Helgarpósturinn - 15.04.1981, Side 18
18
Miðvikudagur 15. apríl 1981 helgarpásturínn
Enn um gjörninga
Enn á ný eru gjörningar (per-
formance) reyfaöir og nú I
sjálfu Rikisútvarpinu. útvarps-
ráö hefur s.s. ekki látiö sér segj-
ast, þrátt fyrir mörg mótmæli
og hörö i garð þess, frá lesend-
um dagblaöa og „vinum alþýö-
unnar” sem blöskrar meöferö
rikisfjölmiðla á skattpeningi
landsmanna. Otvarpið bætir
bara gráu ofan á svart með þvi
aö bjóöa nýlistarmönnum aö
spjalla saman á „öldum ljós-
vakans”, aðeins fáeinum
dögum eftir Vökuþátt sjón-
varpsins.
Kl. 22.40 aö kvöldi hins 1.
þessa mánaðar, voru þau
saman komin i útvarpssal,
Ólafur Lárusson, Magnús Páls-
son, Arni Ingólfsson og Rúri
(búriöur Fannberg), til að
spjalla saman um gjörninga
undir stjórn Tryggva Hansen.
Geröu þau tilraun til aö nálgast
hugtakiö og skýra það og tilurð
þessarar nýstárlegu tjáningar i
listum.
Eftir fremur losaralegan og
loðinn inngang Tryggva (betur
hefði farið á því aö draga upp
mynd af þróun gjörnina), hófust
umræður milli fimmmenning-
anna og var hlutur Magnúsar
Pálssonar stærstur. Meö rökvisi
og skemmtilegum dæmum, lifg-
aði hann mjög umræöuna. Ég
ætla að þátturinn hefði orðið
litils virði, hefði nærveru hans
ekki notið við. Slikt er skiljan-
legt þar sem Magnús er aldurs-
forsetinn og hefur að baki
reynslu sem greinilega eykur
viðsýni hans og gerir kappan að
sannkölluðum „patri artis
novis”.
Það kom fljótlega i ljós eftir
að Magnús hafði sagt söguna af
Kjarval og ruslafötunni, að
menn skorti rök til að skýra
mismuninn á þessu uppátæki og
nútima gjörningi, þó svo að slikt
ætti að liggja i augum uppi. í
stað þess að viðurkenna, að i
reynd sé gjörningur, sviðsett
uppátæki frammi fyrir hópi til-
tekinna áhorfenda, var „uppá-
koma” Kjarvals túlkuö sem
ómeðvituð.
Þarna fór að bera á vissum
óheilindum i málflutningi gjörn-
ingamanna. Þótt teoretiskt
Sýnishorn af Performance
(formúla Tryggva og annarra),
sé gjörningur „hvaö eina sem
tjáð er með athöfn, burtséð frá
vissri stund og stað”, er hann i
praxis allt annað. Hér á landi er
gjörningur bundinn ákveðnum
tima, rúmi og áhorfendum,
skipulagður I þaula a priori.
Þetta neitaði hópurinn að
virðurkenna, jafnvel fyrir
sjálfum sér. Gjörningi er ruglað
saman við uppákomu (happen-
ing), þvi ekki má vitnast, að
gjörningur sé annað en sjálf-
sprottin (spontan) tjáning.
Óundirbúin tjáning Kjarvals
var því afgreidd sem ómeð-
vituð. En er þá Karpow og
Flúxus ekki jafn ómeðvitað?
Einhvern veginn fannst mér þó
sem Magnúsi skyldist,- hvar
hundurinn lægi grafinn.
Eftir þennan rugling var
haldið á önnur mið. Nú hefði
hlustandi mátt ætla, að timi
væri til að fara ofan I saumana,
með ögn gagnrýnna hugarfari.
Aftur reyndi Magnús að brydda
á jarðbundnari umfjöllun. Þessi
tilraun endaði langt fyrir utan
ramma umræðunnar, i karpi
um það hvort málaralistin væri
dauð eður ei. Var það Arni Ing-
ólfsson sem þessu stjórnaði.
Það er ekki langt siðan Arni tók
að sér hlutverk einhvers lags
sjálfskipaðs „impressarios”
gjörningalistarinnar. Honum er
greinilega umhugað um að sem
flestir leggi aðra tjáningar-
miðla á hilluna og snúi sér al-
farið að gjörningnum. En i stað
þess að standa sjálfur skil á
sannfæringu sinni. leggur hann
„dauðadóminn” yfir málara-
listinni i munn listfræðingum.
Undirritaöur þekkir að visu list-
fræðing sem grét fögrum tárum
yfir „deyjandi málaralist” og
var það Sir Herbert Read, en
hann þekkir minnst 220 mynd-
listarmenn sem undanfarna
eina og hálfa öld, hafa spáð
dauða málverksins likt og falli
Babylóniu. Nú siðast er það
Arni Ingólfsson sem kórónar
þessa halarófu.
Rúrý og ó'lafur andmæltu
kenningum Arna um að gjörn-
ingur væri andstæð málverki.
Þetta var með gáfulegri augna-
blikum umræðunnar, enda sáu
þau i hendi sér: Ef gjörningur
leysir málverkið af hólmi, þá
fer höggmyndin, leiklistin og
tónlistin sömu leið. En allir vita
að fyrir aldamót var fundið upp
listform sem sameinaði alla
þessa þætti listar, kvikmyndin.
Enn halda þó hin listformin
prýðilega velli. Ólafur benti á
hvernig heimildagerð (dokú-
mentasjón) hefði tekið við af
málverkinu sem skráningar-
tæki gjörninga og þannig væru
hlutirnir komnir i hring. Ég vil
benda Árna á, að þrátt fyrir
önnur tjáningarform, gat R.
Rauschenberg ekki slitið sig frá
málverkinu fullkomlega (viðtal
i Art in America, mai-júni 1966).
Þá er það harla einkennilegt,
þegar Arni heldur þvi fram, að
málarar reisi sér minnisvarða
umfram aðra listamenn. Ég
veit ekki betur en að ballet--
dansarinn Nijinski sé enn tign-
aður sem mesti dansari allra
tima, þött meir en 60 ár séu liðin
frá þvi hann dansaöi sin siðustu
spor. Það eru aðrir en lista-
mennirnir sjálfir sem reisa
minnisvarðana.
Að lokum vil ég benda á, að
það er ágætt að nota útvarpið i
auglýsingaskyni, en til að kafa
ofan i tjáningarform á borð við
gjörning, þarf meira til en
óundirbúið spjall. Það þarf að
f jalla um hlutina á hlutlægan og
gagnrýninn hátt, i umræðu og á
prenti. Ég hef áður viðrað þá
von og endurtek hana, að Ný-
listasafnið riði á vaðið með
slikt. Þeirra er tækifærið og
akkurinn, að sem flestir opni
augun fyrir nýjum stefnum i
listum. E n það verður ekki gert
með hofmóðugu froöusnakki,
dylgjum eða sjónhverfingum.
Timi umræöu um listir á ein-
hverju hallelúja-plani, er löngu
liðinn.
Sveitamaður í ferðalögum
Ferðasögur — sagnaþættir —
mormónarit Eiriks Óiafssonar
bónda á Brúnum.
Vilhjálmur Þ. Gislason sá um
útgáfuna.
Bókakiúbbur Aimenna bókafé-
lagsins, 1981.
Bókaklúbbur AB hefur nýlega
sent frá sér aðra prentun á rit-
verkum Eiriks á Brúnum I út-
gáfu Vilhjálms Þ. Gislasonar.
Fyrsta útgáfa þessa ritsafns
Eiriks kom út hjá tsafoldar-
prentsmiðju árið 1946. Er þessi
nýja útgáfa eins og sú fyrsta
nema að myndskreytingar
þeirrar útgáfu eru ekki með nú.
Astæðan fyrir þvi aö rykið er
nú dustað af þessu verki er efa-
laust sú aö fyrir skemmstu var
sýnd I sjónvarpi ný kvikmynd
eftir Paradisarheimt Halldórs
Laxness. Svo sem kunnugt er þá
sótti Laxness efnivið sögu sinn-
ar að verulegu leyti i ævi og
verk Eiriks á Brúnum og hefur
að vonum vaknað áhugi hjá
mörgum á að kynnast þeim
manni betur. En það þarf i
rauninni ekki neina slika ástæðu
til að gefa út verk Eiriks, þvi
þau eru stórmerkileg i sjálfu sér
og forvitnilegur vitnisburður
um undarlegan mann og
óvenjuleg örlög.
Svo sem fram kemur i titli rit-
safnsins skiptast verk Eiriks á
Brúnum i þrjá flokka: Ferða-
sögur, sagnaþætti og mormóna-
rit.
Eirikur á Brúnum.
Feröasögurnar eru tvær og
heita Litil ferðasaga og Onnur
litil ferðasaga.
Ein litil feröasaga segir frá
ferð Eiriks til Kaupmannahafn-
ar 1876. Er mestur hluti sögunn-
ar lýsingar á þvi sem fyrir aug-
un ber þar i borg. Má til dæmis
nefna Tivóli, sirkus, dýragarð-
inn, leiksýningar, tækniundur
ýmisskonar, bæjarbrag og götu-
llf. Horfir Eirikur á allt. þetta
með galopnum augum undrandi
sveitamanns ofan af Islandi
sem kemur aftan úr steinöld til
nútima stórborgar. Athyglis-
gáfa hans er glaðvakandi og
lýsingar furðu nákvæmar hvort
sem hann er að lýsa grassprettu
og vænleika fénaðar, tækni-
undrum, gleðikonum eða veður-
fari. Margvisleg smáatriði og
athugasemdir fljóta með og
gefa frásögninni skemmtilegan
og persónulegan blæ. Stillinn er
hátiðlegur og hlutlægur og nálg-
ast oft islendingasagnastil og er
iskoplegri andstöðu við það sem
hann er að lýsa. Svipar frásagn-
armáta og sjónarhorni Eiriks
mjög til ýmissa fyrirrennara
hans i ferðalögum, svo sem Jóns
Indiafara og Séra Ólafs Egils-
sonar úr Vestmannaeyjum sem
hertekinn var af Tyrkjum 1627.
Onnur litil ferðasaga er frá-
sögn af ferö Eiriks og dvöl I
Ameriku 1881—2. 1 þessari frá-
sögn blandast saman á undar-
legan hátt ferðalýsingar og at-
huganir I svipuöum stil og i fyrri
sögunni og ýmisskonar trúar-
stagl, sem litið er varið i. Frá-
sagnir hans frá Ameriku eru
fremur stuttar og saknar maður
oft þess að hann skuli ekki segja
meira frá fleiru og itarlegar. En
þarna er margt forvitnilegt að
finna.
Sögur og sagnir sem Eirikur
skráði eru af ýmsu tagi. Eru þaö
bæði þjóðsögur og frásagnir af
samtimaatburðum. Lengstu
frásagnirnar eru af Eyfellinga-
slag, Tólf manna aðför aö Eiriki
(vegna barns dóttur hans),
Saga af brögðóttum karli (um
ögmund galdramann i Aura-
seli) og Huldufólkssögur. Eru
þessar frásagnir allar hinar
skemmtilegustu og nýtur sin vel
frásagnargáfa Eiriks og
hispurslaus still hans.
1 þessari bók eru valdir veiga-
mestu kaflar úr trúarritum
Eiriks, kaflar sem eru dæmi-
gerðir fyrir þessi rit og lýsa
meginskoðunum hans i trúar-
legum efnum. Eirikur gerðist
mormóni 1881, en sagði sig úr
söfnuði þeirra 1889, þó hann
héldi sig áfram við megin-
skoðanir sinar. Þessir kaflar
eru kannski ekki beinn
skemmtilestur eins og flest ann-
að I þessari bók, en þeir eru for-
vitnilegur vitnisburður um
skoðanir þessa sérkennilega
trúarhóps við lok siðustu aldar.
—G.Ást.
N
Bókmermtir
eftir Gunnlaug Astgeirsson
Meistarar enn á ferð
Brian Eno & David
Byrne-My Life In The
Bush Of Ghosts.
Brian Eno hefur viöa komið
viö siðan hann hætti i Roxy
Music. Hann hefur gefið út þó
nokkrar sólóplötur og plötur þar
sem hann hefur unnið með ein-
hverjum hljóðfæraleikara, svo
sem Robert Fripp, Jon Hassell
hans, Low, Heroes og Lodger,
og bandarisku hljómsveitina
Talking Heads en Eno hefur
stjórnað upptökum á þremur
siðustu plötum þeirra, þ.e. More
Songs About Buildings & Food,
Fear Of Music og Remain In
Light.
Höfuöpaur, aðallagasmiður,
gitarleikari og söngvari Talking
Heads heitir David Byrne og
með honum hefur Eno gert plöt-
una My Life In The Bush Of
Wl Ghosts, sem nýlega er komin út! A plötu þessari eru þeir
Popp
eftir Gunnlaug Sigfússon
og nú siðast David Byrne.
Margar platna Eno eru ákaf-
lega skrýtnar og allar eru þær
uppfullar af ýmsum tilraunum
og skemmtilegum hugdettum.
Eno hefur einnig stjórnað
upptökum á plötum annarra en
sjálfs sins, en hvar sem hann
kemur við þá setur hann ætið
mikinn svip á þær plötur sem
hann stjórnar, þvi yfirleitt
kemur hann einnig fram á þeim
sem hljóöfæraleikari og stund-
um lika sem lagahöfundur.
Nægir i þessu sambandi að
nefna David Bowie og plötur
félagar aö gera tilraunir meö
tónlist sem telja verður mjög i
ætt við rythmiska tónlist negra I
Afriku, en einnig veröur vart
áhrifa frá arabatónlist.
Það sem er þó athyglisveröast
við plötu þessa eru raddirnar á
henni, en þær eru flestar
fengnar að láni og upphaflega
ekki ætlaöar þessari tónlist.
Þær eru hinsvegar sveigðar,
bjagaðar, endurteknar i sifellu,
og þar fram eftir götunum og
allt fellur þetta þannig að tón-
listinni að erfitt er að imynda
sér að það hafi ekki veriö samið
við hana. Þarna gefur til dæmis
að heyra ónafngreindan stjórn-
málamann, libanskan fjalla-
söngvara, alsirska múslima,
vinsælan egypskan söngvara og
særingarmann frá New York.
Þó plata þessi sé ekki nærri
eins skemmtileg áheyrnar og
Talking Heads plöturnar, þá er
hún mjög athyglisverö og á köfl-
um snilldarlega vel gerð. Eno
hefur þvi bætt seinni skraut-
fjöörinni enn I hatt sinn og um
leiö fjölga þær i hatti David
Byrne.
Eric Clapton
Another Ticket.
Nú eru liöin rúmlega tiu ár
siöan Eric Clapton sendi frá sér
meistaraverkið Layla og enn
bföum viö Clapton aðdáendur
eftir plötu I sama gæðaflokki frá
honum. En það ætlar að veröa
djúpt á þvi að þessi meistari
gitarins sýni aftur hvers hann er
megnugur þegar hljóöfæri hans
er annárs vegar.
Frá þvi hann reif sig upp úr
eymd og volæði heróinneysl-
unnar fyrir sjö árum siðan hefur
hann gefið út margar ágætar
plötur, svo sem 461 Ocean
Boulevard, No Reason To Cry
og Backless, en þaö hefur helst
verið á hljómleikaplötunum
tveimur, EC Was Here og One
More Night sem hann hefur
látiö gitSrinn syngja að ein-
hverju marki.
Ég fyllist sem sagt alltaf
sömu tilhlökkuninni þegar ég
veit aö von er á nýrri Clapton
plötu. Ég bið alltaf eftir nýju
lagi sem muni frysta mig i
stólnum likt og Precence Of The
Lord, Have You Ever Loved A
Woman, Bell Bottom Blues,
Layla og fleiri lög gera i hvert
skipti sem ég hlusta á þau. En
það bara skeður ekki og með
nýju plötunni, Another Ticket,
veröur engin breyting þar á.
Ekki það að Another Ticket sé
léleg plata, öður nær, hún er
mjög góð en þaö býr bara svo
miklu meira i Clapton og hljóm-
sveit hans. Það er ekki nóg með
að Clapton fari sjálfur rólega i
sakirnar, heldur heyrist
skammarlega litið i pianó-
leikaranum og söngvaranum
Gary Brooker og gitarleik-
arnum Albert Lee og finnst mér
kraftar þeirra illa nýttir.
Trommuleikur Henry Spinnettis
og bassaleikur Dave Markee er
sérlega góður og þegar á heild-
ina er litið er hljómsveitin mjög
pottþétt og er þetta liklega ein-
hver besta hljómsveit sem Eric
Clapton hefur haft á sinum
snærum. Lögin sem eru flest
eftir Clapton sjálfan eru yfirleitt
mjög góð, en textarnir hins
vegar slappir. Það er eins og oft
áöur blues-lögin, sem heilla mig
mest, lög eins og Blow Wind
Blow, Floating Bridge og
Something Special. Rokkar-
arnir eru einnig ágætir. 1 laginu
Catch Me If You Can fær maöur
smá sýnishorn af þvi hversu
Clapton og Lee væru megnugir
saman ef þeir slepptu almenni-
lega fram af sér beislinu. Það er
þó ekki fyrr en i siðasta lagi
plötunnar er heitir Rita Mae aö
Clapton sýnir hversu góður
hann er ef hann leggur sig fram,
en þá bregður svo við að hljóð-
blöndunin er á þann veg, að
gitarinn nærri drukknar i
hávaða hinna hljóðfæranna. A
plötunni er einnig að finna ágætt
country lag, Hold Me Lord, en
ég hefði þó ekkert á móti þvi að
Clapon sleppti alveg að spila
þessa tegund tónlistar.
Þess ber að geta svona i lók -
in að plata þessi er tileinkuð
bassaleikaranum Carl Dean
Radle, en hann lék lengur og inn
á fleiri plötur með Clapton en
nokkur annar tónlistarmaður
hefur gert. En Radle lést á sið-
asta ári og mun hann vist vera
enn eitt fórnarlambiö sem
heróinið bætir i safn sitt.