Helgarpósturinn - 12.12.1980, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 12.12.1980, Blaðsíða 10
34 Föstudagur 12. desember 1980 fi«'' i t': t' STIKLAÐ í JÓLABÓKAFLÖÐINU Jie/garpásturinn- ÞVOTTAKONAN Þáttur úr bók Nóbelsverðlaunaskáldsins Isaac Bashevis Singer — í föðurgarði Heima áttum við litil skipti við hina. Sá eini þeirra i húsinu var húsvörðurinn. Á föstudögum kom hann alltaf að vitja um þjörféð, „föstudagspeningana” sína. Hann tók sér stöðu við dyrnar, tók ofan hattinn og móðir min fékk honum sex groskur. Auk húsvarðarins voru lika þvottakon- urnar sem komu heim til þess að sækja þvottinn okkar úr röðum hinna. Saga min er um eina þeirra. Hún var kona smávaxin, gömul og hrukkótt. Þegar hún byrjaði að þvo fyrir okkur var hún komin yfir sjötugt. Flestar gyðingakonur á hennar aldri voru heilsu- litlar, veikburða, likaminn útslitinn. Allar gömlu konurnar i götunni okkar voru bognar i baki og studdust við stafi þegar þær voru á gangi. En þessi þvottakona, jafn litil og grönn og hún var bjó enn yfir kröftum sem hún hafði þegiö i arf frá kyn- slóð eftir kynslóð af sveitafólki. Mamma tindi oftast til i böggul handa henni tau sem safnasthaföi fyrir á nokkrum vikum. Hún lyfti þungum bagganum, skoröaöi hann á mjóum herðum og bar hann heim sem var löng leið. Hún átti lika heima i Linsterkjugötu en i hinum endanum, rétt hjá Wola. Það hlýtur að hafa verið hálfs tima gangur. Hún kom aftur með þvottinn eftir um það bil hálfan mánuð. Móður minni hafði aldrei likað jafn vel við neina aðra þvotta- konu. Það lýsti af hverju stykki eins og fægðu silfri. Allt kom straujað. Samt tók hún ekkert meira fyrir en hinar. Þaö var einstök heppni að komast i kynni við hana. Mamma hafði þóknunhennar alltaf við höndina vegna þess að það var of langt fyrirgömlu konuna að koma i annaðsinn. Þvottar voru ekkert sældarbrauð i þá daga. Gamla konan gat ekki skrúfað frá krana þar sem hún bjó, heldur varð hún að bera inn vatnið úr brunni. Til þess að þvotturinn yrði svona hreinn varð að leggja hann i bleyti skrúbba hann miskunnarlaust i bala setja hann i klór- vatn, sjóða hann i heljarstórum potti stifa hann og strjúka. Hvert stykki varð að meöhöndla tiu sinnum eða oftar. Og að þurrka hann! ófært var aö gera þaö úti af þvi að þá komu þjófar og stálu honum. Undinn þvottinn varð að bera upp á þurrkloft og hengja á snúrur. Á veturna gat hann orðið stökkur eins og gler svo að við lá að hann brotnaði ef komið var við hann. Svo kostaöi þetta sifellt rifrildi við aðrar húsmæður og þvottakonur sem vildu fá þurrkloftið fyrir sig. Guð einn vissi hvað hún varð að þola i hvert skipti sem hún þvoði! Gamla konan hefði getað staöið við kirkjudyrnar og betlað eða farið á elli- heimili fyrir fátæklinga. En henni var gefiö ákveðið stolt og blessun vinnu- gleðinnar sem hinum hefur fallið i skaut. Gamla konan vildi ekki verða neinum byrði og þvi bar hún byrðar sinar sjálf. Móöir min kunni dálitið 1 pólsku og gamla konan spjallaði við hana um margt. Henni þótti sérstaklega vænt um mig og sagði oft að ég væri eins og Jesús. Hún endurtók þetta i hvert skipti sem hún kom og þá hleypti mamma brúnum og tautaði við sjálfa sig svo að varirnar bæröust varla: „Megi orð hennar týnast i auðninni.” Konan átti rikan son. Ég man ekki lengur hvers konar viðskipti hann hafði með höndum. Hann skammaöist sin fyrir móður sina, þvottakonuna og heimsótti hana aldrei. Aldrei gaf hann henni heldur svo mikið sem grosku. Frá þessu sagði gamla konan án nokkurskala. Einn góðan veðurdag var sonurinn genginn i hjóna- band. Hann virtist hafa fengið gott kvon- fang. Þau voru gefin saman i kirkju. Sonurinn hafði ekki boöiö gömlu konunni móður sinni, i brúðkaupið en hún fór að kirkjunni og beið á tröppunum til þess að sjá son sinn leiða „ungu frúna” upp að altarinu. Ég vil ekki vera með neinn rembing en ég trúi þvi ekki að sonur gyðings hefði nokkurn tima hagað sér svona. En ég er ekki i nokkrum vafa um það aö hefði hann gert það hefði móðir hans æpt og kveinað og látið samkundu- þjóninn kveðja hann á sinn fund til þess að gera grein fyrir máli sinu. 1 fáum oröum sagt, gyðingar eru gyðingar og hinir eru hinir. Sagan um ótrygglynda soninn hafði djúp áhrif á móður mina. Hún talaði um hana vikum og mánuðum saman. Hún var ekki einungis móðgun við gömlu konuna, heldur gjörvallt móðurveldið. Mamma sagði sem svo: „Hana^skyldi það borga sig að fórna sér fyrir börnin? Móöirin slitur sér út og hann hefur ekki einu sinni hugmynd um hvað er tryggð”. Og hún lét meira að segja iskyggileg orð falla i þá átt að hún væri ekki örugg um sin eigin börn: Hver veit upp á hverju þau gætu tekið einhvern daginn? Þetta kom þó ekki I veg fyrir að hún helgaði okkur lif sitt. Ef eitthvert góðgæti var til á heimil- inu geymdi hún börnunum það og bjó sér til alls konar afsakanir og skýringar á þvi hvers vegna hana sjálfa langaði ekkert til þess að bragða það. Hún kunni eldgamlar töfraþulur og orðtök og málshætti sem hún hafði þegið að erfðum frá mörgum mæðrum og ömmum sem elskað höfðu börn sin kynslóð eftir kynslóð. Ef eitt- hvert barnið sagðist kenna til sagði hún jafnan: „Ljúft er mér að leysa þig lifa skaltu bein min!” Eða hún sagöi: „Ég vildi ég mætti friðþægja fyrir minnstu nöglina á fingrum þinum”. Þegar við vor- um að borða sagði hún: „Hreysti og mergur búi ykkur i beinum!” Daginn áður en nýtt tungl kviknaði gaf hún okkur eins konar kandis sem sagt var að ætti að vera vörn gegn sniklum. Ef eitthvert okk- ar fékk eitthvað i augaö sleikti mamma það hreint með tungunni. Hún gaf okkur lika kandismola viö hósta og öðru hverju tók hún okkur með sér til þess að iáta blessa okkur svo að auga hins illa ynni okkur ekki mein. Þetta varð þó ekki til þess aðhindra hana i aðsökkva sér niður i Skyldur hjartans, Lögmálsbókina og önn- ur alvarleg heimspekirit. En nú er best aö vikja aftur að þvotta- konunni: þetta var harður vetur. Biturt frost kreisti göturnar i greip sinni. Það gilti einu hve mikiö við létum ofninn hitna hjá okkur, gluggarnir voru þaktir frost- rósum og skreyttir grýlukertum. Blöðin skýrðu frá þvi að fólk væri að deyja úr kulda. Kol hækkuðu i verði. Veturinn var oröinn svo harður að foreldrarnir hættu að senda börn sin i barnaskóla og jafnvel pólsku skólunum var lokað. Einn þennan dag kom þvottakonan nú orðin nærri áttræð til okkar. Töluvert af taui hafði safnast fyrir siðustu vikurnar. Mamma gaf henni könnu af tei svo að henni hlýnaði og brauðbita. Gamla konan sat skjálfandi og nötrandi á eldhúskolli og vermdi hendurnar á tekönnunni. Fingur hennar voru hnýttir af striti og ef til vill lika af gigt. Neglur hennar voru undar- lega hvitar. Þessar hendur báru þrjósku mannsins vitni viljanum til þess að vinna ekki einungis eins og kraftar leyfðu, heldur fram yfir þau mörk sem getunni eru sett. Mamma taldi og skrifaði upp listann: karlmannanærskyrtur, kven- bolir, siðar nærbuxur, hnésiðar kvenbux- ur, pils, kvenskyrtur, sængurver, kodda- ver, lök og kögurkápur af karlmönnunum. Já, þó að þvottakonan væri ein af hinum þvoði hún lika þessar heilögu flikur. Bagginn var stór stærri en venjulega. Þegar konan lyfti honum á herðar sér huldi hann hana með öllu. Fyrst riðaði hún við eins og hún ætlaði að kikna undir byrðinni. En það var sem rödd þrákelkn- innar sem með henni leyndist hrópaði: Nei, þú mátt ekki detta. Asni getur leyft sér að sligast undir klyfjum sinum, en ekki maðurinn, kóróna sköpunarverksins. Það voru ósköp að sjá gömlu konuna skjögra út með þennan feikna bagga, út i frostið þar sem snjórinn var þurr eins og salt og kófið fauk eins og ryk um loftið i hvitum sviptibyljum einsog álfar væru að dansa i kuldanum. Gat hugsast að gamla konan kæmist nokkurn tima til Wola? Hún hvarf sjónum og mamma and- varpaöi og bað fyrir henni. Oftast nær kom konan aftur með þvottinn eftir tvær eða i mesta lagi þrjár vikur. En þrjár vik- ur liðu siðan fjórar og fimm og ekkert fréttist af gömlu konunni. Við þraukuðum án þvottarins. Kuldann herti jafnvel enn meira. Simalinurnar voru nú orðnar jafn gildar og skipskaðlar. Greinar trjánna voru eins og gler. Það hafði kyngt niður svo mikium snjó að göturnar voru orðnar mishæöóttar og i mörgum götum var unnt að renna sér á sleðum eins og niður brekku. Brjóstgott fólk kveikti bál á göt- unum svo að flækingar gætu yljað sér við eldinn og steikt yfir honum kartöflur ef þeir áttu þær þá nokkrar til að steikja. Það olli okkur ótrúlegum vandræöum að þvottakonan lét ekki sjá sig. Við þurft- um á þvottinum aðhalda. Við vissum ekki einu sinni i hvaða húsi konan átti heima. Ekkert var liklegra en að hún hefði hnigið niður, dáið. Mamma lýsti yfir þvi að sér hefði fundist eins og þvi væri hvislað að sér þegar gamla konan fór frá okkur siðast að við sæjum tauið okkar aldrei framar. Hún leitaöi uppi nokkrar slitnar gamlar skyrtur og þvoði þær, gerði við þær. Við syrgðum bæði þvottinn og þessa gömlu konu sem orðin var útslitin af þræl- dómi og okkur býsna nákomin þau ár sem 1 föðurgarði er önnur bók nóbelsverð launaskáldsins Isaac Bashevis Singers sem Jkemur út hjá Setbergi í þýðingu Hjartar Pálssonar hún hafði þjónað okkur af einstakri trú- mennsku. Meira en tveir mánuðir liðu. Það hafði dregið úr frostinu, en þá hafði það komið aftur, það gerði nýtt kuldakast. Kvöld eitt þegar mamma sat við oliulampann og var að gera við skyrtu opnuðust dyrnar og svolitill andgufustrókurkom inn ogá eftir honum feiknastór baggi. Undir bagganum riðaði gamla konan andlit hennar snjó- hvitt sem lak. Fáeinar hvitar hártjásur stóðu niður undan sjalinu hennar. Mammarak upp hálfkæftóp. Það var eins og lik hefði gengið inn i herbergið. Ég hljóp til gömlu konunnar og hjálpaði henni að létta af sér byrðinni. Hún var grennri en áður, bognari. Hún var orðin enn teknari i andliti en hún var og höfuðið tinaði eins og hún væri að andæfa. Hún gat ekki komið upp orði svo að vel skildist heldur tuldraði eitthvað með innföllnum munni og fölum vörum. Eftir að gamla konan var búin að ná sér ofurlitið sagði hún okkur að hún hefði ver- ið lasin, mjög lasin. Hver veikindi hennar voru man ég reyndar ekki. Hún hafði verið svo veik aö einhver hafði kvatt til lækni og læknirinn hafði sent eftir presti. Einhver hafði látið son hennar vita og hann hafði lagt út fé fyrir kistu og fyrir út- förinni. En Guð almáttugur hafði ekki enn viljað taka til sin þessa sárþjáðu sál. Hún tók að rétta við henni batnaði og undir eins og hún fór aftur að geta stigið i fæturna byrjaði hún að þvo á ný. Ekki að- eins tauið okkar heldur þvott frá þó nokkrum heimilum öðrum. „Ég hafði engan frið i rúminu fyrir þvottinum”, sagði gamla konan til skýringar. „Ég gat ekki dáið fyrir þvott- inum”. „Með Guðs hjálp áttu eftir að lifa þangað til þú verður hundrað og tuttugu ára”, sagði móðir min i blessunarskyni. „Guð forði mér! Hverjum yrði svo löng ævi til góðs? Vinnan verður æ erfiðari — kraftar minir eru á þrotum — ég vil ekki verða neinum til byrði!” Gamla konan tautaði i barm sér og signdi sig og hóf augu sin til himins. Til allrar hamingju voru einhverjir peningar til heima og mamma taldi fram það sem hún skuldaði. Skritin tilfinning greip mig: peningarnir I útvötnuðum lófum gömlu konunnar virtust verða jafn lúnir og hreinir og heilagir og hún sjálf. Hún blés á skildingana og batt þá i klút. Svo fór hún og hét þvi að kóma aftur eftir fáeinar vik- ur til þess að sækja nýjan tauböggul. En hún kom aldrei framar. Það varð siðasta verk hennar i þessum heimi að þvo þvottinn sem hún hafði skilað. Óbug- andi vilji hafði rekið hana til þess að skila þvi sem aðrir áttu i hendur réttra eig- enda, ljúka þvi ætlunarverki sem hún hafði tekið að sér. Og nú var loks svo komiö að likami hennar sem lengi hafði ekki verið annað en brotinn leir sem ráðvendnin ein og skylduræknin höfðu haldiö uppi var til foldar hniginn. önd hennar hvarf inn á þau svið þar sem allar helgar sálir hittast hvaða hlutverk sem þær hafa leikið á þessari jörð, hvaða tungu sem þær hafa talað hvaða trú sem þær hafa játað. Ég get ekki hugsað mér Paradis án þessarar þvottakonu. Ég get ekki einu sinni imyndað mér heim þar sem slik hetjudáð er ekki endurgoldin. HERERBOKIN! HVERJU MÁ ÉG TRÚA? eftir Harold Sherman Þctta er einstök bók um lífsspeki eftir hinn mikla frömuð rannsókna á yfirskil- vitlegum fyrirbærum, höfund bókanna DULARMÖGN HUGANS, LÆKNINGAMÁTTUR ÞINN og AÐ SIGRA ÓTTANN, — Þeir sem glata trúnni lifa í ótta og óvissu um framtíðina, þá skortir öryggi. En er mögulegt að endurheimta það, sem glatazt hefur? Og hvernig vita menn hverju þeir mega trúa? Þessi bók er hreinskilið, presónulegt svar Harold Sherman við þessum brennandi spurningum. SÝNIR í SVEFNI OG VÖKU eftir Halldór Pjetursson Frá örófi alda hafa draumar og vökusýnir fylgt mannkyninu. Draumurinn er margslungið ævintýri, sem menn ráða á ýmsa vegu, jafnvel hefur hver ráðandi sína eigin lausn, sinn eigin lykil að leyndardóminum. Hér segir fjöldi kunnra manna frá draumum sínum og vökusýnum. Hver segir frá á sinn sérstæða hátt, en sem heild mynda frásagnir þeirra óvenjulega og forvitnilega bók, sem stór hópur lesenda mun fagna. SKUGGSJA BÓKABÚÐ OUVERS STEINS SE

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.