Helgarpósturinn - 03.10.1980, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 03.10.1980, Blaðsíða 17
17 —he/garpósturinrL. Föstudagur 3. október 1980. Vinný’s gerð klár fyrir slaginn „Meiri háttar hamborgarastaður ’1 „Vinný’s á aö vera meiri háttar hamborgarastaður”, sagði Þórir Gunnarsson eigandi Matstofu Austurbæjar i samtali við Helgarpóstinn, en eftir rúma viku stendur til að opna nýjan hamborgarastað við hliðina á Matstofunni á Laugaveginum. Rekstrarstjóri Vinný’s verður Tommi i Festi, en hann var rúm tvö ár i Amerlku, þar sem hann pældi i hamborgurum og borðaði þá dag og nótt. Þórir sagði, að hamborgarar Vinný’s ættu að vera eins nálægt ameriskum hamborgurum og hægt er og verða tegundirnar fimm. Þá verður boðið upp á samlokur, heitar og kaldar, mjólkurhristing og gosdrykki. Fyrirkomulagiö verður eins og á stöðum sem MacDonald, þar sem gestir borða standandi upp á end- ann. Einnig geta menn tekið með sér heim. „Við leggjum áherslu á stöðug- leika okkar vöru, þannig að það verði alltaf eins að fá Vinný’s og þá leggjum við einnig áherslu á lágt vöruverð”, sagöi Þórir. Þórir sagði, að á Matstofu Austurbæjar væru þeir með stað fyrir venjulegt fólk, ,,en viö verð- um lika að vera með stað, sem þjónar yngri kynslóöinni, eitt- hvað sem gengur hraðar fyrir sig og er ódýrara”, sagði hann. Vinný’s opnar eftir rúma viku eins og áður segir, og verður opn- unartiminn frá kl. 11—23.30. — GB Örn Arason gitarleikari NÝR GÍTARSKÓLI Í HAFNARFIRÐI „Skólinn heitir Tarragó-gitar- skólinn vegna þess, að ég lærði i Barcelona og hét kennarinn minn Tarragó, en ég kenni eftir hans kerfi”, sagði örn Arason gitar- leikari I samtali við Helgarpóst- inn. Skóli Arnar er til húsa á Hverfisgötu 25 i Hafnarfirði og fara innritanir fram I sima 53527 kl. 9—13 og 17—21. örn sagði, að yfirleitt væri kennslu þannig háttað, aö nemendur kæmu tvisvar i viku og væru hálfa klukkustund I senn. „Min kennslutilhögun er þann- ig, að annar timinn er 25 minútur og er þar um að ræða einkatima, þar sem áhersla er lögð á tækni- lega leiðbeiningu I meðferð gitarsins og á tónfræöileg atriði”, sagði örn. 1 hinum timanum, sem er 45 minútur, verða þrir nemendur saman, þar sem reynt verður að hafa nemendur á sem likustum aldri og á svipuðu stigi. Þar verð- ur lögö áhersla á aö nemendur nái sem best saman, með þvi að leika hver fyrir annan og einnig að leika saman. Er þetta gert til þess að þeir eigi auöveldara meö aö koma fram og verði opnari. Til þess að undirstrika þennan þátt kennslunnar, veröa haldnir eins konar tónleikar i lok hvers mán- aðar, þar sem nemendur koma fram og verður enginn greinar- munur gerður á þvi hvort þeir eru byrjendur eöa lengra komnir. Þá veröur einnig rakin saga gitars- ins, gitarinn kynntur og kennari mun leika eitt verk, þannig aö nemendur kynnist hvaða möeu- leikum gitarinn býr yfir. Þá eru foreldrar og aöstendendur nemenda hvattir tii þess að koma og taka þannig þátt i skólastari'- inu. Aðspurður sagði örn, aö gitar- inn væri alltaf vinsælt hljóöfæri i partíum, þar sem spiluö væru grip. Sagði hann, aö þaö væri kennt I skólanum en nemendum einnig kennt það sem gitarinn hefur best upp á að bjóða. Nem- endur geta komiö inn i skólann al- veg óháð fyrri kunnáttu á hljóö- færiö og verður hægt aö fullnuma sig i gitarleik. —G8 h interRent car rental Bílaleiga Akureyrar Akureyri Reykjavik TRYGGVA8RAUT 14 SKEIFAN 9 S. 21715 23515 S. 31615 86915 Mesta úrvallð, besta þjónustan. Vlö útvegum yöur atslátt á bílalelgubilum erlendls. IVIadurínn bak við nafnið: Rúnar Qunnarsson dagsskrárgerðarmaður „Sest ekki niður og fæ einhverja hugljómun” „Ég er úr vesturbænum og hef svo gott sem alltaf biíiö þar”, sagði Rúnar Gunnarsson dag- skrárgerðarmaöur I Sjónvarpinu I samtali við Helgarpóstinn, en Rúnar hefur nýlega veriö ráðinn sem dagskrárgerðarmaður I Lista- og skemmtideild. Rúnar læröi ljósmyndun hér heima og siðan i Bandarikjunum, en fór siöar til Sviþjóðar þar sem hann var tvö ár við nám i kvik- myndagerö við Dramatiska Insti- tutet. Aðspurður um hvers vegna hann hafi ákveðið að fara út i kvikmyndagerö, eftir að hafa lært ljósmyndun, sagöi Rúnar, að hann hafi fengið ljósmyndadellu sem unglingur, en þessi ljós- myndadella heföi þróast og væri þetta ósköp eðlileg þróun. — Hvenær hófstu störf viö Sjón- varpið? „1966þegar þaðbyrjaði. Ég var fyrsti kvikmyndatökumaður Sjónvarpsins”. — Þú hefur veriö á hreyfingu milli deilda innan Sjónvarpsins, er það ekki? „Jú, stofnunin hefur veriö að þróast og mótast, og það er ósköp eðlilegt, aö ég hafi hreyfst eitt- hvað til innan hennar i öllum þessum hræringum. Ég var fyrsti kvikmyndatökumaöurinn, siöan útsendingarstjóri frétta, dag- skrárgeröarmaður i Frétta- og fræðsludeild og núna i Lista- og skemmtideild. Mér finnst þetta ósköp eðlileg þróun”. — Hvað hefur þér fundist skemmtilegast að gera? „Þetta er allt skemmtilegt, en ég held að það hafi veriö skemmtilegast að vera kvik- myndatökumaöur fyrsta áriö, rétt þegar Sjónvarpið var að fara af staö. En þeir dagar koma náttúrulega aldrei aftur”. Rúnarsagöi, aöhonum litist vel á nýja starfiö og hefði hann veriö í þvi áöur, Hann sagöist hafa nóg af hugmyndum, en ætti eftir aö ræða þær við sinn dagskrárstjóra. Dagskrárhugmyndir kæmu jafnt frá útvarpsráði, dagskrárstjóra, framkvæmdastjóra og jafnframt frá þeim sem störfuöu við dag- skrárgeröina. Einnig frá utanaö- komandi aöilum. „Það er ekki þannig, að ég setj- ist niður og fái einhverja hug- ljómun. Þaö eru margar leiðir aö þessu. Sjónvarpið er sist af öllu einhver privatvinnustofa fárra dagskrárgeröarmanna”. Þó Rúnar starfi við kvik- myndagerö, hefur hann engan Rúnar Gunnarsson við vinnu sina veginn sagt skilið viö ljósmynd- unina, og þá er hann áhugamaður um fþróttir. Stundar aðallega langhlaup, þvi það ersú iþrótt sem gefur honum hvað mest. Þá segist hann hafa verið að dútla við golf, en það sé bara leikur. önnur áhugamál Rúnars eru m.a. lestur Helgarpóstsins, „til þess að fylgjast með þvi sem er aö gerast i Sjónvarpinu”, eins og hannoröaði það. — GB Frá Fjölbrautarskól- anum í Breiðholti Kynningarfundur um nám i öldungadeild Fjölbrautaskólans i Breibholti verður haldinn þriðjudaginn 7. október kl. 21.00 i húsakynnum skólans. Undirbúningsnefndin. mmit íAlC*U’* VIKINGASALUR ■ - ' - Finnskur inatseðill. '■fj! Hin fræga, jasshljómsveit DOWNTOWN DIXIE TIGERS leikur. Tískusýning á hverju kvöldi, sýndur verður fatnaður frá Finnwear. Kvikmynda- og litskyggnusýningar daglega. Borðpantanir í símum 22-3-21 og 22-3-22. Verið velkomin á Finnlandsfagnað. • ■ > T; j T ••%'.i I HÓTEL LOFTLEIÐIR 1

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.