Helgarpósturinn - 31.10.1980, Síða 20
20
Föstudagur 31. október 1980
Heimur augans
Það þarf dálaglegan fjölda
mynda til að fylla alla Kjarvals-
staði, sali jafnt sem ganga.
Hingað til hefur engum manni
einum dottið i hug að leigja slikt
pláss undir einkasýningu. Bragi
Asgeirsson markar þvi timamót
þeirra listamanna sem hvað
best hefur veriö kynntur er-
lendis.
Sem formála að þessari yfir-
gripsmiklu sýningu, hefur Bragi
sagt aö mikilvægt sé að bora að
hugsa stórt i litlu landi. Svo-
vel
Myndlist
eftir Halldór Björn Runóltsson
með „Heimur augans”, sýningu
á vinnu sinni undanfarin 33 ár.
Fram til annars nóvembers
gefst fólki kostur á að sjá hálft
fjórða hundrað verka eftir
þennan landskunna listamann
og gagnrýnanda, fýlla hvern
krók og kima þessara miklu
sala.
Hér verður ekki farið i að
rekja feril Braga þessi 33 ár.
Þess skal þó getið að verk fárra
Islenskra listamanna hafa farið
jafn viöa og verk Braga. Hafa
þau verið sýnd i Moskvu,
Buenos Aires, Bandarikjunum
og öðrum heimshlutum ásamt
Evrópu. Hann er þvi i hópi
skoöun hans, að einu gildi hvar
listamaður sé fæddur, stór-
hugur sé það sem skapi mikla
list. Til að gera þessa yfirlits-
sýningu sem veglegasta, hefur
Bragi lagt sig I líma við að safna
saman eins miklum fjölda
verka sinna og honum hefur
verið unnt. Hér er þvi ekki um
að ræða sýningu byggða á úr-
vali. Sýningargestum er veittur
kostur á að vega og meta, draga
sinar ályktanir og dóma. Það
ber vott um dirfsku Braga, að
hann heldur slika sýningu þegar
hann stendur á timamótum,
maður I fullu fjöri á besta aldri.
Kannski má rekja þessa sýn-
ingu til gagnrýnandans frekar
en málarans. Að lita á sjálfs sín
þróun frá upphafi ferils, er
listasögulegt sjónarmið. Málar-
inn reynir yfirleitt að gleyma
þvi sem hann hefur gert vegna
hins sem hann á eftir að gera.
Það eru þvi gjarnan aðrir en
hann sjálfur sem tina saman
verkin til að skoða þau i sögu-
legu samhengi.
Þvi er það að sú spurning
vaknar, hvað Bragi ætlist fyrir
sér með sliku yfirliti. Er hann
að reisa sér minnisvarða, eða
gera upp reikninga við fortið-
ina, eða kanna hvar hann
stendur. 1 blaðaviðtali segir
Bragi: ,,Með þessari sýningu er
ég að horfast i augu við fortiðina
og á fortiðinni byggir maður
framtiðina” (Mbl. 18. okt.).
Siðar i sama viðtali svarar hann
þeirri spurningu, hvað sér hafi
komið mest á óvart, standandi
andspænis öllum þessum mynd-
um: „Mest kom mér á óvart að
sjá ekki þær myndir sem mig
langaöi til að mála, en málaði
aldrei.”
Þessi tviræðu orö má túlka
sem biturleik vegna glataðra
tækifæra. En þau geta einnig
þýtt hitt, að Bragi hafi loksins
fundið sig og ætli sérnúaðmála
þær myndir sem hann málaði
„aldrei”. Reynist seinni til-
gátan rétt, getur hún varpað
heÍgarpústurinrL.
Bragi að Kjarvalsstöðum — endurskoðandi sem kannar gallað bók-
hald?
ljósi á tilgang sýningarinnar.
Bragi væri þá likt og endur-
skoðandi sem kannar gallaö
bókhald, að leita aö lausn dæmis
sem ekki hefur fyllilega gengið
upp.
Heimur augans hlýtur þvi að
vekja menn til umhugsunar um
stöðu Braga, þróun hans og fylla
þá forvitni um framhaidið. Um
leið bregður hún upp itarlegri
mynd af mótun, fjölhæfni og
stilbrögöum listamannsins,
styrk hans og veikleika og að-
ferðum við að tjá margbrotið
yrkisefni.
Af nýjum hljómplötum:
Mad Times Rut
Rut Reginalds — Rut +
„Unglingar og ást ... frábær
hljómplata ... Rut Reginalds er
vaxandi söngkona”. Eitthvað á
þennan veg er þessi sjötta eöa
sjöunda hljómplata Rutar
Reginalds auglýst. Mjög vill-
andi auglýsing. Að visu er
meginviöfangsefni textanna
ástin og aö einhverju leyti ungl-
ingurinn, en þaó er gíska einlit
og ófrumleg umfjöllun, sem
segir okkur ekkert um tilfinn-
ingalif unglinga, — auk þess er
framsetningin, textarnir sjálfir,
fyrir neöan allar hellur (sem
sagt: á rangárvöllum). Og sem
hljómplata er Rut + langt frá
þvi að vera frábær. Lagavalið
er litlaust, myndar ekki heild,
útsetningarnar núll og nix, og
flutningur i meiralagi máttlaus
og fráhrindandi. Hinsvegar get
ég vel tekiö undir það aö Rut sé
vaxandi söngkona. Þó aö
hnökrar séu á söngnum hér og
þar er greinilegt aö hún hefur
meira vald á rödd sinni en áöur,
og ég er viss um aö hún gæti
gert nokkuð góða hluti ef hún
fengi betra efni til að flytja og
tilhlýðilega leiðsögn.
Rut Reginalds fær þvi plús, en
platan hennar minus.
Madness — Absolutely
Þaö veröur aldrei sagt um
tónlistarflutning Madness aö
hann sé máttlaús. Þvertámóti.
Hjá þeim er krafturinn og frisk-
leikinn i fyrirrúmi, enda ein
skemmtilegasta danshljómsveit
sem komið hefur fram I langan
tima. Textarnir einkennast af
absúrd húmor, sem I fyrstu
virðistúti bláinn, en þegar betur
er aö gáö má greina ákveðin
viðbrögö gegn þvi félagslega
umhverfi sem þeir eru sprottnir
úr (breski bömmerinn), þó þeir
boði engar patentlausnir.
Madness hefur veriö, ásamt
Specials og Selecter, fremst I
flokki þeirra hljómsveita sem
eru á svokallaöri ska-linu.
Absolutely, önnur plata hljóm-
sveitarinnar, sem sýnir tals-
veröa framför frá One Step
Beyond, styrkir þá söðu enn
frekar. Það má búast viö miklu
af þessari hljómsveit á komandi
árum.
Times Square
Hvað sem annars verður sagt
um Robert Stigwood, þá verður
það ekki af honum skafið, að
hann er afkastamesti framleið-
andi rokktónlistarmynda. Sem
hafa jafnframt, þó að þær séu
ansi mismunandi aö gæðum,
notið mestra vinsælda og aö-
sóknar um allan heim, t.a.m.
Jesus Christ Superstar,
Tommy, Saturday Night Fever
og Grease. Nýjasta mynd hans
heitir Times Square, og fjallar
um tvær stúlkur á unglingsaldri
sem gera uppreisn gegn um-
hverfi sinu, hvor á sinn hátt,
strjúka að heiman og veröa
fyrir tilstuölan útvarpsplötu-
snúðs foringjar uppreisnar-
hreyfingar unglinga i undir-
heimum New-York-borgar
undir nafninu Sleaze Sisters.
Auðvitað rennur uppreisnin út I
sandinn, með vægast sagt
harkalegum afleiðingum fyrir
stúlkurnar, sérstaklega aðra
þeirra, — enda veröur ekki
annað séö en að a.m.k. dulinn
boðskapur myndarinnar sé sá
að unglingum sé best að halda
sig á mottunni og sætta sig við
aöstæður sinar, hvernig sem
þær eru, „annars eigi þeir ekki
von á góðu”.
Eðlilega er tónlistin i svona
myndum gefin út á plötum,
enda auglýsir hvort annaö upp.
Nú hef ég ekki séð myndina og
get þvi ekki dæmt um hana, en
hinsvegar hef ég „sándtrakkið”
undir höndum, og get fullyrt að
það veröur enginn svikinn af
þvi. Það hefur aö geyma
margar perlur úr rokktónlist
samtimans. Of langt mál yrði
upp að teljaupp bæði lög og
flytjendur, svo ég læt nægja að
nefna nokkra flytjendur: Talk-
ing Heads, XTC, Patti Smith
Group, The Cure, The Ruts,
Pretenders, Gary Numan, Roxy
Music, Lou Reed og aö sjálf-
sögðu Sleaze Sisters. öll lögin
hafa komið út áður, aö undan-
skildum þeim sem „systurnar”
flytja, en þarsem sennilega fáir
eiga allar þær plötur sem þau
koma fyrir á er Times Square
örugglega góður rokklagapakki
fyrir marga.
Hvað hefði Jón Hreggviðsson sagt?
Bessi Bjarnason I hlutverki könnusteypisins.
Þjóðleikhúsið:
Könnusteypirinn pólitiski, eftir
Ludgig Holberg.
Þýðandi Jakob Benediktsson.
Leikstjóri: Hallmar Sigurðsson,
leikmynd og bdningur eftir
Björn G. Björnsson, lýsing: As-
mundur Karlsson. Helstu leik-
endur: Bessi Bjarnason,
Guðrún Þ. Stephensen, Þór-
hallur Sigurðsson, Edda Þórar-
insdóttir, Þórunn Magnea
Magnúsdóttir, Sigmundur örn
Arngrimsson. Smærri hlutverk:
Valur Glslason, Þorsteinn ö.
Stephensen. Jón S. Gunnarsson,
Árni ibsen, Baldvin Halldórs-
son, Siguröur Skúlason, Þráin
Karlsson, Viöar Eggertsson,
Þóra Friöriksdóttir, Sigríður
Þorvaldsdóttir, Þór Stirfel og
Kjói frá Þurá.
Holberg gamli var merkiskall
á sinni tiö (1684—1754). Fyrir
utan að skrifa bunka af gaman-
leikjum lagði hann stund á ýmis
fræði svo sem teologiu, sögu
heimspeki, siðfræði og pólitik og
einnig stundaði hann mússikk
og skáldskap i bundnu máli og
óbundnu. Hann var trúlega einn
fremsti fjölfræöingur Noröur-
landa á fyrri hluta átjándu
aldar og lengi prófessor við há-
skólann i Kaupmannahöfn.
I leiklistarsögunni er hann
fyrstog fremst merkilegur fyrir
þaö að gamanleikir hans voru
fyrstu frumsömdu dönsku leik-
ritin sem sett voru á svið.
Einnig er mér sagt aö leikir
hans séu eitt af þvi fyrsta sem
Islendingar taka upp á að leika
og þar af leiðandi á hann einnig
sinn stað I Islenskri leiklistar-
sögu.
Mér virðist þvi að það sé fyrst
og fremst af sögulegri ræktar-
semi (eöa þráhyggju) sem
Þjóöleikhúsið hefur ákveöiðað
taka leikrit eftir Holberg til sýn-
ingar. Það virðast einnig vera
sömu forsendur fyrir vali á
þessu leikriti, en þaö var fyrsta
verk Holbergs sem sýnt var, þvi
ég trúi ekki öðru en að það séu
til skemmtilegri gamanleikir
eftir Holberg úr þvl að farsinn
varö að vera eftir hann.
Leikritiö gengur út á það að
óbreyttum könnusteypi meö
pólitiskar grillur er talin trú um
aö hann hafi veriö kjörinn
borgarstjóri og standa gár-
ungar úr borgarráðinu á bak við
það. Siðaner lýst uppskafnings-
hætti og hofmóði þeim er könnu-
steypirinn fyllist viö upphefö-
ina og sýnt aö hann er allsendis
ófær um að gegna þessu em-
bætti. Þvi er best komið hjá
þeim sem völdin hafa sam-
kvæmt skoðun höfundar '(en
leikhópurinn spyr i lokinn „eöa
hvað? ”).
Sú ádeila sem er gild I þessu
verki er hin almenna ádeila á
uppskafningshátt og ofmetnað,
en ég held að fáir samþykki
hugmyndafræðilega notkun
hennar, sem sé þá að við
búum við „hið besta mögulega
valdakerfi”.
En ég væri útaf fyrir mig til-
búinn að gefa skit i alla hug-
myndafræði ef komikin sjálf
væri nógu skemmtileg. En þvl
miður er þvi ekki að heilsa, leik-
ritiö sjálft er ekki nógu
skemmtilegt. Sérstaklega var
fyrri hlutinn daufur, en það
vottaði þó stundum á skemmti-
legheitum I seinnipartinum,
helst þegar leikararnir slepptu
sér lausum i hreinum ærslaleik.
Þetta var svona þrátt fyrir að
sýningin væri tæknilega vel
unnin. Leikurinn var yfirleitt
bráðgóöur, bæöi hjá þeim sem
fóru meö stærstu hlutverkin,
Bessa Bjarnasyni, Guðrúnu Þ.
Stephensen og Þórhalli
Siguröarsyni og einnig voru
mörg smærri hlutverkin
skemmtilega gerð, svo sem
hlutverk Þóru Friðriksdóttur og
Sigriðar Þorvaldsdóttur. Leik-
myndin var einnig vel gerð og
bauö upp á örar skiptingar eins
og vera ber i gamanleik. Leik-
stjörinn virðist einnig hafa stýrt
slnu fólki af röggsemi. En þvi
miður virðst ekki vera hægt að
gera mikiö úr þessu leikverki.
Þaö vantar einhvernveginn allt
trukk I það.
Þaðer væntanlega tilviljun að
samtimamaður Holbergs, Jón
Hreggviðsson, er einnig á fjöl-
unum annarsstaöar i bænum
um þessar mundir. En Jón
Hreggviðsson var einmitt að
þvælast i Kaupmannahöfn með
sinn úfna haus þegar Könnu-
steypirinn var fyrst frumsýndur
1722. Mikiö skelfing hefði verið
gamanað fara meö Jóni á þessa
frumsýningu og heyra hans álit
á leikritinu. Hvaö hefði Jón
Hreggviðsson sagt??
G.Ast.