Helgarpósturinn - 23.01.1981, Blaðsíða 13
12
Föstudagur 23. janúar 1981.
13
Jie/garpósturinn___he/garpásturinn
Föstudagur 23. janúar 1981.
Fyrsti þáttur. Heima hjá
Magnúsi aö Hvarfi i Mosfells-
sveit.
Magnús Pálsson hefur um langt
árabil v eriö i hópi þekktustu lista-
manna þjööarinnar, þeirra, sem
fást viö þaö, sem i dag er kallaö
nýlist, þö ekki sé nafn hans á
hvers manns vörum, né verk hans
i hvers manns stofu.
En Magnús hefur ekki eingöngu
komið nálægt myndlist, því áöur
starfaöi hann sem leikmynda-
smiöur viö Þjööleikhúsiö og Leik-
félag Reykjavikur.
Hann segir Lárus Sigurbjörns-
son, sem lengi var i stjórn Leik-
félagsins, hafa veriö hvatamann
aö þvi, aö hann för út i' leikhús-
nám, en i menntasköla haföi
Magnús eitthvað fengist viö leik-
list.
Magnús var fyrst spuröur aö
þvi, hvort hann hafi haft brenn-
andi áhuga á leikhúsi.
„Mér fánnst þetta spennandi,
en ég veit ekki hvort þaö var mér
eitthvað megin mál. Ég held, aö
ég leiti alltaf i þann farveg, sem
mér finnst spennandi þá og þá
stundina, eftir þvi, sem ég get
leyft mér þaö. Ég geri mikið af
þvi og þaö kemur mér oft i vand-
ræöi.”
— En þig hefur ekki langað i
leiklistarnám, úr þvi þú ætlaöir
þér að starfa við leikhús?
„Mig hefur aldrei langað til að
leika, éger of huglaus til þess. Ég
held, að það þurfi feikna kjark til
að leika.”
— Hvað geturðu sagt mér af
þinu námi i leikmyndagerð?
„Ég fór til Englands árið 1949.
Af tilviljun hafði Lárus samband
við áhugamannaleikhús i
Birmingham, en þetta leikhús
hafði þá nyverið stofnað skóla
fyrir leikmyndateiknara og
leikara. Ég fór þvi i þennan skóla
og var þar í tvö ár.
Þetta var það skömmu eftir
strfðslok, að aUt var enn i höml-
um striðsins. Matar- og fatnaðar-
skömmtun var enn viö lýöi, en að
sumu leyti var ágættað vera þar.
Ég held, að á þeim tíma hafi leik-
húslif i Englandi verið mjög
merkilegt, og ekki rigbundið við
London. Það var til dæmis mjög
gott leikhús i Birmingham.”
— Vannstu mikið við leikhús i
Englandi á þessum árum?
„Þessi skóU var i tengslum viö
áhugamannaleikhús, sem hafði
sýningar á hverju kvöldi árið um
kring, nema einhvern hluta
sumarsins. Við nemendurnir
fylgdumst með og vorum i tengsl-
Eins og i allri minni afstöðu til
leikhúss er i þvi allnokkur tvi-
skinnungur þegar ég nú tala um
gæðamat i leikmyndagerð.
Raunar kæri ég mig ekki um leik-
myndagerð og met hana fremur
litils eins og hún er oftast iðkuð.
Og ég lýsi þvi yfir nú, rétt eina
ferðina, að mér finnst hiö borg-
aralega leikhús vera á rangri
braut, eða vera komið nálægt
brautarenda, sem er þá kannski
ekki svo afleitt. Hins vegar vUdi
ég óska einhverri listgrein sem
ekki væri óskyld okkar tima leik-
húsi sem lengstra lifdaga.
Hjarninn og shraulið
— Hvað áttu við með þessu?
„TU dæmis þetta að þurfa að
styðjast svo mikið við þennan
umbúnað um kjarna málsins.
Leikmyndagerð er skreytilist
einsog hún eriökuð og það er ekki
gott fyrir neina listgrein að nota
skreytingu til að fleyta sér á.”
— Ertu þar með að segja, að
leikmyndin sé óþörf eða út I hött?
„Það er náttúrlega of djúpt i
árinni tekið, að hún sé alltaf
óþörf. Þegar ég vinn i' leikhúsi,
byrja ég alltaf á þvi' að reyna að
losa mig við hana. Ég byrja á þvi
aðganga út frá þeirri forsendu að
nota engan umbúnaö, en eftir þvi,
sem verkið vinnst, koma fram
kröfur, en ég veit ekki hvaðan
þær koma. Sennilega koma þær
frá leikritinu sjálfu, leikhús-
hefðinni og öllum, sem starfa við
þetta. Og mér hættir sjálfum tU
að finnast nauösynlegt að búa til
illusjón, svo áhorfendur geti sett
sig inn I það, sem er að gerast á
leiksviðinu. En þvi' meira, sem
maður getur haldið sig frá þvi aö
taka inn þessi skreytielement, þvi
betri verður niöurstaðan fyrir
alla, fyrir mig, leikara, leik-
stjóra, höfund og áhorfendur.”
— Á hverju byggirðu þetta?
,,Á reynslunni.
Allt þetta vesen, öll þessi
skreyting, allt þetta ljósaverk,
gerir venjulega einhverja
grautarlega heild.
Þetta er kannski spartönsk
aðferð, aðferðtslendingasagna aö
segj a m ikla og langa sögu i' stuttri
og meitlaðri setningu. Ef hún
hefði verið löng og flókin, hefði
hún sagt sama hiutinn á miklu
óljósari hátt, þvi þaö voru svo
mörg orð, sem bjuggu til þoku i
kringum kjarna málsins. Það er
akkúrat þetta, sem mér finnst
allur þessi umbúnaður i leikhúsi
vera. Þetta er þokumyndun, slör
eins og konur settu fyrir andlitin
yfir það, sem texti höfundarfns
gerir yfirieítt.
Þetta eru kannski dálitið
sterkar yfirlýsingar og það má
kannski véfengja þær i smáatrið-
um en i grundvallaratriðum er
þetta rétt.
Fyrir skömmu var ég að gera
leikmynd fyrir íslandsklukkuna
og ég notaði þessa aðferð að byrja
á þeirri forsendu að hafa ekkert
nema leikara, sem flytja orð. Svo
var það ekki hægt, vegna þess aö
bæði ég og aðrir, sem unnum við
þetta, gátum ekki sætt okkur við
það, við erum vön öðru. Þannig
bættum við smám saman við.
Orðið oglátbragð leikarans dugði
ekki alveg. Það þurfti að skapa
mynd, sem orðið og látbragðið
gat ekki veitt. Samt kom að þvi,
aö við vorum með ákaflega ein-
falda leikmynd, sem sagði þó
ekkert um það hvort leikarinn
væri staddur á Þingvelli að Rein
eða i Kaupmannahöfn. Þá komu
náttúrlega upp vangaveltur um
það hvort ekki þyrfti að hjáipa
áhorfandanum örlitið, svo hann
vissi hvar hann væri staddur. Þá
var músikant kominn i spiliö, sem
er alsiða i leikhúsi. Okkur datt þá
i hughvort hann gæti ekkihjálpaö
með þaö, sem á vantaöi. Ef við
sýnum mynd af Þingvöllum, er-
um viö farin að skemma fyrir
áhorfandanum, en tónlistin gæti
afturá móti gert það, t.d. með þvi
að láta menn heyra Island far-
sælda frón á Þingvöllum, eða
þjóölega tónlist, sem léti áhorf-
andann a.m.k. vita að hann væri
'staddur á íslandi. Þegar leikar-
inn væri staddur i glæsisölum i
Kaupmannahöfn á 17. öld, heyrö-
ist menúett, eða eitthvað slikt. Þá
væri áhorfandinn klár á þvl, hvort
hann væri staddur á Islandi, eða
erlendis. Hitt fyllir textinn upp,
eöa látbragð leikarans. Þetta
var gert, að visu á dálitið annan
máta, og ég losnaði viö að gera
myndir af Þingvöllum og Kaup-
mannahöfn, textinn, leikararnir
og söngurinn sáu um þaö, og var
stórum betri kostur.
Þetta staðfesti það, sem menn
vissu raunar, um óaðskiljanleika
þess visúala og þess heyranlega.
Ef þú heyrir hergöngulag, þá
sérðu bókstaflega fyrir þér
marsérandi herdeild. Og öll tón-
list meira og minna skapar ein-
hverja sjáanlega mynd, á ein-
hvern máta. Ég held, að þetta sé
gjörsamlega óaðskiljanlegt. Eitt-
hvert ákveðið hljóð kallar fram
ákveðinn lit hjá mörgum, ákveðin
tónlist tílheyrir ákveönum at-
höfnum, sem skapa visúala
mynd. Ég er að reyna að rökfæra
„Það hef ég bara aldrei gert.
Hvernig er með skáldin okkar,
hafa þau getað helgað sig skáld-
skap. Það er tiltölulega litill
hópur myndlistarmanna, sem
hefur getað helgað sig myndlist-
inni. Hún hefur kannski verið
megin áhugamál, en önnur störf
hafa tekið meiri tima en svo-
kölluð listsköpun”.
— Hvað varstu að fást við á
þessum tima?
„Ég var i mjög sterkum tengsl-
um við þessa byltingarkenndu
myndlist, sem vará döfinni uppúr
1960 og var ógurlega spenntur i
þvi. Ég tileinkaði mér þann
vinnumáta á nokkrum árum.
Þetta var hrikalega spennandi
timabil, og uppúr þvi eru sprottin
þessi verk, sem ég sýndi á fyrstu
einkasýningu minni árið 1967, úr
öllu þessu róti i sjálfum mér og
öllum myndlistarviðhorfum”.
— Hvað var að gerast i mynd-
list á þessum árum?
„Hvorki meira né minna en
það, að það gjörbyltust öll viðhorf
gagnvart myndinni, og menn
voru aö lemja i klessu allt, sem
hafði verið hugsað á fyrri helm-
ingi aldarinnar, fram undir
þennan tima. Menn stilltu upp til
efasemda öllum viðhorfum til
myndlistar, tóku allar þessar
gömlu teoriur til diskússjónar og
niðurrif s. Þaö sem út úr þvi kom,
i stórum dráttum, er samruni
listgreinanna.
En það er ekki þar með sagt, að
allt sem haföi verið gert áöur, sé
dautt og ómerkt. í visindum er
hægt að afsanna kenningar, en i
listum er bara hægt aö stilla þeim
upp til diskússjónar, efast, og
finna ný sjónarhorn. Og kannski
það yndislegasta I þessu er, að
gamla kenningin heldur áfram að
vera heillandi, en hún hefur ekki
spennu uppgötvunarinnar.
Gamla kenningin fellur ekki, en
það kemur ný f hennar stað.
Gamla kenningin fær estetiskt
gildi, sem hún hafði kannski ekki
meðan hún var bylting. Listbylt-
ingin hefur ekki esteti'skt gildi,
heldur gegnumbrotsgildi, sjokk-
gildi, en strax og menn venjast
henni, fella sig við hana, sam-
ræmast henni, þá fær hún
estetískt gildi. Þá getum við
ekkert annað gert en vonast eftir
nýrri byltingu til að listin staðni
ekki, og að við fáum þá spennu,
sem við erum alltaf að vonast
eftir ”.
GegnumHrolslímar
Annar þáttur. Degi si"ðar i húsa-
kynnum MHt, nánar tiltekið 1
samhengi við aðra bókstafi, hann
verðurvisúalelement I sjálfu sér.
Hann lifir si'nu eigin sjálfstæða
lifi. Bókageröin erenn viö lýði, og
mikið afl.
Þetta voru gegnumbrots- og
bylti'ngarár, þegar öllum fyrir-
striðsviðhorfum varumbylt, fyrst
af fámennum,en mjög kröftugum
hóp, en siðan hefur þetta gripið
um sij og greinst i allar áttir.
Eftir gegnumbrotstimann er nú
komið þetta rólega úrvinnslu-
skeið, þar sem fer fram fágunin á
hugmyndum, sem byggðar eru á
þeim grunni, sem var lagöur á
þessum árum. Það er lika mjög
spennandi skeiö, finnst mér,
kannski einkum I dag, vegna
þess, að velmegunin er það mikil.
Það eru svo margir, sem geta
leyft sér að vinna að list. Fjöld-
inn, sem vinnur að þessari skipun
er svo mikill og viðhorfin þar af
leiðandi svo margvisleg, að fjöl-
breytnin er ævintýraleg og ákaf-
iega spennandi. Mér finnst það
skipta miklu meira máli, en einn
og einn afburðamaður, sem öðl-
ast mikla frægð. Þessi feiknar-
lega fjölbreytni, þessi ógurlega
gerjun hjá þeim fjölda manna,
sem fæst við þessa sköpun. Auð-
vitað finnst mér mjög mikilvægir
þeir listamenn, sem vérða
stjörnur, hvort sem þeir höfða
ákaflega til min tilfinningalega
eða ekki, þvi þeir lyfta öllum
hinum upp meö sér, og listinni i
heild”.
— En svo viö snúum okkur að
sjálfum þér, hvað fæst þú við i
myndlist og hvernig vinnur þú?
„Ég hugsa, að fyrstu tiu árin,
sem ég vann að frjálsri mynd-
gerð, hafi ég unnið mikið i anda
þessarar svokölluðu fluxus-listar.
Siðan breyttist það, og ég verð
náttúrlega fyrir áhrifum af þvi,
sem gerist á úrvinnsiuskeiðinu.
Ég held ekki áfram þessari
anarkiskulist, sem var ri'kjandi á
þessu gegnumbrotstimabili. Ég
fer heldur meira út i rólega al-
vöru og fágun, og fer að vinna aö
þvi er mér finnst á mjög mark-
vissum hugmyndagrundvelli, eða
rannsóknargrundvelli. Aö hafa
gengið i gegnum þessi tvö skeið,
verið svona losaralegur þátttak-
andi i byltingarskeiðinu, en
kannski meiri þátttakandi i úr-
vinnsluskeiðinu, leiðir kannski af
sér ákveðinn hugarklofning,
þannig að þó ég vinni fágað á
mjög ströngum og rökrænum
hugmyndagrundvelli, get ég
aldrei losað mig við þessa anark-
isku og gosalegu afstöðu til lifsins
og listarinnar. Og þetta orsakar
lengur. Ekki það, að tilgangurinn
væri fyrst og fremst að sjokkera.
Sjokkið var aö visu stundum not-
að til að koma fram ákveðn-
um hugmyndum eða skoðunum.
A byltingarskeiðinu er listamað-
urinn alltaf i andstöðu við borgar-
ann, og honum er eðlilegt að setja
fram sinar hugmyndir og tílfinn-
ingar á þann veg, sem sjokkerar
borgarann, og hlýtur að sjokkera
hann.”
— Er það nauðsynlegt að
sjokkera borgarann, er það lisÞ
inni til góðs?
„Ég lit á þetta þánhig, áð hug-
myndaleg bylting er alltaf sjokk-
erandi fyrir borgarann, hún
hlýtur að vera það, en siðan getur
sjokkið út af fyrir sig verið liður i
tilfinningalegri tjáningu lista-
mannsins, að finna það, að hann
sjokkerar aðra. Þetta er bara
einn af þessum ótalmörgu þáttum
i listrænni túlkun. Þessi svörun
listneytandans við sjokkinu, sem
er feykilega mikil tilfinningáleg-
upplifun, fyrir skapandann og
neytandann, finnst mér fullgild
aöferð til sköpunar”.
— Ér sjokkið nauðsynlegt fyrir
framþróun listarinnar?
„Það held ég nú ekki, hins veg-
ar held ég, að það séu vissar fé-
lagslegar aðstæður, sem skapa
hugmyndalega og tilfinningalega
byltingu, sem sé listbyltingu.
Gerjunin er orðin svo mikil, að
það verður sprenging. Þetta er á-
kaflega hliðstætt pólitiskri bylt-
ingu. Það skapast andlegt
agressivitet i listamönnum, og
þess vegna ráðast þeir hug
myndalega og tilfinningalega á
borgarann og hans borgaralega
tilverugrundvöll. Og af þvi stafar
sjokkið.”
HeilagleiKlnn hiægiiegur
— Ef við tölum nú aðeins um
tengsl almennings við listina.
Maður hefur margoft heyrt, að
list sú, sem þú og fleiri fremjið sé
alls ekki list i augum almennings.
A listamaðurinn að laga sig að
smekk og skoðunum almennings
ilistum, eða á hann bara að gera
það, sem honum sýnist?
„Ég hef m jög gaman af að taia
um þetta. Þú veist, eins og ég, að
við erum margir haldnir ógurleg-
um púritanisma. Við skulum
aldrei lúta niður til að geðjast
fólkinu, og þar kemur þversögnin
i okkar viðhorfum. Ég dái mjög
ýmsa gengna listamenn, sem
hafa akkúrat gert þetta, að lúta
niður til fólksins og reyna að geðj-
ast þvi. Við getum litið á kvik-
ekki bara fyrir sjálfan sig, heldur
að eiga einhvers konar hug-
myndalegt, orðalaust samtal við
einhvern ódefineraðan hóp
manna. En hversu stór hann er
þessi hópur, það veit ég ekki, og
það skiptir mig ekki óskaplega
miklu máli i þessu samhengi. En
ég vildi gjarnan, að hann væri
mjög stór”.
Eins og iiskverkunin
— Værir þúhugsanlega tilbúinn
tii að breyta list þinni til þess að
ná til stærri hóps manna?
„Hugsanlega. Mér fyndist það
alls ekki fráleit hugmynd. Hitt
væri náttúrlega miklu opnari og
augljósari leið, að fá sér
PR-mann, sem kæmi þessum
hugmyndum áleiðis, án þess að
ég þyrftí að breyta minum túlk-
unarmáta”.
— 1 framhaldi af þessu, ein
fáránleg spurning. Hvaða til-
gangi þjónar listin?
„Sem betur fer, held ég að
sköpun hugarins og sálarlifsins sé
manninum svo eðlileg og nauð-
synleg, að hún sé bókstaflega eins
og að éta og anda. Þú getur alveg
eins spurt um tilgang þess að éta.
Ég held, að við séum á rangri
leið, ef við förum að búa listinni
til eitthvert hlutverk, sem er á
einhvern máta frábrugðið þvi að
éta. Þetta er okkur jafn nauðsyn-
legt. Við étum til þess að lifa, við
hugsum og sköpum til þess að
geta verið til. Og allar þessar
vangaveltur um tilgang listar,
eru bara tómstundagaman
manna. Það getur verið gaman
að grufla i þvi”.
— Hvort sem menn eru að tala
um listir eða eitthvað annað, þá
er sjaldan hægt að komast hjá þvi
að tala um peninga. Hvernig
finnst þér hið opinbera búa að
listamönnum?
„1 þessu sósialdemókratiska
þjóðfélagi, sem við náttúrlega lif-
um i, erum við heilmikið á eftir
ýmsum öðrum þjóðum hvað
snertir aðbúnað að listamönnum,
að gera þeim mögulegt að vinna.
Það er kannski megin málið, að
við náum þvi marki, að listræn
sköpun verði viðurkennd sem jafn
mikilvægt starf og t.d. fisk-
verkun, sem er undirstöðuat-
vinnuvegur, sem enginn van-
metur. Það er ákaflega rikjandi
skoðun, að listamenn séu hálf-
gerðir leiðinda þurfalingar á
meðbræðrunum, og sumir nota
jafnvel ljót orð um að þeir séu
hálfgerðar blóðsugur, og þetta er
mál, sem mætti taka til athug-
unar. Þjóðin leggur mikið upp úr
„HALU MER FHEHAH AB AINARHISTAINUM”
um við það og stundum fengum
við að vinna með.”
— Hvers konar leiklist var
framin þama á þessum tima?
„Ætli þaö hafi ekki verið ákaf-
lega venjulegt leikritaval. Miðað
við það, sem ég kynntist eftir að
ég kom heim til Islands, var það
þó mjög merkilegt klassikerar ,
Tsékov, Shakespeare, Moliere,
og svo hinir betri samtimahöf-
undar. Það voru aldrei sýnd
ómerkileg gamanleikrit til að
trekkja peninga. Það var þessi
leiöindaafstaða, sem ég kynntist
hér, sem gerðu eins konar vinslit
min við leikhúsið, sem urðu þó
aldrei alger.
— Hvað tók svo við þegar þú
komst heim?
„Ég fór aö vinna hjá Leikfélagi
Reykjavikur, en byrjaði svo fljót-
lega hjá Þjóöleikhúsinu.”
— Hvernig var svo aö vinna hjá
leikhúsunum á þessum árum?
„Það var mjög erfitt fyrir mig,
þvi ég hafði litla þjálfun eftir
tveggja ára nám. Þá var hörgull
á þjálfuðum starfsmönnum,
Þjóðleikhúsið var nýbyrjað og
hafði hirt obbann af starfsiiöinufrá
Iðnó, og ég fékk strax vinnu. En
það var vegna þess, að áhorf-
endur voru ekki svo góöu vanir,
og voru ekki vanþakklátir. Þessi
vinnubrögö yrðu ekki liöin i dag.
Leikmyndagerö var slappari á
þessum tima en hún er i dag. Hún
hefur unnið á.
Nú eru gerðar miklu meiri
kröfur og það lföst ekki i leikhúsi
hér að gera mjög lélega hluti.
til að fela hrukkurnar, ef þær
voru famar að eldast dálitið.
Það er ákveðinn púritanismi i
list, sem ég er að halda fram,
hreinsun á aukaatriðum og fara
beint aö kjarnanum. Þetta er
hreintrúarstefna, kannski skyld
kalvinisma. En ég kæri mig
raunar ekki endilega um neinn
púritanisma. Til dæmis dái ég
mikið ofgnótt skrauts og lysti-
semda i barrokk-listinni. En þar
er mikiil munur á hvort skreyti-
legt óhóf felur I sér einlæga lifs-
nautn og örlæti eöa smásmugu-
legt prjái.
— A leikmyndin að geta staðið
sér, sem sjálfstætt listaverk?
„Nei. t leiklistarsögunni eru til
dæmi um að menn hafi trúað á
leikmyndina sem slika, að skúbba
burtu leikaranum og orðinu. En
ég trúi þvi aö leikhús var i upp-
hafi orðið og atferli leikarans,
sem flutti það. Þetta eru grund-
vallarþættir leiklistar, sem eru
óaðskiljanlegir. Við finnum þetta
svo vel, þegar við hlustum á ljóð
eöa leikrit flutt i útvarpi. Okkur
vantar ekki leikmyndina, það
sem okkur vantar er að sjá lát-
bragðleikarans jafriframtorðinu,
en þá er myndin lika fullkomin.
Ef þú hlustar á leikrit i útvarpinu,
hefuröu leikmyndina i höföinu”.
íslðnd larsælda irdn
— Þú vilt sem sé, að það verði
höföað meira til imyndunarafis
áhorfenda?
„Að sjálfsögðu. Ég held, aö það
þurfi ekki aö hjálpa þeim fram
aðþaö er hægtaðfaraaörar leiðir
og sneiða hjá miklu af þessari vit-
leysu. Auk þess er þetta mikið
fjárhagsspursmál. Kostnaðurinn
á ekki svo litinn þátt i að væng-
stifa leikhúsiöog gera þaöháöara
áhorfendum.
— Hvað geturðu sagt mér um
aödraganda sprengingarinnar,
sem varð milli þin og leikhússins
árið 1959?
„Sprengingin hlýtur aö hafa
orðið vegna þess, að ég varö fyrir
miklum vonbrigðum með leik-
húsið. Ég held aö mér hafi fundist
það hundleiöinlegt, og viðfangs-
efnin óspennandi.
iNflr kapfiuli
Hér veröa kaflaskil i lifi
Magnúsar. Hann yfirgefur leik-
húsið og fer að vinna verslunar-
störf, nánar tiltekið við innflutn-
ing. Jafnframt þvi, tekur hann á
leigu vinnuaöstöðu utan heimilis-
ins. Þangaö fer hann klukkan sex
á morgnana til þess aö teikna
myndir og til þess að ná fótfestu i
myndlistinni.
Eftir aö hann hættir verslunar-
störfunum, stundar hann alls
konar vinnu, gerir m.a. módel
fyrfr arkftekta. Einnig leggur
hann stund á myndlistarkennslu
og 1975—80 var hann fastráðinn
kennari við Myndlista- og
handiðaskóla tslands. Nú er hann
hins vegar aftur kominn i lausa-
mennsku.
— Hvenær fórstu að helga þig
algerlega myndiistinni?
kennslustofu nýlistardeildarinn-
ar.
— Þar sem viö enduðum i gær,
varstu m.a. að tala um listbylt-
inguna, gegnumbrotsgildið og
estetiska gildiö. Og það sem var
að gerast i listunum á árunum i
kringum 1960.
„Popplistín varð gifurlegt afl á
þessum tima, uppákomur og það,
sem nú til dags er kallað fluxus-
list. Hún felur i sér liststefnu, eða
isma, eða hvaö það er, sem stund-
um er kallaö neo-dadaismi. Þaö
var mjög áberandi keimur af
austurlenskri heimspeki og lifs-
viöhorfi, sem litaði þetta timabil,
en mismunandi mikið hjá hinum
ýmsu mönnum. Og eitt sem setti
mikinnsvip á þetta, var tilviljun-
in. Hún var tekin inn og látín
vinna meö listamanninum. Jack-
son Pollock varö þekktur fyrir að
notfæra sér hana, og John Cage
útfærði þetta svo frekar.
Fjölföldunin varö mjög fyrir-
ferðarmikil, þvi hún skiptir svo
miklu máli i þessu tækniþjóðfé-
lagi, og listamenn fóru að notfæra
sér tæknimenn og láta þá vinna
fyrir sig.
Annað sem setti svip á þetta
timabil, var bókagerðin, og
objektið. Bækur myndlistar-
manna eru oft ekki upplýsinga-
veitandi, heldur listrænn hlut
ur i' sjálfu sér, þannig að skrifaö-
ur texti hverfur kannski alveg,
eða aö þaö er unnið meö orð og
letur á allt annan og meiri kon-
kret máta. Einn bókstafur hefur
slna táknuni sjálfu sér, tekinn úr
náttúrlega innri árekstra. Ef ég
ætti að fara að lita á mig sem tvo
listamenn f þessu ljósi, þá myndi
ég frekar halla mér að anarkist-
anum en fágaða hugmynda og
rannsóknarmanninum, þvi mér
finnst hann miklu skemmtilegri.”
Sjokkið
— Hvað áttu við með innri á-
rekstrum ?
„Sjáðu. Neo-dadaistinn, fluxus-
maðurinn, vinnur stundum ex-
preesinónistiskt, hann vinnur
mjög hrátt og oft mjög gróft, og
athöfnin og hans eigið lff i tengsl-
um við listsköpunina, er honum
allt.Lif hansog listin er óaögrein-
anlegt, skitt meö yfirborðiö.
Þetta er hið grófa byltingarviö-
horf. En aftur á mótí þegar farið
er aö vinna á hugmynda- eða
rannsóknarvisu, þá er mergurinn
málsins að skila þrauthugsaðri og
fágaðri hugmynd I þeim fágaða
umbúhaöi, sem henni hæfir,
þannig að t.d. einhver gröfleiki
eöa ruddaskapur trufli hvergi
hugmyndina, hvort heldur hún er
rökræns eða tilfinningalegs eðlis,
eða hvort tveggja.
Ég ólst upp við það i minni
myndgerö, að ég byrja á þvi að
vinna gróft, impúlsfft og frekju-
lega, sem var kannski dálitið
meðvituð viöleilni til að sjokkera
meöborgarana á þeim tima. En
siðan, þegar búið er aö sjokkera
meðborgarana, þá hafa þeir aö-
lagaö sig að þessum grófa túlkun-
armáta, og þeir sjokkerast ekki
myndagerðarmenn eins og
Chaplin, Keaton og W.C. Fields,
og það má halda áfram að nefna
fjölda dæma. I þessu ljósi verður
þessi heilagleiki dálitið hlægi-
legur, en um leið er þetta ein af
þessum yndislegu þversögnum i
list og lifi, að maður þverneitar
að sveigja nokkuð út af sinni fast-
mótuðu braut til að geðjast ná-
unga sinum, en kannski gerir
maður sin bestu verk með þvi
akkúrat, að reyna að geðjast
þeim, sem maður er tilfinninga-
lega tengdur, hvort sem það er
væntumþykja um einstakar per-
sónur, eða bara náungann yfir
höfuð”.
— Telja listamenn sig kannski
yfir almenning hafinn?
„Það gera náttúrlega flestir sig
seka um hroka, og listamenn ekki
siður en aðrir. En hitt er annað
mál, að listamaður verður, held
ég, að hafa ánægju af þvi, sem
hann gerir, og það er þá, sem
hann kannski verður að gefa skit i
hvernig öðrum fellur við það.
Þetta er ákaflega erfiður hjalli
persónulegs sjálfstæðis, sem hver
skapandi maður verður að ganga
i gegnum. Þegar talað er um
hvort það sé allt i lagi, aö lista-
maðurinn einangrist, þá ris alltaf
þessi teoretiska spurning: Til
hversu margra á hann aö höfða?
Á hann að höfða til fimmtiu þús-
und manna, eða er honum
kannski nóg að höfða til fimmtiu
manna?
Mér finnst það mjög nauðsyn-
legt og mjög mikilvægtað dunda
viðlal: Guðiaugur Bergmundsson
myndir: Jim Smarl
þvi að vera talin gáfuð menn-
ingarþjóð. Hún auglýsir sig sem
sögu- og bókmenntaþjóð til þess
að byggja t.d. upp túristaatvinnu-
veg. A hátiðum og tyllidögum,
eins og afmælishátiðinni 1974, er
menningunni flaggað, þá eru
listamenn allt i einu finir menn.
Það var sett upp meiriháttar
yfirlitssýning á islenskri list á
Kjarvalsstöðum og öllu tjaldað,
sem til var i myndlist, frá grárri
forneskju til nútimans. Það þurfti
ekki að hringja i miðaldalista-
mennina, sem myndskreyttu
handritin og sköpuðu kannski
grunninn að islenskri sjónlist, en
þaö var hringt iþá, sem á lifi voru
og þeir beðnir að láta verk til sýn-
ingar. Það var sendur sendiferða-
bill eftir verkunum og þeim stillt
upp á Kjarvalsstööum. Lista-
maðurinn.sem bjó til verkið, var
ekki spurður hvað það kostaði aö
sýna verkið almenningi, eða hvað
hann hefði haft að éta meðan
hann bjó það til. Þá getum við
spurt: Hver er blóðsuga á hverj-
um? Er listamaðurinn blóðsuga á
þjóöfélaginu, eða er það öfugt”.
Lisiamaðurinn
og Dissnessmaðurinn
— Og áfram með peningana.
Telur þú æskilegt, að listamaður-
inn geti lifað af list sinni?
„Þetta að lifa af listinni. Sumir
geta lifað af sinni list, af þvi að
hún höfðar til nokkuð stórs hóps,
sem vill borga fyrir hana. Þeir
geta unnið eins og þeim er eðli-
legast, og notið þess bæði að
vinna og eiga hylli fólksins, auk
þess mikilvæga að eiga þægilega
efnahagslega afkomu. Svo eru
hinir, sem eru alveg á hinum
kantinum, sem vinna á sama
hátt, eftir eigin tilhneigingu, en
eru ekki svo heppnir að eiga hóp
tilf inningalegra viðmælenda.
Þeir eru i efnahagslegum vanda
staddir. Þá ris upp sú spurning,
hvort listamaðurinn eigi að fara
að vinna á skrifstofu, eða á eyr-
inni til þess að geta lifað og
stunda listsköpun á aflögustund-
um, eða á hann að notfæra sér það
sem hann hefur lært i handfærni
og „smekk” og selja þá
hæfiieika?”.
— Hefur þú sjálfur einhvern
tima getað lifað af þinni list?
„Nei, aldrei. Ég hef bara alltaf
haft mikinn kostnað af henni”.
— Yrði það mikilvægur áfangi
fyrir þig, ef þú gætir lifað af list-
inni?
„Ég vil heldur stunda aðra
vinnu mér til lifsviðurværis, en að
þurfa sjálfur að selja mina list.
Hins vegar ef ég væri svo hepp-
inn, að min list seldist, að menn
vildu eiga hana og hafa hana
nálægt sér og borga fyrirhana, þá
þætti mér það ákaflega þægi-
legt, sérstaklega ef ég gæti falið
viðskiptamálin einhverjum öðr-
um.
Það ideala er að vera nógu
góður listamaður og nógu góður
bissnessmaður til að geta selt
sina list, þannig að maður fái
nógu mikið til þess að geta verið
nokkurn veginn hamingjusamur
og áhyggjulaus. Sumir þurfa
náttúrlega mjög mikið, en aðrir
þurfa minna. Þetta eru alveg
sömu vandamál og verslunar-
menn fást við. En ég þekki lika
myndlistarmenn, sem geta
mokað inn peningum, en eftir þvi,
sem þeir hafa meiri umsvif, þvi
óhamingjusamari verða þeir.
Þetta er alveg eins með lista-
menn og aðra”.
HiO þjóölega í okkur?
Þriðji þáttur. Aö snæðingi á
Esjubergi.
— Ef við snúum okkur að is-
lenskri list i dag, er útlitið bjart?
„Við erum þjóð, sem hrærist
aöallega i takt við Evrópuþjóðir,
félagslega, efnahagslega og á
allan annan hátt. Þess vegna
hljótum við að gera það lika á
þessu hugræna sköpunarsviði,
það er óhjákvæmilegt. Við hvorki
getum, né viljum einangra okkur,
þar af leiðandi verður okkar hug-
læga pródúkt hluti af evrópsku,
og alþjóðlegu huglægu pródúkti.
Hvort við höldum einhverjum
þjóðlegum einkennum, vegna
þess, að við erum Islendingar, er
raunar ekkert sem viö stjórnum
sjálf. Við getum ekki farið að búa
okkur til islenska hefð, sem er
ekki til. Hins vegar með þvi að
vera gjaldgengir þátttakendur i
hugarhræringum i heiminum,
getum við haldið i okkur andlegu
lifi, ekki satt? Ef við samlögumst
alþjóðlegum hræringum i listum,
er það gott, og nauösynlegt, en ef
' við eigum i okkur sjálfum ein-
hvern menningarlegan uppruna,
sem bara við eigum, þá hlýtur
hann að skila sér i gegn. En ef við
eigum ekki þessa kreativu festu,
sem er byggö á menningarhefð,
eigum við enga þjóðiega persónu
hvort sem er. Það er afar rikt i
Norðurlandabúum, að þeir eru
alltaf að leita að norrænni hefð i
þvi, sem þeir eru að gera, sem er
faktiskt bara alþjóðleg list. Þessi
þjóðlegueinkenni, sem við viljum
gjarnan eiga, eru nokkuð, sem
ekkert þýðir að setjast niður og
skrifa blaðagrein um og heimta,
heldurerum við, eða viljum vera,
þátttakendur i öllum andlegum
hreyfingum i heiminum, og vilj-
um umfram allt ekki einangra
okkur frá þeim.
Þaö þýðir ekkert að vera að
rembast við að búa til eitthvað
þjóölegt, annaö hvort er það i
okkur, eða ekki.