Helgarpósturinn - 15.04.1981, Síða 17
-h&lQdrpOStUrÍnri—Mlðvikudagur 15. apríl 1981
17
1 1 |
racskar ial&ndovlsur pofeeieB d'lslsnött frar.skar 3
3:;d« franskar ielandevienr poSsifts ð’lsl«R<ð«.7rat
cif íslar.d'! franckar i«iandsvisur pcfec.iec d'ialani
cfesics d'islacco frar.skar lsXandsvisur pcócies «J
isur pofesiss d'iölande fracskar ielandsvlnur poó
.landsvisur pofesiss d'islar.dft franskar iolandavlsi
ivar islar.dcvirur poésiftg ö'iclanda franckar iaiar
íranskar i«lan<lsvi«ur pofesi.ss d'ÍRiandft frannka:
■v.lar.dn frar.skar islandsviaur pcfes.lnc ö'isiánde fi
c: 'i ’ • ;ianda franskar isiandsvlcur pofesioc d'ieia:
isiar.
icakar
fra
GKRARD LíStóRQUIS: FRaNSKAR ÍSLAKDSVÍ«JR
iau." pcfesj.tes d'islacde franskar inlanðsrisúr pofeeies <3
iar.dsvisur paósias d'iclande frac.skar iölandsvt.sur poé
kar iviandsvísur poésles d'ifilande franckar i.öXandsvis
«r.f?kar ifiiar.ðsviúiu* poécioc d'íelcnde fr*nak«r.isis
fsXande fracskar iölandsviour poéoisn d'ielandn franeka
<>s d'islande franskar irslardsvisur poésies d'lslande f
pofeslss d'islacde franckar islscdsvicur pðfeslss d'inX
pofesies iTiclanda franeka;- IsXandsvieur pofenies
„Ég reyndi aö skrifa á ljóðrænan hátt um efni, sem er þaö alls ekki”,
segir Gérard Lemarquis um ljóöabók sína, Franskar tslandsvfsur.
Franskar Íslandsvísur:
Ný Ijóöabók eftir
Gérard Lemarquis
„Þetta eru ljóö, sem skrifuö eru
af manni, sem býr i miöbænum,
tuttugu og fimm metra frá Hall-
ærisplaninu og fjalla um allt, sem
hann sér. Ef ég byggi i Garöabæ,
heföi ég ekki skrifaö á sama
hátt,” sagöi Gérard Lemarquis i
samtali við Helgarpóstinn en
• fljótlega eftir páska kemur út bók
með ljóðum eftir hann, i þýöingu
Þorgeirs Þorgeirssonar. Bókin
heitir á fslensku Franskar
íslandsvisur, en á frummálinu
Poésies d’Islande, og er hún „tvi-
mála”, þ.e. að i henni er aö finna
bæði franska textann og fslenska
þýöingu hans.
Gérard Lemarquis er fréttarit-
ari frönsku fréttastofunnar AFP
og dagblaösins Le Monde á
Islandi og sendir þangað
„stööluö” fréttaskeyti um Island.
Hann sagöi, aö þessi ljóö sin væru
á vissan hátt „afgangur” eöa hin
hliöin á þeim skrifum.
— Hvaö einkennir ljóö þin?
„Ég reyndi aö skrifa á ljóöræn-
an hátt um efni, sem er þaö alls
ekki, en ég veit ekki hvort mér
hefur tekist þaö. Um fólk, sem
drekkur, bila á ferð, hávaöa. Fyr-
irmig er drekkandi fólk ljóörænt,
vegna þess, aö það er framandi.
Þaö er eölilegt, aö útlendingur
reyni aö gera eitthvaö ljóörænt
með efni, sem ekki er ljóörænt
fyrir tslendinga, kannski vegna
þess, aö það er daglegt brauö.”
Franskar tslandsvlsur er fyrsta
Andófsmenn, gömlu
félagarnir og kerfið
Þjóðleikhúsið:
Haustiö í Prag.
Tveir einþáttungar eftir Václav
Havel og Pavel Kohout.
Þýðandi Jón Gunnarsson. Leik-
stjóri: Helgi Skúlason. Leik-
mynd Baltasar. Lýsing Sveinn
Benediktsson.
Leikendur: Búrik Haraldsson,
Erlingur Gislason, Tinna Gunn-
iaugsdóttir, Guðrún Þ. Stephen-
sen, Helga Bachmann, Valur
Gislason.
Sýningin á litla sviðinu i Leik-
húskjallaranum sem ber nafnið
Haustið I Prag er gerð úr
tveimur einþáttungum, Mót-
mæli eftir Václav Havel og
Vottorö eftir Pavel Kohout. Höf-
undarnir eru báöir tékkneskir
og eiga sér um margt svipaöa
sögu. Þeir voru báðir f farar-
broddi listamannahópsins sem
skapaöi þá menningarlegu ný-
sköpunaröldu sem fór um
heimaland þeirra f lok sjöunda
áratugarins. Eftir innrásina i
er það vegna þess aö maður veit
aldrei alveg hvort Stanek er al-
vara eöa hvort allt hans tal er
hræsniog sjálfsréttlæting vegna
slæmrar samvisku. Erlingur
holdgerði þessa typu mjög vel
og var aðdáunarvert hvernig
hann lét slæmt nefkvef vinna
með sér til að undinstrika
taugaveiklun þessa samvisku-
kvalda manns.
Rúrik Haraldsson leikur
Vanek og skapar þar eftir-
minnilega mynd hins fáorða en
samviskusátta og staðfesta
andófsmanns. Hann er jafnvel
einum of pasturslitill sérstak-
legar undir lokin þegar ljóst er
hver niðurstaða Staneks verður.
Mótmæli er ekki sérlega
skemmtilegur leikþáttur, en
viðfangsefni hans er áleitið og
snertir okkur öll og leikurunum
tekst furöanlega aö gera efnið
lifandi á sviðinu.
t Vottorðinu er andófsrithöf-
undurinn Vanek enn á ferðinni,
en nú er hann kominn með hund
1
Leiklist
eftlr Gunnlaug Astgeirsson
ágúst 1968 lentu þeir fljótlega i
andstöðu viö yfirvöld eg hafa
hin siðari ár verið virkir andófs-
menn.
t Mótmæli segir frá tveimur
rithöfundum, gömlum félögum
en nú er annar þeirra, Vanek,
virkur andófsmaður en hinn,
Stanek, er ennþá I náðinni hjá
yfirvöldum. Stanek hefur kallað
Vanek til sin til þess að ræða viö
hann um mótmæli vegna hand-
töku ungs visnasöngvara sem er
ástmaður dóttur hans. I ljós
kemur aö Vanek og félagar hans
hafa þegar hafiö söfnun undir-
skrifta undir mótmælaskjal
vegna þessarar handtöku. Siðan
er þátturinn samræöur þeirra
eða öllu heldur einræöur.
Staneks um hvort hann eigi aö
skrifa undir eða ekki. Hverju
tapar hann og hvert liö leggur
hans undirskrift málstaönum?
Hver er staða hans núna og
hverju getur hann áorkað og
hver yrði staða hans ef hann
skrifaði undir og hvers væri
hann megnugur þá? Inn i þessa
umræöu eru dregin flest atriði
sem snerta stööu rithöfundar
sem býr við ritskoðun alræöis-
valds.
Þessi umræða er alvarleg og
svolitið þung, en verður spenn-
andi og dramatisk i meðförum
Erlings Gislasonar. Einkanlega
konu sinnar á Hundaskrán-
ingarskrifstofu Rikisins. Þessi
einfalda athöfn, aö skrá hund,
verður heldur betur flókin þegar
ljóst verður að það er andófs-
maður sem á hundinn. Or þessu
verður heljarmikill og bráð-
skemmtilegur farsi þar sem
óspart er gert grin að kerfis-
þursum og möppurottum,
manndýrum sem vissulega eru
til viðar en i alræðisrikjum, og
sýnt á skopfærðan hátt hvernig
kerfisóttinn gerir besta fólk að
litilmennum.
Það er enn Rúrik Haraldsson
sem leikur Vanek af sama hæg-
lætinu og áður og verður mynd
hans nú ennþá skýrari. Helga
Bachmann leikur frosna kerfis-
keliingu, forstöðumenn skrif-
stofunnar, skemmtilega skop-
færslu töluvert ólika þeim typ-
um sem Helga hefur oft áður
leikið. Guðrún Þ. Stephensen
leikur babúskulega skrifstrfu
konu, þessa góðu og hjálpfúsu
sem öllu reynir að bjarga, þó
svo fremi að það snerti ekki
hennar eigin hagsmuni. Elsku-
leg og kómisk mannlýsing sem
fer Guðrúnu vel úr hendi. Tinna
Gunnlaugsdóttir leikur gálulega
skrifstofií>iu sem kann fátt og
getur lítið en er dóttir „vors
virta og elskaða leiðtoga” og
þessvegna fær hún að sitja á
skrifstofunni við að lakka á sér
neglurnar. Þessi mannlýsing
var fullgassaleg, einkum var þó
búningur i einum of miklu
ósamræmi við hitt fólkið, eins
og vel skreytt jólatré — á pásk-
um. Tinna skilaði vel sakleysis-
legum kvikindishætti spilts for-
réttindabarns, sem á þó enn ær-
legar taugar. Valur Gislason
leikur verkfræðing á eftirlaun-
um, sérfræðing i hundum, sem
er heimagangur á skrifstofunni,
góður kall sem reynir eftir
mætti að leika á kerfið. Valur
skilar þessu verkefni ágætlega
enda er hann sérfræðingur i
svona köllum.
Vottorðið er á yfirborðinu
skopfærð augnabliksmynd af
þvi hvernig kerfið bregst við
þegar andófsmaður á i hlut, þó
um sáraeinfalda afgreiðslu sé
að ræða, og hvernig gott fólk
reynir að koma honum til að-
stoöar. Sem slikur er þessi
þáttur meinfyndinn. En þaö býr
ýmislegt fleira undir.Textinn er
alsettur margvislegum táknum
sem visa útfyrir verkið. Það er
til dæmis býsna oft að beint
liggur við að setja maður inn
fyrirhundur og verður þá merk-
ing textans dýpri og alvarlegri
en virðist við fyrstu sýn. Einnig
virðist mér að notkun nafna hafi
aukamerkingar, þó ég þekki
ekki mörg nöfn sem koma fyrir
þá er a.m Jc. ljóst hvert verið er
að fara þegar talað er um sér-
stakt hundakyn sem Novotny
ræktaði.
t leikskra er greint frá þvi að
höfundarnir hafi gert ráð fyrir
að þættirnirværu sýndir saman.
Það er mjög eðlilegt þar sem
þættimir eru hvorttveggja hlið-
stæður og andstæður. Hlið-
stæður að þvi leyti að þeir fjalla
um sama viðfangsefnið, stöðu
andófsmannsins, og andstæður
að þvi leytiað litið er á efnið frá
gjÍH-ólfkum sjonarhornum. Með
þessum hætti bæta þættimir
hvor annan upp.
Jón Gunnarsson hefur þýtt
þættina og er þýðing hans lif-
andi ágætlega leikhæf.
Þessi sýning fjallar um áleitið
efni sem kemur okkur öllum
við. Þó að þættirnir séu settir
niður á ákveðinn stað og tima er
efni þeirra hvorki stað- eða
tímabundið Samskonar að-
stæður er alltof viða að finna og
lýsa þessir einþáttungar ákaf-
lega vel þrúgandi andrúmslofti
andlegrar valdbeitingar.
Sýningin fer vel á kjallara-
sviðinu og notfærir leikstjóri sér
möguleikann á að láta áhorf-
endur sitja umhverfis sviðið.
Hinsvegar er ég ekki viss um að
staðsetningar hafi gert öllum
áhorfendum jafn hátt undir
höfði. Svipað má segja um
sviðsmyndina, einkanlega i
seinni þættinum, en þar fyrir
utan er hún ágæt, kannski
óþarflega raunsæ. — G.Ast.
bók Gérards Lemarquis, en nokk-
ur ljóðanna hafa þegar birst i
ljóðatimaritum i Frakklandi.
Eins og áður segir, er það Þor-
geir Þorgeirsson rithöfundur,
sem þýðir ljóð Gérards, og hefur
hann jafnframt stofnað litið út-
gáfufyrirtæki sem hann nefnir
Þýðingaútgáfuna. Franskar
Islandsvisur er fyrsta bók útgáf-
unnar, og i samtali við Helgar-
póstinn sagði Þorgeir, að það færi
eftir þvi hvernig gengi með þá
bók, hvort um framhald yröi á
bókaútgáfu hjá honum.
„Mig langaði til að prufa hvort
væri hægt að skapa einhvers kon-
ar forum fyrir þessa hluti, ljóö og
minniháttar þýðingar, til að byrja
með”, sagði Þorgeir.
Aðspurður um hvort útgáfan
yrði eingöngu með tvimála verk,
sagði Þorgeir aö það væri ekkert
jx-insipp. Þessi bók hafi verið sér-
stakt tilefni þvi það væri óvenju-
legt að fá ljóð ort á frönsku um
islenskt umhverfi. Það væri flókið
mál að þýða ljóð úr öðru
tungumáli um umhverfi málsins,
sem þýtt er á, og þvi hafi honum
ekki fundist annað koma til
greina en gefa þessa bók út tvi-
mála.
Þorgeir sagðist vera meö ýmis-
legt smávegis, sem gæti fallið inn
i þennan ramma, ef vel gengi,
eins og ljóðabók eftir Færeying-
inn Christian Matras, en vildi
ekkert segja um hvenær hún gæti
verið væntanleg á markaðinn.
„Ef þessi gengur vel, þá bara
næst þegar stendur vel á I prent-
smiðjunni”, sagði Þorgeir.
Dustin Hoffman og Justin Henry f Kramer vs. Kramer.
Barn sem bitbein
STJöRNUBtÓ: Kramer gegn
Kramer (Kramer vs. Kramer).
Bandarisk. Árgerð 1979.
Leikstjöri og handrit: Robert
Benton. Aðalhlutverk: Dustin
Hoffman, Meryl Streep, Jane
Alexander og Justin Henry.
Það er ekki óliklegt að hinn
vistlegi salur Stjörnubiós við
Laugaveginn eigi eftir að um-
breytast i hálfgerðan táradal
meðan kvikmyndahúsið sýnir
óskarsverðl aunam yndi na
víðfrægu Kramer gegn Kramer.
Mörgum mun vafalaust þykja
það heldur fráhrindandi tilhugs-
un. Um langt skeið hefur það
verið tiska að finna væmni og
tárafellingarmyndum allt til
foráttu og verður það líklegast
aö skoðast sem langvarandi
hrynja, snýr Joahna aftur, búin
að öðlast sjálfstraustið og verða
sér útium góða vinnu, og krefst
nú yfirráða yfir syni sinum á
nýjan leik. Ted neitar að láta
hann og málið fer fyrir
dómstólana.
Það má hafa mörg fögur orð
um leikinn f þessari mynd og
smekklega leikstjórn Bentons
en höfuðstyrkur hennar er
fólginn í handritinu. Þar skiptir
kannski mestu sú natni sem lögð
er við ýmis smáatriði. T.d.
hvernigáhugasvið Teds breytist
smám saman eftir að hann er
raunverulega farinn að kynnast
syni sinum, svo og allt fas hans
og klæöaburður. Hann veröur æ
hirðulausari i klæöaburði og
þegar forstjórinn býður honum
Kvikmyndir
eftir Biörn Viqni Sigurpálsson
andóf gegn gömlu (góðu?)
Hollywood-myndunum, þvi að
aðalsmerki þeirra hér á árum
áður var sérþekking i ertingu
tárakirtlanna.
En það er ekki sama hvernig
hlutimir eru gerðir. Robert
Benton höfundur handritsins og
leikstjóri Kramers, er heldur
enginn aukvisi. Hann átti ekki
litinn þátt i þvi að hef ja andófið
gegn t il f in ni n g a s e m i
bandariskra kvikmyndameð
kaldrifjuðu handriti sinu um
andhetjurnar Bonny og Clyde. t
Kramer er hann kominn yfir á
vegabrúnina hinum megin. Þar
er viðfangsefniö venjulegt fólk i
stórborg. Ted Kramer (Dustin
Hoffman) ungur maður á frama-
braut, heimavinnandi kona
hans, Joanna (Meryl Streep) og
ungur sonur þeirra (Justin
Henry). Joanna er óánægð og ó-
hamingjusöm með hlutskipti
sitt og einn góðan veðurdag yf-
irgefur hún þá feðga til að
freista gæfunnar upp á eigin
spýtur og finna sjálfa sig. Ted
verður þar með að sjá fyrir syni
sinum, en tekst ekki að aðlagast
nýjum aðstæðum betur en svo
aö hann missir vinnuna, enda
gerir ekki samkeppnissamfélag
karlamnna ráð fyrir þvi að neitt
geti komið á undan vinnunni. En
einmittþegar veröld Teds er að
út að borða, þá talar hann ekki
lengur um viðskipti eins og lög-
málið gerir ráð fyrir, heldur um
son sinn, likt og versta
„kelling”.
Hvergi kemst Benton þó eins
vel frá hlutunum og i lykilatriði
myndarinnar i réttarsalnum
sjálfum. Benton er búinn að
byggja upp alla samúð
áhorfenda meö Ted myndina út
i gegn, svo að þeir eru búnir að
fá hina megnustu óbeit á eigin-
konunni, þegar hún kemur i
réttarsalinn. En þá snýr Benton
viðblaðinu, teflir svo hnitmiðað
fram skýringum á breyttni
hennar og svo sterkum rökum
fyrirkröfum hennar, að brátter
áhorfandinn aftur á báðum
áttum.
t þessum viökvæmasta hluta
kvikmyndarinnar finnst mér
Benton nógu mikill listamaður
tilað þræða klakklaust framhjá
öllum pyttum væmninnar og
takast að höfða til einlægra
tilfinninga i upplifun áhorfenda
og samkennd með söguhetjun-
um. Hann sýnir okkur fram á
hversu lif okkar mannanna og
samfélag er raunverulega
flókin ráögáta vegna þess aö
það stjórnast sjáldnast af kaldri
rökhyggju heldur miklu fremur
af tilfinningum og eðlisávisun.
— BVS.