Helgarpósturinn - 03.10.1980, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 03.10.1980, Blaðsíða 12
■''V V. v.v W/';M 12<,J ......... ~ Föstudagur 3. október 1980. holnFirnn^turÍnrL. Hundahald er ódýrt lögbrot: Þúsund króna sekt og malio ur sogunni — i bili Hundahald er bannaö í Reykjavík, Samt hika fæstir við að fá sér hund, hafi þeir á annað borð áhuga á því. Viðurlög við því að brjóta bann við hundahaldi eru heldur ekki svo ströng, hæsta sekt við því er þúsund krónur. Hundaeiqendur í Revkiavík eru taldir vera um 200—250. En þar sem hundahald er bannað er líka nær ekkert opinbert heiIbrigðiseftirlit með hundunum. Það eina sem hundaeigendum ber að gera er að koma með þá til hreinsunar vegna sullaveiki einu sinni á ári. í Reykjavík má heita, að sullaveiki haf i verið útrýmt — það er harla ólíklegt að hundar komist I innmat í SS við Skúlagötu til að ná sér í bandorm! — Hvernig má þaö vera að fólk hikar ekki viö að eiga hunda i borg meö „hundabanni”? Snýr lögreglan kannski blinda auganu að hundunum? Við spyrjum Pál Eiriksson aöstoðaryfirlögreglu- þjón. Þúsund króna sekt — Já, lögreglan snýr sér allt of mikið undan. Vissulega eigum við að vera harðir, en þetta er viðkvæmt mál. bað gerist þó oft, að lögreglan hefur afskipti af hundum i borgarlandinu. Eigend- unum er þá yfirleitt gefinn frestur til að losa sig við þá. Geri þeir þaö ekki er send skýrsla til sakadóm- ara, sem getur sektað hunda- eigandann um allt aö þúsund krónur. Og þá sektheld ég að eng- inn hiki viö að greiða jafnvel þótt hún væri margfalt hærri, enda er ljóst aö hundum hefur fjölgað mikiö upp á siðkastið, segir Páll Eiriksson. Hundahald er bannað i Reykjavik samkvæmt lögum númer átta frá 1924, nema með sérstöku leyfi borgarstjórnar. Eftir þvi sem Helgarpósturinn kemst næst hefur slikt leyfi hins- vegar aldrei veriö veitt. Þó eru i Lögreglusamþykkt Reykjavikur nánari reglur um þaö hvernig hundaeigendur skuli fara meö hunda sina. Þeim er meöal ann- ars skylt aö hafa hesli, eins og þaö er nefnt i lögunum, á hundunum, með merkispjaldi, sem Reykja- vikurborg útvegar. Þá segir I 66. gr., lögreglu- samþykktarinnar: „Grimma hunda og hunda, sem hafa þann vana að ónáöa menn og hræöa með glefsi, urri eöa gelti, eða sem eru óvenjulega stórir, ber eigendum að binda eða mýla tryggilega, aö viðlagöri sekt samkvæmt 96. gr.,” En samkvæmt næstu grein má ekki hafa „blóðhunda eða aðra grimma hunda til vörslu, hvorki utan húss né innan”. Þá vitum við það! En þeir sem á annað borð fá leyfi fyrir hundum verða samkvæmt 69. grein að koma með þá til lækninga á hverju hausti, „samkvæmt þvi, sem mælt er fyrir I reglugerð bæjarins um lækningu hunda af bandormum”. Sullurinn úr sögunni — Sullaveikin er ekki það vandamál sem hún var, að minnstakosti ekki hér I þéttbýl- inu. Aöal hættan er 1 sambandi við spólormana, sem allir hundar hafa sér4 sagði Brynjólfur Sandholt héraösdýralæknir I Gullbringu- og Kjósarsýslu og þéttbýlisstöðunum á höfuö- borgarsvæöinu. — En þar sem hundahald er ekki leyft hér er aö sjálfsögðu ekkert opinbert eftirlit meö þessu. Ég reyni þvi aö prédika fyrirfólki að koma reglulega með hunda sina til ormahreinsunar. Spólormarnir fá nefnilega sina eðlilegu hringrás I hundunum og geta klakist út I fólki. Þeir geta fariö I ýmis liffæri, svo sem augu og liöi og valdið kvalafullum sjúkdómi. Hundarnir bera lika ýmiskonar sjúkdóma aðra, og má nefna sem dæmi salmonella og gulu, sagði Brynjólfur Sandholt dýralæknir. — Er aö þessu leytinu i raun- inni meiri ástæöa til aö banna hundahald en t.d. kattahald? — Það má segja, að hundar séu i nánari snertingu viö fjölskyld- una en kettir og óhreinki meira. En kettir bera lika með sér sjúkdóma, og kanarifuglar ef þvi er að skipta. Það má þvi segja að það sé ekki verra að hafa hunda en önnur gæludýr, sagði Brynjólfur. Blekking En er Páll A. Pálsson yfirdýra- læknir sammála þessu? Við spyrjum hann um afstöðu hans til hundahalds. — Eftir að hafa horft á þetta 1 30 ár er afstaða min til hunda- halds I þéttbýli sú, aö veröi það leyft skapi það fleiri vandamál en það leysir. — En þar sem hundahald, viðgengst samt, væri það ekki bara viðurkenning á staðreynd- um aö setja reglur t.d. um heilbrigðiseftirlit? — Það er bara blekking að ætla sér að setja strangar reglur um hundahald, var það eina sem Páll A. Pálsson yfirdýralæknir vildi láta hafa eftir sér um þetta. En hvaö segja hundaeigendur sjálfir? Hvernig er aö eiga hund I „hundalausri” borg? Tömdum hundi líður vel — Þaö er mikill misskilningur að halda, aö hundar þurfi að hafa allt Island fyrir sig svo þeim liði vel. Ég vil meira aö segja halda þvi fram, að engir hundar séu eins illa tamdir og islenskir sveitahundar, viða er þeim ekki einu sinni kennt að smala. Hundar eru hópdýr i eðli sinu, og áður en maðurinn greip inn i höföu þeir einn foringja, sem þeir hlýddu skilyröislaust. Hafi þeir yfir sér húsbónda og séu vel tamdir liöur þeim vel. Þá eru þeir rólegir og yfirvegaðir. Sá sem segir þetta er sjálfur hundaeigandi og sportveiðimaður — og býr I Reykjavik. Þess vegna vill hann ekki koma fram undir fullu nafni. Þó göngum við svo langt aö nefna hann Jón. Meðal kunningja gengur hann gjarnan undir nafninu Jón Skottupabbi. Skotta er fimm ára gömul tik af irsku setterkyni, hreinræktaöur fuglahundur. — Það er ekki vegna þess að ég vilji vera i felum vegna lögregl- unnar. Heldur er alltaf hætta á, aö hinir og þessir fari aö hringja og kvarta yfir hundinum af tómri illgirni, er skýring Jóns á þvi. — En þaö skilja það engir betur en viö hundaeigendur, sem reyn- um virkilega að hugsa um hundana okkar, að það þarf að leysa þessi hundamál hér i Reykjavik. Það þarf aö setja strangar reglur, meöal annars setja bandskyldu á hunda á götum úti. Raunar má hundur aldrei vera laus. Með þvi á ég ekki við, að þeir eigi alltaf að vera i bandi. En þá þarf hlýönin lika að vera skilyrðislaus. Til að leggja áherslu á þetta kallar hann I Skottu, og hún kemur að bragði. „Sitt.” Skipunin hljómar snöggt og hvellt, og Jón lyftir um leið upp hægri handlegg. Skotta sest umsvifalaust. „Dekk”, hljómar næst, og Skotta lætur sig falla á stundinni og liggur graf- kyrr þar til Jón snertir viö henni. Þá spretturhúná fætur. „Stopp!” Við þessa skipun sýnir Skotta meistarastykkið. Hún stirðnar upp, teygir fram álkuna og lyftir annarri framlöppinni. Og: ,,Já! ”, lágt, hvellt og skipandi frá Jóni og tikin rýkur af staö en snýr fljót- lega við. Hún veitaö þetta er bara æfing og fær klapp fyrir frammi- stöðuna. Siðan dregur hún sig i hlé. — Við höldum þvi fram sem stöndum i þvi að temja hundana okkar, að það taki meiri tima en hestamennskan hjá hestamönn- unum, og við lltum á þetta sem iþrótt, segir Jón. Hundar af þessari tegund eru vanaiega orönir fullgildir veiðihundar tveggja ára. En eftir þaö þurfa þeir reglulega þjálfun, klukku- timi á dag nægir. Við þjálfum saman á morgnana, I hádeginu og á kvöldin. — En liður hundunum ekki illa að búa þó viö þetta ófrelsi? Þú vinnur allan daginn og á meðan er tikin lokuð inni. — Við getum þá alveg eins sagt, að maðurinn hafi verið rif- inn úr sinu rétta umhverfi og settur inn I steinkassa. Hund- unum liður eins vel inni og okkur, og mln reynsla er sú, að einn til tveir langir túrar á viku sé nóg. Hundarnir eru á fullu allan timann, halda um 30 kilómetra hraöa. Eftir þaö leggja þeir sig makindalega og hafa fengið nóg i bili, segir „Jón Skottupabbi”. Ekki undan lögreglunni að kvarta Hundahald Kristinar Agústs- dóttur er með nokkuð öðrum hætti. Fyrir ellefu árum var brotist inn I vinnustofu manns hennar, Jakobs Jónassonar læknis, og verulegum verömæt- um stolið. Ari seinna fengu þau sér hund af islensku kyni, bæði til að gæta Ibúðarinnar og eins henni til félagsskapar þar eð börnin voru farin að heiman. — Það eru engin vandræði að hafa hund i Reykjavik aö öðru leyti en þvi að einstöku nágrann- ar virðast ekki þola hann, og það má litið útaf bera til að þeir kvarti til lögreglunnar, segir Kristin, sem er upprunnin I Þýskalandi þar sem hún vandist þvi frá barnæsku, að hundahald væri talið sjálfsagt. Hundur Kristinar heitir Gáski, og það var greinilegt þegar viö komum inn, að hann tók það hlut- verk sitt alvarlega að gera aðvart um gesti. — En ég hef ekkert undan lög- reglunni að kvarta, þetta eru ákaflega kurteisir menn. Hins- vegar er það miður, að börnin eru alin upp i hræðslu við lögregluna, vegna þess að þau vita að hún kemur til að taka hundinn þeirra, sagöi Kristin og bætti þvi við, að bráðnauðsynlegt sé að hafa hundana i bandi og merkta.allir hundaeigendur séu sammála um það. Sjálf kvaðst hún aldrei sleppa hundinum lausum nema fyrir utan bæinn eöa I Laugar- dalnum. — Hundurinn verður að vera vel taminn, hann verður að hlýða fyrirskipunum, og fólk verður að gera sér grein fyrir þvi að hann er ekkert leikfang, fullorðnir verða að sjá um tamninguna. — En eru hundarnir ekki ófrjálsir þegar þeir eru mikið inni i húsum? — Það er mesta vitleysa að hundar tilheyri bara uppi i sveit! Erlendis eru til hundrað ára gamlar reglur um þaö aö hafa hunda inni i ibúðum, og þar er þetta ekkert tiltökumál. Hundun- um liður best i nálægö húsbónda sins, en hann þarf að þekkja eðli hundsins og taka tillit til aðstæöna, þá er jafnvel i lagi að hafa þá i blokk. — En það er bindandi aö hafa hund. — Það fer eftir þvi hvernig hann er alinn upp. Þegar við för- um út á kvöldin fær Gáski fyrir- skipun um að passa húsið.tá veit hann að hann má ekki fara út, hoppar upp i körfuna sina og biður þar þangað til viö komum aftur, segir Kristin Agústsdóttir og segist litið botna i þeirri „hræðslupólitik”, sem islensk stjórnvöld stundi á flestum sviðum. „I stað þess að leiöbeina fólki og hjálpa þvi er stööugt gripiö til þess aö banna alla skapaða hluti”, segir Kristin Agústsdóttir að lokum.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.