Helgarpósturinn - 22.08.1980, Side 12

Helgarpósturinn - 22.08.1980, Side 12
12 Föstudagur 22 ágúst 1980 h&lr]rirpn<=;ti irinn Sumir eru mjóir og aörir eru feitir. Svoleiöis hefur þaö alltaf veriö og veröur áreiöanlega áfram. Hér áöur fyrr voru þeir langtum, langtum fleiri sem voru mjóir, en nú eru þeir þéttvöxnu búnir aö draga mikiö á. Þróunin hefurveriö sú á vesturlöndum, aö æ fleiri teljast vera i feitara lagi. Þaö kemur auövitaö til af hinni svokölluöu velmegun — fölk þarf ekki aö hafa eins mikiö fyrir þvi aö hafa I sig og áöur. Ástæöan fyrir þvlaö sumir eru feitari en aörir, er f stórum drátt- um nokkuö einföid. Aö sögn Birgis Guöjónssonar læknis, er langalgengasta orsökin sú aö fólkiö innbyröir fleiri kalóriur en þaö brennir og safnar þannig foröa. „Efnaskiptasjúkdómar og hormónasjúkdómar eru mjög lágt hlutfall. Sennilega ekki nema örfá prósent” sagöi hann. „Feitt fólk boröar yfirleitt ríku- lega og áttar sig oft ekki á þvl hvaö þaö er sem fyrst og fremst er fitandi. Ég get nefnt gosdrykki og áfengi sem dæmi:’ Til eru kenningar um aö ákveöin persónueinkenni fylgi fit- unni. Þær eru sennilega flestar gripnar úr lausu lofti. Sigtryggur Jónsson sálfræöingur sagöi I samtali viö Helgarpóstinn aö sér væri ekki kunnugt um aö fram heföu fariö rannsóknir á sálarlffi feits fólks. „Þaö má ef til vill áætla aö þaö fari svolitiö eftir menningarsvæöum, hvernig skapferli feits fólks er — i sumum löndum þykir fint aö vera feitur, en i öörum ekki. Þaö hefur væntanlega einhver áhrif á þaö hvernig fólki Iiöur. Annars held ég aö þetta hljóti fyrst og fremst aö fara eftir einstaklingunum sjálfum og mjög varasamt aö al- hæfa nokkuö” sagöi Sigtryggur. Ekki mun Helgarpósturinn dæma um hvort ísland telst til þeirra svæöa þar sem þaö þykir viröingarauki aö vera þéttur. Þaö fer hinsvegar ekkert á milli mála aö býsna margir eru vel i holdum hérna, þótt sumir vilji halda þvl fram aö landiö sé á mörkum hins byggilega heims. Helgarpóstur- inn ræddi viö nokkra þeirra. //Aldrei skapvond útávið" — segir Guðrún Símonar „Ég er löngu hætt aö vera viökvæm fyrir þvi aö vera talin feit” sagöi Guörún A Simonar söngkona. „Ég hef lika veriö grönn, feitog miölungs, þannig aö égþekkiþetta allt. Þaö eina sem skiptir máli er bara aö klæöa sig rétt — passa aö allir skankar sjáist ekki. Eiginlega veit enginn af hverju þetta stafar. Einn læknir i Banda- rikjunum sagöi mér, aö veriö gæti aö ég væri svona feit vegna þess aö ég heföi áhyggjur. Ég veit þaö ekki. Ég hef aö minnsta kosti aldrei veriö þaö sem kallaö er „compulsive eater”. Ég boröa ekki I tlma og ótima. Ég drekk ekki og reyki ekki, þannig aö þaö er kannski ástæöan. Jú, ég var tágrönn á timabili. Sem barn var ég reyndar alltaf svolitiö þybbin, en þegar ég var i útlöndum ung aö árum fór ég i afskaplega strangan megrunar- kúr og varö tágrönn. Þannig hélt ég mér I nokkur ár. Siöan kom ég heim og fljótlega eftir þaö fóru kílóin aö koma á mig. Ég átti barn og haföi talsvert mikiö á minni könnu. Þurfti meöal annars aö sjá um móöur mina, sem var sjúklingur I sex ár. Ég veit i rauninni ekki af hverju ég fitnaöi. Víst er aö ég boröaöi ekki mikiö. Þaö hef ég aldrei gert, hvort sem fólk trúir þvi eöa ekki. Ég er ekki ein af þeim sem alltaf er aö fá sér auka- bita. Jú, ég er oftast nær i góöu skapi, en ég er fiskur, þannig aö . þaö er nú upp og niöur. Ég hef þó alltaf haft smá hólf i mér fyrir bjartsýnina. Þaö er nauösynlegt. Ég passa mig á aö vera aldrei skapvond útáviö. Tek þaö frekar út hérna heima. Viö feita fólkiö getum llka veriö ánægt meö útlitiö. Feitt fólk hefur yfirleitt mun betra útlit en þaö granna. Viö fáum ekki hrukkur neitt i likingu viö þaö. Viö erum mun sléttari. Kannski er þaö ástæöan fyrir þvi aö feitt fólk er ánægt. Þaö er kannski ánægt meö fituna?” //Mikill sósu- og súpumað- ur" — segir Pétur Sveinbjarn- arson „Ýmsir skemmtilegustu menn sem ég þekki eru vel holdugir” sagöi Pétur Sveinbjarnarson, for- stjóri Asks. „Nei, ég kann ekki skýringu á þvi, nema ef vera skyldi aö þeir á ýmsan hátt njóta lifsins betur I mat og drykk. Þaö gefur þeim aftur aukiö holdafar.” Pétur sagöist hafa grennst örlitiö uppá siökastiö, og var ekki nema I meöallagi ánægöur meö þaö. „Þaö er ekki góö auglýsing fyrir matsöiustaö, ef eigandinn grennist mikiö strax eftir aö hann eignaststaöinn!’ sagöi hann. „En staöreyndin er bara sú aö ég hef misst nokkur kfló vegna mikillar vinnu. Ég er búinn aö vera á stanslausum hlaupum núna i nokkurn tíma og þaö kemur aö sjálfsögöu fram i holdafarinv..” Pétur var i nokkur ár formaöur knattspyrnudeildar Vals og spil- aöi sjálfur fótbolta á yngri árum. Hann var spuröur hvort auka- kilóin heföu háö honum i æsku. „Nei, ég var spýta eöa þaö sem kallaö er tágrannur, alveg þar til ég varö 16-17 ára. Þá hætti ég ein- mitt aö sparka fótbolta og um leið og ég hætti byrjaöi ég aö fitna. Ef ég man rétt fitnaöi ég þá á einu ári um átján til tuttugu kiló. Þaö stafaöi einfaldlega af þvi aö ég hætti aö brenna jafn miklu og ég boröaöi.” — Þú hefur ekki hugleitt aö ná af þér aukakilóunum? „Jú, eflaust. En ég hef aldrei lesiö neinar megrunarbækur. Ef ég á annað borö ætla i megrun þá verður þaö gert með þvi aö fara aö hlaupa aftur. Meö þvi aö brenna kalóríunum sem ég inn- byröi. Þaö hefur lika mikil áhrif

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.