Helgarpósturinn - 06.02.1981, Qupperneq 15
15
_Jie/garpásturinrL
LISTSKÖPUN
LJOSMYNDUN
Veitingahúsid í
GLÆSIBÆ
BÍLABORG HF.
Smiöshöföa 23, sími 81299.
Boröa-
pantanir
Sími86220
85660
Gamalt safn í fullu gildi
„Þaö er farin að veröa svo
mikil ásókn i safnið, aö ég er
farinn aö draga i land,” sagöi
Guöjón Friðriksson, blaöamaöur,
þegar Helgarpósturinn ræddi viö
hann um Ijósmyndasafn frænda
hans, Skafta Guðjónssonar.
Myndir Ur þessu safni birtust i
tveim bókum, sem komu út nú
fyrir jdlin, þ.e. bókum þeirra
Þórs Whitehead og Einars
Olgeirssonar. Auk þess hafa
fjölmargir haft samband við
Guðjón eftir að það vitnaðist að
hann hefði safnið undir höndum.
Menn frá sjónvarpinu hafa komið
til að fá hugmyndir um islensk
heimili fyrr á öldinni, Nemenda-
leikhúsið fékk lánaðar myndir til
að nýta sem bakgrunnsmyndir i
leiksýningu, sem verið er að und-
irbúa, heil sendinefnd kom frá
Ameriku til að kanna safnið
vegna ljósmyndasýningar, sem
fyrirhuguð er þar vestra til að
varpa ljósi á menningu Norður-
landanna, og svo mætti lengi
telja.
Þetta sýnir að vönduð söfn geta
komið aö margvislegum notum.
Og Skafti Guðjónsson gekk svo
sannarlega vel frá sinu safni, sem
samanstendur bæði af hans eigin
ljósmyndum og annarra. Þarna
eru myndir frá árunum 1921 til
1950 og er þeim öllum raðað
skilmerkilega eftir dagsetningum
i albúm. Auk þess er vandlega
skráð við hverja mynd af hverju
hún er. Og það sem meira er,
Skafti hefur raðað filmunum af
jafn mikilli alúð i kassa og einnig
þar er réttri timaröð haldið. Þetta
eykur auðvitað stórum gildi
safnsins, þvi meö nútima tækni
má fá mun betri myndir en þær
sem eru i safninu.
Skafti Guðjónsson er nú látinn
og er safn hans nú i vörslu
Guðjóns.
„Skafti fór aldrei neitt út fyrir
landsteinana, en hann virðist
hafa haft mikinn áhuga fyrir
öðrum löndum, þvi það kom varla
svo erlent skip hingað, að hann
væri ekki kominn niður á höfn,”
sagði Guðjón. „Hann eignaðist
marga kunningja meðal skips-
hafna og siðar breskra og
bandariskra hermanna, sem
hingað komu. Það viröist svo að
Þaö er ekkiá allra færiaö skapa svona listaverk á einni nóttu.
Höggmynd úr snjó
Snjór getur veriö til margra
hluta nytsamlegur og sem bygg-
ingarefni hefur hann marga kosti,
ekki hvað sist þann aö vera ódýr.
En auövitað má ekki gera miklar
kröfur til endingar.
Margir hafa orðið til að nýta sér
þetta efni til listsköpunar, þó
snjólistaverk á borð við það sem
meðfylgjandi mynd sýnir, séu æði
sjaldgæf. Höfundur verksins er
lika enginn annar en myndhöggv-
arinn frægi, Rikharður 'Jónsson.
Þessi ljósmynd var á sínum
tima gefin út á póstkorti, en er nú
óviða til. Okkur er heldur ekki
kunnugt um að hún hafi áður
komist á prent og er þá kominn
timi til.
Sagan á bak við myndina hefur
þó birst þvi Sveinn Sæmundsson
blaðafulltrúi Flugjeiðg ^egi r haija
i bókinni, „isærótinu”, sem kom
út 1967. Þar segir hann að þriðju-
dagskvöldið 10. febrúar 1925,
tveim dögum eftir að Halaveðrið
geysaði, hafi ungur maður tekið
til starfa á Lækjartorgi. Þá var
veðrið, sem kostað haföi yfir 70i
Islendinga lifið, gengið niður og
farið að snjóa i logni.
Og þessa nótt skapaði Rik
harður Jónsson þetta listaverk.,
sjómann i fullum sjóklæðum. 1
stafni bátsins sem hann stóð i var
komið fyrir samskotabauk og;
þann dag söfnuðust 1.900 krónur
til hjálpar þeim sem um sárt áttu
að binda eftir óveðrið.
þessi samskipti hans við útlend-
inga hér hafi veriö hans gluggi til
útlanda.”
1 safninu eru margar sögulegar
myndir og eru sumar þeirra
einstakar i sinni röö. Til dæmis
eru þarna myndiraf svokölluöum
Diönuslag, þegar Kommúnistar
efndu tíl mótmæla viö komu
þýsks skips hingað 1933.
Sennilega eru þetta einu
myndirnar af þeim atburði.
Þarna segir lika frá merki-
legum flugvéla- og skipaheim-
sóknum og liklega eru i safninu
myndir af öllum fyrirmönnum
erlaidum, sem hingað komu á
þessu ti'mabili. Skafti virðist hafa
haft mikinn áhuga á striöinu og
myndasafnið frá þeim árum er
stórmerkilegt, raunar eins konar
dagbók striðsáranna á Islandi.
Skafti Guðjónsson starfaöi við
bókband m.a. á bókbandsstofu
Landsbókasafnsins. Þar gafst
honum færi á annars konar söfn-
un, sem hann stundaði siðari
hluta ævinnar. Það var söfnun
undirskrifta frægra Islendinga.
Viðskiptavinir Landsbókasafns-
ins rituðu undir bókabeiðnir og
þeim héltSkafti til haga og raðaði
i möppur ásamt ljósmyndum af
viðkomandi persónum. Þarna má
m.a. finna nöfn eins og Einar H.
Kvaran, Einar Benediktsson,
Þorsteinn Erlingsson, Gunnar
Gunnarsson og Páll isólfsson,
svo eitthvað sé nefnt.
Þetta er jafn vandaö safn og
ljósmyndasafnið er, en fyrir
siðari kynslóðir skiptir það varla
eins miklu máli. Guðjón
Friðriksson hefur mikinn áhuga á
að gera eitthvað úr safni frænda
sins og meðal annars hefur hann
verið hvattur til aö gefa út úrval
af myndunum meö tilheyrandi
skýringum. Eflaust yrði það hin
áhugaverðasta bók.
interRent
car rental
Bílaleiga Akureyrar
Akureyri
TRYCGVABRAUT 14
S. 21715 23515
Reykjavik
SKEIFAN 9
S. 31615 86915
Guðjón Friðriksson með ljósmyndasafn frænda sins.
Mesta úrvalið, besta þjónustan.
Viö útvegum yöur afslátt
á bilaleigubilum erlendis.
Galdrakarlar
Diskótek
KAUPENDUR NOTAÐRA BÍLA
ATHUGIÐ!
Það er betri f járfesting í notuðum
Mazda bíl, með 6 mán. ábyrgð heldur
en mörgum öðrum nýjum bílum