Helgarpósturinn - 03.10.1980, Síða 20

Helgarpósturinn - 03.10.1980, Síða 20
20 Alþýðuleikhúsið fer í gang: Meira eftir Dario Fo og íslenskur kabarett Alþýðuleikhúsið er að fara af stað með vetrardagskrá sina um þessar mundir. 17. október verður frumsýning i Fellahelii á ung- lingaleikritinu „Pæld’íði” eftir Þjóöverjana Fehrmann, Flugge og Franke. Leikritið verður flutt i unglingaskólum en það fjallar um mál sem er nærtækt fólki á þeim aldri: ástir hjá byrjendum. Leik- stjóri er Thomas Ahrens. Yngri börnin fá lika sinn skammt hjá Alþýðuleikhúsinu. 1 byrjun desember hefjast sýning- ar á leikritinu „Kóngsdóttirin sem kunni ekki að tala” eftir Finnann Christina Anderson. Þetta er leikrit fyrir heyrnarlaus og heyrandi börn og byggist mik- ið á látbragði. Leikritið verður sýnt i barnaskólum upp i sjötta bekk. Leikstjóri og þýðandi er bórunn Sigurðardóttir. Einhverntima i byrjun desem- ber kemur að fullorðna fólkinu. Þá hefjast sýningar á leikriti Dario Fo, „Stjórnleysinginn sem dó af slysförum”. Leikstjóri er Lárus Ýmir Oskarsson. Þetta er gamanleikur með ádeiluivafi, eins og Dario Fo er von og visa. Hann fjallar um ákveðna atburði sem áttu sér stað á ttaliu, þegar yfirheyrslur yfir vinstrisinnuðum öfgamönnum stóðu sem hæst. Raunar var aldrei fyllilega ljóst hverjir stóðu raunverulega fyrir þeim hermdarverkum sem vinstrisinnarnir voru ákærðir fyrir, og fullt eins vist að það hafi verið hægri sinnaðir öfgamenn. En lögreglan gerir þann sekan sem hæfir best fyrir þjóðfélagið að sé sekur. Þrír Islendingar á Parísar-biennalnum: Draumur flestra ungra listamanna — Það má vissulega segja, að viss draumur hafi ræst, að koma myndum á Parisar biennalinn. Það er markmið sem flestir ungir listamenn keppa að. Þegar þvi marki er náð er sem maður standi augliti til auglitis við sjálfan sig, og maður getur borið sig saman við aðra, segir Arni ingólfsson myndlistarmaður i samtali við Helgarpóstinn. Verk eftir Árna, Helga Frið- jónsson og Niels Hafstein voru valin til sýningar á biennalnum, en hann þykir mikill viðburður i listalifi heimsins og sýna ijóslega helstu strauma meðal yngri lista- mannanna, sem allir eru undir 35 ára aidri. — Það er svokailaður „kommissar” frá hverju landi fyrir sig, sem velur úr verk til sýningar, og siðan velur ellefu manna nefnd i Paris endanlega myndirnar á sýninguna. — Það sem mér fannst eftir- tektarverðast á sýningunni er, að málverkið virðist vera að koma aftur. Það eru sérstaklega Ital- irnir sem sýna stór oliumálverk. Vestur-Þjóðverjarnir eru aftur mikið i ekspressjónismanum, og innanum bar dálitið á „hyper- realisma”, verkum sem maður þarf eiginlega stækkunargler til að sjá öll smáatriðin. Auk þess var dálitið skemmti- legt að skoða Kinverjana. Þeir eru allir i „plaggatarealisman- um”, allar myndirnar virðast eins, mest brosandi stúlkur. En þetta þykir vist mikil framúr- stefna i Kina. Japanirnir eru lika mjög eftirtektarverðir. Þeir voru með stór verk, byggð á japönsk- um hefðum, segir Arni Ingólfs- son. Að sögn Arna virtust iista- mennirnir á biennalnum yfirleitt 'hafa fengið opinberan fjárstuðn- ing fyrir ferðum og uppihaldi. tslensku listamönnunum tókst hinsvegar aö kria út loforð um, að föstudagúr 3. október 1980. ^ihelgarpásturinrL- Æskan og ABC — tvö barnablöð sem ekki eru í takt við tímann Undir jólin kemur svo hvorki meira né minna en islenskur kabarett á fjalir Alþýðuleikhúss- ins. Kabarettinn, Blóösuguballið, er eftir Gunnar Gunnarsson og ýmsa fleiri, en Gunnar leggur fram ófullbúið handrit, sem siðan verður unnið i sameiningu þeirra sem að verkinu vinna. Þetta verður söngur, glens og gaman, pólitiskt grin um verð- bólguna, bilamenninguna, Flug- leiðir og allt þetta sem einkennir liðandi stund. Seinna á leikárinu koma væntanlega þrir einþáttungar, Kona, eftir Dario Fo, eintöl þriggja kvenna, og undir vorið verður sett upp Draugalestur, eftir Kroetz, undir stjórn Brietar Héðinsdóttur. Eftir áramót hefjast æfingar á stuttu leikriti eftir kvikmynda- gerðarmanninn fræga, Rainer Werner Fassbinder, Frelsinu i Bremen, en leikstjóri verður Hallmar Sigurðsson. Þá má geta þess að Þrihjólið eftir Arrabal sem frumsýnt var i sumar fer aft- ur i gang um þessa helgi og mun trúlega rúlla viða. —ÞG. Verk eftir Arna Ingólfsson. menntamálaráðuneytið greiddi ferðirnar. Þegar þeir komu til að sækja ávisanirnar tveimur dög- um fyrir brottför hafði framlagið verið skorið niður um helming. Parisar biennalinn er bæði i gamla nútimalistasafninu, þar sem hann stendur til annars nóvember, og Listamiðstöðinni Pompidou, en sá hluti sýningar- innar verður opinn út mánuðinn. — ÞG Nú fyrir skömmu leit nýtt barnabiað dagsins ljós. Barna- og tónstundablaðið ABC, afsprengi Frjáls framtaks hf. og Skáta- hreyfingarinnar. Mikið var búið að auglýsa blað- iðáður en lesendur fenguþaðloks i hendur. Þvi var óspart fiaggaö aði blaöinu myndi Guðrún Helga- dóttir segja börnunum nýjar sög- ur af Jóni Oddi og Jóni Bjarna. Hvað hún og gerir og er það bita- stæðasta efni blaðsins eins og við var að búast. 1 blaðinu eru einnig viðtöi við nokkra krakka, um það hvað þau eru að gera, hvernig þau vilja hafa barnablað og rætt er við Karl Pétur Jónsson ungan kvikmyndaleikara i Punktinum. Þetta efni bjargar þvi sem bjarg- að verður i þessu fyrsta tölublaði ABC. Þar fyrir utan er efni blaðsins litlaust og Hflaust og litið til þess vandað nema auglýsinganna. Siðu eftir siðu er eytt í að auglýsa tlskufatnað fyrir börn, hjól, kókó- malt, súkkulaði, húsgögn i barna- herbergið og annað af svipuðum toga. Menn skyldu ætla að aðrar reglur giltu um auglýsingar begar um börn er að ræða en ekki tullorðið fólk.en þvi er greinilega ekki að heilsa hjá Frjálsu fram- taki hf. Innanum glansandi litrikar auglýsingar má svo finna gráar þrautir, afspyrnulélegar mynda- sögu, smásögur, föndur, örfáa fróðleiksmola og nokkra brand- ara. Slikt efni er út af fyrir sig allt i lagi, en eins og það er framreitt i ABC á það meira skylt við fjölrit- að skólaefni, en nútima fjölmiðl- un. En ABC er ekki eina bamablað- ið, sem gefið er út á Islandi. ÆSKUNA þekkja allir, enda er hún orðin áttræð og ber þess nokkur merki bæði i efnisvali og útliti. Meginuppistaða efnisins eru ævintýri, iþróttir, þjóðlegur fróðleikur, getraunir skrýtlur, myndasögur og fastir þættir s.s. Hvað viltu vita? og Hvað viltu verða? Efnið er mikiö og hefur siðfræðilegan undirtón, sem verð- ur trúlega best lýst i setningunum sem prentaðar eru neðst á innsið- ur blaösins. Hafið ætið Jesús i verki með ykkur. Forðist áfengi og tóbak — drekkið aldrei fyrsta staupið. Munið að kunna lexiurn- arykkarfyrir skólann. Ekki tjáir aö deila við dómarann og fleiri i þeim dúrnum. Lifsskilyrði islenskra barna hafa tekiðmiklum stakkaskiptum undanfarin 20 ár. Það sama verð- ur ekki sagt um ÆSKUNA. Séu 20 ára gömul tölublöð borin saman við ný, verður ekki séð að munur- inn hvað efnisval snertir sé ýkja- mikill. En pappirinn er orðinn betri. Myndasögurnar eru orðnar i lit og mislitar renndur skreyta siður blaðsins hér og hvar. Lit- myndir fyrirfinnast ekki inni i blaðinu, en skreyta forsiðuna og brosandi snáði i lit á baksfðunni, tilkynnir æskunni að brosið fylgi flösku af kók. Myndir sem fylgja greinum i nýjustu tölublöðunum bera það og með sér að þær eru teknar fyrir svo sem 20—25 árum. Barnablöðin tvö ÆSKAN og ABC eru fremur einhliða i efnis- vali. Við öðru er kannski ekki að búast þegar Stórstúka islands sér um útgáfu annars en Frjálst framtak hf. og Skátahreyfingin um útgáfu hins. Það sama gildir um bæði blöð- in, þau gera hvorugt nokkra til- raun til þess að fjalla um þann samtima sem íslensk börn hrærast i. Það er ekki til siðs að spyrja börn álits á lifinu og tilver- unni. Ef þau eru spurð einhvers er það i mesta lagi hvað þau heiti, hvað þau eru gömul og hvort þeim þyki gaman á dagheimilinu, á róló eða i skólanum. Böm hafa ýmislegt um lifið og tilveruna að segja, bara ef einhver gerir sér það ómak að spyrja þau. Það sannar þátturinn Hringekjan, sem verið hefur á dagskrá út- varpsins á laugardagseftirmið- dögum. Og þar sannast eins og svo oft áður að gott barnaefni er fyrir alla. Ef foreldrum þykir barnaefni leiðinlegt geta þeir bókað að bömunum þykir það varla skemmtilegra. Byltingin er á bömmer... Einar Már Guðmundsson: Sendisveinninn er einmana (39 bls ) og Er nokkur I kórónafötum hér inni? (43 bls.) Ljóð Galleri Suðurgata 7, 1980. Það er undarlegt uppátæki hjá ungu skáldi sem er að gefa út i fyrsta sinn að senda þá frá sér tvær bækur i einu. Þaö mætti halda að höfundur ætli sér engan smáhlut I heimi skáldskaparins. Flestir hefðu trúlega látiö sér nægja að gefa út eina bók og þá skipt henni i tvo hluta ef verkast vildi. En hvernig sem nú á þessu stendur þá er sjáanleg ein skýring, ef maöur vill vera sanngjarn, og hún er sú að ljóðin i þessum bók- um em töluvert óh"k. Ljóðin i Sendisveinninn er einmana em yfirleitt fremur löng og þar er leitast við að skoða og skilgreina heiminn i margbrotnum myndum og lik- ingum þar sem mörgum hug- myndum er blandaö saman. Hinsvegar eru ljóðin i Er nokk- ur I kórónafötum hér inni stutt ogbyggja á einni hugmynd sem tjáö er i einfaldri likingu eða mynd. I Sendisveinninn er einmana eru þaö einkum tveir hópar fólks sem teknir eru til með- ferðar. Annars vegar er það þessi vesalings smáborgari sem búiö er að vera að sparka i rass- inn á a.m.k. siðustu tvo áratugi og jafnvel miklu lengur. Mér finnst að þaö sé fyrir löngu hætt að vera frumlegt að hneyksla þennan smáborgara sinnar samtiðar. Lýsingar eins og: sest ekki hjá siðhærða stráknum! hann hefur áreiðanlega eitur- lyf i fórum sinum svo stressandi að slappa af með teppalagt sparimerkjabros sparimerkjafjölskyldunnar (bls. 18) Þó póstkassinn sé alltaf tómur ertu örugglega til það geturðu sannað með löggiltum pappirum skilvisum afborgunum af græjunum og andardrættingum fyrir framanspegilinn (bls.22) segja okkur ósköp litið nýtt um smáborgarann eöa gera það betur en áður hefur verið gert. Hinn hópurinn sem Einar tek- ur fyrir hefur hinsvegar ekki verið gerður upp fyrir löngu. Það er æskan sem einu sinni ætlaði að frelsa heiminn i bylt- ingunni sem ekki kom og hefur nú orðið fyrir vonbrigðum og er þreytt og hálfmædd á öllu veseninu: hinir siðhærðu með jesúbrosin vita svo vel hvað þeir gera að þeir eru hættir að pæla _______ i þvi svo undarlega langt milli þeirra sem sitja i sama herberginu, Við erum ekki i lit heldur svart-hvitir skuggar hvers annars það er ekkert töff að vera til allir sigrarnir sem við töpuðum i rauðeygu myrkrinu eru fyrir bi bylúngin er á bömmer og frelsið er bara flipp (bls. 13) I heimi þessa fólks er rikjandi einhver einsemd og þú verður að eyða timanum af sömu kostgæfni og hann eyöir þér (bls. 26) 1 ljóðunum má greina ákveðna anarkistiska samfélagshöfnun þvi búið er aö stela uppskerunni sitjum við auöum höndum þar sem hinir ófyrirleitnu sem skilja allt en finna ekki til með neinu hafa öll völd. (bls. 9) Einar Már — bækurnar tvær Iofa góðu segir Gunnlaugur m.a. i umsögn sinni. En þó að flest ijóðin séu held- ur svartsýn og eyðileik þrungin felst vonin helst í þvi að mann- eskjurnar nái saman á nýjan hátt: á röntgenmynd himinsins leysumst við upp i frumefni til að mynda ný sambönd ámilli okkar sem erum verur. (bls. 7) I þessari bók, sem og hinni, sækir Einar Már orðfæri sitt til hversdagsmáls unglinga, en ljóðin vilja oft verða fuilhlaðin og nálgast oft predikunar- kennda mælgi sem fer illa viö efnið sem hann fjallar um. Það sem gefur þessari bók fyrst og fremst gildi er að i henni er reynt að brjóta til mergjar hluta nútimaheimsir.s sem ekki hefur mikið verið fjall- að um tíl þessa . lErnokkurl kórónafötum hér inni eru ljóðin yfirleitt stutt eins og áður er getið. I rauninni er viðfangsefnið og hugmynda- fræðin svipuð en tjáningar- aðferðin er önnur. 1 stuttum ljóðum þar sem hversdagsmál er notað í einföldum likingum tekst Einari oft að sýna á skemmtilegan og eftirminnileg- anhátt inni þá veröld sem hann yrkir um. Sem dæmi má taka Baráttusöng isfirskra barna- kennara: sjá roðann i varalit skrifstofu stúlkunnar Astarkvæði er svona: þó rúbikófljótin væru þurr þó ég gæti tekið strætó heim til þín kom ég sá ég og tapaði. Miðaldra hjón: þau hanga i stofunni eins og samlokur en það er ekkert á milli þeirra nema hamingjan sem skilur þau að Og að lokum kemur hér ljóðið Mannleg samskipti: gefðu mér sjúss en vertu ekkert að hafa fyrir þvi að segja mér ævisögu þina Mérfinnst þessi bók aö mörgu leyti betri en hin, þvi hér fær frumlegt hugmyndaflug skálds- ins aö njóta sin án þess að vera hlaöið of miklum umbúöum. Þessar tvær bækur eru allra athygli verðar og lofa góðu um þennan höfund, þó að þær séu alls ekki timamótamarkandi i bókmenntasögunni. — G.Ást.

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.