Helgarpósturinn - 22.08.1980, Blaðsíða 25

Helgarpósturinn - 22.08.1980, Blaðsíða 25
h&lrjarpn<=rh irínn Föstudagur 22,ágúst 1980 25 Þór Jakobsson: VD4/VN4 Umsjón: Jón Torfi Jónasson Fjarhrif og fjarlægð Eins og boðað var i visindaþætti Helgarpóstsins i siðustu viku verður hér sagt litillega frá nýaf- staðinni ráðstefnu um dulræn efni. Frásögnin skiptist i tvennt og kemur meirihlutinn i næsta blaði. islensku þjóðfélagi, en það væri að öll málefnaumræöa væri þöguð i hel á vfxl. ,,Ef Alþýöubanda- lagið heyrir minnst á einhvern, sem er fylgjandi her, þá er hann landráðamaöur” sagöi hann, og hélt áfram. „Ef Sjálfstæöismenn heyra á einhverjum, sem kannski er á móti stóriðju, þá er hann lika landráðamaður. Ef Framsóknar- menn heyra einhvern minnast á, að minnka þurfi landbúnaðar- framleiðsluna, þá er hann að eyðileggja þjöðarsálina. Þetta þýðir það i raun og veru, að fólk talast ekki við, það hefur ekki áhuga á sjónarmiðum hvors annars. Ég held að þetta sé meinið i islensku þjóöfélagi, þvl það gerir þjóðfélagið algerlega sterilt málefnalega séð, og það þarf að vinna gegn þessu. Þaö þarf að sannfæra vinstrimennum aö menn geti alveg hugsað með rökum til hægri og hægrimenn um að menn geti hugsað með rök- um til vinstri,” sagði Ernír Snorrason. Séra Sigurður Haukur Guðjóns- son sagði hins vegar að það sem fólki fyndist helst að, væri hvað þvi gengi erfiðlega að ráða við þetta, sem við köllum „kerfi”. „011 félagsleg þjónusta verður kerfisbundin” sagði hann, „og verður kerfisbundnari eftir þvi sem frá liður, og erfiöara og erfiðara fyrir menn að átta sig á hlutunum og fá þá til aö snúast. Það er þetta sem fólk kvartar aðallega undan, og svo lika hve það er illa upplýst um réttindi sin!’ Davið Scheving Thorsteinson sagði, að sér þætti slæmt til þess að vita, að I sliku gósenlandi sem íslandi skyldi hafa tekist að klúðra hlutunum, eins og raun bæri vitni, og ætti hann þar við verðbólguna, rýrnandi lifskjör og landflótta. „Þjóðfélagiö mætti nú vera svolitið skynsamlegra að ýmsu leyti. Það væri ekki vanþörf á að taka aðeins til hendinni og kippa i lag ýmsum heimskuvanköntum og draga úr slóðaskap, eins og þessari gegndarlausu sóun á verðmætum og fólki. Þjóðfélagið fer miklu verr með fólk en efni standa til” sagði Ólafur Haukur Simonarson rithöfundur um það, sem honum finnst miöur fara. Verðum að mjaka okkur i 20. öldina En hvað með leiöir til úrbóta, hafa menn á reiðum höndum lausnir á þeim vanköntum þjóöfé- lagsins sem þeir benda á? „Ég hef enga patentlausn. Þetta þarf að gerast á ótal sviöum ogafótal góðum mönnum,” sagöi Ólafur Haukur. Helga Gunnarsdóttir félagsráð- gjafi sagöi það sina reynslu, aö Jórunn Gunnarsdóttir: „Veröur maður ekki að sætta sig við margt?” Ráðstefnan var haldin I háskól- anum og var hún ársþing sam- taka, sem kallast Parapsycho- logical Association. Er hér um að ræða félag visindamanna, sem gerir strangar kröfur um upptöku félaga, en þess er vænst, að þeir fólk væri ekki meö ákveðnar lausnir I huga. „Ég held, að fólk finni fyrir geysilegri vanmáttar- kennd,” sagöi hún. „Ég hitti ekki oft fólk, sem finnst það i rauninni geta haft einhver áhrif á þessa þjóðfélagsþróun. Ég held að það liggi mikil meinsemd i þvi, aö þaö er búið að innræta fólki, aö það geti ekki fengið viö neitt ráðið.” Helga var þá spurð að þvi hvað hún teldi sjálf til ráða. ,,Ég held, að það sé mjög mikilvægt!’ sagði hún, ,,að fólk staldri aðeins við og skoðihvaöaafl býr I þvi sjálfu, og ekki sist ef það leitar samstööu með ööru fólki, hætti að skamm- ast sin fyrir að eiga viö örðug- leika að etja, hvort sem það eru fjárhagserfiöleikar, eða vanda- mál af öðrum toga spunnin og risi frekar upp til þess að vita hvort það getur ekki haft einhver áhrif á sitt nánasta umhverfi og þjóðfélagið. Það er geysilegur munur fyrir fólk að upplifa sam- stöðu og komast að þvl, aö þaö er ekki eitti’ Séra Sigurður Haukur Guðjóns- son sagði, að ekki veitti af að veita stjórnmálamönnunum að- hald, og það ætti t.d. aö vera i verkahring fjölmiðlamanna. „En það merkilega er, að þó heyrist hátt i fjölmiðlamönnum, þá virð- istþaö vera auðveldasta ráðið hjá hinum, að taka þá inn i hópinn og fita þá aðeins. Þá þagna þeir yfir- leitt,” sagði hann. Eggert Kristinsson taldi nauð- synlegt, að byggja upp islenskan iðnaö, en ekki láta erlendar vörur fylla markaðinn. Þá skapaði iðn- aðurinn lika mikla atvinnu. Davið Scheving Thorsteinson sagði hins vegar, að sér fyndist að við ættum að reyna að mjaka okkur inn i 20. öldina áður en sú 21. rynni i garð, og sem dæmi um 19. aldar skipulag það, sem hann teldi aö einhverju leyti rikja hér enn, nefndi hann, að þaö væru enn deildar meiningar um hvort nýta ætti orkuna, sem falin væri i fall- vötnum landsins. Sagði hann að það væri beinlinis sagt i stjórnar- sáttmálanum, að þaö væri ekki gert, ef það þýddi aö það væri i samvinnu við Utlendinga. „Þetta erhiminhrópandi vitleysa” sagði hann. Eins og við var að búast, höfðu menn ýmislegt Ut á þjóðfélags- málin að setja. Enda hefði hiö gagnstæöa komið nokkuð spánskt fyrir sjónir. Þrátt fyrir allt viröist samt fólk vera tiltölulega ánægt með sinn hlut, og liklega mikiö til I þvi hjá Erni Snorrasyni, þegar hann segir, aö menn séu ekki djúpt óánægðir, heldur sé það miklu fremur á yfirboröinu. En kannski gefur þessi litla könnun alls ekki rétta mynd af ástandinu eins og þaö er I dag. En eins og máltækiö segir: batnandi mönn- um er best að lifa. Eggert Kristinsson: „Ekki ánægður með þjóðfélagsmálin og þá sérstaklega atvinnumálin.” hafi akademiska reynslu og hafi meö vísindalegum vinnubrögöum lagt eitthvaö af mörkum til skiln- ings á dulrænum fyrirbærum. Fé- lagar eru á þriöja hundrað tals- ins, búsettir viða um heim, og eru nær allir þeirra starfandi viö há- skóla eða visindastofnanir. Trúgirni og þröngsýni Þess var getið i fyrstu grein- inni, að sumt fólk geri sig sekt um helzt til mikla trúgirni i þessum efnum, en á hinn bóginn getur þröngsýni og ofstæki hlaupið með 'aðra i gönur og valdið þvi, að þeir þverskallast við að trúa einu né neinu um dulræn fyrirbæri. Er hér sem viðar vandratað meðal- hófið, en mikilvægast er að kynna sér af kostgæfni þá vitneskju, sem menn hafa aflaðsér og dæma siðan. Satt er það, að oft er örðugt að henda reiður á þvi, sem virðist gerast á dulrænan hátt og von, að mönnum fallist hendur og telji allar tilgátur um dulargáfur o.þ.h. húmbúkk og vitleysu. Atvik af sliku tagi eru sjaldgæf og óljós, þekkingin er af skornum skammti og tortryggni I garð þeirra, sem telja sig sjá og skynja meira og annaö en allur lýður, þar af leiðandi ekki óeðlilegur. Ekki bætir úr skák, að dulrænir atburðir falla ekki vel i heims- mynd vestrænnar menningar um þessar mundir, þar sem náttúru- visindin dæmdu sem kunnugt er sálarhróið i útlegð fyrir nokkrum mannsöldrum og hefur þaö ekki átt afturkvæmt siðan. Ýmislegt bendir nú til þess, aö náttúruvisindin séu reiðubúin aö taka svonefnd andleg öfl i sátt aftur. I fyrsta lagi hafa rann- sóknir á sögu visindanna, þróun þeirra og eðli, sýnt fram á að vis- indin eru ekki jafn óskeikul og al- tæk og menn hafa viljað vera láta — visindamenn á framfaraskeiði geta oröið svo kappsfullir og sigurvissir, að þeir kasta á glæ ýmsum sannindum um leið og þeirmeöréttu afsanna fyrri skoð- anir á ööru eða auka þekkinguna á annan hátt. löðru lagi hafa ýmsar uppgötv- anir I eölisfræöi og öðrum grein- um þótt stinga svo I stúf við heil- brigöa skynsemi, aö visindamenn eru svo sem reiðubúnir að trúa þvi ótrúlegasta, ef með þvi mætti bregða birtu á gáturnar sem glimter við. Frumskilyröið er þó, að skýringin sé i tengslum við viðurkennda visindalega þekk- ingu. Fyrir bragðiö er visindunum i rauninni enn meiri vandi á hönd- um: þótt hið ótrúlega, jafnvel hiö fáránlega, reynist stundum satt og rétt er ekki þar með sagt, að náttúrunni sé trúandi til alls. Margt af þvi, sem ótrúlegt þykir reynist um siðir rangt með fullri vissu. Læt ég nú lokið þessum inn- gangi og segi dálltið frá fyrr- nefndri ráöstefnu. Mun ég greina lauslega frá nokkrum erindanna, en þau voru um 60 talsins og eru sum þeirra prentuð i 400 blaö- siöna bók, sem fundarmenn fengu I hendur I upphafi fundahaldsins. Fjarhrif Margar tilraunir hafa verið gerðar til aö kanna fjarhrif manna á milli („hugarlestur”). Til þess að geta komiö viö töl- fræöilegum útreikningum, hefur „sendandinn” t.d. haft fyrir framan sig stokk spila og litið á þau eitt af öðru, en „viötakand- inn” skráö ágizkun sina jafn- haröan. Fjöldi spilanna ákvarðar áreiðanleik tilraunarinnar og er hægt að reikna út likindin á þvi, að eitthvaö annað en tilviljun sé að verki, m.ö.o. likindin á þvi aö fjarhrif — eða skyggni — sé með i tíifli. Auövitað eru allar hugsanlegar varúðarráðstafanir haföar um hönd til þess aö koma I veg fyrir að viðtakandi komist meö eðlileg- um hætti á snoöir um hvað send- andi hefur i huga. Reynt hefur verið að tengja vel- gengnieða erfiöleika sendanda og viötakanda I tilrauninni við ýmis atriði, sem kynnu að hafa áhrif, svo sem líöan þátttakenda, gagn- kvæm afstaöa, skapferli og jafn- vel bjartsýni og trú á eigin hæfni og jákvæðan árangur I tilraun- inni. Þannig er reynt að kanna eðli dulrænnar skynjunar. All’langt er siöan menn prófuðu i fyrsta sinn, hvort fjarlægð skipti máli og sannfæröust menn um að fjarhrif ættu sér stað óháð fjar- lægð milli þátttakenda. önnur tegund fjarhrifatilrauna er nú reynd á ný i auknum mæli, en hún þótti stundum takast vel hér fyrr á tið. Gallinn var sá, að öröugt var að dæma um árangur- inn á hlutlægan hátt. En nú hafa ýmsar hlutlægar aðferðir komið fram á sjónarsviðiö sem beita má til að skera úr um ágæti „viðtök- unnar” hjá þeim, sem reynir að skynja með fjarhrifum. I þessum tilraunum leitast hann við að skynja og lýsa landslagi eöa stað, sem sendandi annað hvort litur eigin augum eða á mynd. Róm kallar Detroit A ráðstefnunni var sagt frá svipaöri tilraun og tveir þekktir dulsálfræðingar, eðlisfræði- prófessorar við Stanfordháskóla I Kaliforniu, höfðu reynt meö góð- um árangri fyrir nokkrum árum. Marilyn Schlitz og Elmar R. Gruber gerðu grein fyrir tilraun til að „senda” áhrif frá stað, sem sendandi virti fyrir sér, og var fjarlægöin á milli mikil, þvert yfir Atlantshafið og vel þaö, en annar þátttakenda var i Róm á Italiu og hinn i Detroit i Bandarikjunum. Istuttumáli vartilraunin fóigin I þvi, að „sendandi” (A) og „við- takandi” (B) komu sérsaman um aðfreista gæfunnar tiltekinn tima dagsins tiltekna 10 daga. A sett- um tima valdi A sér stað á óþekktum stað i Rómaborg, en samtimisreyndi B aö sjá fyrir sér umhverfi hans og lýsa einkennum þess með teikningum og athuga- semdum. Maður A skráði hjá sér staöinn, lýsingu á honum og reyndar éigin hugrenningum meðan hann litaðist um. Fimm menn báru siðan saman lýsingarnar hver i sinu lagi án þess að vita um upphaflega röö þeirra og mynduðu sér skoðun um hvaða tvær lýsingar ættu saman, raunveruleg lýsing A i Rómaborg oghugmynd (með fjarhrifum) B i Detroit. Aö þessu loknu mátti beita tölfræöilegum aöferðum til aö meta likindin á þvi að niöur- röðun dómaranna sé tilviljun ein. Niöurstöður leiddu i ljós, að fjarhrif virtust hafa átt sér staö milli A og B. Verður nu reynt frekar i þessa átt og séö hvort endist. Annað erindi um svipaö efni var flutt af kennara við Princetonháskóla I Bandarikj- unum og fjallaði það um nýja aö- ferð við samanburö á tveimur myndröðum, á borö viö þær sem að ofan gat, og þeim lýsingum sem fylgja myndunum. ótal smá- atriði eru talin með i samanburð- inum og aöferðin á þann veg, að unnt er á stærðfræöilegan hátt að dæma um svipmót myndanna á mun hlutlægari og vélrænni hátt en mat dómaranna i tilraun þeirra Schlitz og Gruber. Þannig er með ýmsu móti keppst við að gera rannsóknir I þessum fræðum sem öörum áreiöanlegri og ná- kvæmari. I lokagreininni verður minnst á erindi um hugmegin (psychokin- esis), reimleika og svipi. Bladberar óskast í eftirtalin hverfi Vesturbæ Frostaskjól-Kaplaskjólsvegur. Austurbæ Efstasund-Skipasund. í afleysingar Austurbrún-Norðurbrún. Seltjarnarnes Vallarbraut. Upplýsingar i sima 81866. —helgarpásturinn._ Fjarhrifasending frá Róm tii Detroit

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.