Helgarpósturinn - 23.01.1981, Page 10

Helgarpósturinn - 23.01.1981, Page 10
10 Föstudagor 23. jánúar 1981. ) „Ætli við verðum ekki að leita réttar okkar á eigin spýtur” — segja nokkrir starfsmenn Vaktþjónustunnar Securitas, sem telja sig misrétti beitta Hvernig eiga starfsmenn fyrir- tækis, sem vinna störf áður tíþekkt á vinnumarkaðinum að leita réttar sins? Það er spurning sem nokkrir starfsmenn Securitas spyrja sjálfa sig að þessa dagana. Þeir telja sig hafa fariö halloka UtUr viðskiptum sinum við fyrirtækiö að undan- förnu, en tih-aunir þeirra til aö bæta kjör sin hafa enn engan árangur borið. Þessir starfsmenn, og fyrrver- andi starfsmenn, segja forsögu málsins vera þá, að fyrir um þaö bil einu og hálfu ári hafi verið st-ofnað hér fyrirtæki, sem tók að sér aö vakta ýmis fyrirtæki og stofnanir á nætur og um helgar. Þetta var nýjung á lslandi,áður haföi slik næturvarsla veriö unnin af starfsfólki viðkomandi fyrir- tækja. Þegar vaktmenn voru ráönir til Securitas var þeim sagt að miðað yrði við laun vakt- manna hjá olíufélögunum við launagreiðslur til þeirra. Vegna þess að störfin eru ekki alveg hliðstæð var hinsvegar ekki fariö nákvæmlega eftir taxta, eða öðrum samningsatriöum, þegar stjórn fyrirtækisinsákvað launin. Lengi vel var enginn samningur i gildi milli starfs- mannanna og fyrirtækisins, — borgaö var eftir taxta sem stjórn þess ákvað. NU I nóvember munu einhverjir starfsmannanna hins- vegar hafa undirritað einhvers- konar bráðabirgðasamning. ,,Jóhann Guðmundsson, for- stjórinn, kom þá með plagg sem hann viidi að við skrifuðum undir og gaf I skyn um leið að þeir sem ekki vildu það gætuþá bara hætt. Tveir af okkur fjórum sem erum I farandgæslunni skrifuðu strax undir og eftir smátlma gerðum við þaö lika, aðallega til að firra okkur vandræöum”, sagöi Sig- uröur Sverrisson, sem sagt var upp störfum hjá fyrirtækinu um x áramótin. „Þetta var oftast við- kvæðið — ef aö menn væru óánægðir, þá gætu þeir bara fariö. Þaö kom best I ljós þegar tveim starfsmönnum sem voru að athuga launamálin fyrir okkur nú I vetur var sagt upp störfum. Mér var sagt upp vegna þess að ég átti aö hafa komiö óorði á fyrirtækið, bæöi innáviö og útáviö.” Þórður örn Guðmundsson, sem var trúnaðarmaður á vinnustað, og var sagt upp nú um áramótin, sagði aö lengi heföi verið óánægja meðal starfsmannanna með laun og önn ur kj ör, en þrdtt fyrir itrek- aðar tilraunir, hefði engin lausn fengist. „Það er eins og að tala viö steininn, þegar minnst er á þessa hluti við Jóhann”, sagði einn núverandi starfsmaöur fyrirtækisins, sem ekki vill láta nafiis sins getið. „Manni gæti veriö sagt upp fyrir að bera út óhróður um fyrirtækiö”, sagði hann. Þegar Helgarpósturinn bar þessa frásögn undir Jóhann Guðmundsson, framkvæmda- stjóra Securitas, Sagöi hann samninga við Dagsbrún vera 1 deiglunni, og að hann hefði ekki orðiö var viö neina verulega óánægju starfsfólksins. Og að starfsfólki hefði verið sagt upp fyrir að koma óoröi á fyrirtæidö, væri fráleitt. Jóhann sagöi ennfremur að núverandi laun starfsfólksins væru hærri en laun vaktmanna hjá oliufélögunum, enda væri starfið annars eðlis. Þar eru viðmælendur Helgarpóstsins úr röðum starfs- fólks ósammála. Þeir segja að eftir siðustu kjarsamninga hafi viðmiðunarstéttin fariö verulega fram úr Securitas-mönnunum, enda fengið bæði prósentuhækk- un, og flokkahækkun, á meðan þeir fengu aöeins 8,5 prósent hækkun. „Þegar ljóst varð aö leiðrétting d þessu fengist ekki á vinnustað, ákvdöum við að leita til verka- lýðsfélags okkar, Dagsbrúnar, og það var gert einhverntíma um mánaðamótin nóvember — desember á siðasta ári”, sagði Þórður öm. Hann bætti viö að Dagsbrúnarmaðurinn hefði haft mikið aö gera og lftiö getað sinnt sér, og þvi hefði hann leitaö til Kjararannsóknarnefndar. Þar útbjó Björn Björnsson, starfs- maöur nefndarinnar, frumdrög að samningi milli starfsmanna Securitas og fyrirtækisins.” Þessum. samningsdrögum var svo komið til Halldórs Bjöms- sonar hjá Dagsbrún, hann hafði vist samband viö Jóhann, en siðan hefur ekkert gersti málinu, sagði Þóröur örn. Þegar Halldór Björnsson var spurður um ástæöur þess að ekk- ert hefði gerst, sagðist hann hafa dtt mjög annrikt að undanförnu, vegna samningagerðar, og þvi ekki komist til að sinna þessum Jóhann Guömundsson, framkvæmdastjori, neitaði að veita Helgar- póstinum leyfi til að mynda næturvörð fyrirtækisins að störfum, á þeim forsendum að þaö bryti I bága við þær samþykktir sem hann hefði gert við fyrirtækin um öryggi. Þvi notumst við hér við myndir fengnar að láni frá Visi. (Visismynd Sv. G.) málum. Hann sagðist hafa talað við Jóhann á sinum tima, og þeir samþykkt sin á milli að hinkra meö samningana þar til mesta lotan væri liðin hjá. „Þaö fer nú að veröa hvað úr hverju”, sagði Halldór við Helgarpóstinn fyrir u.þ.b. viku siðan. „Ætli það endi ekki með þvi aö við reynum að semja fyrir okkur sjálfir”, sagði starfsmaðurinn sem ekki vill láta nafns sins getið, „það virðist litið fást útur þvi að láta verkaiyðsfélagiö sjá um þessa hluti.” —GA KLÍKAN í KÍNA OG VlSINDIN Stúdentar viö Pekingháskóla. L'ndanfarnar vikur hala réttar- höld yfir svonefndri fjórmenn- ingakliku verið i heimsfréttunum. Klikaner hópur manna.sem réðu máium i Kina i 1« ár, á timabilinu IiMili—1071». Kremst i flokkier sem kunnugt er engin önnur en frú Mao, fyrrum þokkadis. og hafa vitni keppst við að lýsa þvi hvilikt flagð hefði þar levnst undir fögru skinni allt frá þvi er hún heillaði Mao sinn forðum og fór að gefa honum góð ráð við stjórn lands- ins. Menningarbyltingin var helsta uppátæki kli'kunnar og er trúlegt að sjaldan hafi jafnmargir vitað jafnlitið hvaðan á sig stóð veðrið og Kinverjar meöan á henni stóð. Mikið æði greip um sig fyrir til- stuðlan yfirvalda, framkvæmd- um var hætt viða i landinu, verk- smiðjum og skólum var lokað, söfn voru eyðilögð og um landið fór frelsaður lýöur ránshendi og hafði með sér i leiðinni endur- nýjaðan fagnaðarboöskap bylt- ingarandans frá fyrstu dögum kommúnismans. t Rauða bókin hans Mao gamla kom nánast i stað alls sem ritaö ítafðiverið og hugsað i elsta menn- ingarlandi heims, þar i mátti finna ráð við öllum meinum og plágum i amstri dagsins, vandamálum smáum og stórum, vitt og breitt um landið. Jafnvel læknarog stærðfræðingar áttu að geta fundið þar visbendingar um lausn visindalegra viðfangsefna. Hinir frelsuðu urðu stundum stækari en frelsararnir i valda- stólunum og misstu þeir siðar- nefndu gjaman tökin á óprúttn- um æskulýðnum, sem fúslega snerist á sveif með gegnskóla- ilandistefnunni. Nú eru Kinverjar i óöa önn að skrá grinsögu þess- ara fáránlegu ,ára og viröist gamanið reyndar hafa .kárnað eftir þvi sem menn komast nánar að hinu sanna um rótið og ring- ulreiðina. Og enn súpa þeir seiðið af þeirri töf sem vakningaraldan olli á sviði tækni, visinda og ýmiss konar framfara. Kinversk tækni fyrr.... Kina er heimkynni fjórðungs mannkynsins og heimur sem opn- ast og lokast umheim inum á vixl Einmitt núna eru Kinverjar að gerast félagslyndir á ný og ættum við tslendingar að sýna áhuga á samskiptum við þetta forvitni- lega land, okkur til fróöleiks og ánægju. Alkunna er hve snemma Kinverjar hafa verið á ferðinni meö alls konar tækni og tól við hagnýt störf. Þau voru vist ekki beysin tækin sem forfeður okkar i Skandinaviu notuðu um það leyti sem Kinverjar beittu uxum fyrir plóg og notuöu lakk og ritföng, smíðuðu sér hjólbörur og byggðu vatnsmyllur. Ýmsar undraverðar uppgötvanir i efnafræði og málm- vinnslu voru gerðar snemma á öldum, landmælingar voru á háu stigi og sömuleiðis þótti þekking á grösum oggróöri mikilvæg i lifs- baráttunni. Asiglingum kom segulnálin að gagni og á 6. öld fann einhver kinverskur grúskari upp púðrið. Abacus, sem er eins konar reikni- vél. stiarnfræðiáhöld og fallbyss- ur gátu Kinverjartaliö á pat- entlista sinu m snemma, litprent notuöu þeir á 14. öld og þannig mætti lengi telja. ....og nú Si'ðan er auðvitað mikið vatn til sjávar runnið og skal visindasaga Kina ekki gerð hér frekar að um- talsefni, heldur litillega minnst nýs árdags i kinverskum visind- um. Ritstjóri timaritsins „Physics to-day”, sem gefiðer út af bandariskum eölisfræðingum gerði sér ferö á hendur i fyrra til aðkynna sér vinnubrögð og verk- efni starfsbræðra sinna f Kina. Hann heimsótti sex eðlisfræði- stofnanir og fimm háskóla, og reyndi jafnframt að afla sér upp- lýsinga uni rannsóknir i gervöllu landinu. Ritstjóri þessi, Gloria B. Lubkin, heyrði klikunni frægu lit- ið hrósað þar sem hún kom i Kina og margir visindamannanna sögðu farir sinar ekki sléttar: há- skólum hafði verið breytt i verk- smiðjur og fundasali þar, sem heimskuraus um og upp úr Rauðu Bibliunni ruddi rannsóknum úr vegi. Hámenntaðir, skapandi vis- indamenn voru sviptir atvinnu sinni og sendir upp i sveit eða niður i skurð aö vinna verk, sem alls ekki voru viö þeirra hæfi. Kennsla lagðist niður meira að segja svo rækilega að engin háskólagráða var veitt þessi 10 ár, sem menningarbyltingin reið húsum i Kina. Sérfræðingar ryðguðu i sérgrein sinni, útgáfa visindalegra ritgeröa stöövaðist og frá 1962 til 1978 var enginn ársfundur haldinn f félagi kin- verskra eðlisfræðinga. Kennsla ognámá öllum aldursstigum var i kaldakoli og var þvi engin furöa, þótt ritstjóranum bandariska fyndust eðlisfræðingar við kin- verskar menntastofnanir að jafn- aði eldriaðárum en menn eiga að venjasti löndum með eðlilega út- ungun nýrra sérfræðinga. En svo féll klikan og fall hennar var mikið. Hrapinu var fagnað með þriggja daga hátiðahöldum á eðlisfraeðistofnuninni i Peking. 1 marz 1978 var haldin mikil ráðstefna um forgangsrétt verk- efna. Varaforsætisráðherra, Fang Yi að nafni, sem jafnframt var forseti ki'nversku akademi- unnar, kynnti áætlun um endur- reisn visinda og tæknimenningar i landinu. Hann benti á að Kina væri nú 15 til 20 árum á eftir for- kólfum ýmissa fræðigreina annars staðar i heiminum. Ætlunin er að fjölga rannsóknarmön num næsta áratuginn um átta hundruð þúsund. Nógur er mannskapur- inn, þvi að nú eru Kinverjar 960 milljón talsíns! Áhersla verður lögð á eftirtaldar átta fræði- greinar: landbúnað, orkulindir, málmfræði, tölvusmiði, leysi- tækni, geimfræði (visindi og tækni), kjarnorkufræði og erfða- verkfræði. Erlendum visindamönnum er i æ rikara mæli boðiö að dveljast við kínverskar visindastofnanir og kinverskir námsmenn sækja einnig ráöstefnur erlendis og skýra frá rannsóknum sinum og visindatimaritin heima fyrir hafa skotið upp kollinum á ný. Ekki er lengur þörf á að vitna i rauða heftið. Það var ekki einungis æöri menntun, sem lagðist niðu’’ i aðför klikunnar að sjálfstæðri hugsun i landinu. Barna- og ungl- ingafræðsla var i molum, svo að búast má við nokkurra ára bið á þvi að visindastarfsemi i Kina komist á skrið. Nú er helst treyst á þá nýliða i hópi visindamanna, sem hafa þrátt fyrir allt komið fram á sjónarsviðið siöustu árin, þvi að þeir lærðu af sjálfum sér — margir i laumi meðan byltingin grasseraði i þjóðfélaginu. Þetta er þvi sjálfstætt fólk og liklegt til afreka. Á það sjálfsagt áður en langt um liður erindi til Stokkhólms að sækja gull i greipar kónginum sem þar á heima og skekur hendur snillinga ár hvert tiunda daginn i desembris.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.