Helgarpósturinn - 22.08.1980, Blaðsíða 26
26
Föstudagur 22. ágúst 1980
Jie/garpósfurinn
**•
1 Qag?
swgwssissJsss
aö finna. Hania
steini o.s.frv.
stÖöiift
„AIHaf haft áhuga
á gamla tímanum”
Þegar viö berjum aö dyrum hjá
Þorsteini Jónssyni forstööumanni
Listasafns Alþýöu, situr hann á
rökstólum viö enska konu. Hún er
hingaö komin alla ieiö frá Gng-
landi meö kynstrin öll af Ijós-
myndum i fórum sfnum sem
teknar voru á islandi fyrir hart-
nær heilli öld siðan. A myndunum
kennir margra grasa.
„Þetta eru allt ööru visi myndir
en nokkur islendingur myndi
hafa tekiö á þessum tima” segir
Þorsteinn. „Þaö sannast eins og
svo oft áöur aö glöggt er gests
augað. Hann tekur myndir af
hlutum sem i augum islendinga
voru alitof hversdagslegir til aö
þeim dytti I hug aö fara aö mynda
þá”
Og viö förum að rýna I gömlu
myndirnar sem liggja á borðinu
hjá Þorsteini þegar sú enska er
búin að kveðja.
„Þetta er á Skútustöðum i Mý-
vatnssveit” segir Þorsteinn og
bendir okkur á prúðbúiö fólk sem
situr úti á hlaöi við kaffiborð.
Fyrir framan þaö hefur verið
stillt upp spunarokk sem
ameríska ljósmyndaranum hefur
þótt ómissandi að hafa með á
myndinni.
„Maöurinn á þessari mynd er
likast til sr. Arni Jónsson sem þá
var prestur á Skútustööum”
segir Þorsteinn.
Forvitnir fylgjast meö
„Og þessi mynd er tekin i
Kelduhverfi,” heldur hann áfram
og sýnir okkur þá næstu. „Þarna
hefur konu i skautbúningi verið
stillt upp fyrir ljósmyndarann og
forvitið heimilisfólk fylgist meö
myndatökunni án þess að hafa
hugmynd um að það er einnig
veriö að mynda þaði’
Viö rekum augun I mynd af
hjónum sem standa I skemmu-
dyrum á Islenskum sveitabæ og
allt i kringum þau gefur að lita
áhöld ýmiss konar.
„Ljósmyndaranum fannst
þessi áhöld mjög merkileg;’ seg-
ir Þorsteinn. „Hann hefur skrifað
niður athugasemdir um það aö
hjólið á hjólbörunum sé úr
steini, hamarinn sé úr steini og að
á netinu séu leggir. Honum
hefur greinilega fundist merki-
legt að finna hér þessar „stein-
aldarleifar”. En þessi mynd er
tekin I Hlíð I Skaftártungu árið
1890.
Þessi mynd af vindmyllunni
er tekin i miöbænum i Reykja-
vik”, og Þorsteinn sýnir okkur
enn eina mynd.
Viö rekum upp stór augu, höfð-
um ekki hugmynd um að þar
heföi nokkurn timann veriö vind-
mylla.
„Hún var uppá bakarabrekk-
unni, i nánd viö Bankastræti,”
segir Þorsteinn.
Kom hingað aftur
Og við höldum áfram að skoða.
Myndir frá versluninni á Eyrar-
bakka og fleira og fleira. En hver
tók þessar myndir?
„Hann var Englendingur og hét
Tempest Anderson;’ segir Þor-
steinn. „Hann var læknir að
mennt en hafði mikinn áhuga
fyrir jarðfræði. Hann fór mikið i
leiðangra og ljósmyndaði og 1890
lágu leiðir hans til lslands i fyrsta
sinn. Honum hefur greinilega þótt
Island heillandi til ljósmyndunar
þvi áriö 1893 kemur hann hingað
aftur. Þessar myndir fundust svo
i York á Englandi og menn vissu
litiö um hvaöan þær voru. En svo
fór þessi enska kona Ruth C. Elli-
son að grafast fyrir um uppruna
myndanna og vildi endilega kom-
ast i kynni við einhvern hér á
landi sem áhuga hefði á þessum
hlutum.”
Og sennilega hefur hún hitt á
hárréttan mann þar sem Þor-
steinn Jónsson er, þvi hann hefur
einmitt nú nýveriö stofnað Ljós-
myndasafn.
Fram að þessu hefur það
verið píslarganga
„Við stofnuöum safnið þrir
saman” segir Þorsteinn.„Leifur
Þorsteinsson ljósmyndari,
Eyjólfur Halldórsson banka-
fulltrúiog ég. Hugmyndin að baki
þessu hjá okkur var að reyna aö
safna saman á einn stað gömlum
ljósmyndum og reyna aö skrá
þær sem Itarlegast. Við höfum
hugsað okkur að þróa þetta út i
það sem erlendis er kallaö Bild-
byrá. Þar geta menn komið og
fengiö ljósmyndir ef þeir þurfa á
að halda. Ljósmyndasafnið yrði
þá einhvers konar umboðsaöili
fyrir nýjar og gamlar ljósmyndir
sem menn gætu fengiö afnot af.
Þarna geta menn komið á einn
stað til þess að finna myndir ef
þeir vilja myndskreyta bækur eða
vantar myndir I eitthvað annaö.
Fram að þessu hefur það veriö
mikil pislarganga að hafa upp á
myndum sem menn hafa þurft að
nota. Eins er hugmyndin að vinna
eitthvað meö þessar myndir, út-
búa sýningar fyrir söfn, stofnanir
eöa aðra”
Nýjung í sambandi viö
sýningar
1 Ljósmyndasafninu verða
myndir Tempest Andersons þvi
trúlega geymdar fyrst um sinn.
En hver veit nema einhvem tim-
ann verði gefin út bók um þennan
leiöangur hans hingað til lands.
Or sýningarsal safnsins berst
okkur nú rödd Björns Th. Björns-
sonar til eyrna. Þegar við komum
þangað inn reynist Björn Th. alls
ekki vera þar staddur. Heldur
hljómar rödd hans úr litskyggnu-
kassa sem komið hefur veriö fyrir
á einum vegg safnsins.
„Björn er að segja frá uppruna
safnsins i stuttu máli,” segir Þor-
steinn. „Og talar um myndirnar
sem eru á sýningunni, en það er
yfirlitssýning á verkum safns-
insl’
Og jafnóðum og Björn Th. segir
frá verkunum, birtast þau á
skerminum.
„Við höfum verið með lit-
skyggnur við þessar sýningar
sem hafa verið hér,” segir Þor-
steinn. „Það munar mjög miklu
fyrir venjulegan áhorfanda að fá
þarna bakgrunn verkanna og
jafnvel málaranna sem hafa
málað þau. Það gefur sýning-
unum meira gildi”
Gera sér ferö inn á Grens-
ásveg
Sýningarsalur Listasafnsins er
trúlega fullkomnasti sýningar-
salur á landinu i dag. En hann er
ekki alveg i alfaraleið, fólk
veröur aö gera sér ferð inn á
Grensásveg, ef það hefur áhuga á
að berja þær sýningar áugum
sem þar fara fram. Er ekki ókost-
ur að hafa sýningarsalinn svona
langt frá miðbænum?
„Það er kannski viss galli”,
segir Þorsteinn. „En það tekur
fólk alltaf ákveðinn tima að læra
á svona nýtt safn. Það væri
kannski auðveldara ef við værum
þannig staðsett að fólk gæti bara
litið hér við á ferð sinni i bæinn.”
Haldinn fíkn í gamalt
//drasl"
Þorsteinn Jónsson er ekki ein-
asta forstöðumaður Listasafns
Alþýðu. Hann er Akurnesingur og
grúskari af Guös náð. Auk þess
sem hann er haldinn þeirri ein-
kennilegu fikn að sanka að sér
gömlu „drasli”.
„Það má kannski segja að ég
hafi verið haldinn söfnunaráráttu
um dagana” segir Þorsteinn.
„Ég safnaði frimerkjum sem
strákur eins og aðrir. Ég sankaði
lika að mér steinum og fuglseggj-
um. En ég held að þetta hafi svo
elst af mér. Það hefur samt alltaf
verið sjálfsagður hlutur hjá mér
aðhafa áhuga fyrir gamla timan-
um. Ég veit eiginlega ekki hvað-
an þessi áhugi minn kom, það er
erfitt aö gera sér grein fyrir þvi,
þetta er tilfinningalegs eðlis’.’
Varö mitt dópitvö ár
Og Þorsteinn heldur áfram að
tala um áhuga sinn á gamla tim-
anum.
„A miðjum menntaskólaár-
unum fékk ég áhuga fyrir ætt-
fræði. Hún varð mitt dóp i tvö ár.
Föðurafi minn og föðuramma
voru löngu dáin þegar ég fæddist
og ég var forvitinn að vita
eitthvað um hvaða fólk þetta var.
Svo þegar það fóru að blandast
inn i þetta nöfn eins og Hölter og
fleiri nöfn af gyðingalegum upp-
runa, þá vaknaði áhuginn hjá
mér. En á þriöja ættlið þraut
fróöleik föður mlns og ég varð að
fara að grúska i þessu upp á eigin
spýtur.”
Um svipaö leyti og spjalli okkar
við Þorstein Jónsson lýkur, er
Björn Th. búinn að ljúka frásögn
sinni af verkunum á yfirlits-
sýningunni. Komið er aö lokunar-
tima safnsins og viö verðum slð-
ust gesta til þess að yfirgefa
bjartan og fallegan sýningarsal
Listasafns Alþýöu þennan dag.
Viótal: Erna Indriðadóttir
Myndir: Einar Gunnar