Helgarpósturinn - 03.10.1980, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 03.10.1980, Blaðsíða 4
Föstudagur 3. október 1980. -íJielgarpósturínrL. Þorbjörn Broddason Haraldur Blöndal ANDRÉS ÖND Einvigi þeirra Þorbjörns Broddasonar, lektors og Haraldar Blöndals, lögfræðings er fyrsta rökræöan undir þessu heiti sem Helgarpósturinn býöur til. DeilumáliO, heimur Andrésar Andar, Jóaki ms frænda og félaga eins og hann birtist f teiknimyndasögum Walt Disney, er allflestum tslendingum nákunnugt þvi þetta lesefni hefur undanfarna áratugi verið partur af uppeldi langstærsta hluta Islenskrar æsku. Andrés önd mun nú vera mest seida erlenda vikuritiö á islandi. Ýmsir hafa þó oröiö til aö vara viö þessu lesefni, og er skemmst aö minnast Disney-rfma Þórarins Eldjárns. Þorbjörn og Haraldur eru á öndveröum meiöi um boðskap og eöli þessa útbreidda „uppeldisrits”, en báöir hafa lesiö Andrés önd frá blautu barnsbeini. Þorbjörn: Þaö er ekki fyrr en ég fer aö eldast og fer aö skoöa Andrés meö greinandi augum, aö ég sé aö þar er uppvaxandi kyn- slóöum boöin ákaflega einfölduö og einhliöa mynd af heiminum. Ljöst er aö fyrir höfundi vakir ákveöiö sjónarmiö, og lögö er áhersla á ákveöin lifsviöhorf, eins og reyndar öllu fjölmiöluöu efni. Menn senda ekki frá sér boöskap án þess aö hafa einhverja mein- ingu. Haraldur: Ég get ekki séö aö þessar teiknimyndafígúrur séu geröar til aö koma aö einhverri ákveöinni lifsheimspeki, annarri en þeirri en aö menn eigi aö vera heiöarlegir og góöir hver viö annan. Þaö er einkenni á öllum sögum Disneys aö óaldaseggir láta i minni pokann. Hann tekur fyrir mismunandi vandamál. Ég held til dæmis aö ég hafi i fyrsta skipti lesiö um mengun i Andrés- blaöi. Margar sögur hans eru ein- mitt um mengun. Einhverntíma varö Onkel Jóakim aö yfirgefa Andeby, vegna þess að ioftiö þar var oröiö svo vont. Hann fór úti skóg og fann þar náttúruna fulla af verömætum, málmum, vatns- föllum og fleiru, og hann vildi virkja, grafa og andskotast i þessu. En þarna bjó indjánakyn- þáttur sem skildi mál dýranna, og þau spuröu: Hver hefur veitt þér leyfitil aö grafa og róta? Hefuröu samning viö jurtirnar eöa dýr merkurinnar? Fuglana eöa fisk- ana? Þorbjörn: Boðskapurinn i þessum blööum er sá aö viö skulum ekki breyta rikjandi ástandi. Boöskapur rikjandi lifs- hátta i millistéttar vestrænu um- hverfi, — en sögurnar endur- spegla h’f i bandariskum smábæ. Sem dæmi um þennan boöskap má nefna þaö sem Haraldur minntist á: Oaldaseggir lúta alltaf I lægra haldi. En illmennin eru alltaf fyrirfram skilgreind. Þaö eru þrjótarnir sem eru aö reyna aö hafa fé af einhverjum sem á þaö meö rétti, mjög oft Jóakim frænda. bað er aldrei dregiö i efa aö fjármunir hans séu vel fengnir — hann hefur bara einhvernveginn sankað aö sér griöarlegum fjármunum. Og alltaf tapa þrjótarnir. Verömæti sjástekki ööruvisi en I dollurum. Allt gildi i þessum blööum,ogþarmeö manngildi.er mælt i dollurum, peningum. Þaö eru engin menningarverömæti tii hjá Andrési. En þrátt fyrir alla þessa dollara, sjást þeir aldrei veröa til. Þaö eru aldrei sköpuö verömæti hjá Andrési. baö er ekki til verkalýöur hjá Andrési. Þetta er eins og sumir vilja oröa þaö: Draumaheimur borgarans. Gildisauki án framleiöslu. Verö- mætin eru bara til. Haraidur: bama er ekki veriö aö búa til þjóöfélag sem menn eiga aö draga lærdóm af. Þetta eru bara sögur, og menn eiga að lesa Andrés Ond meö þaö I huga. Ef ég skrifa um Andrés Ond, þá er ég ekki aö skrifa um verka- lýöinn, alveg eins og ef ég skrifa um Jón forseta, þá skrifa ég ekki um bóndakonu noröur á Ströndum. Allar teiknimynda- sögur byggjast á geysimikilli ein- földun á staöreyndum, en þaö er ekki gert til aö afskræma, heldur vegna þess aö þaö þjdnar sögunni. Þetta eru ævintýri fyrir fólk á öllum aldri. I blööunum koma verkamenn iöulega fyrir og þá er ekki hallaö á þá. Einkenni á Andrési er aö hann tollir ekki ■ i vinnu, hann skuldar Jóakim griöarlega peninga, og Jóakim fer sviviröi- lega meö hann. Og þaö er ekki falleg mynd sem gefinn eraf Jóa- kim, — hann er bara saman- saumaöur nirfill. Þorbjörn: Samt sem áöur kemur Jóakim alltaf þannig út aö lesandanumerhlýtt tilhans. Fólk hefur jafn mikla samúö með honum og Andrési. En ég held aö þú finnir ekki sögu í Andrésblaöi um fólk viö raunveruleg fram- leiöslustörf. Þú sérö fólk á skrif- stofum, og þú sérð Andrés leita sér aö vinnu, eöa þegar veriö er aö reka hann úr vinnu — en þú finnur ekki fólk viö verkamanna- vinnu. Þorbjörn: Þá er spurningin: Er þessi einföldun heimil? Jú, viö skulum segja, aö þetta sé höfundarleyfisem menn taka sér. En viö veröum aö gera okkur grein fyriraö þetta er ekki lesefni fyrir einhvern útvalinn þröngan hóp, þetta er lesefni sem dreifist i alveg gifurlegu magni yfir börn af öllu tagi um allan heim. Haraldur: Þú getur ekki sett þetta svona upp. Krakkar gera sér alveg grein fyrir hvaö er saga og hvað er veruleiki. Krakkar blanda þvi ekkert saman og þau hafa óskaplega gaman af sögum sem snerta I sjálfu sér ekki veru-i leikann. Til dæmis söguna um Pétur Pan, eða Mary Poppins. 011 ævintýrin islensku. Þau náttúr- lega nálgast ekki veruleikann. Þorbjörn:Þaö er alls ekki rétt. islensk ævintýri, álfasögur, þjóö- sögur, eöa þessháttar eru sprottin beint úr reynslu þjóöarinnar sjálfrar og fjallaöll um vandamál Islenskrar alþýöu. En viö vorum aö tala um ein- földun á Andrési, og ég get alls ekki fallist á aö þaö sé einföldun sem krakkar hafi bara gaman af. Þetta þjónar algjörlega þeim ákveöna tilgangi aö draga upp mynd sem hjálpar tilteknum málstaö, og vinnur þvi gegn öðrum málstaö, sögurnar ganga I stórum dráttum útá aö rikjandi ástand sé, hvort sem okkur likar betur eöa verr, varanlegt. Þetta er ein hliö málsins. Siöan er önnur sem kannski er alvar- legri. Hún er sú að ekki er til ein einasta venjuleg fjölskylda i öllu þessu gallerii af sögum. Af ein- hverjum ástæöum þolir Walt Dis- ney, eða þeir sem sem ja sögurnar fyrir hann, ekki að í þeim birtist venjuleg fjölskylda. Andrés á aö ganga ungunum i fööurstaö en er sýndur sem illkvittin skepna, sem reynir aö koma frændum sinum i allskonar klipu. Foreldraástúö er ekki til i þessu. Haraldur: Þaö má ekki lita á þessar sögur svona. Þetta eru teiknimyndasögur, og ég veit ekki ástæöu þess í sjálfu sér aö þaö er engin visitölufjölskylda þarna. Þetta eru raösögur, þaö er verið aö fást við sömu vandamálin aftur og aftur i nýjum útfærslum. Og menn vilja hafa persónurnar eins. Og þaö á ekkert aö vera aö grufla I þessu. Þetta eru óraun- veruleg ævintýri, og þaö er ekkert atriöi hvort þetta er fjölskylda eöa ekki. Þorbjörn: Þetta eru ekki óraunveruleg ævintýri. Þetta er veruleikinn sjálfur, skrum- skældur í ákveönu augnarmiöi til aö koma ákveönum boöskap til skila. Ef viö tökum t.d. aftur séttarstööu fólksins i þessum sögum, þáerhægtaö sýna fram á aö þau átök sem eiga sér staö I þessum sögum eru aldrei á milli tveggja jafn gildra, eöa jafn góöra aöila. Þaö eru alltaf átök á milli vondra og góöra. Haraldur: Nei, nei. Til eru geysilega skemmtileg ævintýri um mann sem heitir Guldjver Flintenstein, og er samkvæmt sögunni liklega frá Suöur-Afriku, og er alltaf aö reyna aö veröa rikari en Jóakim. Þeir eru nákvæmlega eins. Jafn rikir. Þaö eina sem skilur þá aö er aö Guldjver er gjafmildari. Hann á þaö til aö eyöa peningum, sem hinn gerir aldrei nokkurntimann. Þaö kemur þvi fyrir aö menn slást þarna á jafnréttisgrund- velli! Þorbjörn: Ekki fellur hver ein- asta saga inni sama munstrið, en ef viö litum á heildina þá er megniö af átakasögunum þar sem Jóakim kemur viö sögu, um einhverja sem eru aö reyna aö ná til sin hans peningum, og þaö má lita svo á aö þar sé veriö aö setja siöferöisstimpil á ákveöin átök i þjóöfélaginu. Haraldur: Nei, nei, nei. Þaö er alltaf veriö aö reyna aö ná þess- um peningum og hann timir aldrei aö láta þá frá sér, á pen- inga eins og sand, og syndir i þessu. Þorbjörn: Hvemig nær hann i þá peninga? Haraldur: Þaö kemur iðulega fram I sögunum, hann fer I feröir og græöir peninga.. Þorbjörn: Gullfundir... Haraldur: Þannig er þaö í öllum ævintýrum. Og ákaflega svipaö og I gömlu ævintýrunum okkar, þegar menn fundu gull- kistur. Hvernig er sagan af her- manninum hjá H.C. Andersen? Þorbjörn: Semsagt: Verðmætin sem hann eignast eru ekki sköpuö, þau veröa bara til. Haraldur: Þaö er alls ekki veriö aö fjaUa um þaö hvernig hans verömæti veröa til... Þorbjörn: Nei, þaö er alveg hárrétt... Haraldur: Nema einstaka sinnum þegar hann er aö segja frá þvi hvernig hann varö rikur, og þá er það oft meö gullgreftri. Þorbjörn: Þaö var i upphafi. En hans f jármunir eru náttdrlega ekki allir fengnir á þann hátt. En þaö er alveg rétt sem þú segir: Þaö er ekkert veriö aö fjalla um þaö. baö er bara gefiö til kynna aö hann á þessa peninga. Hann nær sér i þá á einhvern gjörsam- lega yfirskilvitlegan hátt. Haraldur: Enda er þaö ekkert atriöi. Hvaöa máli skiptir þaö? Þorbjörn: betta skiptir tölu- veröu máli.. Haraldur: Nei... Þorbjörn: Við erum sammála um aö þaö sé ekki veriö aö fjalla - um verömætasköpun, og þú segir aö þaö skipti ekki máli fyrir söguna. En þaö má lika lita svo á aö þaö skipti talsveröu máli hvernig verömæti veröa tU i heiminum, og ef aö útbreiddasta barnablað i Evrópu tekur sér fyrir hendur aö koma þeim skiln- ingi að hjá krökkum aö menn eignist sinn auö án þess aö þurfa aö standa nokkrum manni skil á þvi, án þess aö nokkur maöur sveitist blóöinu viö aö skapa þann auð, þá skiptir þaö töluverðu máli. Haraldur: Þú veröur aö athuga aö hann er óeðlileg persóna. Hann er maöur sem getur gert allt, og þá fyrir peninga. Þorbjörn: Ollræt. Hver býr til peningana? Haraldur: Þeir eru bara þarna. Þorbjörn: AkkUrat. Þeir eru bara þarna. Haraldur: Þaö er ekkert veriö aö velta þvi fyrir sér. Þetta eru bara sögur. Þorbjörn: Já, bara sögur, sem eru aö gefa krökkunum þá mynd af heiminum sem semjendur sögunnar óska. Haraldur: Krakkarnir eru ekkert aö velta þessu fyrir sér. Þorbjörn: Nei, nei, þau eiga ekkert aö gera þaö heldur. Þau eiga bara aö sætta sig viö aö menn eigi eins mikla peninga og þeim sýnist, ef þeir bara hafa þá. Þeir séu réttmætir eigendur pen- inganna. Haraldur: Þessar sögur fjalla ekkert um það. Þetta eru bara ævintýri og ein persdnan i þessu ævintýri er þessi riki kall... Þorbjörn:... sem er alltaf aö ná sér i meiri peninga. Hann notar aldrei peningana. Þegar hann hefur náö sér I einhvern fjársjóð, hvort sem þaö er olia eöa menningarverömæti, þá breytist hann i dollara. Haraldur: Nei, hann á marga hluti, og það fer bara eftir hverri sögu hvaö hann á i þaö og þaö skiptiö. En þaö er sameiginlegt einkenni á öllum sögunum, aö hann á peningatank fullan af peningum. • Haraldur: Þaö er ekkert hættu- legt viö þessar bókmenntir. Þetta eru saklaus barnaævintýri. Það er eins hægt aö banna þjóðsög- urnar og þetta. Þorbjörn: Ég get tekið undir þaö meö Haraldi aö aldrei mundi hvarfla aö mér aö banna bækur af þessu tagi. Haraldur: Þeir hafa bannaö Andrés á Noröurlöndum. Þorbjörn: Nei, nei. Þetta er hvergi bannað. Hinsvegar hafa bókasöfn, og bókasöfn hér á landi lika, ekki keypt þessar bækur. Þaö er ekki þar meö sagt aö þær séu bannaöar. Haraldur: Þær eru keyptar á Borgarbókasafniö. Þorbjörn: Auövitaö dettur engum heilvita manni i hug að stinga uppá bókabönnum. En menn veröa aö átta sig á þvi aö þegar þeir setja Andrés önd I hendumar á börnum sinum, þá færa þeir börnum ákveöinn boö- skap. Krakkamir fá þarna mynd af þjóöfélaginu og atvinnuháttum sem er stórkostlega brengluö. Þau fá kolranga mynd af fjöl- skyldunni, og fjölskyldulifi. Og i þriöja lagi, sem er mjög mikil- vægt. 1 Andrési önd er gegnum- gangandi sterk tilhneiging til fyrirlitningar á þjóöum þriöja heimsins. Þar eru frumstæðar þjóöir almennt sýndar sem bjánar sem iðnvæddu þjóðirnar, vesturlönd, veröa aö hafa vit fyrir. Haraldur: En þaö er lika iðu- lega sem þessar sömu þjóöir eru stórundrandi á þvi hverslags idjótar endurnar eru, aö vera aö elta þetta eöa hitt. Og Andrés hefur aldrei I neinu tré viö þá og stjórnar þeim ekki. Þorbjörn:Ekki Andrés einn sér kannski. En þaö er mjög þægileg kenning aö þegar þetta fólk kemur frá iönrikjunum aö ásæl- ast verðmæti, þá standa villi- mennirnir og eru ógurlega hissa. Þeir eru fulltrúar sakleysins, en eru féflettir engu aö siöur. Haraldur: Þeir em ekkert fé- flettir, vegna þess aö vanalega fara Andrés og félagar illa útúr viöskiptum viö þessa menn. Hins- vegar er veriö að sýna þarna frumstæöar þjóöir miöaö viö okkur vesturlandabúa, og þaö er bara ekkert athugavert viö þaö. Þorbjörn: Frumstæöar þjóðir sem þarf aö hafa vit fyrir. Þér finnst kannski ekkert athugavert viö þaö heldur. Haraidur: Nei. Þorbjörn: Þá greinir okkur á um þaö vegna þess aö ég tel aö þaö sé glæpsamleg túlkun á alþjóölegum samskiptum nú á okkar timum aö þvi sé komiö inn hjá krökkum aö það þurfi aö fara I þriöja heiminn og hafa vit fyrir fólki þar. Haraldur: Ég veit ekki betur en viö séum aö safna fé á vegum Rauöa krossins fyrir fólk I Afriku, vegna þess aö þaö getur ekki hjálpaö sér sjálft. 25 Haraldur: 0, þaö finnst. „skrumskældur veruleiki” ,,saklaus barnaævintýri ’ ’ eftir Guðjón Arngrímsson myndir: Valdís Oskarsdóttir

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.