Helgarpósturinn - 31.10.1980, Page 14
14
Föstudagur 31. október 1980 hlDlrjFirpn^tl irínn
Hann var I simanum er okkur
bar aft garði. Visaði okkur inn i
stofu og hélt áfram að taia i
simann. Það mátti heyra að
umræðuefnið var pólitik. A stofu-
borðinu miðju lágu nokkur hefti
Aiþingistiðinda. ,,Þá segjum við
það,” heyrðist úr simahorninu.
,,Þú hefur samband þegar málið
liggur ijósar fyrir. Blessaður.” —
Simtaiinu var iokið.
„Fyrirgefið þið. Það er aldrei
friður. Maður veröur, jú að vera i
sambandi við kjördæmið,” sagöi
hann um leið og hann gekk inni
stofuna. ,,Það er eilifur erill i
kringum þetta alit saman.”
Og erill I kringum hvaða „allt
saman”. Jú, náttúrlega póiitik-
ina, þvi þessi hann, er Garöar
Sigurðsson alþingismaður Sunn-
lendinga og hefur verið á þingi
fyrir Alþýðubandalagið siðustu 10
árin.
„Og það er greinilega ekki
aðeins siminn,” sögðum við, „þú
ert lika að lesa þér til” og bentum
á Aiþingistiðindin á borðinu. „Já,
maöur verður að fylgjast með, ég
var að setja mig nánar inn I
umræðurnar um oliugjaldiö,”
svaraði Garöar. „Það er svo
mikill hraði á öilu, að maður
verður að halda vöku sinni tii að
fylgjast meö öllum þeim breyt-
ingum og nýmælum sem eiga sér
stað I pólitikinni.”
— Þreytist þú aldrei á þessu
pólitiska þvargi?
„Nei, það get ég ekki skrifað
undir, þótt þetta sé auðvitaö
lýjandi til iengdar. Það er t.d.
ekkert gamanmál fyrir mig og
aðra landsbyggðarþingmenn að
þurfa að halda tvö heimili — eitt
hér i Reykjavík, á meðan þing
stendur yfir og svo annað heima i
Vestmannaeyjum. Þú þarft tvö-
falt af öllu, tvo isskápa, tvær
þvottavélar og tvö sett af innan-
stokksmunum. Þá er það ekkert
áhlaupaverk fyrir sex manna
fjölskyldu, eins og min er, að vera
i sífelldum búferlaflutningum.”
— En er eldmóöurinn sá sami
og var?
„Eldmóðurinn, segir þú. Þú
gengur að þvi sem visu að ég hafi
verið fullur af sliku, þegar ég
byrjaöi pólitisk afskipti eða þegar
ég settist á þing. Ég hef raunar
aldrei verið neinn sérstakur
stemmningsmaður i stjórn-
málum. Ég stjórnast frekar af
raunsæi.”
„Gamall og gieyminn”
— En hvaða hugmyndir hafðir
þú um Alþingi, þegar þú fórst
þangað inn á sinum tima — og i
framhaldi, hafa skoðanir þinar á
stofnuninni breyst?
,,Ég man nú ekki gjörla hvaða
hugmyndir ég hafði um Alþingi
fyrir 10 árum. Ég er orðinn gam-
all og gleyminn. Mig skorti þá
ýmsa vitneskju um starfshætti
þingsins, en það hefur lærst eins
og annað. Hins vegar átti ég
engan veginn von á þvi að ná kjöri
sem þingmaður árið 1971. Það
voru sértakar aðstæður sem
leiddu til þess aö svo varð. Ég
starfaði i bæjarstjórninni I Vest-
mannaeyjum og hafði frá ung-
lingsárum haft mikinn áhuga á
pólitik. En þegar ég var skyndi-
lega orðinn þingmaður, þá hafði
ég ekki allt of ljósar hugmyndir
um Alþingi umfram það sem
gengur og gerist. Ég átti t.d. ekki
von á þvi að aginn i þing-
flokkunum væri eins mikill og
raun er.
Hitt er svo annað mál, að Al-
þingi hefur breytt um svip á þess-
um tiu árum. Ég held að þeir séu
fáir þingmenn eftir sem sátu á
þingi, þegar ég kom þangað fyrst
inn. Ætli það sé nema 1/3 hluti
þingmanna nú, sem hafa setið
jafnlengi eða lengur en ég. Það
má þvi ef til vill flokka mig til
„gömlu þingmannanna”. Það er
ekkert viö það að athuga að nýir
þingmenn komi inn, en ég held þó
að ákveðin festa verði að vera hjá
stofnun eins og Alþingi. Starfs-
hættir Alþingis þurfa að sjálf-
sögðu að vera sveigjanlegir og
miðast við nýja siði, en stökk-
breytingar eru ekki til góös á
þeim bæ. Það eru þvi ýmsar
breytingar sem oröið hafa upp á
síðkastiö með tilkomu nýrra og
ungra þingmanna, sem ekki eru
allar jafn æskilegar að minum
dómi. Kannski er þetta aldurinn,
þvi sjónarmið og viðhorf breytast
gjarnan með árunum — ef til vill
hef ég staðnað. Þó held ég varla
að þaö sé skýringin á þessari af-
stöðu minni. Ég hef nefnilega
alltaf verið dálitið Ihaldssamur á
margt, þótt merkilegt sé.
Auglýsingasvipur Alpingis
Þingmenn nú til dags veljast að
ýmsu leyti ööruvisi, en gerðist.
Það eru gjarnan menn úr fjöl-
miðlum eða þekkt andlit úr sjón-
varpi, sem eiga upp á pallborðið.
Þetta hefur gert það að verkum,
að þeir hinir sömu leggja mikið
upp úr þvi að vera áfram i sviðs-
ljósinu, þegar þeir eru komnir inn
á þing. Vilja gjarnan vera áfram
á siðum dagblaðanna — vilja láta
fólk taka eftir sér. Þetta hefur
breytt svipmóti Alþingis i þá
veru, að auglýsingasvipurinn er -
allt of áberandi. Þingmenn sumir
hverjir hugsa meira um eigin
persónu og auglýsingagildiö, en
málefnið sjálft. Þetta er ekki góð
þróun, þótt þetta sé slður en svo
neinn heildarsvipur á Alþingi.
Flestir þingmenn láta málefnin
ráða ferðinni við störf sin, eins og
vera ber.”
— Hvers vegna varð Alþýöu-
bandalagið fyrír valinu hjá þér?
„Það var aldrei spurning hvar
ég lenti i flokkakerfinu. Er
upprunninn úr sjómannafjöl-
skyldu og er.da þótt aldrei hefði
verið rætt um pólitik á minu
æskuheimili, þá átti ég ekki erfitt
með að ákveða mig. Tók mina af-
stöðu einn og án þrýstings og
fannst eðlilegast að skipa mér i
flokk þeirra manna, sem standa
við bak vinnandi fóíks i landinu.
Það var þó aldrei ætlunin að
gefa mig stjórnmálunum
algerlega á vald. Voru hins vegar
hreinar tilviljanir sem leiddu til
þess að stjórnmálastörf urðu mitt
hlutskipti. Ég varð ekki þing-
maður fyrr en 38 ára gamall og
hafði þá bæði kennt við gagn-
fræðaskóla i 12 vetur og verið
mikið til sjós. Ég hef farið á sjó, á
hverju ári frá 1949, nú siðasta
sumar var ég á trolli.
Mér finnst sjómennskan
nauðsynleg afslöppun frá þing-
„Aiital v
Garðar Siprðsson
mennskunni og pappirsflóðinu.
Þar umgengst maður fólk úr
alþýðustétt og vinnur við hlið þess
og svo er ekki verra að fá tækifæri
til að reyna á sig likamlega. Ég
legg mikla áherslu á, að detta
ekki úr tengslum við sjávarút-
veginn og reyni að fylgjast með
öllu þvi sem þar gerist.
Það er ákaflega misjafnt hjá
þingmönnum hve þeir eru i sterk-
um tengslum við vinnandi fólk i
þessu landi. Og þar er litill sem
enginn munur á, eftir stjórnmála-
flokkum. Þetta er eitt af þvi sem
hefur breyst nokkuð með hinum
nýju þingmönnum. Margir þeirra
eru ekki i nægilega nánum tengsl-
um við mannlifið og sumir hverjir
ekki séð annað en pappira og
bækur. Hafa aldrei þurft að taka
til hendinni og þekkja þjóðlifið
aðeins i gegnum talnadálka og
skýrslur.”
ilœgrl hraiar
— Þú segist ekki hafa átt erfitt
meö þá ákvörðun að skipa þér i
flokk með Alþýðubandalags-
mönnum, en samt segja margir
þig hreinan og kláran krata inn
við beinið?
„Ég held að það séu nú ekki
margir sem halda þvi fram I fullri
alvöru. Vilmundur vinur minn
Gylfason sagði niður i þingi um
daginn, að ég væri gott efni i
hægri krata. Ég fagnaði þessum
orðum Vilmundar og þótti vænt
um þau. Ekki vegna þess að ég
væri hægri krati og stoltur af —
þvi fer fjarri — heldur að það eru
mestu og bestu hrósyrði um
menn, sem Vilmundur þekkir,
þegarhann nefnirþá hægrikrata.
Ég held að ég sé hvorki meiri né
minni krati, en aörir i þingflokki
Alþýðubandalagsins, þó ég viti
satt að segja ekki gjörla um póli-
tiskar hugsjónir allra þingmanna
Alþýðubandalagsins. Þá þekki ég
ekki nákvæmlega innviði annarra
flokka, a.jn k. hafa sumir miklu
meiri reynslu og þekkingu á
flokkakerfinu en ég. Hafa komið
viða viö.”
— En hvernig flokkur er
,,Er enginn sérstakur saihningsn
stjórnmálum.”