Helgarpósturinn - 06.02.1981, Side 6

Helgarpósturinn - 06.02.1981, Side 6
6 „Upphaf sálkönnunar er að finna á siðasta hluta 19. aldar. Hún er sprottin upp úr geðlæknis- legum jarðvegi og fyrst notuð af Freud i þeim tilgangi að lækna einstaklinga, sem haldnir voru taugaveiklun”, segir Sigurjón. Fram að þeim tima er Freud kemur með kenningar sinar, höfðu menn litið á taugaveiklun sem likamlegan sjúkdóm. Megin breytingin hjá Freud er hins vegar sú, að hann telur sig kom- ast að raun um að þetta sé ekki vefjasjúkdómur, heldur afleiðing Föstudagur 6. febrúar 1981 hnlfJFirpncztl irinn . Sigmund Freud og kenningar hans eru víða erlendis á hvers manns vörum. l Bandaríkjunum telst enginn maður með mönnum nema hann sé í sálkönnun eins og kvikmyndir Woody Allens bera glöggt vitni. Og þegar einn virtasti sálkönnuður Frakklands, Jacques Lacan, leysti upp Freudskóla sinn í ársbyrjun 1980, varð það tilefni mikilla blaðaskrifa. Það hef ur hins vegar verið f remur hl jótt um Freud hér á landi á almennum vett- vangi. Umræður um hann virðast eingöngu vera bundnar við fremur þröngan hóp sérfræðinga. Helgarpósturinn snéri sér af því tilefni til Sigurjóns Björnssonar prófessors í sálf ræði, en hann er eini íslendingurinn í alþjóðasamtökum Freudista. Sigurjón var fyrst beðinn að segja öriítið frá upphafi kenninga Freuds um sálkönnun (Psychoanalysis). var gegn þeirri miklu áherslu. sem sálkönnuðir lögöu á þátt kyn- lifsins i tilorðningu andlegra sjúkdóma, og sérstaklega kenningar Freuds um að bernskan væri nú ekki alveg sak- laus. Þessar mótbárur eru enn við lýði, að verulegu leyti. önnur tegund af gagnrýni kem- ur frá fagmönnum, og þá aöal- lega frá atferlisstefnunni. Þar er þvi eiginlega afneitað, að óeðli- legt einkenni eða afbrigði séu einkenni um eitthvað, annað. Þau eru bara þau sjálf. HVAÐ ER I SÁLARTETRINU? mmi af sálrænni reynslu, sem ekki sé meðvituð, og lækningin gæti verið fólgin i þvi að lyfta endur- minningunni af þessari reynslu upp i meðvitundina. Ef sjúkling- urinn nái valdi á endurminning- um sinum, læknist hann. Freud taldi sem sé, að skýringanna á sjúkdómnum væri oftast að leita i fortið sjúklingsins, og þá oftast i bernsku hans. Orðið „dúlvitund”, sem er eitt af lykilorðum i kenningum hnas, var heldur ekki til i bókum þeirra tima lækna. Sigurjón segir, að þegar fram i hafi sótt, og Freud fengið meiri reynslu af meöferð með þessum hætti, hafi hann byggt ákveðna aðferö og tækni til könnunar. ,,1 öðru lagi setur hann fram kenningar, bæði um orsakir og þróun taugaveiklunar”, heldur Sigurjón áfram, ,,og þær kenn- ingar veröa jafnframt almennar kenningar um gerð og þróun sálarlifsins. Við getum bætt þvi við, að þriðji þátturinn i hans kenningum er um eðli og feril sálkönnunar sem lækningar.” Freud var mjög lengi að byggja þessar kenningarsinarupp. Hann byrjaöi um 1883 og siðustu rit hans um þessi efni eru frá þvi i kringum 1930. A þessum tima, breytast sjónarmið hans mjög með aukinni reynslu, og upp úr 1920 bætir hann kenningar sinar mjög verulega. Þegar talað er um kenningar hans sem heilsteypt kenningakerfi, er miðað við 3. áratuginn. Töluvert skiptar skoðanir eru um kenningar Freuds, en enginn efast um að framlag hans til sál- lækninga sé það merkilegasta, sem komið hefur fram á siðustu hundraö árum. „Aðferð Freuds til að nálgast sálarlif einstaklings og kynnast þvi, er einstök i sinni röð. Það er engin aðferð jafn áhrifarik til að skoða sálarlifið nákvæmlega”, segirSigurjón. Siðan fer það eftir einstökum mönnum hvernig þeir nota það efni, sem kemur fram i siikum rannsóknum. Það er ekki hægt að nota það nema að byggja sér tilgátur, og það er heldur ekki spurning um að hafa lært skýr- ingar Freuds utanað og fylgja þeim, heldur verður að ■■ búa yfir góöri þekkingu TR á sálarfræöum. Þá er i vissum tilfellum hægt að hjálpa einstaklingum, sem eiga i erfiðleikum og jafnframt aö gera sér grein fyrir þvi hvernig sálarlif manna starfar. En þá má ekki rugla saman annars vegar rann- sóknartækninni og fræðslunni um sálarlif manna, sem sálkönnunin veitir, og hins vegar iækninga- mætti hennar. Aötala frjálst Reynsla undanfarinna áratuga hefur sýnt, aö ýmsar aðrar aðferöir eru jafn áhrifamiklar i vissum tilfellum, og jafnvel áhrifameiri og kerfjast minni fyr- „Ég gæti nefnt þriðju gagnrýn- ina, sem hefur heyrst mikið meðal fagmanna”, segir Sigur- jón, „um að það sé ekki rétt að skýra allt út frá fortiðinni. Sálar- lif manna einkennist ekki bara af þvi, sem hefur gerst, heldur lika nútið og framtið. Vandamálin stafa ekki af þvi, að eitthvað hef- ur gerst i fortiðinni, heldur vegna kviða fyrir einhverju i framtiðinni.” Enn ein tegundin af gagnrýni spyr hvers vegna verið sé að rannsaka einstaklinginn i krók og kring, en heimurinn i kring gleymist. Ef samfélagið væri betra, liði einstaklingnum betur. Það er álit Sigurjóns Björns- sonar, að öll þessi gagnrýni hafi töluvert til sins máls, þvi flest atriði hennar byggi á þekkingu, sem menn hafi aflað sér á undan- förnum áratugum. Ekki úreltari en Newton „Við höfum verið aftarlega á merinni i þessum efnum”, segir Sigurjón, þegar hann er spurður um hvernig Freud hafi reitt af á tslandi. Það er að visu langt siðan fræðsla um sálkönnun barst til tslands, en á árunum milli 1930 og 1940 var þýdd bók eftir sænskan sálkönnuð. kdó kl ve un greindist í nokkrar tegundir c menn töluöu um mismunandi / tækni i þvi sam « bandi. En eftir þvi, sem menn fóru að vita meira um þróun persónuleikans, þá hafa % mörkin milli þess, sem er ^ heilbrigt og sjúkt orðið ógleggri’ og Nú á timum eru hin gömlu ein- kenni taugaveiklunar ekki eins algeng og áöur, heldur ber meira á skapgeröarröskun ýmsskonar, eins og erfiðleikum i samskiptum við aðra. Fyrirbæri sem valda einstaklingum erfiðieikum, eins irhafnar. Það hefur einnig komið i ljós, að sálkönnun sem lækning er mun takmarkaðri en upphaf- lega var talið. Hins vegar er hún ákaflega gagnleg sem kennsluað- ferð fyrir þá, sem ætla að aðstoða geðveikt fólk, og ekki sist til að þekkja sjálfan sig og er hún mjög mikiö notuð sem slik. En hvernig fer þá sálkönnun fram? Um það segir Sigurjón Björnsson: „Hún einkennist af þvi, að ein- staklingurinn kemur reglubundið i viðtöl. Viðtölin einkennast af þvi, að sá sem gengur til lækningar talar mest sjálfur, og talar frjálst. Læknirinn kemur litið við sögu, hann hlustar á sjúk- linginn og tekur við. Hans hlut- verk er aðallega fólgiö i þvi að setja fram tilgátur og prófa þær i samvinnu við sjúklinginn.” Þetta er megin vinnan en það gerist ekki allt með orðinu. Einn af hornsteinum þessarar lækn- ingar er sá, aö sjúklingurinn upp- lifir fortiö sina, samskipti við persónur, sem hann hefur verið i nánu tilfinningasambandi við, og erfiðleikana i þeim samskiptum. Hann þarf aö upplifa það með þvi að nota lækninn sem skotskifu fyrir tilfinningar sinar, og þá þurfa aðstæður að vera þannig, að læknirinn viti, að sjúklingurinn er að yfirfæra á hann, það sem er ætlað öðrum. „Þessi aðferð tekur ákaflega langan tima, eitt, tvö eða þrjú ár eftir atvikum, og sjúklingurim. þarf að koma oft, þvi það er svo mikið efni, sem þarf að kanna”, segirSigurjón. Sjúklingurinn þarf að koma a.m.k. þrisvar sinnum i viku á meðan á meðferðinni stendur og er með lækninum i um 45minútur i hvert skipti, þvi full- orðinn einstaklingur getur ekki breytt sér á skömmum tima. Það hefur komið fram hér að ofan, að sálkönnun er notuð til lækninga á sálrænum sjúkdóm- um. En þá kemur upp i hugann hver skilgreiningin á lækningunni sé. „Þetta er mikil þungamiðju- spurning”, segir Sigurjón Björnsson. „I gamla daga, þegar menn voru að baksa við þetta um 1920 voru sjúkdómar bara Kaþólska kirkjan ekki hrifin Kenningar Freuds hafa ekki átt upp á pallboröið i einræðis rikjum, hvort sem þeim er stjórnaö frá vinstri eða hægri. Eru kenningar Freuds þá kannski byltingarkenndar, Sigurjón? ,Allir sálfræðingar og flestir geðlæknar þekkja þessi fræði og ég held, að það sé eng. inn, sem ekki hafi orðið fyrir áhrifum af Freuds. Mjög margir geðlæknar og sál. hafastundað viðtals. lækningar, þar sem áhrif frá kenningum Freuds hefur gætt töluvert mikið”, segir Sigurjón. t þrengstu merkingu þess orðs, hefur sálkönnun ekki verið mikið stunduð hér, en eins og áður seg- ir, er Sigurjón Björnsson eini tslendingurinn i alþjóðasamtök- og streita og þunglyndi eru miklu algengari nú. Myndin af þeim, sem telja sig þurfa að leita aðstoðar, er mun fjölbreyttari en áður. „Við getum séð breytingar á einu atriði. I kennslubókum frá þvi fyrr á öldinni var kynvilla talin andlegur sjúkdómur, en nú er hún af ýmsum ekki talin sjúk- leg, heldur minnihlutafrávik og það breytir öllum viðhorfum i lækningunni”, segir Sigurjón. Ef kynvillingur hefði leitað til læknis fyrir 40 árum, hefði læknirinn litið á það sem sitt hlut- verk að gera hann heterósexúal. Ef hins vegar er litið á þetta at- ferlissérkenni sem frávik, yrði hlutverk læknandans miklu frem- ur að fá manninn til að skilja samfélagslega aöstööu sina. Rannsóknir i sálarfræði og félagsfræði hafa sýnt mjög ræki- lega hvað kynhneigð manna er ákaflega mótanleg og tengd menningarlifi, samfélagslifi og venjum, en mikilvægi kyn- hneigðarinnar er einn af horn- steinum kenninga Freuds. Það er naumast hægt að segja út frá læknisfræðilegu sjónarmiði, að eitt sé réttara en annað, a-sósialt eða ekki a-sósialt, og þannig mætti taka fjöldann allan af ein- kennum. Ýmsar rannsóknir hafa bent til þess, að þaö sem á Vest- urlöndum er kallað taugaveiklun eða jafnvel geðveiki, er ekki kallað það annars staðar. Hið sama er að segja um alla meðferð. Það er orðið óralangt siðan menn á Vesturlöndum fóru að setja upp geðsjúkra- hús, en fyrsta tilraun til sliks i Kina var ekki gerð fyrr en eftir siðustu aldamót, og það tókst svo illa, að það þurfti að leggja þau niður. „Að vissu leyti eru þær það. Eins og manni hefur verið kennt er rannsóknaraðferðin ópólitisk og kenningarnar byggja á objek- tivum staðreyndum. En eitt megin atriði er hin bjargfasta sannfæring Freuds og annarra um sjálfsákvörðunarrétt einstak- lingsins. Það verður enginn fullþroska einstaklingur nema hann móti og stjórni lifi sinu. Það, sem þarna liggur að baki, er heilagur réttur einstaklingsins til að þroskast i samræmi við sitt eðli. Og þetta er ekki alveg sættanlegt við miöstýringu i mótun á persónuleikanum, og hlýðni við eitthvert miðstjórnar- afl.” Hinn isealt þroskaði maður samkvæmt kenningum Freuds lætur ekki stjórnast nema af þvi, sem hann telur rétt. Sálkönnunin erað þvi leyti til i andstöðu við öll einræðissjónarmið og einnig i andstöðu við öll fyrirfram gerð credo og kenningar. Kaþólska kirkjan hefur m.a. átt mjög erfitt meö að fallast á þessar kenn- ingar. Kenningar Freuds hafa allt frá fyrstu tið átt sina andstæöinga og svo er enn i dag. Fyrsta and- báran

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.