Helgarpósturinn - 03.10.1980, Blaðsíða 19

Helgarpósturinn - 03.10.1980, Blaðsíða 19
19 --helgarpOSturinrL- Föstudag ur 3. október 1980. Myndlista- og handibaskólinn: Er hann gjaldþrota? r „SKOLINN GETUR EKKI HALDIÐ ÁFRAM" viö alvarleg Myndlista- og handíöaskólinn á fjárhagsvandamál aö stríða „Ef ekki fæst einhver leiðrétt- ing, þá er ljóst að skólinn getur ekki haldið áfram”, sagði Einar Hákonarson, skólastjóri Myndlista- og handiðaskólans, þegar Helgarpósturinn spurði hann um slæma fjárhagsstöðu skóians. Einar sagði að við óbreytt ástand væri ekki hægt að reka skólann nema i nokkrar vikur, til- viðbótar því mi þegar væri rikis- féhirðir hættur að greiöa reikn- inga. Fjárveitingin væri hrein- lega búin, og nú lægju um 30 mill- jónir i ógreiddum reikningum hjá féhirðum. „Vandi skólans er fyrst og fremst fólginn i þvi að allar áætlanir eru skornar niöur af ráðuneytinu, þannig að þær standast ekki. Meðal reikninga sem ekki eru til peningar til að borgar eru liðir eins og hilsa- leiga”, sagöi Einar. Hann sagði ennfremur aö skól- inn hafi alla tið veriö sveltur f jár- haglega af stjórnvöldum, og nú væri t.d. húsnæðismálum hans þannig háttað að nemendur á fyrsta ári gætu varla hengt af sér yfirhafnir. Slik væru þrengslin „Þetta hús er ekki byggt sem skólahúsnæöi, og þvi afar óhentugt, auk þess að þaö er alltof litið. Hér eru nú um tvö hundruð nemendur, og búast má við að þeim f jölgi mjög þegar fólk fer að koma úr undirbúningsdeildum fjölbrautarskólanna og frá Akur- eyri, þar sem einnig hefur verið sett á fót undirbúningsdeild fyrir þennan skóla.” Einar sagöi þaö von sina og trú að vandi skólans yrði bættur með aukafjárveitingu. —GA Fjalakötturinn áfram í Regnboganum Félagar kvikmyndaklúbbsins Fjalakötturinn lentu i da'litlum hrakningum um siðustu helgi, er flytja þurfti sýningar úr Regn- boganum niðri Tjarnarbió fyrir- varalaust. Kom upp einhver snurða á samstarfi klúbbsins við Regnbog- ann, en það mál hefur nú veriö leyst og verða sýningar um þessa helgi i Regnboganum eins og boðað hefur verið. Mikil aðsókn hefur veriö að sýningunum á 1900 eftir Bertolucci og litur út fyrir að félagar Fjalakattarins verði fleiri i vetur en nokkru sínni fyrr. Um þessa helgi er á dagskrá breska myndin Kom inn eftir Jane Arden. Fjalakötturinn vill hvetja félaga sina tii að koma á þær sýningar sem skirteini eru gefin út á. Stereóútvarp fyrir jól Tilraunasendingar f steriéi ættu að geta hafist hjá útv.arpinufyrir jól. Þau tæki sem til þarf svo stereóiítsendingar geti hafist eru væntanleg til landsins frá Norcgi I lok þessa mánaðar. Þegar eru fyrir hendi tæki til upp- töku á stereó, og hefur öll tón- listarupptaka f Háskólabíói og út- varpssal, eða stúdió 1, raunar verið með þeim hætti i átta ár. Þessar upplýsingar fékk Helgarpósturinn hjá Jóni Sigur- björnssyni, tæknistjóra Utvarps- ins. Hann sagöi einnig, að nUna sé i bigerö aö flytja Utsendinguna og þulina Ur stúdió 1 yfir i stúdió 2 meðan gerðar veröa á stúdióinu nauðsynlegar breytingar svo hægt veröi aö hefja þar stereó- sendingar. — Fyrst i staö veröur bara tón- list send út i stereó, enda er það aöalatriðið. Svo hægt veröi aö auka stereóútsendingar vantar siðan fleiri stereó upptökutæki, sagöi Jón Sigurbjörnsson, tækni- stjóri útvarpsins. — ÞG Andri frestast Ljóst er nú að þriðja bindið i strik og Ég um mig frá mér til sagnabálki Péturs Gunnarssonar min _ kcmur ekki út fyrir þessi um Andra, — framhald bókanna vinsælu Punktur punktur komma Vetrardagskrá hljóövarpsins: Gamlir „útvarpsjaxlar" með eftirmiðdagssyrpu og ekki stendur á skömmunum fyrirfram Tveir póstar í stað eins Gömlu „útvarpsjaxlarnir” Jónas Jónasson, Jón Múli og Svavar Gests, veröa hver meö sina „Syrpuna” eftirhádegi virka daga i vetur. Fyrstur f röðinni verður Jón Múli, á mánudaginn. Þá kemur Jónas á þriðjudaginn, Svavar á miðvikudaginn og Jón Múli aftur á fimmtudaginn. Hver þeirra fær tvo og hálfan tima til umráða i beinni sendingu, og strangar fyrirskipanir um aö halda kostnaði i lágmarki. — Blessaður spuröu mig ekki um þaö, biddu þangað til ég er byrjaöur, sagði Jón Múli, þegar við spurðum hann hvernig þess- ir eftirmiðdagsþættir hans væru hugsaðir. — Þetta veröur mest músik, Beethoven og Back, kannski eitthvað af Mozart. En aöal áherslan veröur lögð á madrigala og millispil, en nokkrar fúgur fá sjálfsagt aö fljóta með, var þaö eina sem varö togaö upp úr hon- um — svo er bara aö heyra á mánudagseftirmiðdaginn hvort hann ætlaðist til aö vera tekinn alvarlega eða ekki. — Ég er bara að gera þaö sem mér er uppálagt, spila músik fyrir hlustendur, sagði Jónas Jónasson um sina Syrpu. — Þetta verður sjálfsagt bæði popp, gömul og góð mUsík sem ég kunni að meta á sínum tima og klassik af léttara taginu. Inn á milli veröur eitthvert spjall, eitthvað i áttina til þess sem ég gæti sjálfur hugsað mér að hlusta á, t.d. í bilnum. En það er ekki hægt að vera skáldlegur siödegis, sagði Jónas og benti á, að hann renndi algjörlega blint i sjóinn með þetta og yrði að þreifa sig áfram. — En ekki vantar þaö, að fólk er strax byrjað að skamma mig, þótt ég sé ekki byrjaður, sagði Jónas Jónasson. — Þetta verður aðallega músík, til þess er ætlast af okkur. Ætli ég verði ekki mest með dans og dægurlög, sem fólk undir tvitugu kallar popp, en við sem erumá grafarabakkanum köllum bara dægurlög. Liklega reyni ég að taka fyrir einhver temu i hverjum þætti, ákveðin timabil og ákveðna lista- menn, og um tveir þriðju verður erlend tónlist, sagöi Svavar Gests, sem verður meö sina fyrstu syrpu á miðvikudaginn — til mæðu, eins og hann tók sjálfur fram,en bætti viö, aö hann sé alls ekki hjátrúarfullur og trúi þess vegna ekki á þessa miövikudags- mæöu. — ÞG Morgunpóstarnir Sigmar B. og Páll Heiöar, hafa sem kunnugt er skilið að skiptum, að sinni a.m.k. og verður Sigmar kvöldpóstur i vetur. Hann mun hafa umsjón með þáttum sem hefjast strax eftir fréttir, klukkan 19.35, og verða fjórum sinnum i viku. Páll verður áfram með Morgunpóst- inn, en mun fá til liðs við sig að- stoöarfólk, — núna fyrstu vik- urnar Ernu Indriðadóttur. Þáttur Sigmars er óskýrður þegar siðast fréttist, en hann hefst þriðjudaginn 7. október. Þátturinn verður i magasin- formi, og verður ýmsum dag- skrárliðum, sem verið hafa i út- varpinu, þar sópað saman, svo sem innleggi um lögfræðileg efni, sveitarstjórnarmál, iönaðarmál, landbúnaðarmál, og siðast en ekki sist menningarmál. Þá verður fjallað um málefni sem ofarlega eru á baugi i þjóðlifinu, fréttir, en samkomulag hefur ekki náðst milli Sigmars og fréttastofunnar um þau mál. Sigmar var spurður hvort hann væri ekki aö grafa undan hug- myndum um fréttaskýringaþátt, eins og Viösjá, með þvi að taka þetta að sér einn, eftir að frétta- menn hafa neitað aö sjá um hann vegna aöstööuleysis á fréttastof- unni. „Viðsjá var hreinn fréttaskýr- ingaþáttur”, sagöi Sigmar, ,, og þessi verður fjölbreyttari. Hann kemur til meö að fjalla um efni sem aldrei heföu farið i Viösjá. Auk þess er aðstaða fréttamanna ekki verri en annarra hjá stofn- unni. Þessir þættir, og Morgun- pósturinn, verða unnir i fimm fer- metra plássi, þar sem fimm manns hafa vinnuaöstöðu. Það er alls ekki mönnum bjóðandi. En það þýðir ekki aö neita að vinna aö þáttagerð, heldur reyna að gera sitt besta”, sagði Sigmar B. Hauksson. Hann bætti við að fengjust fréttamenn útvarps ekki til að taka að sér fréttaskýringaþætti, þá mundi hann leita til kollega þeirra á blöðunum. Sigmar og Páll Heiðar munu hafa með sér nokkra samvinnu i vetur, og munu fylgjast vel með þvi hvað verður i þætti hins, og jafnvel reyna einhverskonar samspil. Þannig munu „okkar menn i útlöndum”, verða þeir sömu hjá báðum og þeir hafa i huga að fylgja málum hvors annars eftir. Annars sagði Páll Heiöar Morgunpóstinn verða með mjög svipuðu sniði og i fyrra. „Hann hefst á sama tima, og verður jafn langur. Fréttirnar sem verið hafa klukkan átta koma þó ekki inni þáttinn, heldur verð þær látnar koma eftir að honum lýkur.” Efnislega sagði Páll þáttinn veröa nánast eins og i fyrravetur, en lögö áhersla á atvinnumálin og stjórnmálin. Sigmar mundi hins- vegar leggja meiri áherslu á menningarmálin. Þá sagði Páll meira verða lagt uppúr efni er- lendis frá Morgunpóstinum, en verið hefur. —GA Sigmar Páll Heiöar jón Múli Jónas Svavar

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.