Helgarpósturinn - 03.10.1980, Blaðsíða 3

Helgarpósturinn - 03.10.1980, Blaðsíða 3
3 -dielg&rpostúrinn- Fðstudagur 3. óktóber 19'8Ó* Þegar Helgarpósturinn var að fara í prentun barst blaðinu eftirfarandi athugasemd orkumálastjóra: ■ „Ég tel það vitavert af Helgar- póstinum að birta glefsur úr vinnuplaggi sem sérstakiega er merkt „trúnaðarmál”. Ljóst er, að einhver þeirra hefur brugðist trúnaði sem fengu plagg þetta i hendur sem trúnaðarmál, vegna þátttöku sinnar i þeirri stjórnsýsluendurskoðun, sem nú fer fram á Orkustofnun, undir forystu Rikisendurskoð- unarinnar, en með fullri þátt- töku og i góðri samvinnu við stjórnendur og starfsfólk Orku- stofnunar, svo og fulltrúa Iðnaðarráðuneytis og Fjár- málaráðuneytis. Ég mótmæli þvi birtingu þessa trúnaðar- plaggs. Trúnaður er afgerandi þáttur I mannlegum samskiptum, raunar forsenda þess að þau geti verið með skaplegum hætti. Trúnaðarbrot það, sem hér hefur verið framið, er þvi til þess fallið að torvelda það verk, sem hér er verið að vinna og að torvelda eðlileg samskipti stjórnenda og starfsmanna, sem einmitt eru i áfangaskýrsl- unni talin þurfa endurbóta við. Aðrar hvatir en ósk um endur- bætur á þeim hljóta þvi að liggja til grundvallar þeim verknaði sem hér hefur verið framinn. Afangaskýrsla þessi er fyrst og fremst skráning á niðurstöð- um viðræðna sem Rikisendur- skoðun hefur átt við ýmsa starfsmenn Orkustofnunar. Hér er um frumvinnu að ræða, sem ætlað er að vera undirstaða undir vinnu við stjórnsýslu- endurskoðunina. Ég hef marg- lýst þvi yfir i þeim vinnuhópum, sem að þessum málum vinna að ég sé langt frá þvi sammála mörgu þvi sem fram kemur i áfangaskýrslunni': og telji vera i henni bæði miklar ýkjur og jafnvel beinar rangfærslur. Engu að siður telji ég gagnlegt, að hún komi fram. Ég hefi ennig lýst þvi yfir að ég telji endur- skoðun sem þessa jákvæða og að hún geti orðið stofninni til mikils gagns ef vel er að málum staðið. Ég og aðrir stjórnendur Orkustofnunar tökum þvi fullan þátt i endurskoðunarstarfinu, með þetta að markmiði. Hitt er annað mál að starf eins og þetta verður ekki unnið i fjölmiðlum, og það þjónar engum jákvæðum tilgangi að birta vinnuplögg þar. Þegar endurskoðuninni er lokið mun Rikisendurskoðunin væntanlega semja lokaskýrslu um verkið, sem verður opinbert Plagg. Þegar blaðamaður Helgar- póstsins ræddi við mig gat hann þess ekki aö blaðið hefði trúnaðarplagg þetta undir höndum og hygðist birta glefsur úr þvi. Það fékk égekki að vita fyrr en daginn fyrir birt- ingu. Að endingu vil ég algerlega mótmæla þvi að það sé dæmi- gert viðhorf starfsmanna á Orkustofnun, að þeir viti ekki hvar skrifstofa min er, þótt einn starfsmaður af á annaö hundraö kunni að hafa svarað á þann veg sem tilgreint er. Svona ýkjur og alhæfingar bera ekki vott traustri blaðamennsku.11 ■ Helgarpósturinn visar á bug ásökunum orkumálastjóra um að vinnubrögð blaðsins i þessu máli séu „vitaverð”. Þau eru þvert á móti alkunn og löngu viðurkennd i blaðamennsku og fjölmiölum almennt, a.m.k. er- lendis, þótt hérlendis hafi fjöl- miðlar til skamms tima veriö nokkuð leiðitamir valdastofnun- um i þjóðfélaginu. Sá timi er lið- inn. Að öðru leyti telur blaðið ekki ástæðu til að svara orku- málastjóra, en rétt er að minna á að alltof margir opinberir em bættismenn og stjórnendur opinberra stofnana standa i þeirri trú að málefni stofnana þeirra heyri endanlega undir þá. Þau heyra þvert á móti undir fólkið sem borgar brús- ann. —Ritstjórar. formaður iðnaðarnefndar efri deildar Alþingis tdk nokkuð i sama streng er hann sagði i samtali: ,,Ég get tekið undir þau sjónarmið, að vel igrunduð lang- timamarkmið hafa ekki séð dags- ins ljós i okkar orkumálum.” Hann bætti siðan við, að þau markmið sem þó hefðu verið sett fram, hefðu yfirleitt ekki verið nægilega vel undirbyggð á faglegan og vísindalegan hátt. ,,Ég held að þar sé ekki við stjórnmálamennina að sakast, né heldur við kunnáttu — eða þekkingarleysi sérfræðinga á þessum sviðum, heldur öllu heldur spurning um skipulag og markvissu á rannsóknarstofnun- um eins og Orkustofnun.” — En nú hafa ýmsir orðið til þess að gagnrýna einmitt stjórnmálamenn í þessu sambandi og meðal annars er komið inn á það atriði i áfanga- skýrslu Rikisendurkoðunar. Þar er látið i veðri vaka, að stjórnmálamenn hafi jafnan ekki þá sérfræöikunnáttu, sem stund- um þarf til að meta áætlanir sem eru settar fram í orkumálum og að þeir láti eðlisávisun og þrýsting frá hagsmunaaðilum ráða afstöðu sinni til orkumála? Hvað viltu segja um þetta Þorvaldur Garðar? „Ég er mér þess ekki meðvit- andi að stjórnmálamenn standi i veginum fyrir stefnumörkun i orkumálum, eða láti þrönga sér- hagsmuni ráða ferðinni. Það hef- ur kannski verið minna um það að nokkurmarkmiðsjái dagsins ljós hjá sumum stjórnmálamönnum i þessum efnum,” sagði þing- maðurinn. Það virðist þvi mega ráða af skýrslu Rikisendurskoðunar og ummælum orkumálastjóra og formanns iðnaðardeildar efri deildar Alþingis, að ekki aðeins sé vöntun á langtimastefnu I orku- málum frá hendi stjórnvalda, heldur og sýni Orkustofnun litla viðleitnitilmarkmiðssetningar af fyrrgreindu sinnuleysi stjórn- valda og af öðrum orsökum sem má leita innan Orkustofnunar. Hitt er svo annað mál, að niður- staða stjórnsýsluendurskoðunar Rikisendurskoðunar á Orkustofn- un er sú að „formlegt skipulag umhverfistengsla er ákaflega bágborið i Orkustofnun. Iðnaðar- ráðuneytið og — ráðherra er hin formlega æðsta stjórn, og tengsl- in á milli ráðuneytis og Orku- stofnunar fara að megin hluta til i gegnum orkum álas t jóra eingöngu. Ekkert formlegt skipu- lag fyrirfinnst, sem snertir hina pólitisku stefnumörkun.” Þá er þess einnig getið í skyrsl- unni að „hin formlegu tengsi og samspil Iðnaðarráðuneytis og Orkustofnunar bera keim af „yfirmanna-undirmanna” tengslum. Hér er um stigskipt stjórnkerfi að ræða, þar sem ráðherra og ráðuneyti senda boð niðureftir og taka á móti svörum (ráðgjöf) neðanfrá.” Einnig má ganga út frá þvi og sanna dæmi um slilct, að hags- munaaðilar og einstakir þingmenn hafa i gegnum sam- bönd sin hjá rikisstjórnum tölu- verð áhrif á viðfangsefni Orku- stofnunar. Þá hafa rikisstjórnar- skipti augljóslega gert það að • verkum aö áherslubreytingar i % orkumálum veröa, sem að sjálf- | sögöu breyta ymsu i stjómun og | LOFTRÆSTIVIFTUR <• ' . . Á undanfömum tveimur áratugum höfum við byggt upp stcerztu og reyndustu sér- verzlun landsins, með loftrcestiviftur íhíbýli, skrifstofur, skóla, samkomuhús, verksmiðjur, vörugeymslur, gripahús og aðra þá staði þar sem loftrcestingar er þörf. || Veitum tceknilega ráðgjöf við val á loftrcestiviftum. Þekking feynsla FALKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 j skipulagi Orkustofnunar. A hitt ber þó einnig að lita, að svo virðist sem upplýsinga- streymi og samhæfing út á við frá Orkustofnun er mjög tilviljunar- kennd. Segir skýrsla Rikisendur- skoðunarum þessi mál, „að ákaf- lega lftiðværi um íormleg skipu- lögð samráð við mikilvægustu hagsmunaaðilana.” Er það siðan nefnt að „samráð sem byggjast eingöngu á persónulegum samböndum eru óviðunandi. Slíkt skipulag er of tilviljunarkennt og óöruggt. Svip- að gildir um samskipti Iðnaöar- ráöuneytis og Orkustofnunar. Þau samskipti byggjast nær eingöngu á samtölum og bréfa- skriftum á milli orkumálastjóra og ráðuneytis, án þess að þau boðskipti komi til vitneskju ann- arra, meðal annars vegna fyrir- mæla um þagnarskyldu og tak- markana á upplýsingaskyldu stjórnvalda.” En eru þá i raun stórfelldir boðskiptaörðugleikar á milli Orkustofnunnar sern slikrar og aftur stjórnvalda? Jakob Björns- son orkumálastjóri svaraöi þvi: „Það er i raun klassisk visa, að erfiðleikar koma oft upp á milli stjórnmálamanna og sér- fræðinga. Það hefur stundum viljað brenna við að stjórnmála- menn teygja sig of langt inn á starfsvettvang sérfræðinga. Mér finnst mikils um vert að hver aðili haldi sig sem mest á sinu sviði. Ef ég færi t.d. með bifreið mina til bifvélavirkja og léti lagfæra hana, þá stæði ég ekki yfir bifvélavirkjanum og segði honum hvaða skrúfur hann ætti aö losa oghverjarhann ætti að herða. Ég færi einfaldlega með bifreiðina til hans og segði honum hvað ég héldi að væri að. Siöan myndi ég vænta þess aö fá bifreið mfna til baka nokkru siðar i ágætis lagi. Stjórnmálamenn eiga aö hafa heildarsýnina i orkumálum, en ekki fara of mikið ofan i smá- £> 3 KOSTAlÍBODA (Elstu krlstalsmiðju i Svíþjóð, stofnuð 1742) H mm Er nokkuð, sem skapar meiri stemningu en logandi kristalssnjóbolli frá KOSTA BODA Við vitum það Þrir snjóboltar skapa þrefalt meiri stemningu — og fimm snjóboltar skapa heila sinfóníu af kristal og eldi Kynningarverð kr. 8.900.- KOSTA BODA Bankastræti 10 — Sími 1 31 22.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.