Helgarpósturinn - 23.01.1981, Page 20

Helgarpósturinn - 23.01.1981, Page 20
___he/garpósturinn. Birta í skammdeginu Vetrarmynd er sýning haldin að Kjarvalsstöðum dagana 17. janúar til 3. febrúar. Þetta er’ samsýning 11 listamanna og kennir þar margra grasa, enda er hér um stórsýningu að ræða með nærri 100 verkum (73 verk i sýningarskrá, en vegna þess að syrpur eru taldar undir sama númeri er um mun fleiri verk að ræða). Þessir 11 listamenn eru afar ólikir og koma hver úr sin- um sérstaka stil. Hér er þvi um algert stefnumoð að ræða, kannski þetta margumtalaða plúraliskra lýðræði milli ólikra strauma. Hvaðsem um slikt má segja, þá er Vetrarmynd sélega vel heppnuð sýning þrátt fyrir ólikt (heterogen) upplag. Yfir vestursal Kjarvalsstaða rikir þvi jafnvægi, þótt hver veggur bjóði upp á mismunandi af- brigði og fæ ég ekki betur séð en hver listamaður njóti sin til fullnustu. Þar sem sýningarskrá er sett upp samkvæmt stafrófsröð sýn- enda verður fyrst fyrir nafn Baltasars. Hann sýnir hér tólf verk, unnin með blandaðri tækni. Það er þó teikningin sem ræður rikjum og eins og fyrri daginn leikur sá miðill i höndum hans. Stundum finnst manni að þessi leikni sé um of á kostnað tjáningarinnar, en þvi fer fjarri þegar litið er á verk nr. 1 (Föðurlandið) og nr. 11. (Ars- tiðirnar). Fyrra verkið saman- stendur af myndum, þar sem höfuðlaus vera berst átakan- legri baráttu við að setjast i stól sem ekki lætur að stjórn. Siðara verkiö er flókin konstrúkstjórn, þar sem árstiðirnar eru tákn hins margbreytilega skaps listamannsins, ef marka má orðin sem fylgja myndinni. Hér er um persónuleg og djúp verk að ræöa. Bragi Hannesson sýnir 9 landslagsmyndir, gerðar á tveimur siðastliðnum árum. Þetta eru látlausar og vel unnar oliumyndir, þar sem saman fer örugg formbygging og mildir, oft muskukenndir litir sem gjarnan minna á Vestmanna- eyjaskólann. Hafrafell (nr. 15) og 1 Landeyjum (nr. 17) eru góð dæmi um það besta sem finna má í verkum Braga. Einar Þorláksson sýnir einnig 9 máiverk unnin með akrillit- um. Myndir hans eru abstrakt og gætir i þeim áhrifa frá kúb- isma. 1 þessum verkum gætir þó einhverra vandræða sem stafar af of litlu vægi litanna miðað við þau form sem þeim er ætlað að fylla. Það gætir einhvers ósam- ræmis milli uppbyggingar og litar sem dregur mátt úr verk- unum. Kannski er það harka akrilsins sem gerir þessi form svona innihaldsrýr. Ég hef ekki fylgst sem best með þróun Hauks Dórs sem myndlistarmanns. Það er þvi athyglisvert að sjá þau kynngi- mögn sem stafar frá leirgrim- um hans. Þetta eru skýr dæmi um archetýpur eða frumminni þau sem dr. Jung varð svo tið- rætt um og taldi dulvitund nú- timamannsins hafa fengið i arf frá elstu forverum sinum. Það er einmitt samtvinnun frum- stæðs forms og sálrænna eig- inda sem Hauki tekst að laða fram á tjáningarrikan hátt. Einhvern tima hef ég áður fjallað um myndir Hrings Jó- hannessonar. Hann hefur þegar náð fullkomnu valdi á fótógraf- iskri tækni eins og sjá má af 8 málverkum og tuttugu litkritar- myndum sem þó eru laust unnar. Það er þvi myndefnið sem mestu ræður um markvissa framsetningu og þar skera tvær myndir sig úr sem öflugustar i þessu tilliti: (Biðukolla nr. 41, og Mýrarauga nr. 40). Siðar- nefnda verkið er hið besta og væntanlega sterkasta verk sem undirritaður hefur séð frá hendi Hrings. Hjónin Sigriður Jóhannsdóttir og Leifur Breiðfjörð sýna 8 vef- myndir. Þetta er myndvefnaður úr ull og mjög liflegur. Það er styrkur þessara verka, hversu sjálfsprottin (spontant) þau virðast, þótt aðferðin bjóði vart upp á slikt. Myndir nr. 51 og 52 eru hreinir gleðileikir i lit og framsetningugerðar af glettniog hrifandi lettleik. Vandvirkni virðist þessu fólki i blóð borin. Magnús Tómasson á 5 verk, syrpukennd og eru það finlega unnin smáverk. Likt og i mörg- um fyrri verkum Magnúsar, gætir áhrifa frá leiksviðsmálum mjög. Þetta eru kassaverk (box-works), litlar og klárt framsettar hugmyndir sem þræða einstigið milli popprænn- ar útfærslu og conseptúellar hugmyndar. Baðmullarskýin i Fjarskinn, buskinn, bláinn (nr. 54) eru eftirminnanlegt dæmi um hugmyndarika lausn á myndrænum hlutum i þessum skýru smáverkum. Sundfugl og staujárn (nr. 58) er framlag Nielsar Hafsteins til Vetrarmyndar. Þetta eru 7 fri- standandi myndir á borði og sýna myndbreytingu straujárns úr eiri i sundfugl úr pappir. Ég minnist þess ekki að hafa séð jafn Ijóðrænt verk eftir Niels, né jafn hreint hugmyndaverk (consept). Einna helst minnir þetta einstæða verk, með sinni póetisku yfirskrift á ljóðaliking- ar Isidore Ducasse. 12 myndir Sigurðar Orlygs- sonar prýða norðurvegginn. Hér gengur myndrænt tákn hjólsins gegnum flestar myndirnar sem gerðar eru i margvisleg efni. Liturinn og formið er styrkur Sigurðar og kemur vel fram i öllum þessum verkum, en eink- um þó i myndum nr. 59, 62 og 67 sem bera með sér einfaldari og jafnframt skýrari notkun á lit- um og lyfta þar með formunum upp I stærra veldi. Lestina rekur svo Þór Vigfús- son með þrjú verk, Röndótt (71), 40W (72) og 25W (73). Þór stendur einhvers staðar á mörk- um milli minimallistar i anda Flavins og color-field málara i anda Louis. Mér finnst sem fram komi i þessum myndum, meiri tilfinning fyrir efni en i fyrri verkum Þórs. Kannski er það hið örugga handbragð ásamt einfaldri myndhugsun sem gera þessi verk svo sterk. Mynd nr. 71 finnst mér þó hafa vinninginn fram yfir hinar, hvað varðar alla framsetningu, þótt þær standi kannski best saman allar þrjár. Sýningin að Kjarvalsstöðum er opin alla daga frá kl. 14 til 22. ErJóhann á heimieið? Ritsafn Jóhanns Sigurjónssonar 1-111 Atli Rafn Kristinsson sá um útgáfuna Mál og menning 1980. Ritsafn Jóhanns Sigurjóns- sonar — eða Rit eins og sú útgáfa kallaðist — kom út hjá Máh og menningu á árunum 1940-’42. Sú útgáfa mun vera löngu uppseld og hefur þvi um langt skeið verið þörf á nýrri. Mál og menning hefurnú bættúr þeim skorti með veglegri útgáfu i þremur bindum, en Atli Rafn Kristinsson annaðist verkið og ritar einnig formálsorð. Otgáfur á verkum Jóhanns Sigurjónssonar eru bundnar ýmsum vandkvæðum, sem Atli Rafn gerir nokkra grein fyrir i formála sinum. Þetta á e.t.v. sérstaklega við um ljóö hans, en Jóhann gaf aldrei út ljóðabók, heldur birti fáein kvæða sinna á við og dreif i blööum og timarit- um. Þannig kom Sorg, eitt merkilegasta kvæðihans, ekkiá prent fyrr en árið 1927, átta ár- um eftir fráfall skáldsins. Segir KristinnE. Andrésson i formála eldri útgáfunnar aö tilviljun viröist hafa ráðið þvi hvað varöveittist af ljóðunum i hand- ritasafni Jóhanns, sum þeirra séu til imörgum uppskriftum og sýni að Jóhann hafi lagt mikla rækt við að fága þau. Þeirri spumingu verður hins vegar aldrei svarað hvað af þessum kveðskap skáldið kærði sig um að kæmi fyrir almenningssjónir og hljóta sjónarmið útgefanda og smekkur þvi að ráða mikiu um hvað birt er. Kristinn E. Andrésson, sem sá um fyrri útgáfuna, var fre.mur vandlátur i vali sinu og fehdi jafnvel niður ljóö sem höföu áöur komið á prent. Atli Rafn Kristinsson fylgir hins vegar nokkuö ann- arri stefnu, birtir þau kvæði sem Kristinn E. hafnaöi auk margra annarra sem hafa aldrei verið prentuð áður. Telst mér til að ljóðin i útgáfu hans séu rúmlega þremur tugum fleiri en i útgáfu Kristins E. Eins og Atli Rafn getur um i formála si'num bæta fæst þeirra kvæða sem hér eru birt i fyrsta skipti nokkru við fyrri hróður Jóhanns Sigurjónssonar. Lang- stærstur hluti þeirra eru æsku- verk, ort áður en hann hafði tek- ið út fuilan þroska sem ljóðskáld. Það er þvi' mikiö áhorfsmál hvort slikum kveð- skap skuli haldið til haga i almennum útgáfum og má bæði færa rök með þvi og á móti. Þeim sem viija kynna sér þroskaferil skálds er að sjálf- sögðu ávinningur I að geta gengið að verkum þess á visum stað, án allt of mikillar fyrir- hafnar. A hitt’ ber einnig að lita aðþessi útgáfa er ekki fræðilegs eðlis, eins og Atli Rafn drepur raunar á, og nýtist þvi ekki þeim sem vilja gera vi'ðtækar rannsóknir á verkum Jóhanns. Meginmarkmið hennar mun vera að koma skáldskap hans á ný í hendur islenskra lesenda og þvi óhjákvæmilegt aö útgefandi taki ýmsar ákvarðanir sem hljóta alltaf að orka tvi'mælis. Stefna Atla Rafns hefur þann kostað hún kann að gefa lesend- um nokkuð fyllri mynd af ljóöa- gerð Jóhanns, en ókostur henn- ar er hins vegar sá að hún getur hugsanlega fælt lesendur, sem litt þekkja til þessara verka fyrir, frá þeim. Bókmenntatiska ddamótaáranna er einkenni- lega fjarlæg okkur nú og æsku- ljóð Jóhanns bera sterkan svip nýrómantíkur, háfleyg, orðmörg, og þrungin tilfinn- ingahita, sem viða jaðrar við mærð. Fæstum blandast vist hugur um að þessi verk séu dauðar bókmenntir nú á tfmum, gagnstætt þeim ljóðum sem Jóhann orti siðar og sá ástæðu til að forða frá gleymsku. En þaö eru ekki einungis ljóð Jóhanns Sigurjónssonar sem valda útgefanda verka hans örðugleikum. Litill vafi leikur á þvi aö hann vann leikrit sin á mjög svipaðan hátt og ljóðin, var lengi með þau i smiðum, fágaöi þau og breytti á ýmsa lund, jafnvel eftir aö þau höfðu veriö sett á svið og voru komin út á bók. Hefur stundum verið bent á hversu erfitt hann átti meö að slá botninn i þau og má sjá þess merki i flestum leikrit- um hans. Þannig eru til tvær gerðir á endi Fjalla-Eyvindar •og Bóndans á Hrauni og heimildir eruum að Jóhann hafi ihugað einhverjar breytingar á endi Galdra-Lofts. Lokaþáttur Marðar Valgarðssonar, eða Lyga-Marðar eins og leikritið nefnist i' nýrri þýðingu Ólafs Halldórssonar i þessari útgáfu, hefur einnig verið gagnrýndur af mörgum og þótt bágborin lausn á vanda leiksins. Af öllu þessu leiðir að talsverður munur er á hinum ýmsu útgáf- um leikritanna, ekki sist á islensku útgáfunum annars vegar og dönsku útgáfunum hins vegar. Það er þvi ekki nóg með að vinnubrögð Jóhanns sem höfundar torveldi verk útgefandans, heldur hlýtur sú staðreynd, að Jóhann skrifaði á tveimur tungumálum og var undir lokin orðinn mun leiknari á dönsku en islensku, að þvælast enn frekar fyrir honum. Jóhann Sigurjónsson gekk frá þremur leikrita sinna á islensku og dönsku: Bóndanum á Hrauni, Fjalla-Eyvindi og Galdra-Lofti. Fyrsta leikrit hans Dr. Rung og hið siöasta Lögneren eru hins vegar aðeins til i danskri gerð frá hans hendi og er svo einnig um leikritsbrot þau, sem hann vann að siðustu ár ævi sinnar og entist ekki aldur til að fullgera. 1 fyrri útgáfu Rita birtist Dr. Rung i þýðingu Magnúsar Asgeirs- sonar en Lögneren I þýðingu Sigurðar Guðmundssonar. Þýðing Sigurðar er óneitanlega dálitið stirðleg og skilar vart þeim létta og þokkafulla blæ sem hvilir yfir danska textan- um. Það gerir þýöing ólafs Halldórssonar, sem hér er birt i fyrsta sinni, hins vegar mun betur og sýnist mér hún vera hið vandaðasta verk i alla staði. Hún er á ljósu máli og fögru, og er höfuðkostur hennar e.t.v. sá að hún ætti að vera meðfæri- legri leiksviðstexti en gamla þýðingin. Aðminu vitihefði ekki verið nein goðgá að fá Ólaf einnig til að þýða Galdra-Loft, en ekki þarf nema lauslegan samanburö á islenskri gerð Lofts og þeirri dönsku til að sýna að sú islenska stendur þeirri dönsku talsvert að baki. Málið á leikritum Jóhanns á örugglega óli'tinn þátt I aö gera þau fjarlæg okkur og imynda ég mér að skýringin sé margþætt: eftir margra ára dvöl á danskri grund var islensk tunga honum vart jafn auðsveipt tjáningar- tæki og forðum, auk þess sem Jóhann Sigurjónsson: „Leikrit hans geta tæplega talist lifandi i vitund þjóðarinnar nú, enda liggja þau grafin undir dauðri rómantiskri leikhefö og virðast ekki eiga sér viðreisnar von i bili”, segir Jón Viðar m.a. i um- sögn sinni. islenskan sjálf hafði á hans dög- um ekki öðlast þann sveigjan- leika og mýkt sem hún hefur náð á siðustu áratugum, ekki sist fyrir tilstilli stilsnillinga á borð við Laxness og Þórberg. Það hefur einnig haft sitt að segja að danskan hafði notið góðs af langri leikhúshefð i landinu gagnstætt islenskunni sem var á þessum tima gersam- lega óreynd sem leiksviðsmál. Þegar alls þessa er gætt held ég ekki að menn ættu að mikla fyrir sér helgi textans, jafnvel þótt hann sé verk Jóhanns sjálfs, heldur þýða hann að nýju áður en hann verður settur á sviðnæst. 1 útgáfu Kristins E. Andrés- sonar eru leikritin Bóndinn á Hrauni og Fjalla-Eyvindur prentuð eftir Islensku útgáfun- um frá 1908 og 1912. Þegar fyrra leikritið kom svo út á dönsku ár- ið 1912 undir heitinu Gaarden Hraun hafði Jóhann gert á þvi ýmsar breytingar, dregið annan og þriðja þátt saman i einn og breytt endinum. Hygg ég að þessi gerð myndi fara betur á sviði að ýmsu leyti og hefði þvi fremur kosið þýðingu á henni. Hér er þó um smekksatriði að ræða og bætir vissulega úr skák að niðurlag dönsku útgáfunnar er tekið með hér. Hins vegar tel ég misráðið að fylgja nákvæm- lega textanum á útgáfu Fjalla- Eyvindar frá 1912, en sá texti fylgir að mestu dönsku frumút- gáfunni frá 1911. I annarri prentun leikritsins á dönsku, sem út kom árið 1913, hefur höfundur sem séstytt textann tii muna, ekki sist i atriðum Höllu og Eyvindar i' öðrum og fjóröa þætti. Þarf tæplega að fara i grafgötur með að flestar þess- ara breytinga hafa orðið til á æfingum og sýningum á leikrit- inu og miði að þvi að gera text- ann einfaldari og hnitmiðaðri i leik. Að minum smekk horfa þessar styttingar tvimælalaust til bóta og hefði ég fylgt þeim óhikað isporum útgefanda. Það væri einkennilegt ef útgáfa sem þessi vekti ekki ýmsar spurningar varðandi stöðu Jóhanns Sigurjónssonari sögu islenskra bókmennta og leikhúss. „Bestu verk Jóhanns Sigurjónssonar eru fyrir löngu orðin sigild i' islenskum bókmenntum” segir Atli Rafn Kristinsson i formála sinum, en bætir þvi þó við að á aldar- afmæli Jóhanns „þyki ýmsum verk hans ekki falla vel að þeim kröfumsem núeru oft gerðar til bókmenntaverka.” Þessar full- yrðingar virðast óneitanlega stangast nokkuð á og kannski eru þær dæmigerðar fyrir þá óvissu sem einkennir afstöðu bókmenntamanna til Jóhanns. Stundum er engu likara en menn treysti sér ekki til að draga ágæti skáldlistar hans i efa, þó að þeir viti e.t.v. ek^j nákvæmlega i hverju það sé fólgið og hvaða erindi verk hans, ekki sist leikrit hans, geti átt við okkur nú. Þannig hlýtur það að teljast nokkur mæli- kvarði á stöðu leikritanna að leikhúsin skuli ekki setja neitt þeirra á svið i tilefni aldaraf- mælis Jóhanns. Þessi grein er þegar orðin lengri en góðu hófi gegnir og þvi læt ég staöar numið við þessar spurningar. Vonandi verður þessi nýja útgáfa til þess að vekja aukinn áhuga á verkum Jóhanns Sigurjónssonar, ljóðum hans jafnt sem leikritum. Fræðilegar rannsóknir á þeim eru enn sem komið er ýmist brotakenndar eða ófullnægjandi og bagalegt er að enginn skuli hafa ritað ævisögu hans á meðan þeir lifðu sem mundu skáldið. Leikrit hans geta tæp- lega talist lifandi i vitund þjóðarinnar nú, enda liggja þau grafin undir dauðri rómantiskri leikhefð og virðast ekki eiga sér viðreisnar von i bili. Og leikskáldið Jóhann Sigurjónsson snýr ekki heim úr útlegð sinni fyrr en þau hafa veriö vakin til lifs á ný. JVJ

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.