Helgarpósturinn - 15.08.1980, Side 20

Helgarpósturinn - 15.08.1980, Side 20
20 Séö yfir búbarlautina. Þráinn leikstjóri, og Jónas Kristjánsson, handritshöfundur, tala saman yst til hægri. Jónas leikur vertinn f ölbúöinni. „EKKI SKRAUTSÝNING" Fylgst með tilraunum til töku á Snorramyndinni í fyrradag Þegar kvikmyndaieikstjórar koma fyrir i skáldsögum eða kvikmyndum, eru þeir oftast látnir vera hávaðasamir sérvitr- ingar, skapæstir og kannski með örlitinn snert af mikilmennsku- komplexum. Þeir reykja oftast mikið, og eiga i erfiðleikum með dynti stjörnunnar i myndinni. Eftir að hafa fylgst meö upptök- um, eða tilraunum i þá átt, á kvikmyndinni um lif Snorra Sturlusonar i tæpa dagstund, er auðvelt að skilja hvers vegna. Ekki þannig að Þráinn Bertels- son, lpikstjóri myndarinnar, sé cins ofi lýst er hér að framan. Þvertá móti. En á stundum er áreiðanlega pirrandi, svekkjandi og spælandi að standa I þessu. Jafn skemmtilegt og það er ef- laust hinar stundirnar. Þegar Helgarpósturinn kom á Þingvöll i fyrradag, nánar tiltekiö I Hvannagjá, var búið aö reisa þar ölbiiö i litílli laut, búið að slá upp tjaldi ekki langt frá. Húöum klædd grind, sem i fjarlægö lítur út eins og ölbúð var einnig i grenndinni. Við þessi mannvirki voru um 40 mannsleikarar I forn- klæöum, tæknimenn i regngöll- um, og ýmsar persónur sem þykja ómissandj við töku kvik- myndar. Þarna átti að fara að taka nokkuö flókna útisenu, með mörgum leikurum, og allnokkurri „aksjón”. Innitökum i myndinni erlokið, og þegar búið er aö filma á Þingvöllum, veröur beðið snjó- komu — svo hægt verði að taka vetraratriöi. Þá tekur tæknivinna Snorramyndarinnar við. Atburðimir sem þarna átti aö mynda geröust á alþingi, áriö 1229. Þann dag slöppuðu menn af, Föstudagur 15. ágúst 1980 helgarpásturinn Gissur Þorvaldsson og Jón Murtur — Hjalti Rögnvaldsson og Arni Blandon. eftir erfið störf á þinginu, og fengu sér i glas i bllðunni. Sumir reyndu með sér i hryggspennu, aörir skemmtu sér við að hitta i mark meðboga, og enn aðrir hafa eflaust verið sofandi i tjaldi sinu. En I lautinni framan við ölbúðina sátu meðal annarra Kolbeinn ungi, Sturla Sighvatsson, Órækja, Gissur Þorvaldsson og Jón Murt- ur. Kolbeinn hafðiekki löngu áður sagt dóttur Snorra upp, og hann og Sturla voru eitthvað aö munn- höggvast, bæði innbyrðis, og einnig við hina þrjá. Þá sennu átti að mynda. Kapparnir sátu andspænis hvor öörum I lautinni og því þurfti að taka myndina tvisvar fyrst örðu megin frá, en siðan hinu megin. Þegar aliir voru komnir á sinn stað, og hlutimir famir að taka á sig dálitla mynd, fór aö rigna. Þessir atburðir urðu hinsvegar að eiga sér stað I þurru. Menn sitja júekkidti náttúrunni ogslappa af i migandi rigningu. Eftir aö hafa beðiö vongóður um uppstyttu I nokkrar mlnútur sagði Þráinn öllum aö fara innl rútu, svo þeir blotnuðu ekki. Gera átti hlé I svona 20 mlnútur, og biða þess að stytti upp — en annars átti að taka atriðin I rigningu, og vona að hún sæist ekki. Viti menn, eftir 20 minútur stytti upp. Leikararnir voru drifnir Utúr rútunni og settir á sinn stað. Þráinn gekk milli manna og leiðbeindi. Hver og einn, af þessum ca. tuttugu manna hópvarðað vita nákvæm- lega hvað hann átti að gera. Jafn- vel statistar þurfa sinar leiðbein- » Þrenning að Kjarvalsstöðum 1 byrjun ágústmánaöar voru opnaðar þrjár sýningar að Kjarvalsstöðum. 1 anddyri sýn- irNina Gautadóttir 14textilverk unnin á undanförnum árum. í Kjarvalssal (austursal), sýnir Sigfús Halldórsson hartnær 90 málverk og eru flestar mynd- irnarnýjarafnálinni, unnar með mismunandi tækni. Aö lokum sýnir Sveinn Björnsson 85 verk i vestursal, ný og eldri, oliumál- verk, pastelmyndir og fleira. Sýningarnar þrjár eru alger- lega sjálfstæðar og afar óllkar. Þær eru þvi ágætt dæmi um þá fjölbreytni sem ávallt hefur ein- kennt islenska myndlist. Nína Nina Gautadóttir hélt til Frakklands fyrir 10 árum og nam vefnað og höggmyndagerð við Listaháskólann i Parls. Þar hefur hún dvalist og starfaö síð- an. Verkin sem Nina sýnir, spanna um fimm ára timabil og gefa góöa mynd af tækni henn- ar. Eldri verk Ninu eru finiegri en þau nýrri. Þó er greinilegt að hverju stefnir. 1 verkinu „Ullar- lagður” frá 1975, notar Nina upphleypta ullarmassa sem hún fléttar um laust hringlaga form. Bakgrunnurinn er mjög finlega ofinn og skapast þvi andstæður milli hans og hinna efniskenndu massa sem bylgj- ast um miöjan flötinn. Þaö gætir nokkurrar feimni í notkun þess- ara grófu forma, sem Nina yfir- stigur fljótlega þegar hún kynn- ist efninu nánar. Verkið „Ekkier allt gull sem glóir” frá 1977, sýnir hve mikla áherslu Nina leggur á meðferð efnisins. Oll hugsun um bak- grunn sem ramma um form, er horfin. Verkið verður sjálft form. Bakgrunnur og upp- hleyptur forgrunnur renna sam- an og vefarinn reynir að sprengja rammann með þvi að láta þræðina hanga niður úr myndinni. Hugmyndin er ná- tengd abstrakt-expressjónism- anum, þar sem málarar leyfðu pensildráttunum að leika frjálst niður flötinn. Aðferðin ræður meiru en formiö. I nýjustu verkunum er há- vefnaður enn frekar áberandi. Nina notar grófan kaðalþráð sem hún vefur I striðar lykkjur og brýtur upp með ofnum snúr- um sem mynda mynstur og bakgrunnurinn gægist i gegn. Dýptin skipar háan sess. Efnis- könnun er rikjandi og sést best i „Umróti”, verki gerðu á þessu ári. Þar eru koparflókar fléttað- ir á þéttan koparvef, sem um- lukinn er koparlögn. 1 verki nr. 14 er lundanefjum skeytt saman viö net og fylgir meö textí, ásamt mynd af lunda. Hér nálg- astNina conseptúel vinnubrögð. Styrkur þessarar sýningar er fólginn i skynjun Nlnu á stærð- um og vlddum ásamt skilningi á efninu. Sigfús Sigfús Halldórsson þarf vart að kynna, svo þekktur er hann orðinn sem myndlistarmaður og lagasmiöur. Sigfús fetaöi sig inn á braut myndlistarinnar gegn- um leiktjaldamálun sem hann nam i Oxford á Englandi, skömmu eftir lok Heimsstyr jald- arinnar. Frá námsárunum ertil fjöldi götu- og húsamynda sem sýna glöggt hvert list hans stefndi. Þrátt fyrir margvisleg mótlv, er uppistaðan I verkum hans hús og götulif og verður það Sigfúsi ótæmandi yrkisefni. Hann sver sig þvi I ætt viö frænda sinn Jón heitinn Helga- son biskup, sem staðfræöilega festi Reykjavlk á striga, um og eftir aldamótin. Sýning Sigfúsar á Reykjavik- urmyndum gæti þvi fullt eins verið tileinkun Jóni til handa. Kjarninn eru 14 myndir úr Grjótaþorpinu, syrpa I eigu Reykjavikurborgar. Ot frá þessum kjatria spannar svo sýningin hin margbreytilegu „Styrkur þessarar sýningar er fólgin I skynjun Nlnu á stærðum og viddum ásamt skilningi á efninu’.’ sjónarhorn borgarinnar. Aðeins eitt verk sver sig úr ætt við þessar Reykjavikurmyndir. Það er hið sérstæða portrett af Vilhjálmi frá Skáholti (84). Þó tengist þessi fallega pastelmynd sýningunni þvi það mun hafa verið Vilhjálmur sem hvatti Sigfús til að mála sem mest i Reykjavfk. Flestar myndirnar eru unnar i vatnsliti, sem henta ágætlega finlegum stil Sigfúsar. Hann beygir sig undir lögmál fyrir- myndarinnar og þær skoröur sem hún setur honum. Gllman er viö staöfræðilega útfærslu, hvernig ná má heild úr þvl sem fyrir augu ber. „Hótel Vik” (26) er gott dæmi um vinnubrögð Sigfúsar. Birta og blæbrigði setja svip sinn á þessi verk og notarlistamaðurinn ýmsa tækni við slika úttekt. Þaö eru þessi blæbrigði sem færa myndunum lýriskt yfir- bragö. Þegar þau tengjast ein- földum fyrirmyndum, svo sem „Kjarninn eru 14 myndir úr Grjótaþorpinu, syrpa I eigu Reykjavlkurborgar.” báti i fjöru, brúnleitum gafli eða bakgarði húss, öðlast verk Sig- fúsar nýja dýpt og sterkari heild. Sveinn Sveinn Björnsson hefur geng- ið fram jafna og stígandi þróun- arbraut, frá því hann tók að mála myndir undir lok fimmta áratugarins. Hin óbeislaða og kröftuga tækni verður æ per- sónulegri með hverri sýningu. Sveini lætur vel aö mála stórt og gróft. Myndir hans eru express- jónlskar fantasiur frá hafinu eða sveitum landsins. 1 þeim blandast figúratlv og abstrakt form i einni heild andstæðra lita. Ahrifa gætir úr ýmsum áttum i verkum Sveins. Hann hefur numið þau og tileinkað sér og umbreytt i sinn eigin stil. Ræt- urnar getur hann rakið til Júli- önu, Gunnlaugs Scheving, Chagalls og Soutines. Aðferöir Kobra-málaranna eru afger- andi I tækni Sveins, enda hélt hann árið 1956 til Kaupmanna- hafnar, á Akademiið, þar sem hann dvaldi I ár og teygaði I sig strauma listalifsins i borginni. Það er áberandi hve Sveinn hefur verið trúr sinni persónu- legu sköpun. Hann hefur aldrei hvikað frá markmiði sínu, eins og svo margir efnilegir málar- ar, sem lágu flatir fyrir nýrri stefnum og döguðu uppi sem nátttröll milli stfla. Þessi staö- festa ber nú rikulegan ávöxt, sem sjá má I nýjustu myndum Sveins. „Myndir málarans II- III” (37 og 47) sýna vel aukið vald yfir myndfletínum og út- færslunni. Með fjölda vaxlita-, túss- og pastelteikninga, nær Sveinn að sveigja hinn episka stil stóru málverkanna yfir i léttan og ljóðrænan farveg. Það er erfitt að benda á eina mynd annarri fremri, svo margbreytilegar eru þær. „Það er áberandi hve Sveinn hefur veriö trúr sinni persónu- legu sköpunl' Það er undarlegt hve þessar náttúrulegu fantasiur Sveins hafa fengið lltinn hljómgrunn meðal Islendinga. Kannski er timi þjóösagnanna liöinn undir lok í okkar stífpússaöa neyslu- þjóðfélagi. Það er af sem áöur var, þegar Kjarval sýndi þjóð- inni allt það llf huldufólks sem leyndist i islenskri náttúru. Eitt er v ist að þaö eru fræ ndur okka r og fornir féndur, Danir, sem hafa betur skiliö hvert Sveinn er að fara. Þar er hugmyndaflugiö sennilega ekki alveg dottiö upp- fyrir. Eöa sannast á Sveini hið fornkveðna, aö enginn er spá- maður i slnu fööurlandi.

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.