Helgarpósturinn - 15.04.1981, Page 24
Aio/rprprW; irinn AAiðvikudagur 15. apríl 1981
• Pólski verkalýösleiötoginn Lech Walesa er trúaður maöur. Hann
fer á fætur klukkan sex á hverjum morgni og fyrsta verk hans er að
krjúpa á kné fyrir framan altarið í hverfiskirkjunni sinni og biðjast
fyrir. Á vinstra jakkahorninu ber hann mynd af heilagri guösmóður og
uppi á vegg á skrifstofunni hans hjá Solidarnosc hangir mynd af páf-
anum landa hans. En undir páfanum hefur hann hengt fána ASt, sem
llaukur Már Itaraldsson blaðafulltrúi Alþýðusambandsins afhenti
honum þegar hann var á ferð i Póllandi á dögunum. Það er ekki
heiglum hent að ná tali af þessum pólska baráttumanni nú um stundir,
en Haukur Már gaf sig ekki Hann beið á skrifstofu Solidarnosc frá því
klukkan niu um morguninn til þrjú, og tókst þá að hitta Walesa i fimm
minútur, sem hann notaði tii að bera honum kveðju ASl, bjóða sendi-
nefnd samtakanna, helst með hann f broddi fylkingar, til lslands, og
afhenda honum fánann. En meöfylgjandi mynd tók ljósmyndari frá
sænska kratablaöinu Arbetet i tiiefni af þvi, að blaðið hefur ákveðið að
veita Walesa svonefnd „Lat leva”-verðlaun sem efnt var til i tilefni af
90 ára afmæli blaðsins árið 1977 og hafa hingað til eingöngu verið veitt
Svium, m .a. Alva Myrdal. Walesa veitti verðlaunum glaður viðtöku og
sagði að þetta væri i fyrsta skipti sem honum hlotnaðist slikur heiður.
Verðlaunaféð, sem raunar er ekki mikið að vöxtum. ætlar hann að láta
renna til Solidarnosc, og þaö er ákveðið, að hann fer til Malmö i Sviþjóð
til að veita verðlaununum viötöku 21. mai i vor. Þaö er hinsvegar ekki
Ijóst, hvenær hann kemst til Islands, eöa hvort hann kemst sjálfur, þvi
ferð til Islands tekur talsvert lengri Qna en Svfþjóðarferð. Og nú eru
framundan miklir annatimar hjá framámönnum Solidarnosc, þvi þeir
eru að undirbúa fyrstu kosningar i sögu samtakanna, og ætlunin er
m.a. aö kollvarpa rikjandi launakerfi...
rNJOTIÐ
KOTASÆLA er einstaklega magur fersk-
ostur, en afar ríkur af próteini og vítamínum.
# Boröið hana beint úr dósinni.# Setjið
hana ofan á brauðsneið eða kex með tómat-,
papriku-, eða gúrkusneið og kryddið með
nýmöluðum pipar. # Blandið þeyttum rjóma
saman við hana ásamt brytjuðum ávöxtum og
borðið sem ábætisrétt.#Notið hana í
baksturinn, t.d. í tertur, lummur eða pönnu-
kökur svo eitthvað sé nefnt.#Einnig getið þið
bætt út í hana ferskum kryddjurtum s.s. gras-
lauk, steinselju eða blaðlauk og notað hana
sem ídýfu.
r KOTASHLIA
fitulítil og fteistandi
• Hjörleifur orkumálaráðherra
Guttormsson á ekki sjö dagana
sæla framundan. Allir muna eftir
hvellinum mikla sem hann varð
valdur að þegar hann kom fram
með gögn sem áttu að sýna mis-
ferli svissneska auðhringsins
Alusuisse á súrálskaupum t il tsal-
verksmiðjunnar hér á landi. A
endanum voru þess i gögn send til
hlutlauss aðila, breska endur-
skoðunarfyrirtækisins Cooper og
Lybrand i Lundúnum, til frekari
úrvinnslu. Við heyrum að nú sé
skýrsla þessa fyrirtækis komin i
iðnaðarráðuneytið á nýjan leik og
hún geti orðið hið mesta
vandræðamál fyrir Hjörleif, þvi
að i' skýrslunni sé þvi haldið fram
að ásakanir Hjörleifs á hendur
Alusuisse séu rangar og meira og
minna á misskilningi byggðar.....
• Það er viða heitt i kolunum i
myndlistinni þessa dagana.
Umdeildasta listiðjan hér um
slóðir núna er vafalaust nýlistin
svokallaöa og sýnist mönnum
sitthvað um þær afurðir sem hún
skilar, eins og gengur. Um skeið
hefur verið rekin sérstök nýlista-
deild i Myndlista- og handiðaskól-
anum og hefur veriö mikil ásókn
nemenda i hana. Á hinn bóginn
hefur mörgum myndlistarmann-
inum, sem fæst við hefðbundnari
myndlist, litiö til hennar koma og
hefur margoft komið til umræðu
að leggja ætti þessa deild niður.
Við heyrum að nú siðast hafi
Einar Hákonarson skólastjóri
Myndlista- og handiðaskólans
verið búinn að fá sig fullsaddan á
deildinni og lýst þvi yfir að annað
hvort yrði nýlistadeildin lögð
niður eða hann hætti sem skóla-
stjóri. Þessi hótun hans mun þó
ekki hafa fengið nægilegan
hljómgrunn, þvi að nú eru sagðar
meiri likur á þvi að Einar hætti en
deildin veröi lögð niður. Nema
auðvitað Einar endurskoði af-
stöðu sina....
• Samningur Reykjavikurborgar
og Félags isl. myndlistarmanna
um stjórnarfy rirkomul ag
Kjarvalsstaða er nú útrunninn.
Miklar deilur urðu á sinum tima
milli þessara aðila um það hvort
listamenn skyldu fá aðild að
stjórn Kjarvalsstaða og varð það
ofaná eftir töluvert þref. Nú hafa
samtök myndlistarmanna sett
fram þá kröfu til viðbótar að þeir
fái hlutdeild i ákvörðunum um
listaverkakaup á vegum Kjar-
valsstaða. Þessi krafa situr nú
föst i' sumum borgarfulltrúanna,
sem hafa með stjörn Kjarvals-
staða að gera, svo sem Sjöfn
Sigurbjörnssóttir, og getur allt
eins komið til nýrrar Kjarvals-
staðadeilu á næstunni....
• Stjórn Kjarvalsstaða hafði i
hyggju að bjóða islenskum mynd-
iistarmönnum að halda sýningu á
teikningum, sem sérstök dóm-
nefnd átti að velja úr innsendum
myndum. Eftir að dómnefndin
hafði verið skipuð kom upp sú
krafa meðal listamanna, að
borgin greiddi gjald fyrir mynd-
imar meðan þær væru á sýning-
unni. Fordæmið hafa þeir frá
Noregi, en þar hafa i mörg ár
verið i gildi lög um, að rikið og
sveitarfélög greiddu listamönn-
um gjald fyrir myndir á sýn-
ingum, sem þessir aðilar standa
fyrir. Hjá Norðmönnum er þetta
gjald núna n„ kr. 62 á mánuði.
Stjórn Kjarvalsstaða var ekki
reiðubúin að ganga að þessum
kröfum listamanna, en lýsti þó
áhuga á að ræða málið nánar.
Endirinn var sá, að stjórnin
ákvað að fresta sýningunni um
óákveðinn tíma. Það túlka ýmsir
á þann veg að Kjarvalsstaða-
st jórnin vilji ekki semja um málið
undir þrýstingi frá yfirvofandi
sýningu...
• Mikil óánægja er meðal hús-
eigenda i Grjótaþorpinu með
þann drátt sem hefur orðið á
skipulagsmálum þorpsins og þvi
óhagræði sem eigendurnir hafa
orðið fyrir af þeim sökum.
Þorkell Y'aldim arsson hefur
lengstum verið i fararbroddi
hinna óánægðu en nú heyrist að
íleiri séu farnir að hugsa sér til
hreyfings og hef ja málarekstur á
hendur borginni, þeirra á meðal
Tryggvi ófeigsson og eigendur
Geysishússins....
• Bílafloti lögreglunnar mun haía
komið slaklega undan vetri þetta
árið. Sjaldan áður hafa lögreglu-
bifreiðarnar lent i eins mörgum
óhöppum og i vetur og t jóniö mun
nema samtals tugmilljónum. Það
fylgir ekki sögunni hvort löggu-
bflarnir hafi alltaf, verið i rétti i
þessum umf es-ðaróhöppum, en
lögreglumenn hafa eflaust samið
nákvæmarog hlutlausar skýrslur
um atburðina....
Ótf ðlegt en satt!
Apex fargjöldin til Glasgow eru 1.892 kr. og nú hefur
LUXEMBURG bæst við fyrir aðeins 2.055 kr.
FLUGLEIÐIR
Traust fólkhjá góóu félagi