Helgarpósturinn - 15.08.1980, Page 2
2
Föstudagur 15. ágúst 1980
he/garpásturinn
eftir Guðmund Arna
Stefánsson
myndir: Einar Gunnar
Uppsagnir tveggja framkvæmdastjóra Flugleiða
hafa þótt mikil tíðindi í islensku viðskiptalífi.
Helgarpósturinn kannar þær innri og
ytri aðstæður sem liggja að
þessum róttæku
ráðstöfunum.
Flugleiðir og
ftiaðff
med Ijáinn?
■ Jón Júliusson framkvæmda-
stjóri stjórnunarsviós Flugleiöa
var einn valdamesti maóur þessa
stórfyrirtækis. Um árabil höföu
hvilt á hans heröum málefni
starfsmanna og frágangur launa-
samninga viö starfsfólk fyrir-
tækisins. Þar á meöai haföi hann
veriö fulltrúi Flugleiöa f
samningaviöræöum viö flug-
menn, sem hafa löngum haft þaö
orö á sér aö vera einhver mesti
kröfugeröarhópur Islenskra laun-
þega. Jón Júliusson mun einmitt
hafa lokiö einni slikri lotu meö
fiugmönnum og brugöiö sér til
Grænlands til aö safna kröftum
fyrir næsta slag — gengiö á fjöll
og notiö útiverunnar i þessu
grannlandi okkar. A mánudags-
morgni var hann kominn til
starfa á ný — albúinn þess aö tak-
ast á viö uý viöfangsefni, þegar
siminn mun hafa hringt og hann
beöinn um aö mæta á skrifctofu
forstjóra. Þar á _ . Siguröur
Helgason forstjóri aö hafa til-
kynnt Jóni aö vegna skipulags-
breytinga sem tækju gildi 1. ágúst
væru forsendur fyrir áframhald-
andi starfi hans hjá félaginu
brostnar. Jón yröi þvi annaö
hvort aö segja starfi sinu lausu
eöa vera sagt upp.
Þaö tók víst Jón Júliusson . tvo
daga aö taka saman pjönkursfn-
ar og yfirgefa skrifstofubyggingu
Flugleiöa á Reykja vikurflugveili,
sem haföi veriö vinnustaöur hans
meira og minna I 25 ár.
Svipaöur var gangur máisins er
Martin Petersen framkvæmda-
stjóra markaösdeildar fékk
reisupassann. Eini munurinn var
sá, aö hann fékk aö vita um upp-
sögnina á fimmtudegi — þremur
dögum áöuren Jón — og haföi þar
af leiöandilengri tima til aö rýma
skrifstofu sina.
■ Eitthvaö á þessa leiö báru
uppsagnir Jóns Júlíussonar og
Martins Petersens aö, eftir þeim
heimildum sem Helgarpósturinn
hefur aflaö sér. óhætt er aö segja
aö fátt hefur vakiö meiri athygli I
islensku viöskiptallfi en uppsagn-
ir þeirra Jóns JúIIussonar, sem
hér er lýst, Martins Petersens,
framkvæmdastjóra markaös-
sviös félagsins, og tilfærsla Ein-
ars Helgasonar, framkvæmda-
stjóra innanlandsflugsins, innan
fyrirtækisins, sem er þó i raun
meira en tiifærsla, Svo róttækar
breytingar á yfirbyggingu eins
fyrirtækis eru nánast óþekktar i
islensku viöskiptalifi, og þykja
talandi tákn um þær ógöngur sem
Flugleiöir eru i. Framkvæmda-
stjórarnir þrlr áttu allir aö baki
langt starf hjá félaginu og amk.
einn þeirra haföi unniö hjá
Loftleiöum og siöar Flugleiöum
allan sinn starfsaldur. Þvl er ekki
óeölilegt aö ýmsum þyki býsna
hart aö þessum mönnum gengiö.
■ Samt sem áöur mátti sjá fyrir
aö eitthvaö þessu likt mundi ger-
ast. Flugleiöir varö til fyrir
samruna tveggja striöandi flug-
félaga — Loftleiöa og Flugfélags
tslands — og til aö sætta hags-
munatogstreitu forsvarsmanna
félaganna tveggja var viö
sameininguna búiö til stjórnunar-
mynstur einna Hkast þvi sem ger-
ist hjá bandarískum stórfyrir-
tækjum. Þaö sýndi sig þó fljótlega
aö þetta fyrirkomuiag hentaöi illa
hjá fyrirtæki sem er jafn lítii
rekstrareining og Flugleiöir
óneitanlega eru á alþjóölegan
mælikvaröa. Þegar ofan á bætt-
ust stórfelldir erfiöleikar og
rekstrartap vegna harönandi
samkeppni á N-Atlantshafsflug-
leiöinni og gripa þurfti til marg-
háttaöra samdráttaraögeröa og
uppsagna starfsfólks, þá taldi
stjórn fyrirtækisins sig ekki geta
staöiö áö sliku án þess aö i leiöinni
væru geröar róttækar breytingar
á yfirbyggingu félagsins. Þær
breytingar hafa nú veriö aö sjá
dagsins Ijós.
Ágreiningur og
ágreiningur
En hvers vegna var þessum
mönnum fórnaö? Um þaö er^j
skiptar skoöanir og raunar hefpr
öll framganga Siguröar Hel|a-
sonar, forstjóra Flugleiöa, Usam-
dráttaraögeröunum og uppsögn-
unum oröiö tilefni til ótal sögu-
sagna. Þvl er haldiö fram, aö Jón
Júliusson hafi einkum goldiö þess
aö allt frá fyrstu tiö hafi starfs-
sviö stjórnunarsviös veriö illa
skilgreint. Verulegur þáttur þess
hafi i reynd falliö beint undir
verkahring forstjóra og þaö hafi
þvi einkum veriö samningamál
sem mæddu á Jóni. Varöandi
uppsögn Martins Petersen þá er
honum i fyrsta lagi legiö á hálsi
fyrir aö hafa sett fram alltof
bjartsýnar markaösáætlanir eftir
aö erfiöleikarnir hófust,en i annan
staö er þvi haldiö fram aö hálf
opinber ágreiningur hafi veriö
milli Martins og Siguröar Helga-
sonar um þaö hvernig bregöast
skyldi viö þeim viösjám sem viö
félaginu blöstu á N-Atlantshafs-
leiöinni. Aftur á móti hefur sú
staöreynd aö Einari Helgasyni
var ekki sagt upp eins og hinum
tveimur heldur færöur til innan
fyrirtækisins oröiö tilefni til ásak-
ana af hálfu gamalla Loftleiöa-
manna um aö fariö sé silkihönsk-
um um Flugfélagsmennina meö-
an Loftleiöamennirnir séu látnir
fjúka og aö kerfisbundiö sé unniö
aö því aö ryöja gömlum Loft-
leiöamönnum i toppstööum út úr
fyrirtækinu. Þarna er þvi enn
kominn hinn sögulegi ágreiningur
milli starfsmanna Loftleiöa og
Flugfélags Islands sem veriö hef-
ur allt frá sameiningunni
Fjúka ,/Loftleiðamenn"
frekar en „Flugleiða-
menn"?
Kristjána Milla Thorsteinsson,
hluthafi i Flugleiöum og eigin-
kona Alfreös Eliassonar, fyrrum
forstjóra Loftleiöa og Flugleiöa,
hefur einmitt haldiö uppi haröri
gagnrýni á sameininguna og taliö
mega rekja erfiöleika Flugleiöa
aö verulegu leyti til hennar. Hún
hefur einnig haldiö þvi fram aö
starfsmenn Loftleiöa frá fyrri tlö
hafi fremur veriö látnir gjalda
samdráttarins en Flugfélagsfólk-
iö. „Þaö fer hreint ekkert á milli
mála, þegar litiö er á nöfn þeirra
manna sem reknir hafa veriö, aö
gömlu Loftleiöamennirnir hafa
veriö látnir vikja fyrstir manna,”
sagöi Kristjana i samtali viö
Helgarpóstinn. „Þeir eru ekki
sjáanlegir Loftleiöamennirnir I
toppstööunum hjá Flugleiöum
lengur. Ekki eru þeir amk. Loft-
leiðamenn lengur I minum huga,
Siguröur Helgason og Erling
Aspelund, og þaöan af siöur þeir
menn aörir sem Siguröur hefur
raöaö I kringum sig á toppnum,”
sagði Kristjana.
Siguröur Helgason, forstjóri
Flugleiöa segir hins vegar gagn-
rýni af þessu tagi hreina firru.
„Af 20 hæstsettu starfsmönnum
Flugleiöa eru 12 Loftleiöamenn
og 6 Flugfélagsmenn,” segir
hann. „Tveir aörir komu til starfa
eftir sameiningu. Annars vil ég
árétta, aö Flugleiðir eru eitt félag
og ég vil ógjarnan flokka starfs-
fólk sem fyrrum Loftleiöa- eöa
Flugfélagsfólk, enda geri
ég þaö.ekki.”
Tveir afarkostir
Áöur en lengra er
haldiö er einnig rétt
aö fram komi, aö þótt
jafnan sé rætt um aö þeim Jóni
Júliussyni og Martin Petersen
hafi veriö sagt upp störfum, þá
sögöu þeir i reynd sjálfir upp
störfum sinum. Þeim var gefinn
kostur á aö segja upp störfum sin-
um sjálfir og fá laun sin i eitt ár
ellegar aö vera sagt upp og fá
greidd þriggja mánaöa laun meö-
an á uppsagnarfrestinum stæöi.
Þeir munu hafa gengiö að fyrr-
nefnda kostinum. A þann hátt má
segja aö félagiö hafi þó gert betur
viö þá tvímenninga en liölega 200
aöra starfsmenn sem fengu ein-
faldlega einn góöan veöurdag
uppsagnarbréf sem hljóöaöi eitt-
hvaö á þessa leiö: Flugleiöir
þakkar yöur vel unnin störf i
gegnum tíðina, en vegna skipu-
lagsbreytinga hefur félagiö ekki
lengur þörf fyrir starfskrafta yö-
ar. Yöur er þar meö sagt upp
störfum frá og meö ...
Þessar uppsagnir hafa þó
hvergi nærri vakið þann úlfaþyt
sem uppsagnir framkvæmda-
stjóranna tveggja, sem hafa á ný
magnaö upp vangaveltur um
framtiö Flugleiöa og hversu
raunhæfar aögeröir Siguröar
Helgasonar hafa veriö i þá veru
aö rétta hag félagsins. Þótt ætla
megi aö '• Jóní.'. Júliusson og
Martin Petersen telji báöir að
þeir hafi harma aö hefna gagn-
vart forstjóranum, hafa þeir þó
verið fámálir um innri mál Flug-
leiöa hingaö til og þegar Helgar-
pósturinn leitaöi eftir áliti þeirra
á uppsögnunum og málefnum
Flugleiöa almennt færöust þeir
báöir undan þvi aö svara á þessu
•Stigi málsins. „Þetta kom mér
mjög á óvart,” var hiö eina sem
Jón Júliusson vildi um máliö
segja.
Uppsagnirnar og tapið
Siguröur Helgason veröur hins
vegar aö sæta þvi aö þykja óvæg-
inn stjórnandi sem taki mjög um-
deildar ákvaröanir. Ýmsir gagn-
rýnenda hans hafa reyndar sagt
blákalt aö hafi átt að reka ein-
hvern hjá Flugleiöum þá hafi þaö
veriö Siguröur Helgason sjálfur.
Hann beri ábyrgðina á þvi aö of
seint var brugöist viö þeim vanda
sem viö blasti á N-Atlantshafs-
flugleiöinni og þegar loks var
brugöist viö hafi þaö veriö meö
röngum hætti. Samdráttaraö-
geröirnar sem hann hafi beitt sér
fyrir á siöasta ári, þegar fyrir lá
aö taprekstur yröi á félaginu er
næmi um 7 milljöröum króna.hafi
ekki skilað betri árangri en svo aö
allt útlit er fyrir áframhaldandi
taprekstur á þessu ári aö fjárhæö
um 8 milljónir Bandarikjadala
eöa sem nemur um 4 milljöröum
króna. 1 þessu sambandi má einn-
ig benda á aö launagreiöslur til
starfsfólks Flugleiöa hér heima
eru i kringum 700 millj. kr. á
mánuöi. Starfsfólk Flugleiöa
þyrfti þvi aö vinna hálft þetta ár