Helgarpósturinn - 15.04.1981, Síða 3
3
—he/garpásturinn
Miðvikudagur 15. apríl 1981
Otfrá þessu veröur a6 aögreina
persónulega von og alheimslega
von. Annarsvegar von einstakl-
ingsins til aö fá að lifa með Guöi
augliti til auglitis að loknu þessu
lifi, og svo hinsvegar þá von aö
skaparinn nái sinum tilgangi meö
heiminn. Þvi er þetta llf persón-
unnar eftir likamsdauöa ekki
skýrt, það er ekki framhald þessa
lifs, heldur eilift lifog þaö merkir
i kristnum skilningi lif með Guði
handan dauðans, augliti til aug-
litis. Það er ekki framhaldslif,
heldur samræmt lif. En hver er
þá einstaklingurinn, — hver er
,,ég”? Erég það sem ég vil vera,
er ég það sem aðrir halda um
mig, erég það sem ég er i draumi
eða i áhyggjunni? Þessar spurn-
ingar eiga aðeins svar i
Guði — Guðstníin er að segja
,,ÞU veist það Guð og þér fel ég
það sem ég er, i lifi og dauða”.
— NU hafa orðið deilur um
þetta innan kirkjunnar.
,,Þær deilur snerust ekki um það
hvort lif væri eftir þetta lif.
Deilan snýst i eðli sinu um inntak
frelsunarinnar. Þvi er haldið
fram að frelsunin sé þá fyrst
orðin að sálin lifi þetta lifaf og nái
i annarri tilveru einhverju full-
komnunartakmarki, sem er
óskilgreint. En kristin trU getur
ekki viðurkennt að frelsun sé
lausn andans frá efninu. Efnið er
h'ka skapað af guði, hann er ekki
bara skapari andans. Frelsunin
er frelsun ,hins skapaða” undan
hégóma, lygi dauða og eyðingu,
sem hafa samheitið djöfull. Það
orð merkir eyðandi, eða sá sem
ruglar, og frelsunin gerist vegna
þess að skaparinn elskar það sem
hann hefur skapað og kallar það
tiltilgangssins. Frelsun er þvi að
vera i samfélagi við Guð i hlýðni
og trUmennsku. Mótsetning frels-
unarinnar er þá glötun, þar sem
fólk er ekki i samfélagi við Guð,
en hefurafneitað elskunni. Það er
i helviti.
Það hafa verið dregnar upp
myndir af helviti, og þær hafa
jafnan dregið dám af tima og um-
hverfi. Meðan fólk hafði frum-
stæðar hugmyndir um jörðina var
helvfti undir henni, en himinninn
fyrir ofan. Biblian sjálf lýsir ekki
helviti eða himnariki i smáat-
riðum.
í sambandi við helviti minnist
biblian þó á þögn, óendanlega
þögn. Einnig er að finna mjög
sterka mynd af manni sem er al-
gjörlega einn. Þá er talað um
óslökkvandi eld, og JesUslikirhel
víti einhverntima við öskuhaug-
ana i JerUsalem. 1 sambandi við
himnariki er alþekkt dæmið um
ljónið og lambið sem una sér
saman, og á öðrum stað er minnst
á nýja JerUsalem. En allar þess-
ar myndir taka að sjálfsögðu mið
af umhverfi þess fólks sem dreg-
ur þær upp.
— En englarnir?
„Orðið engill merkir sendiboði
guðs og þeir eru einhverskonar
milliverur, ósýnilegar, milli him-
ins og jarðar. Þær eru siðari
tima, þessar myndir af verum
sem fljUga, og byggjast eflaust á
þeim hugmyndum fólks að engin
heimti sálina. Ogflug hans bygg-
istá þvi að himininn sé fyrir ofan,
og það þurfi vængi til að komast
upp. Inni þetta blandast hug-
myndir um að fólk verði að engl-
um þegar það deyr, sérstaklega
kannski ungbörn. Við könnumst
við sögur þar sem litið barn hefur
látist og móðirin huggar systkini
þess með þvi að nú sé það orðið
engill hjá Guði.
En ef englar eru til, þá eru þeir
sendiboðar, eins og orðið merkir.
Það er upphaflega griskt og
merkir sendiboði. Þeir eru þá
annað svið sköpunarinnar en við
erum, ekki efnisverur, og við get-
um ekki gert ráð fyrir þvi að lif
eftirdauðann sé umbreyting yfir i
þær verur”.
Guömundur Einarsson
Eins og að lýsa
tónlist fyrir
heyrnarlausum
manni
„Ég áliti ansi litinn tilgang með
lifinu ef ekkert tæki við að þvi
loknu”, sagði Guðmundur
Einarsson, formaður Sálarrann-
sóknarfélags Islands. „Reyndar
tel ég að búið sé að sanna að til sé
framhaldslif, þvi til eru rann-
sóknir, sem ná 100 ár aftur i
timann og til 30—40 landa, um
þessi mál og þær ber. allar að
sama brunni.
Þessar rannsóknir eru mis-
jafnar og kannski ekki mark-
tækar i einu landi og á einum
tima, en þegar þær eru bornar
saman við aðrar rannsóknir
annarsstaðar, þá kemur i ljós svo
mikið samræmi, að það getur
ekki verið tilviljun. Það er ekki
hægt aö búast alltaf við sömu
niðurstöðunum, þvi ef þU til
dæmis sendir tiu menn til London
og biður þá svo að lýsa borginni,
þá færðu mismunandi frásagnir.
Þetta er einstaklingsbundið”,
sagði hann.
„Þó eru til visbendingar um að
tengsl séu á milli athafna okkar
og gjörða hérnameginn og þess
sem við tekur. Að þú sért að
skapa þér stað með gjörðum
þinum hérna. ÞU getur þvi séð
hve breytilegur sá heimur
verður.
Taliðhefur verið að það tilveru-
stig sé á annarri og hærri tiðni en
okkar tilverustig, og að miðlar,
eða fólk sem er skyggnt, sé næmt
fyrir þeirri tiðni. Það er mikið
pláss i tilverunni, eins og þú veist,
og herbergið þitt er eflaust fullt af
allskonar útvarps og sjónvarps-
öldum, sem þú veist ekkert um
fyrr en þú stillir tækið þitt inná
rétta tiðni. Það er pláss fyrir
mörg tilverustig i sama rúmi,
alveg eins og það er hægt að hafa
margar simalinur á sama vir, án
þess að samtölin rekistá,ef tiðnin
er mismunandi. En allar rann-
sóknir á þessu eru einskonar
samanburðarrannsóknir þvi
menn vita ekki að hverju þeir eru
að leita né heldur hvar. En með
samanburði er hægt að fá vis-
bendingar og i framhaldi af þvi
beina rannsóknum i ákveðnar
áttir”, sagði Guðmundur.
„Ég hef myndað mér vissar
skoðanir á þvi sem við tekur að
loknu þessu lifi, eftir meira en 20
ára athuganir. Ég tel að sá sem er
ákveðinn i þvi að framhaldslif sé
ekki til á meðan hann er hérna
megin, verði með andleg glugga-
tjöld hinum megin — i algjöru
myrkri um ákveðinn tima. Hann
verður i biðstöðu þangað til ein-
hverjum tekst að ná sambandi við
hann og taka hann með sér. Lik
iegt er að þessir menn séu nálægt
okkar tilveru, og að við verðum
varir við þá, sem einhverskonar
drauga eða vofur. Ekki vegna
þess að þeir séu eitthvað vondir
eða vilji illa, heldur eru þeir bara
villuráfandi.
Sömu sögu er að segja um þá
sem farist hafa voveiflega, eða
hafa ekki verið tilbúnir að deyja,
þeir vita ef til vill ekki að þeir eru
farnir, og sækja á fólk. Þess eru
dæmi að eftir stórslys hafi orðið
að halda sérstaka miðilsfundi til
að hjálpa þessu fólki til að átta sig
á að það sé farið.
Ef menn eru hinsvegar já-
kvæðir eru sterkar likur á þvi að
einhverjir vilji taka á móti þeim
hinum megin.
Lýsingar á þeim heimi sem við
tekur, eru að sjálfsögðu óljósar.
Þær eru eflaust oftast i likinga-
máli, þvi okkur vantar viðmiðun.
Þegar fólk fyrir handan er að lýsa
þvi sem það upplifir er það eins
og að lýsa fyrir barni einhverjum
hlut sem það hefur aldrei séð.
Eða hvernig ætlar þú að lýsa eldi
fyrir manni sem hefur aldrei séð
hann? Eða útskýra tónlist fyrir
heyrnarlausum manni eða mál-
verk fyrir blindum manni?
Helgi Pjeturs
Til annarra
stjarna
Nýalsinnar, fólk sem fylgir
kenningum Helga Pjeturs, hafa
lifið eftir dauðann nánast algjör-
lega á hreinu. Kenningar Helga
heitins eru skýrar og einfaldar
bæði hvað varðar lifið og dauð-
ann. Lifið er orka, segir hann, og
sú orka eyðist ekki þótt mann-
eskjan deyi.
í bókinni Viðnýall, sem er af-
mælisrit um Helga Pjeturs og
kom út árið 1942, segir Jónas
Guðmundsson i stuttu máli frá
kjarnanum I kenningum Helga.
Þar er meðal annars að finna
eftirfarandi lýsingu á þvi sem
gerist viö mannslát:
„Þegar lifi voru lýkur á þessari
jörð, „liður fram” til annarra
hnatta sá kraftur, sem haldið hef-
ur saman þeim jarðefnum er vér
köllum jarðlikama. Þessi kraftur
hverfur yfir geimdjúpin meö
margföldum eldingarhraða og
kemur fram á hnetti, þar sem
skyldulifi er lifað við það, sem sá
einstaklingur, sem deyr, stefndi
að með lifi sinu hér á jörö. Hann
fær þar nýjan líkama úr efnum
þeirrar jarðstjörnu — endurlik-
amnast þar.”
Þannig geta menn „unnið sig
upp”, þvi stjörnurnar eru mis-
jafnar — sumar fullar af lifsorku,
en aðrar teljast vera helviti. A
fullkomnum stjörnum deyja
menn ekki, þvi þar er lifsorkan
svo rík, að þeir endurnýjast af
sjálfu sér.
Nýalsinnar eru þvi samkvæmt
kenningunni ekki á þvi að lif sé i
andaheimi, — heldur er lif á öðr-
um stjörnum.
Sigvaldi Hjálmarsson
Súbjektíft
sálarástand
„Persónuleg skoöun min á
spurningunnium lif eítir dauðann
byggist á margra ára athugun-
um, þvi þegar á barnsaldri vissi
ég af reynslu að eitthvað var hin-
um megin ”, sagöi Sigvaldi
Hjálmarson, rithöfundur. „Sú
reynsla telst kannski fremur andj.
leg eða mystisk heldur en vana
leg dulræn reynsla (skyggni). | ’ >
Biwa/iaiÍMmlnim
-tveir góóir
sem leggja saman
Dæmi um nokkmvalkDStL af mörgum sem bjóöast.
SPARNAÐAR- TÍMABIL DÆMIUM MANAÐARLEGA INNBORGUN SPARNAÐUR í LOK TÍMABILS IDNAÐARÐANKINN LÁNARPÉR RÁÐSTÖFUNAR- FÉ MEÐVÖXTUNI MÁNAÐARLEG ENDURGREIÐSLA ENDUPGR. TÍMABIL
3 . man. 700.00 1.000.00 1.500.00 2.000.00 2.100.00 3.000.00 4.500.00 6.000.00 2.100.00 3.000.00 4.500.00 6.000.00 4.277.50 6.130.00 9.192.50 12.260.00 741.60 1.059.40 1.589.10 2.118.80 3 . man.
5 . man. 600.00 1.000.00 1.500.00 2.000.00 3.000.00 5.000.00 7.500.00 10.000.00 3.000.00 5.000.00 7.500.00 10.000.00 6.217.50 10.362.50 15.541.25 20.725.00 653.95 1.089.95 1.634.95 2.179.90 5 . man.
9 . man. 800.00 1.000.00 1.500.00 2.000.00 7.200.00 9.000.00 13.500.00 18.000.00 7.200.00 9.000.00 13.500.00 18.000.00 15.63Ö.00 19.177.50 28.763.75 38.355.00 922.21 1.152.75 1.729.15 2.306.10 9 . man.
KYNNTU ÞÉR BREYTINGAR
Á IB-LÁNAKERFINU
IB-lánin hafa mælst vel fyrir. Það sýna
þærþúsundirfólks sem hafa notfærtsér
þessa þjónustu Iðnaðarbankans. Enda
hefur bankinn sífellt breytt kerfinu og
aðlagað það þörfum fólksins.
Kynntu þér þær breytingar sem nú hafa
verið gerðar: Hækkun
innborgunarupphæða, meiri
sveigjanleiki og verðtrygging fyrir þá
sem vilja.
Vertu velkominn í Iðnaðarbankann og
ræddu við IB-ráðgjafana um IB-lán.
Gerum ekki einfalt dæmi flókið,
það býður enginn annar IB-lán.
BaritóLþeirra sem hyggja aó framtíöinm
Htnaðarbankinn
Akureyri: Glerárgata 7 Reykjavík:
Hafnarfjörður: Strandgata 1 Dalbraut 1, Drafnarfell 14-16
Selfoss: Austurvegur38 Háaleitisbraut 58-60, Lækjargata 12