Helgarpósturinn - 22.08.1980, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 22.08.1980, Blaðsíða 15
15 ____halfJPRrpnatl irinn Föstudagur 22.ágúst 1980_________ anði ao vera ð AiþHigr' Jiianna Sprðardðn' r Hdgarptisisviðiaii mig i sveit en i bæ6i skiptin var ég komin heim eftir viku. Þa6 varö þvi ekki úr aö ég kynntist sveita- sælunni. Olunda slundum Húsmæðurnar Viö tviburasysturnar erum mjög ólikar. t útliti svipar okkur ekki saman, hún er mjög dökk og ' alveg dökkhærö, og okkar skap- ferli er mjög ólikt. Hún gifti sig snemma og hefur veriö heima- vinnandi siöan. Hennar áhuga- mál tengjast heimilinu, en ég hef haft áhuga á aö taka þátt i þjóö- félagsbaráttunni. . Skýringuna á þessum mismun er kannski aö finna i þvi aö ég gifti mig seint, ég var oröin 28 ára og haföi veriö úti á vinnumarkaöinum og kynnst þvi misrétti og óréttlæti sem þar rikir. Og ég fann mig knúna til þess aö leggja mitt af mörkum til þessara mála og taka þátt i verkalýösbaráttunni. Ég var sjálfstæö og vann fyrir mér sjálf og ég finn þaö aö ég gæti ekki hugsaö mér aö vera upp á aöra komin. Ég vil vera fjárhagslega sjálfstæö, held aö þaö hafi mikið aö segja. En þaö er ekki laust viö aö ég öfundi hana systur mina stundum og þær konur sem eru heima. Þaö er mikiö álag sem fylgir pólitikinni. En þaö er ekki þar meö sagt aö heimavinnandi konur hafi ekki lika sin áhyggju- efni. Læröi ðO leggjð ð borö og vðshð upp Eftir Verslunarskólann fór ég á Húsmæöraskóla i Danmörku. Viö fórum nokkrar vinkonur saman. Ekki get ég nú fundiö þaö aö ég hafi haft mikil not af skólavist- inni. Kennslan var einkum fólgin i þvi aö kenna okkur undirstööuna i matreiöslu og hvernig viö ættum aö leggja á borö og hvernig viö ættum aö vaska upp. Maður læröi ekki neitt sérstaklega mikiö á þessu, en þaö var gaman aö fara út svona i fyrsta skipti. t dag fylg- ir þaö hins vegar starfi minu aö sitja einstaka sinnum fundi og þing i útlöndum. En nú leiöist mér aö fara til útlanda. Ég er bólusett fyrir utanlandsferöum frá þvi ég var flugfreyja. Kannski er þaö vegna þess aö ég var of lengi i starfinu ég flaug i 8 ár. Ég haföi þaö þó upp úr krafsinu aö feröast og sjá mig um i heiminum og haföi mjög gaman af aö koma t.d. til Luxemborgar og London. Ekki var nú mikið um þaö aö okkur flugfreyjunum væri boöiö út, en viö uröum stundum fyrir vissri áreitni. Sdrstaklega af hálfu þeirra farþega sem búnir voru aö fá sér of mikiö neöan i þvi. Eitt sinn þurfti ég aö fást við mann sem ætlaöi sér aö fara fram i stjórnklefann. Hvaöa erindi hann átti þangaö vissi enginn og allra sist hann sjálfur. HviknðOl í opemsumm Eina óhappiö sem ég man eftir úr fluginu var aö þaö kviknaöi eitt sinn i bremsunum þegar viö vor- um aö lenda á Keflavik. Otli,tiö var ekki sem best, þaö var farið aö rjúka vel úr bremsunum og slökkviliöiö var reiöubúiö á Vell- inum. Þaö var tilkynnt aö neyöar- ástand væri um borö og fólk var beöiö aö drifa sig út i hvelli þegar lent var og skilja farangurinn sinn eftir um borö. En þaö gekk ekki greiðiega fyrir sig fólki þótti alltof vænt um jaröneskar eigur sinar til þess aö skilja þær þarna eftir upp á von og óvon, svo menn voru aö bjástra viö aö hengja ut- an á sig pjönkur sinar og pinkla þrátt fyrir neyöarástandiö. Þaö þótti mér einkennilegt. Þegar ég var flugfreyja hófust afskipti min af félagsmálum. Ég var kosin formaöur Flugfreyju- félagsins áriö 1965 og þar meö var ég farin af staö. Flugfreyjur höföu þá lök kjör og viðhorfiö þannig aö þær ættu bara aö þakka fyrir aö fá einhverja vinnu. Um þetta leyti voru minar pólitisku skoöanir aö mótast og áriö 1966 var ég i fyrsta sinn á listá hjá Alþýðuflokknum i borgarstjórn- arkosningunum. Og svo aftur áriö 1970. Honir slðndð kðrimönnum jðlnlælis í pöliifhinni Þvi get ég ekki neitað, aö ég var svolitið hikandi i byrjun. En ég haföi talað mikiö um þaö aö konur ættu aö taka þátt I félagsstörfum og pólitik, þannig aö þegar ég var svo beðin um aö gera þaö sjálf, gat ég ekki skorast undan. Sjálf- sagt skorti mig sjálfsöryggi þá, en ég finn aö þaö hefur komiö meö timanum og i dag finn ég ekki fyr- ir neinni vanmáttarkennd gagn- vart karlmönnum. Þaö er nauö- synlegt fyrir stjómmálamann aö hafa visst sjálfsöryggi, hann verður aö vera ákveöinn og má ekki láta neinn bilbug á sér finna. Þetta fælir konur kannski frá þátttöku i pólitik. En þær hafa ekkert aö óttast ég fæ ekki betur séö en konur standi alveg jafnfæt- is karlmönnum i pólitikinni. Órððí ehhi iyrir ðð ég ætti ellir ðð verðð pingmðður Þaö má vera aö þaö hafi verið viss tilhneiging til þess þegar ég var aö byrja I pólitikinni aö skreyta listana meö nokkrum konum. Og kannski litist þeim ekki á blikuna ef konur geröu virkilegan skurk i þvi aö demba sér út i pólitikina. Þeir vilja hafa eina og eina konu meö, en þaö kæmi kannski annaö hljóö i strokkinn ef þeim færi að fjölga eitthvaö aö ráöi. En konur fara auövitaö ekki út i pólitik nema þær treysti sér til þess og hafi virkilegan áhuga. Og þær kæra sig ekkert um aö vera einhverjar skrautfjaörir, þær vilja standa karlmönnunum jafnfætis og gera þaö. Alþingi er ólikt öllum öörum vinnustööum. En ég var þvi ekki meö öllu ókunnug þegar ég varö þingmaö- ur þvi ég haföi veriö þingritari I nokkur ár. Haföi þaö sem auka- starf um tima aö vélrita upp lang- lokurnar eftir þingmönnunum. Þá óraöimigsannarlega ekki fyrir þvi aö ég ætti eftir aö veröa þing- maöur sjálf. En mér fannst þetta fróöleet og stundum skemmtilegt Oftliföi ég mig inn i ræöurnar hjá þeim. Þaö var mjög gaman aö vélrita upp eftir Birni á Löngu- mýri, hann var alveg sérstaklega skemmtilegur. Svo var maöur þeim afar þakklátur sem töluðu hægt. I þvi sambandi man ég sér- staklega eftir Vilhjálmi frá Brekku hann var svo rólegur og yfirvegaður þegar hann talaöi, þaö var svo þægilegt aö vélrita upp eftir honum. MðrðpðiHinræður um nðnðsl ehhi neiil En þaö er oft skemmtilegt á þinginu og stundum er þar leiðin- legt eins og gerist og gengur. Mér finnst oft fara alltof mikill timi þar i tilgangslaust karp og stundum eiga sér þar staö mara- þonumræöur um nánast ekki neitt. Þaö er mjög leiöinlegt aö sitja undir sliku. Ég hef oft hugsaö um hvort þetta myndi ekki ganga liölegar fyrir sig ef á Alþingi sætu fleiri konur. Viö kon- urnar sem þarna erum komum kannski betur undirbúnar I ræöu- stól heldur en karlpeningurinn á þinginu, göngum beint aö hlutun- um og segjum þaö sem okkur finnst. Viö erum ekki meö mála- lengingar eöa oröskrúö eins og stundum vill brenna viö hjá karl- mönnunum. Og þaö er eitt ráö sem ekki hefur verib reynt i verö- bólgunni og hafa þau þó mörg veriðreynd og gefist misjafnlega, en þaö er aö fjölga konum á Alþingi. Aö hafa kannski 57 konur og 3 karlmenn þarna inni. Þaö má hugsa sér aö gera konu aö fjár- málaráðherra, sem lengi hefur þurft aö lifa af verkamannalaun- um og hefur haft úr litlu aö spila. Viö höfum reynt svo margt og þvi ekki þetta eins og hvaö annaö? Persðnulegi sðmbðnd við ðlmenning mæiií verð meirð Ég myndi alls ekki segja þaö aö ég væri komin langt frá verka- fólki eöa launafólki meö setu minni á Alþingi, vegna þess aö á þingi koma upp geysilega mörg mál sem skipta einmitt sköpum fyrir lifskjör launafólks. Tekju- skiptingin I þjóðfélaginu hefur alltaf veriö höfuöverkur. Hvernig skipta á þjóöarkökunni. Mér finnst skiptingin vera óréttlát og i starfi minu sem þingmaöur hef ég tækifæri til aö hafa áhrif á kjör verkafólks. Þaö má segja aö persónulegt samband þingmanna viö almenn- ing mætti vera meira. Ég hef nú alltaf sagt aö þingmannsstarfiö vseri fullt starf og erfitt sé aö stunda einhverja aðra atvinnu samhliöa þingmennskunni. En ef tími gefst t.d. á sumrin þá má hugsa sér aö þingmenn geröu meira af þvi aö fara á vinnustaöi til þess aö kynna sér málin og fylgjast meö þvi hvernig staöan er. Þingmaöur á kannski ekki sömu hagsmuna aö gæta og launafólk en viö þurfum nö ekki aö ganga út frá þvi að þingmenn séu svo ómanneskjulegir aö þeir geti ekki gert sér grein fyrir kjörum þess fólks sem vinnur við undirstöðuframleiðslugreinar þjóöfélagsins. Sl|örnmðlðinenn ðvinsælðslð sléfl ð iðndinu Þaö er viss breyting aö vera orðin þingmaður. Maöur finnur fyrir þvi aö fólk þekkir mann, þaö er ekki hægt aö fela sig I fjöldan- um. En ég held aö það væri synd aö segja aö menn liti upp til stjórnmálamanna og þvi skyldi þaö gera þaö? Það er löngu orðið dauöþreytt á stjórnmálaflokkum og stjórnmálamönnum. Ætli stjórnmálamenn séu ekki óvin- sælasta stétt á landinu. Ég veit ekki hverju um er aö kenna, ég held aö Alþingi veröi aldrei annaö en spegilmynd af þjóöfélaginu. Þingmannsstarfiö tekur mikinn tima, þaö veröur litill timi aflögu þegar heimilisstörfin bætast við aö auki, til þess aö sinna sinum áhugamálum. Ef fristundir gef- ast á kvöldin þá nota ég yfirleitt timann til þess aö setja mig inn i ýmis mál. Ég hef fariö meira út i aö einbeita mér aö ákveönum málaflokkum og reynt aö vera þá meira inn i þeim en öörum. Þau mál sem ég hef mestan áhuga fyrir eru félagsmál, þau eru gjarnan kölluö kvennamál. Ég er ekkertá þvi aö þau séu þaö. Þetta eru mál sem höföa til alls sam- félagsins og undirstaöa þess aö viö getum lifaö hamingjusömu lifi i okkar þjóöfélagi. Aöstöðu- munurinn I þjóöfélaginu gerir þaö aö verkum, aö menn hafa mis- munandi möguleika til þess aö fleyta sér áfram. Og þegar fólk getur ekki bjargað sér sjálft, gripa félagslegu málin þar inni. Þessi mál höföa til min og kon- urnar i þinginu hafa lika áhuga fyrir þeim, en viö höfum ekki meö okkur neitt samstarf þar innan veggja. En þrátt fyrir annir hef ég gaman af aö lesa bækur. Einkum bækur um stjórnmálasögu landsins. Þaö er gaman aö gripa niöur I bækur eftir og um þessa gömlu stjórnmálagarpa. Ég hef lika gaman af ævisögum og saka- málareyfurum ef sá gállinn er á mér. „Alllðl pelið Alping, aniðl pessir lundir” Ég fæ oft samviskubit af' þvi aö áhugi minn á stjórnmálum bitnar á börnunum. Yfir veturinn hugsa ég alltaf meö mér aö ég muni bæta þaö upp i sumar. En ég reyni að gefa mér tima meö stráknum á kvöldin þegar ég kem heim úr vinnunni. En þeir vilja svo sannarlega hafa mig heima. Ég fæ oft aö heyra þaö. „Alltaf þetta Alþingi, alltaf þessir fund- ir” segja þeir. Yngri strákurinn vill helst fara meö mér. Og ég hef gert þaö aö undanförnu aö leyfa honum aö fara meö mér á óform- lega fundi, likar þaö ágætlega. Svo tek ég hann stundum með mér niöur á þessa skrifstofu sem ég er meö niður i þingi. Þá er hann á hlaupum þar um gangana og gefur sig á tal viö þingskrif- arana. Hann þarf ekki aö láta sér leiðast. En yfir þingtimann eru þeir I gæslu og ég finn þaö þegar ég er aö vinna og fundirnir fara aö dragast á langinn, aö ég fer aö ókyrrast og lita á klukkuna. Þá á ég eftir aö sækja strákana i pössunina og kaupa inn. Þá öfunda ég karlmennina sem vinna meö mér og virðast ekki þurfa aö hafa áhyggjur af svona hversdagslegum hlutum. SlöKKVð ylir lj(Hiin En einu hef ég tekiö eft.ir,þaö er megrandi aö vera á Alþingi. Þessa tvo vetur sem ég er búin aö vera á þingi hef ég verið grönn eins og spýta. Og fólk er aö segja viö mig hvað ég sé oröin grönn. Svo yfir sumarið þegar maöur slappar af, boröar góöan mat og jafnvel sælgæti sem ég geri nú yfirleitt ekki annars, þá segir fólk, „Þaö eru bara komnir kepp- ir á þig”. Kannski er þaö álagiö sem vinnunni fylgir sem gerir þetta aö verkum og þetta gildir greinilega ekki um alla. Það er augljóst aö þaö eru fleiri ljón á veginum fyrir konur sem langar til aö taka þátt i pólitik en karlmenn. En þá er bara að stökkva yíir þau ljón. Heimilis- haldiö hefur frá fornu fari lagst á heröar kvenna en meö góöri sam- vinnu á heimilinu þá tekst þetta og konur hafa ekkert aö óttast, þær eru alveg færar um aö standa jafnfætis körlunum á þessu sviöi sem öðrum.”

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.