Helgarpósturinn - 12.12.1980, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 12.12.1980, Blaðsíða 2
26 Föstudagur 12. desember 1980. irítiti ■' „...ég reyni aö liösinna eftir bestu getu, þótt vald mitt sé ekki mikið og vanmáttur minn gagnvart kerfinu þvi meiri”. hann i fimm ár sem sveitaprestur og stundaði smábúskap með- fram. Sagðist hann hafa veriö ánaegður með þau ár og reynsl- unni rikari. — En eftir Eyiafjarðarárin ferð þú út i sérverkefni ef svo mætti orða það, fyrir kirkjuna. ,,Já, ég sótti um starf æskulýðs- fulltrúa þjóökirkjunnar. bað var stefna min að festa mig ekki of lengi i sessi á samastað. Vildi ekki staðna, heldur þjóna kirkj- unni hvar sem væri og þar sem minna krafta væri óskað. bau fjögur ár, sem ég starfaði sem æskulýðsfulltrúi voru skemmti- leg.” „Góðu unglínprnir” oq hinir Mitt starf var kannski ekki fyrst og fremst fólgið i þvi að fást við vandamál af þvi tagi sem þú nefnir, heldur var það þjónustu- starf við kirkjuna og æskulýðinn sem starfaði aö málefnum henn- ar. bó held ég að ekki hafi verið búið að einangra unglingavanda- málið svonefnda eins og nú hefur verið gert.” — Og siðan kemur að kaflanum um fangahjálpina i þinu lifi? ,,Já, i gegnum æskulýðs- fulltrúastarfið varð ég þess var að allt æskulýðsstarfið hjá iþróttafélögunum, æskulýðsráð- um og frjálsum félagasamtökum ýmisskonar, byggðist upp á þvi að ná til „góðu unglinganna” en stór hópur krakka — undirmálskrakk- ar i iþróttum og félagsstarfi — voru þar útundan. Ég komst siðan i beina snertingu við hóp hinna af- skiptu árið 1969 og áhugi minn á málefnum þeirra vaknaði fyrir alvöru. Með breyttum lögum um starfsskipan kirkjunnar varð sið- an til starf fangaprests og ég var ráöinn til þeirra starfa og hef unnið að þeim málum siðan”. Jón hafði verið yfirvegaður svipbrigðalitill og fáorður fram að þessu, i viðtalinu, en þegar umræðuefnið fór inn á núverandi starfssvið hans — fanganjaipina — þá færðist hann allur i aukana og kvað fastar að. „bú spyrð hvernig minir skjól- stæðingar liti það,að ég sé prest- ur. Ég verð ekki var við, að þeir finni neitt að þvi, þvert á móti. Og það skiptir þá ekki máli hvort þeir eru trúaðir eða ekki.” — En notar þú ritninguna og Guðstrúna sem slika i þessu starfi þinu? „Ég veit ekki hverju ég á að svara þessu. Ég fletti ekki upp i bibliunni en trúin er hins vegar bakgrunnur og kjölfesta starfs mins. bað er augljóst mál.” Presiar haia irelsi — Má þá ef til vill segja, að þú sért ekki eins bundinn af ritning- unni og kirkjunni sem slikri eins og þjónandi prestar? „Ég held að það sé rangt að telja presta almennt bundna i báða skó. bvert á móti tel ég að prestar hafi meira frelsi en gengur og gerist um embættis- menn almennt. — Hvernig gengur þitt starf fyrir sig? „Ég er til aðstoðar og ráðgjafai þeim mönnum sem lokaðir eri bak við lás og slá. Ég hef haft þaf að meginreglu að troða méi aldrei inná einn, heldur bið ég þess alltaf að þetta fólk eða að standendur þess óski aðstoðai minnar. bað má segja að gæslu- varðhaldsfangar eigi ekki ann- arra kosta völ en mig, ef þeir vilja fá tækifæri til að tala við hlutlaus- an aðila og þurfa að létta á sam- visku sinni og tala um sin mál frjálslega. bau eru mörg vandamálin sem koma upp og ég reyni að liðsinna eftir bestu getu, þótt vald mitt sé ekki mikið og vanmáttur minn gagnvart kerfinu þvi meiri. Hins vegar er föngum oft hálp i þvi að fá að létta á hjarta sinu við ein- hvern.bað eitt hjálpar.” — En er þetta ekki frekar vett- vangur félagsráögjafa sálfræð- ings eða geðlæknis? „Sumir eru þeirrar skoðunar. En besta svarið við þessar spurn- ingu fékk ég kannski hjá alkó- hólista sem sat hér á skrifstofunni minni einu sinni sem oftar. Ég spurði hann einmitt að þessu sama, þ.e. hvers vegna hann leit- aði ekki til sálfræðings eða félagsráðgjafa. Hann svaraði: bað geri ég lika. En þegar ég fer til þeirra, þá vil ég fá eitthvað út úr þeim. beir eru viðfangsefni. bað að tala við þig, gerir mér kleift að komast i samband við aðra manneskju sem getur talað um min mál, án allra skuldbind- inga”. bá finnst ýmsum, að skýrslur , formsatriðin og allt umstangið sem i kringum þessa aðila er, sé ekki til þess að slaka á strengdum tilfinningum. Sumir likja þessu við ferð til læknis þ.e. maður þarf að fara úr að ofan sið- an er hægt að hlusta á mann. bað þarf að uppfylla ákveðin formsat- riði áður en viðtalið getur hafist. Slik formsatriði eru ekki á dag- skrá, þegar ég tala við mina skjólstæðinga og skýrslugerðir af samtölum eru óþekkt fyrirbrigði i minu starfi.1' „llðla engan annan viO ao laia” — En hefur þú hjálpað mörgum frá villu sins vegar og yfir á ógrýtta beina veginn? „bað hafa margir, þeir sem ég hef átt samskipti við, breytt um lifsstil, ef það er það sem þú átt viö. Hins vegar nota ég ekki slikt sem mælikvarða i minu starfi. Ég met árangurinn eftir þvi hve margir vilja við mig tala. bað er algengt að fólk og þ.á.m. fangar tali illa um Guð og kristna trú. baö er neitkvætt tal, en tal engu að siður og á meðan er þessum mönnum ekki sama um trúna. Ég skal skýra það aðeins betur hvað ég á við, þegar ég segi það árang- ur, að fangar vilji tala við mig. Ég sat einu sinni á kaffihúsi og var að lesa i blaði. bá kemur þangað inn menntaður maöur sem margir kannast við. Hann var greinilega drukkinn og slangraði á milli borðanna, en all- irbönduðu honum frá sér og vildu hvorki sjá hann né heyra.. bessi maður þekkti mig litillega og rambaði loks að borði minu og settistniður. Hann sagði við mig: „Aldrei hef ég skilið, að fangar vilji tala við þig. Ef eg væri i fangelsi, þá myndi ég vilja alla aðra en þig til min.” Ég spurði þá: „Hvers vegna ertu þá að tala við mig núna?” betta atvik er dálitið dæmigert, þvi margir þessara ólánsömu manna hafa engan til að tala við og leita þvi til min.” — En hvernig gengur þér að greina á milli starfsins og einka- lifs þins? „bað hefur gengið ágætlega i seinni tið. Ég er mikill hamingju- maöur i minu einkalifi og á góða og trausta kunningja. beir töluðu um það, fyrstu árin sem ég var i þessu starfi, að ég væri sýnilega undir miklum áhrifum frá þvi og talaði um i tima og ótima. bað hefur hins vegar breyst og mér tekist að skilja betur á milli einkalifsins og starfsins. bað hjálpaði mér mikið, námskeiðið, sem ég fór á i útlöndum árið 1974, þar sem fór fram þjálfun presta, sem starfa við stofnanir. ið hringingar sömu nölllna Ég skal á hinn bóginn ekki neita þvi, að þetta starf getur verið talsvert ónæðissamt, eins og raunar preststarfiö er. betta er ekki vinna senViinaður innir af hendi frá 9—5 og er siðan laus. Maður er aldrei laus. Fyrstu þrjú árin i þessu starfi voru mjög ónæðissöm. bað var mikið hringt i mig sama á hvaða tima sólar- hrings, sem var, og á nóttunni var fólk stundum aö hringja — oftast drukkið —og rekja vandamál sin. Langoftast voru þetta vandamál sem gátu beðið næsta dags og það er einnig litill möguleiki að að- stoða fólk meðan það er undir áhrifum áfengis. Eina nóttina fékk ég 18 simtöl af þessu tagi og þá ákvað ég aö breyta um sima- númer og taka nafn mitt úr sima- skrá. Hins vegar hafa fangaverö- ir og lögregluvarðstjórar sima- númer mitt og fólk getur náð i mig i gegnum þessa aðila, ef brýna nauðsyn ber." — Nú hefur þú stundum gagn- rýnt ýmsa þætti fangelsismála og komið á frainfæri kvörtunum fanga.Hefúr þú fengið bágt fyrir hjá mönnum innan kerfisins vegna þessa? „Ég fæ atyrði úr báðum áttum. Fangar eru óhressir með mig, ef þeim finnst þeirra mál ekki ganga nógu hratt og vel fyrir sig og sömuleiðis eru fangaverðir og aðilar i dómskeríinu ekki alltaf jáfnánægðir þegar ég geng erinda fanga og ber fram kvartanir. Ég tek það þó fram, að ég á góða vini innan fangelsiskerfisins og ýmsir þeirra leita t.d. til min ef þeir eiga sjálfir við persónuleg vandamál að striða Hins vegar stend ég jafnan við hlið fangans ef mér finnst sem hallað sé á rétt hans og stöðu. bað kemur fyrir þó að ég stend á milli steins og sleggju og verð að taka óþægilegar ákvarð- anir og fylgja þeim eftir. bað er þó min regla að lofa aldrei fanga neinu. Ég geri þó allt sem ég get, en varast loforð, sem ef til vill geta brugðist vegna þess að málin ná ekki fram að ganga. Ég hef fengið skammir viða að og m.a. i blöðum og jafnvel hótanir frá nokkrum einstaklingum. betta eru þó undantekningarnar Hinir eru langtum fleiri sem þakka mér og þiggja mina aðstoð.” — Nú hlýtur staða fanga i gæsluvarðhaldi að vera dálitið sérstök i samanburði við aöra fanga. „Já, það er rétt. bar er frelsis-4 sviptingin algerust. bá eru menn settir i litla klefa Siðumúla- fangelsisins og algjörlega einangraðir. Fá ekki að lesa blöð eða hlusta á útvarp og sjónvarp, þeir fá ekki aö tala við aðra en fangaverði, lögfræðing sinn i viðurvist fangavarðar. rannsóknaraðila og þá fangelsis- prest. beir fá ekki að hafa sam- band við fjölskyldu sina, en stundum er þeim leyfilegt að skrifa bréf til sinna nánustu, en þau bréf eru ritskoðuð af yfir- fangaverði. Klefarnir i Siðumúla- fangelsi eru ekki miklir að um- máli. Sjónviddin er aldrei meiri i þeim klefum en 160 cm— 180 cm. bað eru ógagnsæjar rúður i klefunum. Maður sér sem sagt aldrei lengra frá sér en rúmlega einn og hálfan metra. t þessu sambandi var það dálitið sláandi, að þegar sakborningar i Geir- finnsmálinu komu i sakadóm, vegna málflutnings þá voru þeir allir komnir með gleraugu enda setið i einangrun i þessum litlu klefum á þriðja ár. „SfOumúlðlangelsiO öiæki” Mér finnst beiting gæsluvarð- halds sem rannsóknartækis hafi skánað með tilkomu rannsóknar- lögreglu rikisins. Hins vegar get ég ekki látið hjá liða að gagnrýna hvernig gæsluvarðhaldi er beitt og það framkvæmt. Spurningin er um nauðsyn þessarar miklu einangrunar i öllum tilvikum. bað játa allir að gæsluvarðhald sé ekki til þess að þvinga fram játningar sakborninga, en þá til- finningu hef ég nú samt eftir að hafa kynnst þessum málum. Frelsisskerðingin i gæsluvarð- haldi hérlendis er jafnan sam- kvæmt allra ströngustu reglum. bað er jafnan farið alla leið i einangruninni. Viða erlendis þarf gæsluvarðhald ekki endilega að þýða jafnmikla frelsisskerðingu og hér gerist. Blöð og útvarp eru t.d. ekki ætið bannvara gæslu- varðhaldsfanga i útlöndum. . bá fullyrði ég að Siðumúla- fangelsið er ótækt sem fangelsi i þessari mynd. baö hús var fyrst byggt sem bilageymsla fyrir lög- regluna og siðan notað sem fangageymsla fyrir menn sem sitja inni i nokkrar klukkustundir vegna smávægilegra afbrota, svo sem ölvunar eða annars. Klefarn- ir eru m jög litlir eins og ég nefndi og þegar menn fá að fara i 10—30 minútur undir bert loft þá er garðurinn sem þeir fara út i ekki stærrien herbergið hér og umluk- ipn háum múrum svo menn sjá ekkert nema upp i himininn. Sá sem lendir i gæsluvarðhaldi i fyrsta skipti og situr kannski inni i nokkrar vikur, nær sér aldrei aftur. bessi reynsla mun móta allt hans lif. Menn þurfa að hringja til að fá að fara á klósett og biða kannski nokkrar minútur eftir að fá svar. bað hversdagslega atriði gerir mönnum ljósara en margt annað hve frelsissvipting þeirra og van- máttur er algjör. Flestir gæslu- varðhaldsfangar missa svefn og margir þeirra leita þvi huggunar i lyfjum. Ég hins vegar vara menn eindregið við svefnlyfjum, þvi þá móka menn sólarhringum saman og vaka kannski & nótt- unni og sofa á daginn og allt ann- að fer úr skorðum. Ég starfaði eitt sinn i nokkrar vaktir sem fangavörður i fangels- inu við Skólavöröustig, til að kynna mér hlið fangavarða i þessum málum öllum. bað var lærdómsrikur tími. Eftir það skildi ég betur aðstöðu fanga- varða og raunar fanga lika. bað er t.d. mjög óskemmtileg lifs- reynsla að loka annan mann inni. Að snúa lykliá eftir manni er jafn niðurlægjandi og vera læstur inni Hins vegar get ég sagt það, að fangavarðarstarfið er erfitt, van- þakklátt og vanmetið starf.” „Keriio seinl aö laha við sér” — Hvernig er tekið á þvi þegar þú kvartar vegna slæmrar að- stöðu fanga? Hvað gerir kerfið? „bað er seint að taka við sér. Ég hef stundum fundið fyrir. tor- tryggni og heyrt gagnrýni þegar ég kem sliku á framfæri við yfir- völd fangelsismála. Mér finnst aðilar kerfisins um of tómlátir, þvi ég kvarta ekki fyrr en ástand- ið er virkilega alvarlegt og brýn nauðsyn er á endurbótum. Hins vegar flyt ég ekki kvartanir fanga nema ég sé öruggur á þvi að kvartanirnar eigi rétt á sér. beg- ar ég skrifaði bréf til yfirvalda vegna meints harðræðis i Geir- finnsrannsókninni, þá tók það heilt ár, þangaö til hið opinbera tók við sér og fór að kanna mál- ið”. — En er fangapresturinn, Jón Bjartman vammlaus eða er hann breyskur eins og fangarnir og fólk almennt? „Ég er ekki vammlaus frekar en allir aðrir. Ég geri sömu kröf- ur til sjálfs mins og allra annarra, aö þeir séu manneskjur og sem slikar sýni hreinskilni og tillits- semi við meöbræður sina. Ég upphef mig ekki á kostnaö ann- arra.” ; BARWICK 0 JAFN ÆGILEGT OG RAUNVERULEIKINN SKUGGI ÚLFSINS eftir JAMES BARWICK Aö kvöldi hins 10 mai 1941 stökk annar valdamesti maöur Hitlers- Þyskalands. Rudolf Hess, i fallhlíf úr flugvél yfir Skotlandi. Viö lendingu fótbrotnaöi hann og enginn vissi hver hann var og gaf hann sér nafnið Al- fred Horn Meó honum í velinni var annar maöur sem einnig nefndist Al- fred Horn. í hvaöa dularfullu erinda- _ gjorðum var Hess þegar hann brot- lenti. var hann þar án vitneskju eöa aö fyrirskipun Hitlers? H»n stórkostlegu ævintýri Alfreds Horn i Bretlandi og Bandarikjunum fá lesandann til aó standa á ondinni af spenningi Þetta er hrollvekjandi saga af mannaveiöum og stórkostlegum áhættum Frá sögulegu sjónarmiöi eru getgátur bókarinnar jafn furðulegar og ægilegar eins og raunveruleikinn. Veró gkr *14 820 — nýkr 148.20 BÓKAFORLAG ODDS BJÖRNSSONAR ^SraRLflGSBÓp ATBURÐIR SEM SKIPTU SKÖPUM FYRIR ÍSRAEL ÞRENNING eftir KEN FOLLETT Áriöer 1968. Leyniþjónusta ísra- els hefur komist aö því um seinan að Egyþtar, með aðstoö Sovét- manna, munu eignast kjarn- orkuvopn innan nokkurra mán- aða — sem þýddi ótímabæran endi á tilveru hinnar ungu þjóð- ar. ísraelsmenn brugðu þá á það ráð að stela úrani útiárúmsjóog segir frá því einstaka þrekvirki í þessari bók. Þetta er eitthvert furðulegasta njósnamál síðustu áratuga og best geymda leyndar- mál aldarinnar. Jafnframt því að vera hörkuspennandi er ÞRENNING stór- furðuleg ástarsaga. Verð gkr. 15 930 — nýkr. 159,30 BÓKAFORLAG ODDS BJÖRNSSONAR LOKAÐAR DYR LAGA OG RÉTTAR VERNDARENGLAR eftir SIDNEY SHELDON Jennifer Parker er gáfuó, glæsileg og einörö. í fyrsta réttarhaldinu sem hún vann aö sem laganemi veróur hún til þess aö saksóknarinn sem hún vinn- ur meó tapar málinu, sem snerist gegn Mafiunni. Leggur hann hatur á hana fyrir vikiö og gerir allt sem í hans valdi stendur til aö útiloka framtíö hennar sem lögfræðings. En allt kemur fyrir ekki. Jennifer Parker vinnur sig upp meö þrautseigju, meö því að taka aö sér mál alls kyns hópa, sem enginn lögfræðingur vill láta bendla sig vió. Arangurinn lætur ekki á sér standa, hún veröur einhver mest hrífandi og eftirsóttasti lögfræóingur Bandarikjanna. Jennifer Parker er stórbrotnasta persóna sem Sidney Sheldon hefur skapaö — kona, sem meö þvi einu aö vera til. hvetur tvo menn til ásta og ástriöna . . og annan þeirra til óhæfuverka. Verógkr. 15.930 —nykr. 159,30 ,BOKAFORLAG ODDS BJÖRNSSONAR

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.