Helgarpósturinn - 12.12.1980, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 12.12.1980, Blaðsíða 7
31 —helgarpásturinrL. Föstudag ur 12. desember 1980. HANNYRÐIR „Kaupi aðeins 5 af 20-30 gjöfum” segir Hallfríður Tryggvadóttir sem framleiðir jólagjafir í stórum stíl „Ég hef alltaf búiö jólagjaf- irnar meira eöa minna til sjálf og ef timi hefur veriö til hef ég gert þær ailar,” sagöi Hallfriöur Try ggvadóttir handavinnu- kennari i samtali viö Helgar- póstinn. Þegar viötal okkar fór fram, var hún aö leggja siöustu hönd á jólagjafirnar, sem hún ætlaði aö senda til ættingja sinna eriendis. Þar sem þessir hiutir fara úr landi, er engum leyndarmálum uppljóstraö þótt sagt sé frá þeim. Ein skemmtilegasta gjöfin og sú sem kannski tók lengstan tima að búa til, er nálapúöi, sem er eftirliking af bil. Hallfriöur sagðist hafa séö þennan bil i blaði, en þar heföi hann verið leikfangabill. Með örlitlum breytingum er hann orðinn dýrindis nálapúði, eða jafnvel litill saumakassi. Billinn er saumaður úr bómullarefni og soppaður með dralonvatti. Gluggarnir eru úr dekkra efni og „grillið” er úr röndóttu efni. Hurðirnar eru vasar fyrir öryggisnælur, tvinnakefli o.fl. Framljósin eru glærar tölur og hjólin eru stórar grænar tölur. „Ég safna gömlum tölum,” sagði Hallfriður. „Hvar sem ég sé gamlar tölur i verslunum kaupi ég þær og tölum er aldrei fleygt hér. Nú á ég fullan kassa af tölum, sem oft kemur sér vel þegar veriö er að búa eitthvað til. Eins safna ég blúndum og alls konar efnum, bútum og tuskum. Það er þægilegt að þurfa ekki að hlaupa út i búð eftir þessu jafn- óðum.” Meðal gjafanna er annar nála- púði. Hann er litil bastkarfa, sem fyllt er með kúlum gerðum úr bútum og dralonvatti og kringum kúlurnar er fingerð blúnda. Til- sýndar litur púðinn út eins og ávaxtakarfa. Þarna eru lika tvö barnavesti saumuð úr tveim teg- undum bómullarefna, sem eru fléttuð saman eins og gert er við gerð jólapoka. Ein gjöfin er pottaleppar, gerðir úr bútum, enn önnur handgert leðurveski og loks er þarna belti gert úr stein- bitsroði og getur hver sem er verið fullsæmdur af aö skreyta sig með þvi. Hallfríður kvaöst aðeins ætla að kaupa 5 af þeim 20—30 jólagjöfum sem hún gefur i ár. „Ég er ekki aö hugsa um peningasparnaöinn, þótt yfirleitt kosti þessar gjafir minna i peningaútgjöldum,” sagði hún. „Mér finnst bara krakkarnir eiga alla hluti til og ég veit aidrei hvað ég á að kaupa handa þeim. Það er minni vandi aö láta sér detta i hug eitthvað til að búa til.” Hallfriður kennir i handa- vinnudeild Kennaraháskólans, svo timinn er ekki allt of mikill til handavinnu heima. Enda segist hún hafa þetta eins og margir aðrir að leggja nótt við dag siðustu dagana fyrir jól. Þó byrjar hún á jólagjöfunum þegar i október. Þetta verður ekki hrist fram úr erminni. Lengi vel gaf hún mest jóladót af ýmsu tagi og um tima bjó hún jafnvel til jólakerlingar, sem seldar voru i íslenskum heimilis- iðnaði. Þá var þetta eiginlega orðin fjöldaframleiðsla. Nú sagðist hún þó vera orðin leið á að búa kerlingarnar til fyrir sölu og ættingjarnir eru orðnir vel brigir Hlutirnir á boröinu eru jólagjafir, sem Hallfriöur ætlar aö senda til út- landa. Allt eru þetta „módelhlutir”, sem ekki ætti aö draga úr ánægju viðtakendanna. af alls konar jóladóti. Þvi verður ogþað virðist enginn hörgull vera hún að láta sér detta annað i hug á hugmyndunum á þeim bæ. LEIRKERASMÍDI Skapa listmuni án þess að sjá þá „Við erum með þrjú námskeið i gangi eins og er, en nú erum við með i gangi könnun meöal blindra á þvi hvað þeir vilji helst læra og ætlum að reyna. að hefja ný nám- skeið eftir áramót i samræmi viö þær óskir,” sagði Sverrir Karls- son formaöur Tómstunda^ nefndar Blindrafélgsins i samtali viö Ilelgarpóstinn. Þegar við litum inn í hús Blindrafélagsins viö Hamrahlið var hópur fólks önnum kafinn viö leirkerasmið og var auðséð aö þar ríkti mikil starfsgleöi. Sverrir sagöi aö þetta væri þriöja áriö sem blindum gæfist tækifæri til aö læra þessa iðju. Námskeiöin eru haldin i samvinnu viö Náms- flokka Reykjavikur, sem leggja til kennarann, Herborgu Auöuns- dóttur. „Herborg getur gert galdra með þumalputta,” sagöi Sverrir og kvað fólk mjög ánægt með þessa kennslu. Núna eru um 20 manns á námskeiöinu i þrem hópum og hefur hver hópur tima einu sinni i viku i þrjá tima i senn. Auk þess sagði Herborg að farnar væru bæjarferðir ööru hvoru til að skoða leirmuni. „Verslunareigendur eru skiljanlega hræddir um að við brjótum hlutina,” sagði einn nemendanna, Rósa Guðmunds- dóttir, varaformaður Blindra- félagsins. „Þess vegna kunnum við varla við að fá að skoða þá. Það kemur auðvitað fyrir að okkurerboðiðaðhandfjatla hluti, en þegar viö erum i hóp er þetta þó auðveldara.” 1 leirvinnsluherbergjunum gaf aö lita fjölbreytilegt úrval leir- „Bókin skilur eftir meira af fróöleik en margar endurminningabaekur annarra stjórnmálaleidtoga sem út hafa komið á undanförnum árum... Vinnu- brögð Jóns Guðnasonar við gerð bókarinnar eru mjög til fyrirmyndar.... Það er þvi ábyggilega gleði- og ánaegjuefni fyrir áhugamenn um sagn- fræði og stjórnmál að fá i hendur þessa bók, enda hefur Einar viða komið við i þjóðfrelsis- og verka- lýðsbarátfu undanfarna áratugi." — Dagblaðið, Alti Rúnar Halldórsson. Einar Olgeirsson er einn mikilhæfasti og harðskeyttasti stjórnmálaforingi siðustu áratuga. I þessari bók, sem unnin er i samstarfi við Jón Guðnason dósenf, lítur hann um öxl og fjallar um ,,f relsisbaráttuna nýju" sem þjóðin háði i dögun fullveldisins gegn ásælni voldugustu heimsvelda þessarar aldar. Saman við hina pólitísku sögu er fléttaö bæði persónulegum endurminningum og upplýsingum sem siðar hafa birst, meðal annars i bandarisku og bresku leyniskjölunum sem nýlega voru gerð opinber. Þessi bók gefur innsýn i það sem gerst hef ur bak við tjöldin i tengslum við örlagarikustu atburði þessarar aldar. Dregnar eru upp persónulegar svipmyndir af ýmsum stjórnmálaleiðtogum, sem þar koma við sögu,og mun ýmislegt af því vaf alaust koma á óvart. Mál og menning l|S|l muna, skálar, diska, vasa og jafnvel styttur, á ýmsum stigum framleiðslunnar. Blindrafélagið á brennsluofn og ágæta rennibekki, svo aöstaðan er nokkuð góö. Nemendurnir voru sammála um aö leirkerasmiö væri mjög góð þjálfun fyrir blinda. I henni reyndi mikið á samhæfingu hand- anna og tilfinningin fyrir formi ykist. „Takmarkið er að eitthvað af þessu fólki geti haft leirkerasmið aö aðalstarfi, þótt við verðum áfram með hobbýnámskeið á kvöldin,” sagði Sverrir. „Þó ekki nema einn til þrir hefðu tækifæri til aö vinna við þetta á daginn, væri það geysi- legur munur. En til þess þyrftu viðkomandi aö fara á „alvarleg” námskeiö til að læra aö vinna hluti i fjöldaframleiðslu.” Sverrir hefur sjálfur verið á þessum námskeiðum i leirkera- smiði og kvaö hann þetta hafa verið „hundleiðinlegt” fyrst, þegar mistök voru algeng og allt lagðist út af. En nú eru öll potta- blóm komin i handgerðar leir- krúsir heima hjá honum. Sverrir varð blindur fyrir um fjórum árum og eins og er sér kona hans um vinnuna utan heim- ilis, en hann annast heimilið á meðan. „Ég get vel unniö algengustu heimilisstörf, enda var ég vanur þeim áður en ég varð blindur,” sagði hann. „Ég ryksuga, þurrka af, þvæ bilinn og elda allan venju- legan mat. Eins hef ég náð ágætum tökum á að pressa buxur, að minnsta kosti sagði mágur minn að hann hefði aldrei fengið Arnþór Helgason, Sverrir Karisson, Bjarnheiöur Danielsdóttir og Élisabet Þórðardóttir móta leirinn. Einar Olgeirsson og Jón Guðnason íslan.d í skugga heimsvaldastefnunnar Jo/ag/ofm hans er gjafasett frá O/dSpice. Einnig fáan/egt í gjafapakkningu. HEILDVERZLUN PÉTURS PÉTURSSONAR - SÍMI21020 eins vel pressaðar buxur og hjá mér.” Sverrir sagði að félagsstarfið i Blindrafélaginu hefði hjálpað sér mjög mikið og raunar hefði hann meira að gera núna en meðan hann hafði sjónina. Það er lika mikið starf unniö i félaginu og Tómstundanefnd sér um fleira en leirkeranámskeiðin. Hún hefur lika efnt til kennslu i gömlu döns- unum og fengið til þess kennara frá Þjóðdansafélaginu. Eins hefur nefndin sundkennslu og sundæfingar og i fyrra tóku blindir i fyrsta skipti þátt i sund- keppni fatlaðra. I fyrra fékk Blindrafélagið lika tvö tveggja manna hjól aö gjöf frá Linds- klúbbunum og voru þau mikið notuð i sumar. Sverrir kvað hjólin gefa mikla möguleika. Meira að segja heföi frést af japönskum manni, sem þótt blindur væri hjólaði i kringum hnöttinn með konu sinni. Það gefur svolitla hugmynd um það hvað hægt er að gera.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.