Helgarpósturinn - 12.12.1980, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 12.12.1980, Blaðsíða 11
35 f Vertu \ velkominn, kíktu við eða hringdu og tryggðu þér eintök helgarpósfurínrL. Föstudagur 12. desember 1980 Söngævintýrið Ævintýrin um Kauðhcttu og Hans og Grétu cru öllum kunn> engu aft siftur hljóma þau öftruvisi en áftur, eftir aft Gylfi Ægisson hefur fært þau i tónlistarbúning meft aftstoft Hermanns Gunnarssonar, Ladda o.fl. gófts fólks. Tvimælalaust barnaplatan í ár. unnar. Fyrir 3—4 árum brugðu Danir á það ráð að sprauta peningum inn i fótboltann sinn. I stað þess að byggja á hugsjónum og metorða- gjörnum unglingum, fengu félögin sér „sponsora”, stórfyrir- tæki sem ausa fjármunum i liðin, gera þeim kleift að borga strák- unum kaup og ráða dýra þjálfara — gegn þvi að liðin beri auglýs- ingar frá fyrirtækjunum, að sjálf- sögðu. Þetta þýddi það að úrslita- leikurinn i 1. deildinni sem fram fór sl. sunnudag var ekki aðeins milli félaganna Köbenhavns Boldklub og Næstved Idrætsfor- ening, heldur einnig og ekki sið- ur milli sjónvarpsleigufyrirtækis- ins DER og ölfabrikkunnar Faxe. Fyrrnefnda liöið vann (þótt leikurinn endaði með jafntefli) og fékk að launum tæpar 10 miljón fljótandi krónur frá þvi þekkta öl- bruggerii Carlsberg. Þessi ákvörðun — að dæla pen- ingum inn i fótboltann og gera leikmenn að hálfatvinnumönnum — var hugsuð sem mótleikur gegn minnkandi aðsókn aö leikjunum — vandamál sem islenskum áhugamönnum um iþróttir ætti að vera kunnugt. Hugsunin var sú að veita leikmönnum tækifæri til að helga sig fótboltanum svo til ein- göngu og þar með að hækka standardinn i iþróttinni. Betri knattspyrna átti svo að lokka fleiri á völlinn. En nú hefur þaö sýnt sig aö málið er ekki svona einfalt. Alla vega fer áhorfendum enn fækk- andi — frá þvi i fyrra fækkaði þeim um tæp 10%. Og þegar velta félaganna er oröin svo mikil sem raun ber vitni þarf litið út af að bera til þess að við félögunum blasi gjaldþrotið eitt. Flest félag- anna eiga í mestu vandræðum, mas. KB sem þó á sér heimavöll i hjarta Kaupmannahafnar og gumar af flestum áhorfendum. Það var merkilegt að heyra einn af frömuðum dönsku deildarkeppninnar úttala sig um þessi vandamál i sjónvarpinu á sunnudagskvöldið. Þar fór litið fyrir gamla ungmennafélags- andanum sem islenskir iþrótta- frömuöir reyna enn að halda i. Nei, þessi merkismaður notaði orðaforða eins og Davið skelfing: „varan” er ekki nógu góð, við eigum i sömu vandræðum og annar „atvinnurekstur” o.s.frv. Ein ástæðan fyrir þvi hve illa árar i danska fótboltanum kemur islenskum knattspyrnufrömuð- um kunnuglega fyrir sjónir. Þaö verður varla dregiö i efa að at- vinnumennskan bætti knatt- spyrnuna, en þaö kom ekki dönskum vallargestum til góða. Þegar einhver leikmaður var að komast i heimsklassa var hann umsvifalaust keyptur af ein- hverju stórliðinu sunnar i álfunni. Nú leika yfir 50 Danir með er- lendum liðum. Flestir eru þeir i Hollandi og Belgiu, td. eru fjórir Danir fastamenn i hollenska stór liðinu Ajax og þrir I belgiska lið- inu Anderlecht. Vilji Danir fá aö sjá sina bestu menn i „aksjón” veröa þeir aö sæta færis fyrir framan sjón- varpiö þegar úrslitaleikir Evrópukeppninnar eru á dag- skrá. Að visu hlotnast þeim af og til Bráftskem mtilegar Utsetningar Þóris Baldurssonar á lögunum Sufturnesjamenn og Jarftarfarardagur hafa vakift mikla athygli, og njóta dagvaxandi vinsælda. En þetta eru bara 2 af 10 góftum lögum þessarar eldhressu plötu. I»au Þórir, Rúnar,Engilbert og María fara hér á kostum og eiga eftir aft halda öllum i stufti fram yfir jól. Nú liggja Danir í því Það virðist ailt ætla að leggjast á eitt til að auka þunglyndi hinnar dönsku þjóðar sem löngum hefur verið kennt við það gagnstæöa, nefnilega glaðlyndiö. Atvinnu- leysiö eykst nú aftur og enn hraðar en fyrr. Stjórninni gengur ekkert að klipa oliugróðann úr Norðursjónum út úr höndunum á auðhringnum A.P. Möller. Og til að kóróna allt saman upplifa Danir hver vonbrigðin á fætur öðrum á sviöi knattspyrn- aö sjá þá I landsleikjum, þe. ef þeir fá leyfi hjá félögum sinum til þátttöku. Stöku sinnum fá þeir að sjá þessa farandverkamenn leika undir merkjum Carlsberg i Köbenhavns Idrætspark. Já, Carlsberg rekur danska landsliðið og gengur hart eftir þvi að leikmenn séu ekki aö flika öðr- um fyrirtækjanöfnum. I vetur kom td. upp deila milli Carlsberg og nokkurra leikmanna i Hollandi og Belgiu sem höföu gert samning við önnur fyrirtæki um að auglýsa fyrir þau. Eftir mikið þjark fengu þessir menn aö leika i landsliði Carlsberg. I sumar og haust hafa dönsku blööin látið digurbarkalega yfir þvi hve gott danska landsliðiö sé. Þar sé valinn maöur i hverju rúmi, menn sem leika með bestu liöum álfunnar og slegist er um. Danir ætluðu sér svo sannarlega að komast i úrslit heims- meistarakeppninnar á Spáni árið 1982. Danska landsliðið átti nú Danmerkurpóstur frá Þresti Haraldssyni loksins að vera komið i 1. deild evrópskrar knattspyrnu, i hop meö Þjóöverjum, Hollendingum, Englendingum ofl. slikum. Þvi átti ekki að verða skotaskuld úr þvi að merjá undir hæl sinum þjóðir á borð við ttali, Júgóslavi og Grikki sem þeir eru i riðli með. Nú er þessi belgingur að mestu hljóðnaður. Danir eru búnir að keppa þrjá leiki og töpuðu öllum. ' Þeirhafa aðeins skorað eitt mark og það úr vitaspyrnu. Fyrsta tapið var skiljanlegt, gegn Júgóslövum á heimavelli. En svo komu Grikkir i heimsókn. Allar dönsku stjörnurnar, með Allan Simonsen I fararbroddi voru mættar til leiks. Nú skyldu Grikkir malaöir. Og það var reyndar allt útlit fyrir það. Danir óðu i tækifærum og voru með boltanna mestallan leikinn, en inn vildi tuðran ekki. Og svo kom reiðarslagiö þegar Grikkír laum- uðu boltanum inn úr frisparki. Orvænting dönsku þjóðarinnar var algjör. Ekki var ástandið skárra þegar Danir töpuöu fyrir vængbrotnu liöi Itala — jarðarför danskrar knattspyrnu” var sá leikur nefndur. Danirræðanúmikiöhvaða leiö eigi að fara til að knattspyrnan rétti úr kútnum og höfði meir til áhorfenda. Ein tillagan er sú að stofna úrvalsdeild meö frekar fáum liðum, aðrar ganga út á að breyta sjálfum leikreglunum. En sennilega eru flestir búnir að sjá að þaö þarf eitthvað annaö en meiri peninga til aö bæta ástandiö. Það er nefnilega til svo miklu meira af peningum i stór- veldum knattspyrnunnar að danskur kapitalismi á sér ekki viðreisnarvon i þeim nornakatli. Geimsteinn: Með þrem U tangarðsmenn: Geislavirkir Ferskari, kraftmeiri og umtalaftri hljómsveit en Utangarftsmcnn er ekki aftfinna á tslandi í dag. Þeir höffta sérstaklega til yngra fólksins sem kann vel aft meta rokk/reagge«blandafta tón- list þeirra og bitastæfta texta. En auftvitaft takmarkast tónlist þeirra alls ekki vift ákveft- inn aldurshóp. Utangarftsmenn eiga erindi til allra. Hér kynnum vift 7 góftar is- lenskar hljómplötur. is- lenskar hljómplötur eru sérlega hagstæftar i verfti einmitt nú og þvf tilvaldar jólagjafir. Tónlistarlega séft spanna þessar plötur mjög breitt og hér er aft finna eitt- hvaft fyrir alla. Aft sjálfsöglki eigum vift einniglandsins mesta úrval af innfluttum erlendum plikum. ✓ I hátíðarskapi An nokkurs vafa er þetta jólaplatan í ár. Helga Möller, Jóhann Helgason (Þú og ég), Ómar Ragnarsson. Ragnar Bjarnason og Gunnar Þórftarson saman á einhverri skem mtilegustu jólaplötu sem Ut hefur komift á islandi. ómissandi plata sem kemur allri fjölskyldunni i hátiftarskap. Haukur MORTHENS litið brölt Haukur Morthens: Lítið brölt Litift brölt er meiriháttar plata. Þaft upp- götva fleiri og fleiri meft hverjum deginum sem liftur. Hin leikandi lög Jóhanns Helga- sonar. frisklegt undirspil Mezzoforte og frá- bær flutningur Hauks gera „Lftift brölt” aft sérlega vandaftri og góftri plötu sem á erindi til allra. "iÍÍÍ!; Rut Reginalds: Rut+ Yrkisefnift á Rut + er unglingar og ást. Rut skipar sér i hóp okkar bestu söngkvenna meft þessari hressu og skemmtilegu plötu. Hljóm- plata sem á crindi til unglingsins í fjölskyld- Mezzoforte: í hakanum Meft þessari plötu taka Mezzoforte skrefift frá þvi aft vera okkar efnilegustu tónlistarmenn uppi aft vera okkar bestu tónlistarmenn. 1 hakanum er mörgum klössum fyrir ofan fyrstu plötu þeirra félaga og á eftir aft vera álitin timamólaplata á íslandi. Þvi fyrr sem þú tryggir þér cintak þvi lengur færftu notift þcssarar frábæru plötu. HLJÓMDEILD vkvbKARNABÆR 'UUSUM B Lauoaveoi 66 — Glæsibæ — Austurstræli r Simi trá skiptiborói 05055 Heildsöludreifing tloíftarhf Símar 85742 og 85055.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.