðin þvi sem gerist i
Bretlandi stóru fyrirtækin sem
ráða bæði mestum hluta plötu-
útgáfu og útvarps reyna alltaf
að sniðganga iistsköpun sem
ekki fellur að vinsældaformúl-
um þeirra, að ekki sé talað um
pólitiskan boðskap. M.a. vegna
þessa, auk stærðar landsins,
getur i borg eins og New York
verið mikil tóniistarhreyfing án
þess að almenningur verði
nokkurn tima var við hana.
Með hljómsveitum á við Tele-
vision, Patti Smith Group og
Talking Heads i fararbroddi
náði þessi byigja þó miklum
vinsældum hjá Bretanum og
viðar i Evrópu og virðast nú
Attundi áratugurinn II. hluti Attundi áratugurinn II. hluti Áttundi áratugurinn II. hluti