Helgarpósturinn - 23.01.1981, Blaðsíða 3

Helgarpósturinn - 23.01.1981, Blaðsíða 3
3 __hnlrjarpn^tl irínn Föstudagur 23. janúar 1981 fjárnám hefur verið gert hjá. 1 þeirri stærri, sem er um 500 sfður, eru nöfn allra þeirra sem hafa fengið vixildóma, uppboðs hefur veriö kraf- ist hjá, eða eru gjaldþrota. — bessiskrá er mjög mikilvæg, þar eru mjög aðgengilegar upp- lýsingar, sem fást hvergi annars- staöar. HUn gefur okkur vls- bendingu um hvort óhætt er að gera samninga upp á stórar fjár- hæðir. Ef viðkomandi hefur t.d. orðið gjaldþrota nýlega metum viö þaö mjög alvarlega. Að sjálf- sögðu metum við hvert tilfelli fyrir sig, við förum ekki eftir skránni i blindni, sagði skrifstofu- stjóri i stóru byggingavörufyrir- tæki við Helgarpóstinn. Helmingurinn á ekki heima þar Aðrir kváðu ekki eins sterkt að orði. Algengt var að menn segðu þaö sjálfsagt, að þessar upp- lýsingar væru aðgengilegar, en þeir notfærðu sér ekki skrána mjög mikið. Haukur Hauksson i bilasölunni Braut sagði, að van- skilaskráin sé ómissandi i bila- viðskiptunum, með hjálp hennar hafi tekist að útiloka viðskipti við ýmsa fjárglæframenn, „sem koma með vixlasúpuna á eftir sér”, sagði Haukur Hauksson. — En ég tel samt, að helmingur þeirra sem i skránni eru eigi alls ekki heima þar. Ef menn sitja fyrir framan okkur meö peninga og kannski einn til tvo vixla spyrjum viö t.d. hvort við megum fletta þeim upp. Komi i ljós, aö þeir hafa einn eða tvo vixildóma látum við það sjaldnast koma i veg fyrir viðskipti. Ef um er aö ræöa verulegar upphæöir fáum við upplýsingar um i hvaða banka viðskiptin eru og spyrjumst fyrir þar. En við förum ákaflega varlega i að notfæra okkur þessa skrá, sagði Haukur Hauksson. Vanskilamennirnir Hvað segja svo þeir, sem eiga nöfn sini þessum skrám, — eru skráðir vanskilamenn? Einn þeirra er reyndar Haukur Hauks- son i bilasölunni Braut. A hann eru skráðir tveir vixladómar, annar hljóðar upp á 40 þúsund, hinn 350 þúsund. — Þettaer eina og sama málið. Þetta atvikaðist þannig, að ég fékk rukkun um auglýsingu frá dagblaði, sem ég hafði ekki beðið um. Tveimur mánuðum seinna var þetta komið i innheimtu og orðiö að 350 þúsundum með vöxt- um og kostnaöi, sagði Haukur. „Öskureiður” Samkvæmt vanskilaskránni hefur Haukur Már Haraldsson ritstjóri Vinnunnar fengiö á sig fjögur uppboð og fjögur dómsmál vegna vangoldinna vixla frá þvi 1978. — Ég er öskureiður. Þetta er fádæma svivirða, sagöi Haukur Már, þegar Helgarpósturinn fræddi hann á þvi, aö nafn hans væri i skránni. — Það geta verið allskyns á- stæður til þess að slikir hlutir ger- ast. Ég hef verið að koma mér upp húsi i þessu geðveikislega þjóðfélagi þar sem fólk á ekki einu sinni fyrir vöxtum af lánun- um. Ég hef verið að ganga i gegn- um erfitt timabil að undanförnu. Konan hefur ekki getað unnið úti, bæöi vegna veikinda og barn- eigna. A meðan hefur maður verið að reyna að standa við skuldbindingar af einum launum, og borgað að sjálfsögðu stærri skuldirnarfyrst.Þaðminna hefur mætt afgangi, en það er allt frá- gengið núna. Með þvi að vera á þessum lista er verið að stimpla mann allt að þvi sem sakamann, og auk þess hafa ekki farið fram nema tvö af þessum uppboðum, sem þú nefndir. Það var samið um hin, sagði Haukur Már Haraldsson. Ætti að láta menn vita Gestur Ólafsson arkitekt er einn þeirra, sem eiga nafn sitt á vanskilaskránni. Þar segir, að hann hafi fengið dóm sem útgef- andi að 500 þúsund króna vixli. — Að lenda á þessari skrá er eins og að lenda á sakaskrá vegna stöðumælasektar, sagði Gestur Ólafsson viö Helgarpóstinn. — Almennt séð er sjálfsagt gott að hafa svona skrá, en mér fynd- ist, að það ætti að vera skylt að láta menn vita áður en þeir lenda á þeim. Varðandi þennan vixil hlýtur þvi að vera þannig varið, að ég hafi selt banka viðskiptavixil, sem siðan hefur ekki verið greiddur, og þvi fallið á mig. Raunar man ég ekki sérstaklega eftir þessu máli, en I gegnum árin hef ég lagt áherslu á aö borga minar skuldir á réttum tima, sagði Gestur. Allmörg fyrirtæki hafa sam- kvæmt vanskilaskránni fengið á sigfleiri ogfærrivixladóma, fyrir utan þau sem hafa oröið gjald- þrota. Eitt þessara fyrirtækja er Frjálst Framtak, en þaö hefur fengið á sig niu vixladóma á undanförnum þremur árum, og eru upphæðirnar sem um ræðir allt frá 65 þúsund gömlum krón- um upp i 1300 þúsund krónur. Jóhann Briem framkvæmda- stjtíri sagðist ekki vita um þessa dóma sérstaklega, en sagði, að ekki séóeðlilegt, að fyrirtæki sem velti milljarði gamalla króna á siðasta ári lendi i þvi aö einhverj- ir vixlar sem það er skrifað á lendi i vanskilum. ,,En þetta hlýt- ur þó að vera einhver klaufaskap- ur,” sagði Jóhann Briem. „Vitum ekki hvenær þeir byrja” Þegar við bentum Gylfa Sveinssyni hjá Reiknistofu Hafnarfjarðar á þá möguleika, að fólk sem ekkert hefur til sakar unnið lendi á skránni, og það rýri jafnvel lánstraust þeirra, sagði hann, að margir hafi áhyggjur af þvi, hvort þeir séu að gera rétt eða rangt með þvi að gefa þessa skrá út. — bað er náttúrlega erfitt að greina á milli vanskilamanna eftir þvi hvað þeir skulda mikið og hvað þeir hafa fengiö marga doma. En þaö er ákveðinn kjarni, sem er verstur i þessu, og við get- um ómögulega vitað hvort menn eru að hefja langan feril þegar nöfn þeirra koma fyrst inn. Svo mætti spyrja, hvað hinir, sem ekki eru þarna, mega hugsa. Auk þess eru nöfn manna ekki á listanum til eilifðar, vixildómar falla út eftir þrjú ár, og gjaldþrot eftir tiu ár. — Hvað hefur þú að segja um löggjöf, sem meðal annars væri ætlað að hafa eftirlit með starf- semi sem þessari? — Það er mjög mikil þörf á slikri löggjöf, sem segði þá fyrst og fremst hvað menn mega ekki gera, frekar en hún segði hvað má gera. Tölvuvinnsla i ákveðn- um þáttum þjóðlifsins er stór- hættuleg, og það allra hættuleg- asta er, ef hægt er að misnota þjóðskrána og keyra hana með öðrum upplýsingum. Sjálfir höf- um við reyndar aðgang að þjóö- skránni, en bara til að keyra út nafnnúmerin og kalla fram nöfn og heimilisföng. Það skyldi enginn ætla, að mað- ur hafi lagt á sig langt og kostnaðarsamt nám i tölvufræð- um og byggt upp dýrt fyrirtæki, og leggi svo allt i rúst fyrir eina vanskilaskrá. Við erum ekki að þessu fyrst og fremst til að græða á þvi, sagði Gylfi Sveinsson, en vildi samt ekki segja, hvort fyrir- tækið græðir á vanskilaskránm. — bað verður allt vitlaust i þessu landi, ef fréttist, að ein- hver græðir, sagði hann. Hætt við mistökum Hvað sem segja má um nauð- syn skráningar á vanskilafólki hefur hún ýmsar hættu r i för með sér. Auk þess, að ýmsir lenda þar óveröskuldað geta komið fyrir mistök. Þaö sýnir best, aö til skamms tima útbjó Landsbanki Islands slika skrá og seldi hinum bönkunum. En það þótti ekki heppilegt, að bankinn væri ábyrg- ur fyrir villum, sem kynnu að koma fyrir. Að sögn Jónasar Haralz bankastjóra var þessari starfsemi þvi hætt, enda höfðu komið htítanir um, að bankinn yrði gerður ábyrgur fyrir hugsan- legum villum. Auk þess benti Jónas á, að víxlar lendi oft i van- skilum vegna ósætti milli kaup- anda og seljanda, til dæmis vegna gallaðrar vöru, en málin siðan gerð upp. En þá er kaupandinn kominn á vanskilaskrána. ,,En þessar skrár eru nauðsynlegar til aö skapa fjármálalegan aga, og það er tíhjákvæmilegt, að sak- lausir menn lendi i þessu öðru hvoru”, sagði Jónas Haralz. Af þessum ástæðum hafa bank- arnir samið við Reiknistofu Hafnaríjarðar um aö fá stofn þeirra, en hann er síðan keyröur meö yfirliti Reiknideildar kk banlanna ýfir lokun ávisanareiicninga. P'/ Eftir þeirri skrá fara siðan *~Y allt undir einu þú verslar í „ þaki húsgagnadeild og/eöa teppadeild og/eöa byggingavörudeild °s/eda rafdeild þú færö aílt á einn og sama kaupsamninginn/ skuldabréf og þú borgar allt niður i 20% SEM ÚTBORGUIM, og eftirstöðvarnar færðu /ánaðar allt að 9 MÁNUÐUM. Nú er að hrökkva eða stökkva, óvist er hvað þetta tilboð stendur /engi (okkur getur snúist hugur hvenær sem er). Þegar þú hefur reitt af hendi útborgunina og ritað nafn þitt undir KAUPSAMN/NG/NN, kemur þú auðvitað við i MATVÖRUMARKAÐNUM og birgir þig upp af ódýrum og góöum vörum. Opið til kl. 22 á föstudögum og til hádegis á laugardögum í Matvörumarkaðnum og Rafdeild. /A A A A A A Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 a i_ Q I---1 eiMi-id'jr uaciQa^' BA ■ n U Kl ■« H U M i I i IR11 Sími 10600

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.