Helgarpósturinn - 03.10.1980, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 03.10.1980, Blaðsíða 22
2*S Föstudagur 3. októbér 1980. íUie/garpósturínrL. FERÐALAG OFAN ISÁLARTETRIÐ Borgarbíóið: Særingamaðurinn II (The Exorcist II: The Heretic). Bandarisk, árgerö 1977. Hand- rit: William Goodhart. Leik- endur: Linda Blair, Richard Burton, Louise Fletcher, Max von Sydow, James Earl Jones, Ncd Beatty, Kitty Winn, Paul Henreid. Leikstjóri: John Boor- man. Hver man ekki eftir Særinga- Særingamaðurinn, fyrsta Ut- gáfa, varð gifurlega vinsæl og græddu aöstandendur hennar á tá og fingri. Þegar málum er svo háttað í Hollywood, Banda- rikjunum, þykir við hæfi aö reyna að endurtaka fyrri sigra og helst að kosta minna til en áður, en græða jafn mikla pen- inga. Ahorfendur eiga von á ein- hverju og oftast fá þeir þaö. Særingamaðurinn, önnur Ut- gáfa, átti að vera framhald af þeirri fyrri og að vissu leyti er hún það, en um leið miklu Kvikmyndir eftir Guðlaug Bergmundsson manninum og grænu spýjunni, sem Linda Blair gusaði framan i nærstadda? Hver man ekki eftir þessari yndislegu gæsahúð, sem fór upp og niður kroppinn, þegar djöfullinn talaði I gegnum stúlkukindina? Hver man ekki eftir öllu meiköppinu og öllum ódýru trikkunum? meira. Þetta er mynd sem getur fullkomlega staðið á eigin fót- um, enda fá áhorfendur ekki það, sem þeir áttu von á. Engin græn spýja, enginn einfaldur hryllingur. Annar hlutinn gerist nokkrum árum siðar en sá fyrri og er Regan (Linda Blair) nU orðin táningur á miðjum aldri. HUn gengur til sálfræðings, þar sem reynt er að afmá alla minningu um þá atburði sem gerðust i fyrri myndinni. Séra Lamont (Richard Burton) fær það hlutverk að rannsaka þá atburði er leiddu til dauða séra Merrins (Max von Sydow), en hann reyndi i fyrri myndinni að særa Ut hina illu anda, sem tekið höfðu sér ból- festu i stUikunni. Til þess að stunda þessa rannsókn sina, fer séra Lamont á fund sálfræð- ingsins (Loui.se Fletcher) og með hjálp tækis sem hUn hefur, kafar hann niður i dulvitund stUlkunnar og kemst þar i snert- ingu við Pazuzu, hinn illa loft- anda, sem enn býr i stulkunni. Myndin lýsir siðan baráttunni milli hins góða og hins illa i heiminum, þema, sem hefur veriðlistamönnum yrkisefni um aldir, og ekki bara skáldum, þvi þetta er einnig klasslskt efni goðsagna horfinna menningar- samfélaga. Þá koma einnig fram árekstrar milli klerksins, annars vegar og sálfræðingsins, hins vegar, árekstrar milli dulvisinda og beinharðra visinda, þar sem engir djöflar eru til. StUlkan er ekki haldin illum anda að mati sálfræðings- ins, heldur er hUn haldin geðveiki. Ekki skal baráttunni Linda Blair og Richard Burton i Særingamanninum II. lý's't hér, en eins og alltaf, sigrar hið góða að lokum, en ekki án fórna. Þessi barátta ber klerk- inn m.a. til Afriku þar sem hann fer á fund koptisks trUarhóps i Eþiópíu, þar sem hinar fornu goðsögur lifa enn góðu lifi. Þessi mynd er i beinu fram- haldi af fyrri myndum Boor- mans, eins og Zardos, þar sem hann kafar ofan 1 sameiginlega dulvitund samfélagsins, og hann leitar svara við spurningum, sem hafa hrjáð mannkynið frá upphafi vega. Þetta er ekki hryllingsmynd I þeim skilningi þess orðs, að að- alkappsmálið sé að láta áhorfandanum bregða sem oft- ast. Þarna er spilað á miklu dýpri tilfinningar, sem við erum kannski ekki alltaf meðvituð um, þannig að hryllingurinn á sér miklu dýpri rætur og varir þar af leiðandi miklu lengur. Þó myndin styðjist alltaf við hínn ytri raunveruleika, er hún i rauninni innra ferðalag manns, sem á i uppgjöri við sjálfan sig og trU sina. 011 meðferð Boormans á efn- inu er til íyrirmyndar og þá einkum myndatakan, sem oft A tiðum er hreint sUrrealisk. Leikendur standa sig yfirleitt með prýði. Góð mynd, sem allir verða að sjá. Af nýjum hljómplötum: Oskalög og súperlög Björgvin og Ragnhildur — Dagar og nætur. Mér finnst þessi plata bæði vond og góð. Vond af þvi að tón- Auk þess f ær hUn sérstakan plUs fyrir lag sitt Enginn má sjá, einu lagasmið plötunnar þar sem örlar á frumleika. Og ekki Popp eftir Pél Pálsson listin er steingeld formúlufram- leiðsla, textarnir innihalds- Iausir og væmnir. Góð af þvi að allur hljóðfæraleikur og söngur, Utsetningar, hljómur (sound) og annar frágangur er næstum gallalaus. Sérstaklega er söngurinn vel af munni leystur, ég hef aldrei heyrt Ragnhildi njóta sin eins vel og hún gerir i sumum lögum þessarar plötu, t.d. i Tvö ein. svikur ókrýndur konungur óskalagaþáttanna i söngnum frekar en fyrri dagínn. Það er ekki hægt að segja mikið meira um þessa plötu. HUn á örugglega eftir að seljast vel, og f lest lög hennar eiga ef tir að verða tiðir gestir I óskalaga- þáttunum i vetur, þannig aö það er óhætt að fullyrða að hun mundi standa vel við það sem henni er ætlað, og jafnvel mun betur en aðrar sem renna i sama farvegi. En mikið væri nU gaman að sjá þetta ágæta fólk skyrpa UtUr sér kUlutyggjóinu og fara að fást við merkilegri viðfangsefni, — þó ekki væri nema einu sinni svona til til- breytingar. Supertramp — Paris Fáar hljómsveitir áttu eins mikilli velgengi að fagna á sið- asta ári og Supertramp með plötunni Breakfast In America. Sem bæði gerði að veruleika vonir hinna tryggu aðdáenda sveitarinnar, sem höfðu beðið eftir henni með öndina i hálsin- um i 2 ár, og jók félagatölu SupertrampklUbbsins um nokkrar milljónir (ég held ég fari rétt með að þessi plata hafi selst I rUml. 11 milljónum ein- taka). Hið mikla fylgi sitt eiga þeir félagar i Supertramp ekki sist að þakka hve iðnir þeir eru við hljómleikahald, sem einkennist ávallt af miklum ferskleika og rafmagnaðri stemmningu. Þaö er td. ekki hægt að heyra á leik Supertramp i Paris þann 29. nóv. i fyrra, að þar fari hljóm- sveit sem á að baki 108 hljóm- leika i striklotu, — þvertámóti, er einsog hUn sé nýkomin Ur æf- ingaskUrnum. Og hér gefur að heyra hverja perluna á fætur annarri Ur tón- smiðastofu Rick Davies og Roger Hodgson: The Logical Song, Bloody Well Right, Breakfast In America, Dreamer, Take The Long Way Home og Crime Of The Century svo einhverjar séu nefndar. Með tilliti til þess hve stúdió- plötur Supertramp eru vand- aðar og þaulunnar, átti ég hálft I hvoru von á þvi að hljómleika- plata frá hendi hljómsveitar- innar yrði ofgerð að því leytinu til að strengjum væri bætt við og ýmsar aðrar tilfæringar gerðar á upptökunum eftirá i átt til full- komleika stUdióplatnanna. En sem betur fer detta þeir ekki I þa vönunargryfju sem gleymir alltof marga stórpoppara, þurfa þess heldur ekki tónlistarlega séð og standa þvi uppi með full- komna hijómleikaplötu fyrir ' bragðið. Kjarnasýning Haustsýning FIM hófst um siöustu helgi. Það er helmingur Kjarvalsstaöa sem aö þessu sinni er undirlagöur af mál- verkum, textil, höggmyndum og grafik. Samanlagður fjöldi verkanna er 115, synendur eru þrjátlu og þrir. . A þvi er enginn vafi'að þetta er sterkasta sýning Félags Islenskra myndlistarmanna hin slðari I ár. Þvi er aö þakka sU nýbreytni að fimm listamönn- áöur. HUn losnar víð þann við- vaningsbrag, sem dregið hefur fyrri FlM-sýningar ofan á fíatneskjulegt amatöra-plan. Asgerður BUadóttir sýnir sjö vefmyndir. Það er sterkt sam- rærni I þessum verkum. Vart verður fundinn veikur blettur, hvorki i myndsköpuninni né vinnubrögöunum. Skýr og einföld framsetning Asgerðar virðist hefja myndir hennar yfir öll timamörk og stflþref. I fáum Mynd/ist eftir Halldor Bjórn Runolfsson um er boðið að mynda kjarna, sem sýningin snýst um. Það eru Asgerður BUadóttir, Guðmundur Benediktsson, Leifur Breiðfjörð, Valtýr • Pébursson og Þórður Hall, sem að þessu sinni voru valin I þenn- an kjarna. Þar sem hver fimmmenn- inganna sýnir frá 5 til 10 verk, skapar það sýningunni þá heild sem skort hefur undanfarin ár. Það hefði kannski mátt ætla að slfk ráöabreytni hefði letjandi áhrif á aöra sýnendur, en þvi fer fjarri. Fremur lifgar hópurinn alla sýninguna, án þess að draga tíl sin of mikinn skerf á kostnað hinna. Þar að auki hef- urdómnefijdin átt hægar um vik i vali verka til sýningar. Kröf- um um gæði er fylgt og þvi er sýningin jafnari og betri en orðum sagt eru þær klassiskar. Þá er og heilsteyptur blær yfir verkum Guðmundar Benedikts- sonar. Fáir fslenskir mynd- höggvarar hafa öölast sllkan skilning á nátturu koparsins. Efniö virðist hafa fætt af sér form, þar sem eiginleikar þess fá notið sin til fullnustu eins og um Hfeðlisfræðilegt lögmál væri að ræða. Leifur er kraftmeiri en nokkru sinni fyrr. Það erlfkast sprengingu, þar sem verk hans benda til margra átta I senn. 011 skil milli listiðna og óháðra lista virðast horfin. Eftir stendur alkemistinn Leifur með ótal nýjar hliðar sem verkkunnátta hans höndlar af meira öryggi en áður. Fæ ég ekki betur séö en framlag hans sé hápunktur sýn- ingarinnar. Valtýr Pétursson hefur ekki fyrr lokið við Septem, en hann stekkur yfir i vestursal Kjarvalsstaöa og sýnir átta málverk. Hér er Valtýr mun klárari en á Septemsyningunni. Litir og form komast betur til skila. Þó skortir verk hans einhvern sannfæringarkraft. Nostalgiunni fylgir ávallt viss manierismi. En þrátt fyrir allt er þetta betra framlag frá Valtý en ábur og er það litameðferðin sem gerir gæfumuninn. Grafik Þóröar Hall vex jafnt og þétt að öryggi og innsæi. Auk þess eru fjórar teikningar, af- bragðsgóðar og man ég ekki eftiraðhafa séð áður teikningar eftir hann. Þórður kemur alltaf á óvart með þvl að kanna sifellt nýjar leiðir og fullkomna þær. Þrátt fyrir litlar stökkbreyt- ingar, er list hans i stöðugri framþróun, þott manni finnist hver sýning hans fullkomnun i sjálfri sér. Þegar kjarnanum sleppir eru margir ótaldir, sem efla hver á sinn hátt sýninguna. Mér kom m.a. á óvart aö sjá glæsilegt framlag Valgeröar Briem. Það er mikill skaði að Valgerður skuli ekki hafa sýnt verk sln oftar, eins vönduð og þau eru. Af þeim 16 tcikningum sem mynda seriu, má sjá að hér er á ferðinni mikill listamaður. Pastelmyndir Björgvins Haraldssonar eru athyglisverð- ar. Ég hef ekki séð myndir hans fyrr en þær sýna góð og fáguð efnistök. Einnig finnst mér Jón örn Ásbjörnsson hafa gott vald yfir teikningunni I sUrrealiskum tUsk og pastelmyndum slnum. Þá sýna Pétur Behrens og Ingvar Þorvaldsson fágaöa tækni. Af málurum er allstór hópur. Verk Leifs Breiðfjörðs — ,,hápunktur sýningar Félags Isl. inynd- listarmanna, segir Halldór Björn Runólfsson. þótt minna beri á málverkum en áður. AgUst Petersen er verðugur leiðtogi eldri kynslóðarinnar með sinum þökukennda en trausta stil. Bragi Hannesson og Einar Þorláksson eru eftirtektar- veröir. Af yngri málurum má nefna Einar Hákonarson og Sigurð örlygsson. Einkum tekst Einari vel upp I smærri mynd- um. Siguröur hefur um skeið verið busettur I Danmörku. Hann sjfnir þrjU málverk, afbragðsgóö. Þó virðist mér sem olian frekar en akryllitirnir hleypi lifi i myndir hans. Grafikin virðist jafnbest eins og oft aður. Fyrir utan Þórð Hall er stórskemmtilegt framlag Brynhildar Oskar Glsladóttur. HUn sýnir þrykk- verk Ur pappamassa með collage-Ivaf i, þar sem hugvit og næm myndhugsun haldast i hendur.Magnus Kjartansson sýnir einnig graflkmyndir, sterkar öruggar. Þetta er sáld- þrykksmyndir, hárflnt Unnar I lit og formi. Auk þrykk- myndanna sýnir MagnUs tvær myndir með blandaðri tækni, mjög liflegar og ekki slöari en graffkverkin. Sýningarnefnd FIM má vera allstolt af sýningunni. Takist að halda svipuðum gæðum á komandi sýningum félagsíns má segja að öld endurreisnar Félags islenskra myndlistar- manna sé gengin i garð.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.